Varð að bíða í tíu ár eftir að flytja til fjölskyldunnar

Dönsk stjórnvöld lutu í lægra haldi fyrir tyrkneskri konu sem hafði í tíu ár beðið eftir að flytja til eiginmanns og fjögurra barna í Danmörku.

Kristjánsborgarhöll
Auglýsing

Þótt tyrk­nesku hjónin þekki lík­lega ekki íslenska máls­hátt­inn „þol­in­mæði þrautir vinnur all­ar“ á hann sann­ar­lega við um deilu þeirra við dönsk stjórn­völd. Deilu sem staðið hefur frá árinu 2009 en Dóm­stóll Evr­ópu­sam­bands­ins felldi dóm í máli þeirra fyrir nokkrum dög­um. Margir danskir stjór­mála­menn eru mjög ósátt við dóms­nið­ur­stöð­una og segja hana vekja spurn­ingar um sjálf­stæði ESB ríkja.

Hjónin sem um ræðir gift­ust árið 1983 og bjuggu þá í Tyrk­landi. Á næstu árum eign­uð­ust þau fjögur börn. Árið 1998 skildu þau og mað­ur­inn flutti til Dan­merkur þar sem hann fékk tíma­bundið dval­ar­leyfi. Í árs­byrjun 1999 gift­ist hann þýskri konu, búsettri í Dan­mörku. 

Árið 2006 ­sótti mað­ur­inn um, og fékk, ótíma­bundið dval­ar­leyfi í Dan­mörku. Það leyfi var veitt á grund­velli reglna Evr­ópu­sam­bands­ins um hjóna­bönd fólks frá löndum ESB og löndum utan þess Það dval­ar­leyfi gilti jafn­framt fyrir börnin fjögur sem voru þá komin til föður síns. 

Auglýsing

Gift­ist aftur fyrri kon­unni

Í júní árið 2009 skildu tyrk­neski mað­ur­inn og þýska kon­an. T­veimur mán­uðum síðar gift­ist mað­ur­inn, í annað sinn, móður barn­anna fjög­urra, hún var þá búsett í Tyrk­landi. Nokkrum dögum eftir gift­ing­una sótti konan um dval­ar­leyfi í Dan­mörku. Það gerði hún á grund­velli reglna ESB um fjöl­skyldu­sam­ein­gu. 

Fékk synjun

Í lok maí árið 2010, fékk konan svar frá dönskum yfir­völd­um. Þau synj­uðu beiðni hennar um að fá að flytja til manns­ins og barn­anna í Dan­mörku. Rökin voru þau að „fjöl­skyldu­tengsl“ hennar við Tyrk­land væru sterk­ari en við Dan­mörku. Konan sendi sam­dæg­urs form­lega kvörtun vegna þess­arar ákvörð­unar danskra yfir­valda. Fjórum mán­uðum síð­ar, 30. sept­em­ber 2010, vís­aði Útlend­inga­ráðu­neytið (eins og það hét þá) kvörtun­inni frá. Ráðu­neytið mat það svo að tengsl fjöl­skyld­unnar væru sterk­ari við Tyrk­land en Dan­mörku og hvatti kon­una til að búa þar áfram og fá tvö yngstu börnin til sín. Ráðu­neytið benti á að árið 2000 hefðu í Dan­mörku tekið gildi lög um fjöl­skyldu­tengsl umsækj­enda um land­vist­ar­leyfi, með síð­ari tíma við­bót­um. Sam­kvæmt þeim ætti konan ekki rétt á að flytja til Dan­merk­ur.

Nú lá málið niðri í tæp fjögur ár, eða þangað til í mars árið 2014. Þá óskaði konan eftir því að umsókn hennar um að sam­ein­ast fjöl­skyldu sinni í Dan­mörku yrði end­ur­skoð­uð. Hún höfð­aði mál fyrir Bæj­ar­rétti í Ála­borg í þessu skyni. Dóm­stóll­inn í Ála­borg vís­aði mál­inu til Bæj­ar­rétt­ar­ins í Kaup­manna­höfn sem kvað upp þann úrskurð að kona ætti ekki rétt á að fá land­vist­ar­leyfi. Bæj­ar­réttur er lægsta dóm­stig af þremur í Dan­mörku og konan kærði úrskurð­inn til Eystri – lands­réttar sem stað­festi úrskurð Bæj­ar­rétt­ar­ins. 

Dómnum snúið við 

Dómstóll Evrópusambandsins. Mynd:EPANú leið tím­inn. Tyrk­neska konan og danskur lög­maður hennar höfðu hins­vegar ekki lagt árar í bát og í mars á þessu ári kom málið til kasta Evr­ópu­dóm­stóls­ins (dóm­stóls ESB) í Lúx­em­borg. Þar gengu hlut­irnir hratt fyrir sig og síð­ast­lið­inn mið­viku­dag (10. júlí) kvað dóm­stóll­inn upp þann úrskurð að nið­ur­stöður danskra dóm­stóla um synjun á beiðni kon­unnar stæð­ust ekki. Dóm­ur­inn byggir nið­ur­stöðu sína á sam­komu­lagi frá árinu 1980 milli Dan­merkur og Tyrk­lands. Sam­komu­lagið var við­bót við eldri samn­ing milli land­anna, frá sjö­unda ára­tugn­um. Í við­bót­inni segir að hvorki Dan­mörk né Tyrk­landi geti gert breyt­ingar á upp­haf­lega sam­komu­lag­inu milli land­anna varð­andi fjöl­skyldu­sam­ein­ingu. Síð­ari tíma ein­hliða við­bætur danskra stjórn­valda (strang­ari regl­ur) stæð­ust sem sé ekki. 

Sprengja í veg­kant­inum eða borð­sprengja   

Danskir stjórn­mála­menn höfðu lengi vitað að „fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar­mál­ið“ kæmi til kasta Evr­ópu­dóm­stóls­ins. Seint á síð­asta ári sagði Mattias Tes­faye, sem þá var tals­maður jafn­að­ar­manna (sem voru í stjórn­ar­and­stöðu) í mál­efnum útlend­inga að ef allt færi á versta veg (eins og hann orð­aði það) gæti dóms­nið­ur­staðan orðið til þess að end­ur­skoða yrði þús­undir ákvarð­ana danskra stjórn­valda. Þetta er mál sem stjórn­völd verða að búa sig und­ir. Nú er Mattias Tes­faye orð­inn ráð­herra útlend­inga­mála í stjórn Mette Frederik­sen. Í við­tali við Danska sjón­varp­ið, DR, eftir að dóm­ur­inn féll, sagði ráð­herr­ann að það væri aldrei gott að fá á sig dóm. Nú yrði að fara vand­lega yfir dóm­inn og það sem kæmi fram í honum til að átta sig á hvaða afleið­ingar nið­ur­staðan gæti haft. Hvort þetta væri stór bomba í veg­kant­inum eða bara pínu­lítil borð­sprengja.

Ráð­herr­ann lagði áherslu á að Danir myndu áfram halda sig við ströng skil­yrði varð­andi land­vist­ar­leyfi útlend­inga.

Hver á að ráða?

Morten Mess­erschmidt, þing­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins og tals­maður hans í mál­efnum Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði að ráð­herra útlend­inga­mála yrði strax að bregð­ast við og útskýra áætl­anir stjórn­ar­innar fyrir þing­heimi.

„Það veldur áhyggjum að Evr­ópu­dóm­stóll­inn skuli geta blandað sér í stefnu Dana í mál­efnum útlend­inga. Við höfum árum saman fengið að vita að það væri danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sem tæki allar ákvarð­anir í slíkum málum en það gildir greini­lega ekki. Við það getum við ekki unað“ sagði Morten Mess­erschmidt.

Inger Støjberg, fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke Rasmus­sen, sagði að stefnu Dana í mál­efnum útlend­inga ætti Danska þingið að ákveða og hún væri mjög ósátt við dóm­inn. Hún sagð­ist vænta þess að rík­is­stjórnin myndi innan skamms upp­lýsa hvaða áhrif nið­ur­staða dóm­stóls­ins hefði, einkum varð­andi fjölda þeirra Tyrkja sem hugs­an­lega væru í sömu stöðu og tyrk­nesku hjón­in. 

Hjónin hafa ekki tjáð sig um dóm­inn og danskur lög­maður kon­unnar hefur ekki viljað ræða við fjöl­miðla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar