Skýrsla Seðlabankans um fjárfestingarleiðina að klárast

Skýrsla sem Seðlabanki Íslands er að vinna um eigin vinnubrögð í tengslum við hina umdeildu fjárfestingarleið sem hann bauð upp á milli 2012 og 2015 verður í fyrsta lagi tilbúin um miðjan ágústmánuð.

Þeir sem nýttu sér fjárfestingarleiðina gátu fengið allt að 20 prósent virðisaukningu á fé sitt og leyst út gríðarlegan gengishagnað.
Þeir sem nýttu sér fjárfestingarleiðina gátu fengið allt að 20 prósent virðisaukningu á fé sitt og leyst út gríðarlegan gengishagnað.
Auglýsing

Skýrsla sem Seðla­banki Íslands vinnur um hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið bank­ans er alveg að verða til­bú­in. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­banka Íslands mun hún þó í fyrsta lagi verða til­búin um miðjan ágúst og í kjöl­farið verður tekin ákvörðun um hvenær hún mun koma fyrir augu almenn­ings.

Kjarn­inn greindi frá því í jan­úar síð­ast­liðnum að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­­banka Íslands ynni að gerð skýrslu um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina sem bank­inn bauð upp á árunum 2012-2015. Auk þess kemur Arnór Sig­hvats­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, að vinn­unni. Seðla­bank­inn er því að rann­saka sjálfan sig. Til­­­gangur skýrslu­­gerð­­ar­innar er að varpa ljósi á mark­mið leið­­ar­innar og árangur hennar við að búa í hag­inn fyrir losun fjár­­­magns­hafta. Upp­­lýs­ingar um upp­­runa þeirra þátt­tak­enda sem nýttu sér leið­ina verða birtar í skýrsl­unni eftir því „sem lög leyfa og nauð­­syn­­legt er til að ná mark­miðum skýrsl­unn­­ar“. 

Þá kom fram að Seðla­bank­inn vænti þess að skýrslan yrði gerð opin­ber innan fárra mán­aða. 

Umtals­verð gagn­rýni en engin óháð rann­sókn

Vorið 2017 var lögð fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga á Alþingi um að skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd til að rann­saka fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands. Sú til­­laga gekk til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar sem kall­aði eftir umsögn­um, en komst ekki lengra í þing­­legri með­­­ferð. Einn þeirra aðila sem skil­aði þá umsögn var Seðla­­banki Íslands. Í henni sagði að bank­inn hefði „gert ræki­­lega grein fyrir öllum þáttum áætl­­un­­ar­innar um losun fjár­magns­hafta[...]og fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­inni. Fram­­kvæmdin gekk vel, var skipu­­leg og gagnsæ og upp­­lýs­ingar hafa verið veittar um hana, nú síð­­­ast í ítar­­legu svari við fyr­ir­­spurn á Alþingi til fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­bank­ans sem lagt verður fram á næstu dög­­um.“

Það svar barst i júní 2017. Um það má lesa hér.

Auglýsing
Heimildir Kjarn­ans herma að áhugi sé enn til staðar hjá hópi þing­­manna að láta rann­­sókn­­ar­­nefnd á vegum Alþingis rann­saka fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. Málið var meðal ann­­ars til umræðu á þingi 23. októ­ber í fyrra. Þar sagði Oddný Harð­­ar­dótt­ir, þing­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, að „há­ar fjár­­­hæðir hafa komið til lands­ins í gegn­um fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­bank­ans og eig­end­ur fengið þar veru­­­leg­an gróða. Aðeins op­in­ber rann­­­sókn get­ur aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið rík­­­­­ir.“

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur áður gagn­rýnt fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina opin­ber­­lega, sagt hana hafa verið ósann­­gjarna og falið í sér­ að­­stöðumun milli inn­­­lendra og erlendra aðila. Í ofan­­greindum umræðum sagði Bjarni að ef ein­hverjar vís­bend­ingar væru um að í fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­inni hafi menn „verið með illa fengið fé sem ekki hafi verið talið fram á ferð­inni, þá tel ég al­­­veg aug­­­ljóst að slíkt eigi að skoða og ég tel ís­­­lensk­um stofn­un­um ekk­ert að van­­­bún­­aði að fara í þau mál.“

Þagn­ar­skylda trompar almanna­hags­muni

Kjarn­inn hefur ítrekað farið fram á að fá upp­­lýs­ingar um þá ein­stak­l­inga og lög­­að­ila sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands og hversu háar fjár­­hæðir hver og einn flutti til lands­ins. Seðla­­banki Íslands hefur ítrekað hafnað þess­­ari beiðni og vísað í þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæði þeirra laga sem gilda um starf­­semi bank­ans. Kjarn­inn kærði synjun Seðla­­banka Íslands til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mála sem stað­festi synjun Seðla­bank­ans í lok jan­úar síð­ast­lið­inn.

Í kæru sinni vís­aði Kjarn­inn til þess að í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum hafi verið fjallað um fjár­fest­ing­ar­leið­ina og því meðal ann­ars velt upp hvort hún hafi leitt til þess að hluti af fjár­magni frá aflands­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­mætum hætti, hefði skilað sér til Íslands með geng­is­af­slætti. Auk þess lægi fyrir sú alvar­lega stað­reynd að ekki virð­ist hafa átt sér stað nein upp­runa­vottun á því fé sem var fært til lands­ins í gegnum leið­ina. Rök­studdur grunur liggi fyrir um að af hluta fjár­ins hafi ekki verið greiddir rétt­mætir skattar hér­lend­is. Sá grunur birt­ist meðal ann­ars í því að aðilar sem nýttu sér leið­ina séu til rann­sóknar vegna gruns um skattaund­an­skot.

Þá taldi Kjarn­inn að færa mætti rök fyrir því að fjár­fest­ing­ar­leiðin brjóti í bága við jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­innar í ljósi þess að um hafi verið að ræða stjórn­valds­að­gerð sem hafi ein­ungis staðið til boða fólki sem átti fyrst 50 þús­und evrur í lausu fé, og síðar 25 þús­und evr­ur, og ein­ungis Íslend­ingum sem áttu fé erlend­is. Þeim hafi staðið til boða að fá virð­is­aukn­ingu á fé sitt í krafti þess að eiga fé erlend­is. Þegar allt ofan­greint væri dregið saman liggi fyrir að almanna­hags­munir leiði til þess að upp­lýst verði hverjum hafi staðið til boða að færa fé til lands­ins með þessum hætti.

Auglýsing
Upplýsingar sem fjöl­miðlar hafi getað miðlað úr brota­kenndri og tak­mark­aðri upp­lýs­inga­gjöf Seðla­banka sýni að rök­studdur grunur sé á að fé sem ekki hafi verið greiddir rétt­mætir skattar af hafi verið færðir aftur inn í land­ið; fé sem mögu­lega ætti að vera eign kröfu­hafa ákveð­inna aðila hafi verið færðir inn í íslenskt efna­hags­líf og að þröngum hópi lands­manna hafi verið fært tæki­færi til að hagn­ast gríð­ar­lega úr hendi stofn­unar sem til­heyrir sann­ar­lega stjórn­sýslu Íslands.

Almanna­hags­mun­irnir væru enn rík­ari í ljósi þess að stjórn­sýslan hefði ekki sýnt af sér mik­inn vilja og nær enga getu til að sinna eft­ir­liti sem hún ætti að sinna. Þess vegna sé afar mik­il­vægt að fjöl­miðlar fái tæki­færi til þess að vinna þá vinnu sem stjórn­völd hafa ekki unn­ið.

Úrskurð­ar­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að í ljósi þess hversu for­taks­laus hin sér­staka þagn­ar­skylda sem getið er um í lögum um Seðla­banka Íslands sé þá komi hún í veg fyrir að „slíkar upp­lýs­ingar um við­skipta­menn bank­ans séu gerðar aðgengi­legar sam­kvæmt upp­lýs­inga­lög­um, óháð hags­munum almenn­ings af því að fá að kynna sér þær.“

Hund­ruð millj­­arða flutt til lands­ins

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­fest­ing­­­ar­­­­leið­inni frá því í febr­­­­úar 2012 til febr­­­­úar 2015, þegar síð­­­­asta útboðið fór fram. Allt í allt komu um 1.100 millj­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­­­­ar­inn­­­­ar, sem sam­svarar 206 millj­­örðum króna.

794 inn­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leiðar Seðla­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­sent þeirrar fjár­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­ari leið, en hún tryggði allt að 20 pró­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­kvæmt skil­­­­málum útboða fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­­­­ar­inn­­­­ar.

Auglýsing
Afslátt­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­arðar króna.

Í skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­­­ar, er fjallað um fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið Seðla­­­­banka Íslands og því meðal ann­­­­ars velt upp hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­­­magn­inu frá aflands­­­­svæð­um, sem orðið hafi til með ólög­­­­mætum hætti, hafi skilað sér Íslands með geng­is­af­slætti í gegnum fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið­ina. Sú skýrsla er gerð fyrir fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­ið.

Orð­rétt segir í skýrsl­unni: „Miðlun upp­­­­lýs­inga um fjár­­­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­­taka í fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið Seðla­­­­bank­ans er ekki til stað­­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­­bank­ans þegar um grun­­­­sam­­­­legar fjár­­­­­­­magnstil­­­­færslur er að ræða. Æski­­­­legt má telja að sam­­­­starf væri um miðlun upp­­­­lýs­inga á milli þess­­­­ara stofn­ana.“

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar