Trump kemur til Danmerkur

Donald Trump forseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur 2. september. Að mati stjórnmálaskýrenda er ástæða heimsóknarinnar fyrst og fremst áhugi Bandaríkjamanna fyrir Grænlandi og Norðurskautssvæðinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt Margréti Þórhildi Danadrottningu.
Auglýsing

Fyrir nokkru var ákveðið að Banda­ríkja­for­seti verði við­staddur sér­staka athöfn í Pól­landi 1. sept­em­ber, þar sem þess verður minnst að þann dag verða liðin 80 ár frá inn­rás Þjóð­verja í land­ið. Á frétta­manna­fundi í lið­inni viku var Trump ­spurður hvort hann hygð­ist heim­sækja fleiri lönd í þess­ari ferð og svar­aði því til að „kannski förum við líka til Dan­merk­ur“. Dag­inn eftir stað­festu bæði Hvíta húsið og Amali­en­borg að heim­sóknin væri ákveð­in. For­seta­hjónin koma til Dan­merkur 2. sept­em­ber og dvelja í tvo daga. Danir gera grein­ar­mun á „stats­besøg“ og „offici­elt besøg”, hið fyrr­nefnda er heim­sókn í boði þjóð­höfð­ingja við­kom­andi lands, dæmi um síð­ar­nefnda er þegar for­sæt­is­ráð­herra býður starfs­bróður sínum til lands­ins. Heim­sókn Trump hjón­anna til Dan­merkur er „stats­besøg”, sem sé heim­sókn í boði Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­ar. 

Óhætt er að segja að til­kynn­ingin um heim­sókn banda­rísku for­seta­hjón­anna til Dan­merkur hafi komið nokkuð á óvart. Dan­mörk hefur ekki oft verið við­komu­staður banda­rískra for­seta gegnum tíð­ina. Ein­ungis þrír starf­andi Banda­ríkja­for­setar hafa komið til Dan­merk­ur. Barack Obama árið 2009, ­Ge­or­ge W. Bus­h árið 2005 og Bill Clint­on árið 1997. Í heim­sókn sinni flutt­i Clint­on ræðu á Kóngs­ins Nýja­torgi að við­stöddum átta­tíu þús­und manns og álíka mörgum dönskum fán­um!  

Heppi­leg tíma­setn­ing fyr­ir­ Trump

Tíma­setn­ing ­Evr­ópu­ferð­ar­ ­for­set­ans ræðst vita­skuld af minn­ing­ar­at­höfn­inni í Pól­landi 1. sept­em­ber. Tíma­setn­ingin er jafn­framt heppi­leg fyrir for­set­ann sem er, fyrir löngu, far­inn að und­ir­búa for­seta­kosn­ing­arnar á næsta ári. Mánu­dag­ur­inn 2. sept­em­ber er almennur frí­dagur í Banda­ríkj­unum (La­bo­ur day) og yfir­leitt lítið frétt­næmt að ger­ast þar vestra. Gúrku­tíð. Þess vegna er lík­legt að banda­rískir fjöl­miðlar geri Evr­ópu­heim­sókn for­set­ans skil. Slík heim­sókn gefur jákvæða mynd af for­set­anum þótt hann hafi til þessa ekki verið ýkja hrif­inn af Dan­mörku og Dön­um, ef marka má yfir­lýs­ingar hans, t.d um dönsku vind­myll­urnar (fugla­kirkju­garð­ar) og Margrethe Vest­a­ger fram­kvæmda­stjóra sam­keppn­is­mála ESB. „Hún hatar Banda­ríkin meira en nokkur mann­eskja sem ég hef hitt“ sagði for­set­inn „hún vill sekta öll okkar fyr­ir­tæki“ og vís­aði þar til banda­rískra fyr­ir­tækja sem ESB vill að borgi sann­gjarna og eðli­lega skatta af starf­semi sinni í Evr­ópu. 

Auglýsing

Heim­sóknin gulls ígildi fyrir danskt atvinnu­líf – og Trump

For­svars­menn danskra fram­leiðslu- og útflutn­ings­fyr­ir­tækja hafa lýst mik­illi ánægju með að for­seti Banda­ríkj­anna skuli heim­sækja Dan­mörku. Í frétta­til­kynn­ingu frá danska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu var greint frá því að verslun og við­skipti land­anna verða meðal þess sem rætt verður í heim­sókn­inni. Árlega flytja dönsk fyr­ir­tæki út vörur til Banda­ríkj­anna fyrir um 140 millj­arða danskra króna (2400 millj­arða íslenska) og hefur auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu árum. Banda­ríkin eru í þriðja sæti þeirra ríkja sem kaupa mest af Dön­um, á eftir Þjóð­verjum og Sví­um. Sam­tök danska iðn­að­ar­ins telja að um 70 þús­und Danir hafi, beint og óbeint, atvinnu af útflutn­ingi til Banda­ríkj­anna. Sam­kvæmt tölum frá dönsku hag­stof­unni eru nú í Banda­ríkj­unum starf­andi um það bil 700 dótt­ur­fyr­ir­tæki danskra fyr­ir­tækja og danska utan­rík­is­ráðu­neytið telur að sam­tals starfi tæp­lega 130 þús­und manns vest­an­hafs hjá dönskum fyr­ir­tækjum og dótt­ur­fyr­ir­tækjum þeirra. Í ljósi þess­ara talna er ekki und­ar­legt að fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra atvinnu­rek­enda hafi sagt að heim­sókn Trump væri „gulls ígild­i“. Dag­skrá heim­sókn­ar­innar hefur ekki enn verið birt en danskir fjöl­miðlar segja aug­ljóst að það sé fyrst og fremst eitt mál sem for­seti Banda­ríkj­anna hefur áhuga á að ræða og það mál sé meg­in­á­stæða þess að hann heim­sæki Dan­mörku.

Græn­land og Norð­ur­skautið

Þegar Don­ald Trump tók við sem for­seti Banda­ríkj­anna var Norð­ur­skaut­ið, og mál­efni því tengd, ekki ofar­lega á blaði for­set­ans og rík­is­stjórnar hans. Það hefur skyndi­lega breyst. Sem dæmi má nefna ræðu banda­ríska utan­rík­is­ráð­herr­ans ­Mi­ke Pompeo á ráð­herra­fundi Norð­ur­skauts­ráðs­ins í Finn­landi, í maí síð­ast­liðn­um. Hann fór í ræðu sinni hörðum orðum um Rússa og Kín­verja. „Við höfum séð að Rússar skirr­ast ekki við að beita valdi og yfir­gangi“ sagði ráð­herr­ann og vís­aði þar til átak­anna í Austur – Úkra­ínu og inn­limun Krím­skag­ans árið 2014. „Við vitum líka, í ljósi sög­unn­ar, að Kín­verjar svífast einskis til að ná sínu fram“ sagð­i ­Mi­ke Pompeo.

Norð­ur­skauts­ráðið er sam­starfs­vett­vangur rík­is­stjórna landa sem liggja á eða að Norð­ur­slóð­um, heims­hlut­anum í kringum Norð­ur­heim­skaut­ið. Aðild­ar­ríki Norð­ur­skauts­ráðs­ins eru átta: Banda­rík­in, Finn­land, Ísland, Kana­da, Dan­mörk, Nor­eg­ur, Rúss­land og Sví­þjóð. 

Við hátíð­leg tæki­færi hafa ráð­herrar talað um að Norð­ur­skautið eigi að vera svæði sem sátt og sam­lyndi ríki um, burt­séð frá deilum og átök­um ann­ars stað­ar. Brestir eru nú komnir í þessa „gl­ans­mynd“, en Rússar hafa að und­an­förnu aukið til muna hern­að­ar­um­svif sín á Norð­ur­slóð­um. Í áður­nefndri ræðu sinni sagði banda­ríski utan­rík­is­ráð­herr­ann að Norð­ur­skauts­svæðið verði póli­tískt átaka­svæði. Banda­rískt her­skip siglir nú um Norð­ur­höf og yfir­menn i ­banda­ríska hernum leggja nú æ oftar leið sína til Græn­lands til að fylgj­ast með, og fræð­ast um, starf­semi danska hers­ins.

Í skýrslu sem unnin var á vegum banda­ríska hers­ins árið 2014 kom fram að hlýnun and­rúms­lofts­ins muni hafa, og hafi reyndar þeg­ar, mikil áhrif á Norð­ur­slóð­um. Til verði ný sigl­inga­leið, svo­nefnd Norð­vest­ur­leið, sem muni hafa miklar breyt­ingar í för með sér, og mikla skipa­um­ferð. 

Samn­ing­ur­inn frá 1951 mik­il­væg­ur 

Með varn­ar­samn­ingi sem und­ir­rit­aður var 27. apríl 1951, og við­bót frá árinu 2003, fengu Banda­ríkja­menn afnot af til­teknum svæðum á Græn­landi. Það leyfi stendur enn þótt umsvifin hafi minnkað síðan í Kalda Stríð­inu og eru nú nær ein­göngu bundin við T­hule her­stöð­ina á Norð­vest­ur- Græn­landi. Á síð­asta ári til­kynnti yfir­stjórn banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að her­inn hefði áhuga á að end­ur­bæta og byggja upp flug­velli, og til­heyr­andi aðstöðu, á Græn­land­i. 

Ráða­menn í Penta­gon hrukku illi­lega við þegar af því bár­ust fréttir að kín­verskir bankar vildu gjarna lána Græn­lend­ingum pen­inga til að byggja nýja flug­stöð og flug­völl. James Matt­is þá­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra hafði strax sam­band við Claus Hjort Frederiksen varn­ar­mála­ráð­herra D­an­merku í því skyni að koma í veg fyrir að lánið yrði þeg­ið. Græn­lenskir stjórn­mála­menn hafa marg­sinnis hvatt danska stjórn­mála­menn til að krefj­ast þess að Banda­ríkja­menn „taki til eftir sig“ á stöðum þar sem her­inn hafði aðstöðu í Kalda stríð­in­u. 

Eins og fyrr var nefnt verða Græn­land og Norð­ur­skautið það sem hæst ber í við­ræðum Don­ald Trump við danska stjórn­mála­menn. Greint hefur verið frá því að meðal þeirra sem for­set­inn hitti og ræði við verði for­maður græn­lensku land­stjórn­ar­innar og lög­maður Fær­eyja. Þetta segja danskir ­stjórn­mála­skýrend­ur ­sýna áherslu­at­riði for­set­ans og fylgd­ar­liðs hans í Dan­merk­ur­heim­sókn­inni.

Veit lítið um Dan­mörku og Dani

Danskir fjöl­miðlar greindu frá því að árið 2016, hafi Trump verið að tala í sím­ann og í miðju sam­tali hafi hann sagt við Vanessu þá­ver­andi tengda­dóttur sína „ég er að tala við danska kóng­inn“. Á lín­unni var danski for­sæt­is­ráð­herrann, Lars Løkk­e Rasmus­sen. Skömmu eftir að Trump tók við for­seta­emb­ætt­inu sendi Hvíta húsið frá sér skýrslu þar sem full­yrt var að lífs­kjör almenn­ings í Banda­ríkj­unum væru umtals­vert betri en almenn­ings í Dan­mörku og jafn­vel fátæk­lingar í Banda­ríkj­unum hefðu það betra en „með­al­d­an­inn“. Danskir stjórn­mála­menn voru fljótir að hrekja þessar yfir­lýs­ing­ar.  

Dag­blað­ið Berl­ingske ­nefndi nokkur atriði sem kannski muni koma for­seta Banda­ríkj­anna á óvart. Í banda­rískum stór­borg­um, og víð­ar, eru flug­vellir gjarna nefndir eftir for­setum lands­ins. Þannig er það  eins og flestir vita, ekki í Kaup­manna­höfn, flug­völl­ur­inn ein­fald­lega kenndur við bæj­ar­hlut­ann Kastr­up. Spyrji for­set­inn um minn­is­merki um danska stjórn­mála­menn verður líka fátt um svör, slík verk eru vand­fund­in.  Í Dan­mörku er heldur eng­inn her­manna­kirkju­garð­ur, sam­bæri­legur við ­Ar­l­ington.

Hvort hinn óút­reikn­an­legi gestur (orða­lag Berl­ingske) velti þessu, sem hér var nefnt, eitt­hvað fyrir sér er ómögu­legt að segja til um, en  danskir fjöl­miðlar og stjórn­mála­skýrendur eru sam­mála um að heim­sókn Don­ald Trump til Dan­merkur verði „við­burður árs­ins“. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar