Gætu „áhrifasjóðir“ leyst vandamál samtímans?

Svokallaðir áhrifasjóðir sem fjárfesta eiga í félagslega mikilvægum verkefnum hafa rutt sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. En hverjum þjóna þeir í raun og veru, fólki í neyð eða alþjóðlegum fyrirtækjum og öðrum valdamönnum?

Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands.
Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands.
Auglýsing

Innan fjár­mála­heims­ins hefur ný teg­und fjár­fest­ing­ar­sjóða sótt í sig veðr­ið. Sjóð­irn­ir, sem miða að því að fjár­festa í verk­efnum sem hafa jákvæð sam­fé­lags­á­hrif, stýra nú billjónum Banda­ríkja­dala og hafa vakið athygli stjórn­mála­manna sem ein­föld lausn við félags­legum vanda­mál­um. Hins vegar eru ekki allir sann­færðir um ágæti sjóð­anna og vís­bend­ingar eru um að sumir þeirra hafi verið mis­not­aðir til að bæta ímynd fyr­ir­tækja og stjórn­valda.

Félags­leg kaup­höll

„Það er kom­inn tími til að færa fjár­mála­mark­að­ina nær almenn­ingi og láta þá ná félags­legum mark­miðum tengdum hag­vexti fyrir alla,“ sagði Nirmala Sit­hara­man, fjár­mála­ráð­herra Ind­lands, í ræðu sinni um nýtt fjár­mála­frum­varp lands­ins fyrr í mán­uð­in­um. Að mati ráð­herr­ans yrði slíkt skref tekið með upp­setn­ingu svo­kall­aðrar „fé­lags­legrar kaup­hall­ar“.

The Guar­dian fjall­aði um til­lögur Sit­hara­man, en sam­kvæmt miðl­inum myndi félags­leg kaup­höll auð­velda fjár­festum að kaupa hluti í sam­fé­lags­lega mik­il­vægum verk­efnum og sjóð­um. Slíkir sjóð­ir, sem kall­aðir eru áhrifa­sjóðir (e. impact funds), hafa orðið vin­sælir um allan heim og talið er talið að þeir stýri um 22 billjónum Banda­ríkja­dölum árlega. Þar af eiga 12 billjónir að vera stýrðar í Banda­ríkj­unum ein­um, en slík upp­hæð jafn­gildir fjórð­ungi af öllu stýrðu fjár­magni þar í land­i.  

Auglýsing

„Göf­ugri til­gang fyrir fjár­magn“

Meg­in­til­gangur áhrifa­sjóða er tví­þætt­ur: ann­ars vegar er það ávöxtun pen­inga, eins og hjá öðrum hefð­bundnum fjár­fest­ing­ar­sjóð­um, hins vegar er það hámörkun jákvæðra félags­legra áhrifa. Með þessum tveimur mark­miðum er bæði fjár­festum og sam­fé­lag­inu í heild sinni ætlað að græða á þessu fyr­ir­komu­lagi. Miklar vonir eru bundnar við sjóð­ina, til að mynda taldi pistla­höf­undur For­bes þá meðal ann­ars geta unnið gegn hlýnun jarð­ar, útrýmt fátækt og komið á fæðu­ö­uryggi á heims­vís­u. 

Amit Bhatia, tals­maður hags­muna­sam­taka slíkra áhrifa­sjóða, er álíka bjart­sýnn um mik­il­vægi þeirra í við­tali við Guar­dian nú á dög­un­um. „Við höfum fundið göf­ugri til­gang fyrir fjár­magn,“ sagði hann og benti á hversu fljótt umsvif þeirra hafa auk­ist á und­an­förnum árum. Ind­verska rík­is­stjórnin bindur einnig miklar vonir við auknar fjár­fest­ingar sjóð­anna með stofnun félags­legrar kaup­hall­ar, en hún er talin geta styrkt stöðu lands­ins með því að fjár­magna inn­lend þró­un­ar­verk­efni sem þyrftu ann­ars að reiða sig á fjár­hags­að­stoð erlendis frá. 

Lélegir í báðu

Þrátt fyrir göfug mark­mið og áhuga stjórn­mála­manna eru þó ekki allir sam­mála um ágæti áhrifa­sjóð­anna. Sam­kvæmt vef­miðl­inum Vox eru aðal­mark­mið þeirra –há­mörkun arðs og félags­leg áhrif– oft á skjön við hvort annað og leiða til þess að sjóð­irnir sinni báðum hlut­verkum sínum illa. Sér­fræð­ingar hafa bent á að ávöxtun áhrifa­sjóða sé alla jafna lægri en hjá hefð­bundnum fjár­fest­ing­ar­sjóð­um, þótt óvíst er hversu stórt mis­ræmið milli þeirra er.

Til við­bótar við lægri ávöxtun eru sam­fé­lags­legu áhrif sjóð­anna óljós. Þar sem mög verk­efni sem telj­ast félags­lega mik­il­væg eru laus­lega skil­greind og áhrif þeirra lítið rann­sökuð er erfitt að mæla hversu vel áhrifa­sjóð­unum gengur að vinna úr þeim. Sam­kvæmt Vox er óvissan raunar það mikil að betra er að fjár­festa í hefð­bundnum fjár­fest­ing­ar­sjóðum og láta hagn­að­inn af fjár­fest­ing­unum renna til vel rann­sak­aðra þró­un­ar­verk­efna. 

Svokallaður „grænn“ áhrifasjóður undir stjórn Vanguard hefur eytt töluverðum fjármunum í olíufyrirtækið Schlumberger.

Græn­þvottur fyr­ir­tækja og hvít­þvottur stjórn­valda

Laus­leg skil­grein­ing og óná­kvæmar mæl­ingar á félags­legum áhrifum sjóð­anna hafa einnig leitt til ann­arra og alvar­legri vanda­mála. Fin­ancial Times greindi frá því fyrr í mán­uð­inum að sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Vangu­ard hafi við­ur­kennt að einn áhrifa­sjóður þeirra sem átti að sér­hæfa sig í umhverf­is­vænum fjár­fest­ingum hafi í raun eytt tölu­verðum fjár­munum í olíu­fyr­ir­tækið Schlum­berger. 

Þessi hátt­semi hefur verið kölluð græn­þvott­ur, þar sem sjóð­irnir segj­ast vera umhverf­is­vænir þrátt fyrir að styrkja meng­andi starf­sem­i. Sam­kvæmt frétt For­bes um málið eru margir fjár­festar áhyggju­fullir yfir því að óljósar skil­grein­ingar geri fyr­ir­tækj­unum auð­veld­ara fyrir að stunda græn­þvott í gegnum áhrifa­sjóði.

Einnig er ótt­ast að rík­is­stjórnir not­færi sér óviss­una í kringum félags­leg áhrif til að styrkja umdeild mál­efni. Mihir Sharma, hag­fræð­ingur hjá rann­sókn­ar­sam­tök­unum Obser­ver, sagði lít­inn skiln­ing ríkja innan fjár­mála­ráðu­neyti Ind­lands um áður­nefnd áform um að koma á fót félags­legri kaup­höll. Sam­kvæmt The Guar­dian er einnig mögu­leiki á að áformin séu liður í því að auka fjár­veit­ingar til hægri­s­inn­aðra sjálf­boða­sam­taka Hindúa (RSS) sem styðja stjórn­mála­stefnu Nar­endra Modi, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins.

Skratt­inn í smá­at­rið­unum

Á blaði virð­ast félags­lega ábyrgir fjár­fest­ing­ar­sjóðir slá tvær flugur í einu höggi: ann­ars vegar að tryggja nægt fjár­magn fyrir mik­il­væg verk­efni og hins vegar að láta fjár­festa græða á því. Óná­kvæm skil­grein­ing á því hvaða verk­efni eru félags­lega mik­il­væg hefur hins vegar leitt til þess að sjóð­irnir skila ekki hárri pen­inga­legri ávöxtun og hafa í nokkrum til­vikum verið not­aðir í ann­ar­legum til­gang­i.  

Hins vegar eru fræði­menn bjart­sýnir á að sjóð­irnir geti þjónað mik­il­vægum til­gangi í fram­tíð­inni, nái þeir að stíga yfir nokkur tækni­leg vanda­mál. Þótt ýmsir áhrifa­sjóðir hafi litið á verð­lagn­ingu á félags­legum fram­förum sem smá­at­riði telja höf­undar nýlegrar vís­inda­greinar að hún gæti skipt sköpum til þess að mæla gildi þeirra. Sam­kvæmt þeim er sam­ræmdur mæli­kvarði á ágæti verk­efn­anna nauð­syn­legt til þess að „þróa list­ina við að ráð­stafa fjár­magni sam­fé­lag­inu til bóta.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar