Hetjurnar frá Chernobyl

Chernobyl slysið var atburður sem er þrykktur í minni margra. Um þessar mundir er verið að sýna sjónvarpsþætti um atburðina.

Flosi Þorgeirsson
chernobyl.jpg
Auglýsing

Um þessar mundir eru í sýn­ingu sjón­varps­þættir frá HBO sem fjalla um Cherno­byl-slysið í apríl 1986 en það er alvar­leg­asta kjarn­orku­slys sög­unn­ar. Und­ir­rit­aður man vel eftir þessum tíma og hræðslu almenn­ings gagn­vart Sov­ét­ríkj­unum þá. 

Sú hræðsla sner­ist ekki lengur um neina hern­að­ar­lega íhlut­un, heldur var nú flestum ljóst að inn­viðir þessa tröllaukna heims­veldis voru orðnir veikir og ótt­að­ist fólk frekar að mis­tök eða slys gætu valdið stór­skaða. Aðeins nokkrum árum fyrr höfðu Sov­ét­menn skotið niður suður kóreska far­þega­þotu. Allir far­þegar fór­ust og Sov­ét­ríkin voru harð­lega for­dæmd. Svör Sov­ét­ríkj­anna voru nær alltaf á sama veg: Öryggi lands­ins var ógnað og þau þurftu að bregð­ast við. Væn­i­sýki og sjúk leynd­ar­hyggja virt­ust ráða lögum og lofum í Kreml.

Við skulum samt ekki gleyma því að rúss­neska þjóðin og nágrannar þeirra hafa mátt þola ýmis­legt í gegnum tíð­ina. Styrj­ald­ir, hung­ursneyð og harð­indi, allt þetta hefur skapað fólk sem býr yfir ótrú­legri seiglu, ósér­hlífni og fórn­fýsi. Það kom ber­lega í ljós er Sov­ét­menn þurftu að takast á við afleið­ingar þessa hrika­lega atburðar í Cherno­byl þann 26. apríl 1986. Það eru ótal­margar „hvunn­dags­hetj­ur“ sem koma að þess­ari sögu, hvort sem það eru slökkvi­liðs­menn, læknar og hjúkr­un­ar­fólk eða aðr­ir, margir unnu af óeig­in­girni og ósér­hlífni og sumir guldu fyrir það með lífi sínu. Við munum aldrei fá að vita nöfn allra sem unnu hetju­dáðir en við höfum þrjú nöfn sem við skulum skoða bet­ur.

Auglýsing

Alexei Ara­nen­ko, Valeri Bezpa­lov og Boris Bara­nov. Fæstir Evr­ópu­búar kann­ast við nöfn þess­ara manna en ýmsir telja að þeir hafi mögu­lega komið í veg fyrir að Cherno­byl-slysið yrði jafn­vel meiri ham­farir en það varð í raun.  Þyrlur höfðu flogið yfir svæðið og stað­fest að þakið yfir kjarna­ofn­inum hafði brotnað og ofn­inn sendi við­stöðu­laust ban­vænan skammt af geisla­virkni út í and­rúms­loft­ið. Það var nógu slæmt en verra var að ofn­inn var hægt að sökkva ofan í jörð­ina en undir honum voru hol­rými full af vatni. Sér­fræð­ingar töldu hættu á því að þetta myndi á end­anum leiða til svo öfl­ugrar spreng­ingar að nær­liggj­andi svæði í 200 km rad­íus myndu gjör­eyðast, þar á meðal Kænu­garð­ur, höf­uð­borg Úkra­ín­u. 

Ákveðið var að senda þrjá menn í köf­un­ar­bún­ingum niður í vatn­ið, þeir þyrftu að kom­ast að loka og opna hann svo vatnið myndi streyma úr rým­inu. Þetta var hæg­ara sagt en gert. Aðstæður væru erf­iðar í myrkri og vatni en auk þess var geisla­virknin á þessu svæði, rétt undir ofn­in­um, algjör­lega ban­væn. Það var öllum ljóst að þetta væri sjálfs­morðs­leið­ang­ur. Þrátt fyrir það þá buðu sig fram þrír sjálf­boða­lið­ar: Alexei Ananen­ko, verk­fræð­ingur sem vissi hvar lok­ann væri að finna. Valeri Bezpa­lov, sam­starfs­maður Ananenko og því stað­ar­háttum kunn­ug­ur. Boris Bara­nov, verk­stjóri sem átti að vera þeim Ananenko og Bara­nov til aðstoð­ar.  

Í fyrstu gekk þeim ágæt­lega að kom­ast áfram en ljós þeirra gáfu sig og þurftu þeir þá að þreifa sig áfram í myrkv­uðu vatn­inu. Varla er hægt að ímynda sér hve erfitt það hefur verið en þeir héldu ró sinni og vissu­lega hjálp­aði að þeir þekktu vel til bygg­ing­ar­inn­ar. Þó sótt­ist ferð þeirra seint en þeir gáfust ekki upp eða misstu stjórn á sér. Þeim var vel ljóst hve alvar­legar afleið­ingar það hefði ef þeim tæk­ist ekki ætl­un­ar­verk sitt. Að end­ingu fundu þeir lok­ann og tókst að opna hann. 

Á næstu dögum var um 30 þús­und tonnum af geisla­virku vatni dælt burt af svæð­inu. Hætt­unni á spreng­ingu sem hefði getað breytt stórum hluta Evr­ópu í óbyggi­lega eyði­mörk, hafði verið afstýrt. Þre­menn­ingum var fagnað sem hetjum er þeir birtu­st, öllum var ljóst hve mikið var í húfi og að fórn­fýsi þeirra myndi lík­lega hafa kostað þá líf­ið. Þeir höfðu allir orðið fyrir ban­vænum skammti af geisla­virkni. En það furðu­lega gerð­ist, allir þeirra lifðu af. Boris Bara­nov varð bráð­kvaddur árið 2005 en þeir Ananenko og Bezpa­lov eru enn á lífi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar