Sigurvegari kappræðna Demókrata: Donald Trump

Kappræður Demókrata um forsetaefni flokksins vörpuðu ljósi á deilur innan flokksins. Enginn frambjóðandi virðist fullkominn mótherji gegn Trump.

Hluti frambjóðenda Demókrata til forseta Bandaríkjanna.
Hluti frambjóðenda Demókrata til forseta Bandaríkjanna.
Auglýsing

Hart var tek­ist á í vik­unni í kapp­ræðum fram­bjóð­enda Demókrata um for­seta­efni flokks­ins fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum árið 2020. Deilur inn­byrðis innan flokks­ins voru áber­andi og eng­inn fram­bjóð­andi virð­ist vera full­kom­inn mótherji gegn Don­ald Trump, sitj­andi for­seta.

Fram­bjóð­end­urnir voru afar bein­skeyttir í gagn­rýni sinni á hvor ann­an. Oft og tíðum bentu fram­bjóð­endur á að þau ættu að ein­beita sér að mik­il­væg­asta mál­efn­inu, það er hvernig væri hægt að sigra Trump, fremur en að berj­ast inn­byrð­is.

Auglýsing
Frambjóðendum Demókra­ta­flokks­ins var skipt í tvo hópa í vik­unni. Bernie Sand­ers og Eliza­beth War­ren áttu sviðs­ljósið fyrra kvöld­ið, en Kamala Harris og Joe Biden hið seinna. 

Fyrra kvöld­ið: Sand­ers og War­ren

Öll spjót beindust að Bernie Sand­­ers og Eliza­beth War­ren í fyrri kapp­ræð­un­um. Þau hafa mest fylgi þeirra sem tóku þátt í kapp­ræð­unum fyrri. Mótherjar þeirra þeirra sögðu þau lofa upp í erm­ina á sér með því að boða ókeypis heil­brigð­is­­þjón­­ustu fyrir Banda­­ríkja­­menn. 

Mynd: EPA. Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi Demókrata.

War­ren og Sand­­ers náðu þó að kom­­ast hjá því að takast beint á við hvort ann­að, þrátt fyrir að vera séð sem helstu keppi­­nautar hvors ann­­ars. Í stað­inn lögðu þau bæði áherslu á að ná til ungs fólks og kjós­­enda sem ekki séu hvít­­ir. Þau lögðu einnig áherslu á að fram­­bjóð­andi demókrata þyrfti að hafa skýra og rót­tæka sýn fyrir Banda­­rík­­in. 

Helsti gagn­rýn­andi War­ren og Sand­­ers var John Dela­­ney sem sak­aði tvíeykið um að hafa slæma stefn­u­­skrá, lofi öllu fögru og not­ist við „æv­in­týra hag­fræði“ sem myndi valda því að Trump yrði end­ur­kos­inn. 

Seinna kvöld­ið: Biden og Harris

Jos­eph R. Biden, fyrrum vara­­for­­seti Banda­­ríkj­anna, og Kamala Harris, öld­unga­­deild­­ar­­þing­­maður og fyrrum umdæm­­issak­­sókn­­ari, tók­ust hart á. Í fyrsta hluta kapp­ræð­anna fyrr í sumar tók­ust þau harka­­­lega á, sér­­­stak­­­lega um mál­efni minn­i­hluta­hópa. Því voru öll augu á þeim í seinni kapp­ræð­un­um.

Mynd: EPA. Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrata.

Biden og Harris gagn­rýndu hvort annað á víxl fyrir stefnu sína í heil­brigð­is­mál­um. Aðrir fram­bjóð­endur gagn­rýndu einnig Biden. Biden var ásak­aður af sam­herjum sínum að vera með of harða inn­­flytj­enda­­stefnu, að vera ekki nógu hlið­hollur kven­rétt­indum og að hann væri of gjarn á að bendla sig við Obama. 

Julian Castro, fyrrum ráð­herra hús­næð­is­­mála og borg­­ar­­þró­un­­ar, sótti til að mynda hart að Biden vegna fyrri stefnu hans í inn­­flytj­enda­­mál­u­m. Hann var jafn­­framt gagn­rýndur fyrir stefnu sína í íraks­­stríð­inu, við­­skiptum og lofts­lags­­mál­­um. 

Óvænta stjarna seinni kapp­ræð­anna var Cory Booker, öld­unga­­deild­­ar­­þing­­mað­­ur. Booker sem er fimm­tugur telst afar fram­­sæk­inn innan Demókra­ta­­flokks­ins. Hann hefur lengi barist gegn hörðum refs­ingum fyrir fíkn­i­efna­brot og önnur brot sem ekki eru ofbeld­is­brot. 

Booker gagn­rýndi Biden, sér­stak­lega hvað varðar fyrrum refsi­stefnu hans í mál­efnum fíkni­efna­neyt­enda. Jafn­framt sagði hann fyrrum for­set­ann bendla sig við Obama eftir hent­ug­­leika en víkja undan þegar stefna fyrrum for­­set­ans væri gagn­rýnd. Hann sagði Biden ekki geta valið hvenær hann bendli sig við Obama og hvenær ekki. 

Deilt um Trump

Á báðum kvöldum kapp­ræðn­anna var Don­ald Trump, sitj­andi Banda­ríkja­for­seti, eitt helsta umfjöll­un­ar­efni fram­bjóð­enda og spyrla. Mikið var deilt um hvort fram­­sæk­inn eða íhalds­­­samur fram­­bjóð­andi Demókrata gæti unnið sitj­andi for­seta í kom­andi kosn­­ing­un­­um.

Jay Ins­­lee, einn fram­­bjóð­end­anna, sagði að ekki gætu Banda­­ríkin lengur við unað að hafa hvítan þjóð­ern­is­­sinna í Hvíta hús­inu. Hann sagði jafn­­framt að Banda­­ríkin þyrftu að vera staður sem fólk gæti sótt sér skjól. 

Pete Buttigieg, einn fram­­bjóð­end­anna í fyrri kapp­ræð­un­um, upp­­skar mikið lófa­klapp við orð sín að sama hvort næsti fram­­bjóð­andi demókrata væri vinstri­­maður eða íhalds­­­samur þá myndu Repúblík­­anar halda uppi þeim áróðri að fram­­bjóð­and­inn væri öfga-sós­í­a­listi. Því væri eins gott að berj­­ast fyrir almennri ókeypis heil­brigð­is­­þjón­­ustu.

Mari­anna Willi­am­­son, höf­und­­ur, spír­it­isti og einn fram­­bjóð­end­anna, sótti hart að gagn­rýnendum War­ren og Sand­­ers. Hún sagð­ist ekki skilja hvers vegna þau væru Demókratar þar sem þeim þyki rangt að nota verk­­færi rík­­is­ins til að hjálpa fólki. Willi­am­­son var­aði einnig við „myrkum öfl­­um“ sem Trump væri að vekja upp í Banda­­ríkj­un­­um. 

Trump sig­ur­veg­ar­inn

Þrátt fyrir að fram­bjóð­endur Demókrata voru óhræddir við að gagn­rýna Trump var óein­ing á meðal fram­bjóð­end­anna sjálfra þó skýr. Allir fram­bjóð­endur Demókrata voru afar bein­skeyttir í gagn­rýni sinni á sam­herja sína og gagn­rýndu hvorn annan til að mynda vegna stefnu sinnar í heil­brigð­is­mál­um, mál­efnum inn­flytj­enda og stefnu sinnar í dóms­mál­um.

Mynd: EPA. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Sumir fram­bjóð­end­anna bentu á að það að takast á inn­byrðis myndi ein­ungis styrkja stöðu Trump. Fjöl­margir stuðn­ings­menn sitj­andi for­seta fögn­uðu átökum Demókratanna ákaft auk þess sem þeir fögn­uðu hversu mikið fram­bjóð­end­urnir gagn­rýndu Obama, fyrrum for­seta Banda­ríkj­anna.

Matt Schlapp, for­maður Íhalds­sam­bands Banda­ríkj­anna, Amer­ican Conservative Union, og dyggur stuðn­ings­maður Trump, skrif­aði til að mynda í færslu á Twitter að Obama hlyti að líða illa að sjá fyrrum vini sína ráð­ast gegn honum fyrir lélega heil­brigð­is­stefnu og rasíska inn­flytj­enda­stefnu.

For­set­inn var ófeim­inn að skrifa færslur á Twitter um kapp­ræður Demókratanna. Hann sagði til að mynda í einni færsl­unni að Demókrat­arnir gætu ekki gert Amer­íku frá­bæra á ný eða haldið Amer­íku frá­bærri.

Hver getur sigrað Trump?

Í næstu kapp­ræðum munu færri fram­­bjóð­endur stíga á stokk. Til þess að kom­­ast áfram í næstu umferð þurfa fram­­bjóð­endur að hafa náð að minnsta kosti tveggja pró­­senta stuðn­­ingi úr fjórum skoð­ana­könn­un­um, auk 130.000 stuðn­­ings­að­ila. ­Sem stendur hefur Sand­ers hæsta fjölda stuðn­ings­að­ila, eða 746.000. Þar á eftir kemur War­ren með 421.000 stuðn­ings­að­ila og Buttigieg með 390.000. Harris og Biden fylgja þar á eftir með 277.000 og 256.000 stuðn­ings­að­ila. 

Sand­ers er sá fram­bjóð­andi sem hefur safnað hæstu upp­hæð fram­laga með 36 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Buttigieg kemur þar á eftir með 32 millj­ón­ir, War­ren með 25 millj­ón­ir, Harris með 24 millj­ónir og Biden 22 millj­ón­ir. Því virð­ist sem Sand­ers, War­ren, Harris, Biden og Buttigieg muni fara áfram í næstu umferð.

Fjöl­margar skoð­ana­kann­anir sýna að kjós­endur Demókrata vilja frekar kjósa fram­bjóð­anda sem getur sigrað Trump en fram­bjóð­anda sem þau séu sam­mála. Því verður spenn­andi að sjá hverjum kjós­endum Demókrata treysta til að keppa við sitj­andi for­seta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar