Mynd: EPA

Hernaðaruppbygging á norðurslóðum nær nú til Íslands

Ísland hefur stóraukið framlag sitt til varnarmála, ásamt því að Atlantshafsbandalagið hefur aukið viðveru sína á Íslandi til muna.

Banda­ríkja­menn ætla sér að stór­auka hern­að­ar­lega við­veru sína á norð­ur­slóðum og koma upp nýrri norð­ur­slóða­deild innan banda­ríska hers­ins. Rússar hafa einnig aukið hernað sinn á síð­ustu árum og hefur við­vera NATO á Íslandi auk­ist til muna. Ísland jók enn fremur fram­lag sitt til varn­ar­mála um 37 pró­sent frá því í fyrra.

Rík­is­stjórn Trump æltar sér að auka hern­að­ar­við­veru sína á norð­ur­slóð­um. Hún ætlar að koma á nýrri norð­ur­slóða­deild innan banda­ríska hers­ins, efla örygg­is­við­veru sína á norð­ur­slóð­um, styrkja her sinn á svæð­inu, halda her­æf­ingar og byggja upp ísbrjóta sína, að því er kom fram í ræðu Mike Pompeo, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, þann 6. maí síð­ast­lið­inn á sam­komu Norð­ur­skauts­ráðs­ins í Rovaniemi í Finn­land­i. 

Ræðan rugg­aði bátnum innan ráðs­ins svo vægt sé til orða tek­ið. Sagði hann norð­ur­slóðir áður hafa verið svæði sam­vinnu og rann­sókna, nú væru norð­ur­slóðir hins vegar orðnar að svæði valda­bar­áttu og sam­keppni. Nú væri nýtt upp­haf stra­tegískrar sam­keppni og nýrra ógna. Hann sagði enn fermur norð­ur­slóðir hafa miklar auð­lind­ir, til dæmis 13 pró­senta allrar óupp­götv­aðrar olíu, 30 pró­senta óupp­götv­aðs gass, auk margra jarð­málma, gulls og dem­anta. Aðgengi að auð­lind­unum væri nú meira en áður vegna bráðnun og hop­unar íss. 

Vilja tak­marka getu Kína og Rúss­lands

Hags­munir Banda­ríkj­anna á norð­ur­slóðum eru sér­stak­lega að tak­marka getu Kína og Rúss­lands á norð­ur­slóðum að því er kemur fram í nýrri skýrslu Varna­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna.

Pompeo tók einmitt Kína sér­stak­lega fyrir í ræðu sinni í Norð­ur­skauts­ráð­inu, en Kína hefur stöðu áheyrn­ar­að­ila innan Norð­ur­skauts­ráðs­ins ásamt tólf öðrum ríkj­um, svo sem Frakk­lands, Ind­lands, Jap­ans, Bret­lands og fleiri ríkja. Pompeo sagði efa­semdir um raun­veru­legan til­gang veru Kína á norð­ur­slóð­um. Nú skil­greini Kína sig sem „nær­ríki norð­ur­slóða“ en hann líti svo á að ein­ungis séu til norð­ur­slóð­ar­ríki og ríki sem ekki séu norð­ur­slóð­ar­ríki, eng­inn þriðji flokkur sé til. 

Hann sagði þar að auki Kína ekki hafa til­kall til neins þrátt fyrir að það skil­greini sig sem „nær­ríki norð­ur­slóða.“ Pompeo sagði að áætlun Kína að gera sigl­inga­leið um norð­ur­slóðir sem hluta af Belti og braut væri leið kín­verskra stjórn­valda að þróa mik­il­væga inn­viði á norð­ur­slóðum og jafn­vel koma upp lang­tíma örygg­is­við­veru (e. security pres­ence) á svæð­inu.

Rússar auka hernað sinn á norð­ur­slóðum

Í fyrr­nefndri skýrslu varna­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna er því haldið fram að þörf sé á að nútíma­væða eld­flauga­varnir og varnir gegn lang­dregnum flaugum á norð­ur­slóð­um. Varn­ar­mála­ráðu­neytið vill enn fremur auka sjó­eft­ir­lit á haf­svæð­inu milli Íslands, Græn­lands og Bret­land, það er hjá hinu svo­kall­aða GIUK bili. Það falli vel að núver­andi verk­efnum NATO á Íslandi. Í skýrsl­unni segir enn fremur að hætta sé á ákveð­inni keðju­verkun frá öðrum svæð­um. Til að mynda geti spenna milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands eða Kína í öðrum heims­svæðum smitað út frá sér og skapað spennu á milli þeirra á norð­ur­slóð­um.

Sergei Kis­lyak, öld­unga­deild­ar­þing­maður rúss­neska þings­ins og fyrrum sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um, sagði á Arctic Circle í Hörpu í októ­ber síð­ast­liðnum að stór hluti norð­ur­slóða væri á yfir­ráða­svæði Rúss­lands þar sem her­leysi myndi bitna á öryggi lands­ins, að því er kemur fram í frétt Morg­un­blaðs­ins. Hann sagði enn fremur að norð­ur­slóðir væru fjár­sjóðs­kista nátt­úru­auð­linda sem hægt væri að nýta.

Hernaðaruppbygging Rússlands. Á kortið vantar NATO hernaðarinnviði.
Mynd: Dan Sullivan

Rússar hafa vissu­lega aukið hernað sinn á norð­ur­slóð­um. Í við­tali við For­eign Policy benti Dan Sulli­van, banda­rískur öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur, á að á síð­ustu árum hafi Rússar aukið hernað sinn á norð­ur­slóðum gíf­ur­lega. Rússar hafi opnað 14 nýja flug­velli, 16 hafn­ir, 40 ísbrjóta og fjögur ný herteymi á norð­ur­slóð­um.

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, sagði á fyr­ir­lestri í Nor­ræna hús­inu 11. júní síð­ast­lið­inn að aukin hern­að­­ar­­upp­­­bygg­ing Rússa á norð­­ur­slóð­um, með auknum her­­stöðv­­um, kaf­bátum og auk­inni hern­að­­ar­­legri loft­um­­ferð, valdi banda­lag­inu sér­­stak­­lega áhyggj­u­m. 

Ísland hluti af hern­að­ar­upp­bygg­ingu á norð­ur­slóðum

Banda­ríkin munu auka fjár­magn til mann­virkja­upp­bygg­inga á Kefla­vík­ur­flug­velli um sjö millj­arða króna en Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sagði þó í við­tali við Morg­un­blaðið að á Íslandi yrði ekki her­seta á nýjan leik. 300 millj­ónum verður hins vegar varið í upp­bygg­ingu á innviðum vegna skuld­bind­inga Íslands í NATO. For­sæt­is­ráð­herra sagði enn fremur að aukin hern­að­ar­um­svif á Norð­ur­höfum ættu að vera Íslend­ingum áhyggju­efni. Katrín sagði einnig við­veru her­manna hafa auk­ist á Íslandi og að hún hafi verið mikil síð­ustu tvö ár.

Í við­tali við Kast­ljós þann 25. júní síð­ast­lið­inn sagði hún að „auð­vitað hljótum við öll að hafa áhyggjur af þeim auknu hern­að­ar­um­svifum sem við sjáum í norð­ur­höfum og sér­stak­lega því Ísland hefur lagt sig fram að vera alltaf málsvari frið­sam­legra lausna á alþjóða­vett­vang­i.“

Fram­lag Íslands til varn­ar­mála hefur hækkað síð­ustu ár

Í fyrra hækk­uðu fram­lög Íslands til varn­ar­mála um 37 pró­sent. Fram­lög Íslands til varn­­ar­­mála árið 2019 eru 2.185 millj­­ónir króna miðað við 1.592 millj­­ónir króna árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu ut­an­­rík­­is­ráð­herra um utan­­­rík­­is­­mál og alþjóða­­mál sem lögð var fyrir Alþingi í apríl 2019.

Í svari frá utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans kom fram að auknar fjár­­heim­ildir mála­­flokks­ins megi skýra að mestu af fjórum verk­efn­um: 127 millj­­ónir króna voru veittar til­ end­­ur­nýj­unar á rat­­sjár­­kerfi og stjórn­­­stöðv­­­ar­­kerfi. Alls 60 millj­­ónir króna fóru í að efla ­samn­ings­bund­inn gist­i­­ríkja­­stuðn­­ing og 50 millj­­ónir króna megi svo rekja til reglu­bund­inna varnaræf­inga í sam­ræmi við varn­­ar­á­ætlun Atl­ants­hafs­­banda­lags­ins. Að lokum voru 35 millj­­ónir veitt­ar til samn­ings­bund­ins við­halds varn­­ar­­mann­­virkja. 

Stærstur hluti fjár­­­magns­ins fer til almenns rekst­­urs Land­helg­is­­gæsl­unnar og  Kefla­vík­­­ur­flug­­völls eða 1.519 millj­­ónir króna. 217 millj­­ónir króna fara í sam­­stöð­u­að­­gerð­­ir.

Í skýrsl­u utan­rík­is­ráð­herra er grund­­völlur varna Íslands sagður vera aðildin að Atl­ants­hafs­­banda­lag­inu og varn­­ar­­samn­ing­­ur­inn við Banda­­ríkin frá 1951. Þar er vöxtur útgjalda sagður „helg­­ast af vax­andi skuld­bind­ingum sem Ísland hefur tek­ist á hendur innan Atl­ants­hafs­­banda­lags­ins og auk­inni tíma­bund­inni við­veru liðsafla banda­lags­ins á Kefla­vík­­­ur­flug­velli vegna versn­and­i ­ör­ygg­is­á­stands í Evr­­ópu, þ.m.t. á Norð­­ur­-Atl­ants­hafi.“ 

Á fyr­ir­lestri sínum í Nor­ræna hús­inu þann 11. júní síð­ast­lið­inn sagði Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, banda­lagið nú þegar hafa aukið við­veru sína á Íslandi og í kringum Ísland. NATO ríki hafi til að mynda aukið fjölda her­æf­inga í Norð­­ur­-Atl­ants­hafi. 

Mynd: Bára Huld Beck

Stjórn­­­ar­­flokkar ósam­­mála um varn­­ar­­mál

Vinstri græn eru á móti sam­starf­inu í NATO, að því er kom fram í máli for­sæt­is­ráð­herra í við­tali við Kast­ljós þann 25. júní síð­ast­lið­inn. Hún sagði Vinstri græn engu að síður hafa tekið þá ákvörðun að fylgja Þjóðar­ör­ygg­is­stefnu Íslands þar sem það „er auð­vitað hlut­skipti stjórn­mála­manna að þurfa stundum að fylgja lýð­ræð­is­legum vilja, sér­stak­lega þegar um er að ræða eina stjórn­mála­flokk­inn sem er and­vígur aðild Íslands að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu eins og er raunin með okkur Vinstri græn.“

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, vara­for­maður þing­flokks Vinstri grænna, skrif­aði á Face­book síðu sinni 25. júní síð­ast­lið­inn að það væri grát­legt að „horfa upp á þá gegnd­ar­lausu sóun sem á sér stað í hern­að­ar­upp­bygg­ingu í heim­in­um, með fjár­munum sem mætti svo hæg­lega nýta til ann­arra og betri hluta.“ Hann skrif­aði enn fremur að hann telji að NATÓ aðild skapi þjóð­inni frekar ógn en örygg­i. 

Þessar stað­hæf­ingar eru í takt við stefnu Vinstri grænna, en þar segir skýrt: „Ekki á að leyfa her­æf­ingar í land­inu eða innan lög­­­sögu þess. Ísland og íslenska lög­­­sögu á að frið­­lýsa fyrir umferð með kjarn­orku-, sýkla- og efna­vopna í lofti, á láði og leg­i.“

Mynd: Bára Huld Beck

Í stefnu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins segir hins vegar að aðild Íslands­ að Atl­ants­hafs­­banda­lag­inu og varn­­ar­­samn­ingur Íslands og Banda­­ríkj­anna séu „­for­­sendur þess að öryggi lands­ins sé trygg­t“

Í við­tali við Kast­ljós 12. júní síð­ast­lið­inn sagði Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, að NATO vilji að Rússar viti af fæl­ing­ar­mætti banda­lags­ins til að koma í veg fyrir að Rússar reyni að taka yfir lands­svæði ein­hvers NATO rík­is. Hann sagði mark­miðið með því ekki vera að hefja átök heldur að koma í veg fyrir átök. 

Spurður út í hlut­verk Íslands innan banda­lags­ins svar­aði Stol­ten­berg fram­lag Íslands til NATO væri mik­il­vægt þrátt fyrir að Ísland hefði ekki her. Banda­ríkja­menn hafi til að mynda eft­ir­lits­flug­vélar sem vinni frá Kefla­vík. Íslend­ingar gegni einnig mik­il­vægu hlut­verki þegar kæmi að afvopn­un. Stol­ten­berg hélt því einnig fram að Don­ald Trump styðji NATO og muni standa við heit sín í örygg­is­mál­u­m.  

Þrátt fyrir að stjórn­ar­flokkar séu ekki á einu máli er varðar þátt­töku Íslands í NATO er ljóst að við­vera her­manna hefur auk­ist á Íslandi og fram­lög Íslands til varn­ar­mála einnig. Fram­kvæmda­stjóri NATO telur Ísland gegna mik­il­vægu hlut­verki innan banda­lags­ins á sama tíma og for­sæt­is­ráð­herra lýsir yfir áhyggjum sínum af auknum hern­aði á norð­ur­slóð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar