Hundruð milljarða til að verjast sjónum

Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.

Kaupamannahöfn flóð sjór loftslagsmál sjávarflóð stormflóð danmörk
Auglýsing

Margar þjóðir standa á næstu ára­tugum frammi fyrir miklum vanda vegna hækk­andi sjáv­ar­borðs. Danir þurfa að eyða millj­örðum til að koma í veg fyrir að sjór­inn leggi undir sig stór land­svæði.

Umræður um hlýnun and­rúms­lofts­ins og sá mikli vandi sem steðjar að mann­kyni hafa verið fyr­ir­ferð­ar­miklar á allra síð­ustu árum. Inn í þá umræðu bland­ast margt: bráðnun jökla og plast­ið, sem eng­inn veit hvernig á að losna við og er ógnun við líf­rík sjáv­ar­ins, ber kannski hæst í þeirri umræðu en áhyggju­efnin eru mörg. Þar á meðal hækk­andi sjáv­ar­borð. 

Síend­ur­tekin flóð

Dan­mörk er eitt þeirra landa sem liggja mjög lágt og þar hafa svokölluð storm­flóð, valdið miklu tjóni á síð­ustu árum. Mestu flóðin verða þegar saman fer stór­streymi (mesti munur flóðs og fjöru), lágur loft­þrýst­ingur og rok. Mörg dæmi eru um slík storm­flóð í Dan­mörku en á síð­ustu ára­tugum hefur þeim fjölgað til muna og mest á allra síð­ustu árum. 3. des­em­ber 1999 gerði mik­inn storm sunn­ar­lega á vest­ur­strönd Jót­lands. Þar hækk­aði sjáv­ar­borð um rúma fimm metra og olli miklu tjóni. Þá var lág­sjávað en í stór­streymi hefði sjáv­ar­borðið hækkað um að minnsta kosti sex metra. 

Auglýsing

Í byrjun nóv­em­ber 2006 olli slíkt flóð miklu tjóni, um það bil 4 þús­und hús skemmd­ust mikið og mörg til við­bótar skemmd­ust minna. Þá hafði verið hvöss vest­an­átt dögum saman sem þrýsti sjónum suður Kattegat og alla leið í Eystra­salt. Þegar storm­inn lægði gekk sjór­inn til baka og olli flóði á svæð­unum fyrir sunnan Litla- og Stóra­belti (badekarseffekt). 

Stíf norð­an­átt hefur sömu­leiðis iðu­lega orðið til að þrýsta sjó inn í Hró­arskeldu­fjörð­inn og valdið miklu tjóni. Danska vík­inga­skipa­safnið er fyrir botni fjarð­ar­ins og nær í sjó fram. Þar hefur margoft orðið tjón af völdum sjávar og margir ótt­ast að sjór geti valdið skemmdum á vík­inga­skip­unum sem safnið hýs­ir. Hug­myndir voru uppi um að flytja safn­ið, jafn­vel rífa hús­ið. Nýj­ustu tíð­indi í þeim efnum eru að til standi að flytja vík­inga­skipin í dóm­kirkj­una í Hró­arskeldu, skammt frá safn­inu. Hús safns­ins yrði hins­vegar áfram á sínum stað og hluti starf­sem­innar sömu­leið­is.

Kostn­að­ar­samar varnir

Í árs­byrjun 2017 gerði mikið flóð á Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu og við Køgebugt, tjónið var metið á 150 millj­ónir danskra króna ( 2.8 millj­arða íslenska). Í fram­haldi af því ákvað stjórn sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að fá danska verk­taka­fyr­ir­tækið Cowi til að meta þörf og kostnað við flóða­varnir í Kaup­manna­höfn og ­ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þetta var í fyrsta skipti í Dan­mörku sem reynt hefur verið að meta slíkt. 

Kaupmannahöfn. Mynd:FlickrSér­fræð­ingar Cowi kynntu skýrsl­una, sem er mjög ítar­leg, fyrir nokkrum dög­um. Jeppe Sikker Jen­sen, einn sér­fræð­ing­anna, sagði að gengið hefði verið út frá því að þeir varn­ar­garðar sem þegar eru komn­ir, til dæmis á Ama­ger og sunnan við Kaup­manna­höfn, yrðu styrktir og jafn­framt gerðir margir nýir. Hann sagði að við gerð flóða­varna væru ýmis sjón­ar­mið sem taka þyrfti til­lit til. Því hærri og öfl­ug­ari sem varn­ar­garð­arnir væru, því örugg­ari væru þeir. Kostn­að­ur­inn yrði jafn­framt meiri og „háir varn­ar­garðar eru sjaldn­ast augna­ynd­i“. 

Jeppe Sikker Jen­sen sagði að miðað við hund­rað ára reikni­líkanið (stór­flóð einu sinni á öld) væri gert ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við gerð varn­ar­garða yrði um það bil 22 millj­arðar danskra króna (417 millj­arðar íslenskir). Sú tala væri mjög var­lega áætluð og miðað við þær breyt­ingar sem eiga sér stað þessi árin (eins og kom­ist var að orði) yrði kostn­að­ur­inn lík­lega miklu meiri. 

Hann nefndi líka hvað myndi ger­ast ef miðað væri við stærsta flóð á þús­und árum. Þá færi suð­ur­hluti Kaup­manna­hafn­ar­svæð­is­ins á kaf, flug­völl­ur­inn á Kastrup myndi lokast, lesta­kerf­ið, þar með talið metro­kerf­ið, myndi lamast, Eyr­ar­sunds­brúin myndi lok­ast. „Ef þetta ger­ist erum við að tala um stjarn­fræði­legar upp­hæð­ir,“ sagði Jeppe Sikker Jen­sen.

Ekki ráð nema í tíma sé tekið  

Sér­fræð­ingar sem danskir fjöl­miðlar hafa talað við, eftir að skýrslan var birt, fagna útkomu henn­ar. Thomas Lykke And­er­sen lektor í bygg­inga­fræðum við Ála­borg­ar­há­skóla og sér­fróður um flóða­varnir sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að oft væri reyndin sú að farið væri að hugsa um fyr­ir­byggj­andi aðgerðir eftir að skað­inn væri skeður en betra væri að byrgja brunn­inn fyr­ir­fram.

Hver á að borga?

Flóða­varnir kosta mikla pen­inga og það gerir tjón af völdum flóða sömu­leið­is. Allir sem eru með danska bruna­trygg­ingu borga til­tekna upp­hæð, sem ekki er há, í svo­kall­aðan þjóð­ar­flóða­sjóð. Yfir sjóðnum er stjórn, sem ákveður hvort til­teknar aðstæður kall­ist „storm­flóð“. Ef stjórnin metur það svo getur fólk sótt um bæt­ur. 

Eftir flóðin árið 2017 ákvað bæj­ar­stjórnin í Køge að leggja sér­stakan árlegan skatt á íbúð­ar­hús­næði á til­teknum svæðum „ flóða­hættu­svæð­um“ eins og það er kall­að. Skatt­ur­inn er þús­und krónur danskar per íbúð (tæp­lega 19 þús­und íslenskar). Þótt slíkt gjald hrökkvi ekki til ef til kast­anna kemur er það þó að mati bæj­ar­stjórn­ar­innar í Køge til marks um meiri ábyrgð þeirra sem búa á slíkum svæð­u­m. 

Lea Wem­el­in, umhverf­is­ráð­herra Dana, segir að þetta flóða­varna­mál (eins og hún orð­aði það) sé svo stórt að allir verði að taka höndum saman og vatnið virði ekki bæj­ar­mörk. 

Þótt þessi umfjöllun sé ein­skorðuð við Kaup­manna­höfn og nágrenni tak­markast flóða­hættan ekki við dönsku höf­uð­borg­ina. Hættan nær líka til ann­arra svæða í Dan­mörku og margra ann­arra landa. Í Evr­ópu er Hol­land það land sem lengst er komið í flóða­vörn­um, enda tals­verður hluti lands­ins undir sjáv­ar­máli.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar