Vilja greiða fyrir innkomu Uber og Lyft á íslenskan markað

Starfshópur um leigubifreiðar leggur til að farveitum á borð við Uber verði auðveldað innkomu á íslenskan markað, leigubílstjórar þurfi hvorki að hafa vinnuskyldu af bifreiðum sínum né að vera skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð.

7DM_4154_raw_1612.JPG
Auglýsing

Í nýjum drögum að frum­varpi laga um leigu­bif­reiðar er lagt til að hámarks­fjöldi atvinnu­leyfa sé afnum­inn, far­veitum á borð við Uber og Lyft verði auð­veldað inn­komu á íslenskan markað og að leigu­bif­reiða­stjórar þurfi ekki að hafa vinnu­skyldu af bif­reiðum sín­um. Jafn­framt verði leigu­bif­reiða­stjórar ekki skyld­aðir til að hafa afgreiðslu á leigu­bif­reiða­stöð. Til­lög­urnar eru afar umdeildar og ekki allir á einu máli um ágæti þeirra.

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur kynnt í annað sinn til umsagnar drög að frum­varpi til nýrra laga um leigu­bif­reiðar og bár­ust alls 9 umsagn­ir. Í drög­unum stendur að mark­miðið með frum­varp­inu sé að auka frelsi á leigu­bif­reiða­mark­aðnum og tryggja örugga og góða þjón­ust­u. 

Við­skipta­ráð Íslands, Sam­tök Atvinnu­lífs­ins og Neyt­enda­stofa fagna breyt­ing­un­um. SA og VÍ hvetja jafn­framt til þess að breyt­ing­arnar taki gildi sem fyrst. Hins vegar eru Hreyfill, ­Banda­lag íslenskra leig­u­bif­­reiða­­stjóra og Bif­­reiða­­stjóra­­fé­lagsið Frami afar gagn­rýnin á til­lög­urnar og vilja lengri tíma til aðlög­un­ar. 

Auglýsing
Frumvarpið er samið í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu og byggir að meg­in­stefnu til á til­lögum starfs­hóps um heild­ar­end­ur­skoðun reglu­verks um leigu­bif­reiðakst­ur. 

Mögu­legt brot á EES samn­ingnum

Til­efni frum­varps­ins er að í jan­úar 2017 til­kynnti Eft­ir­lits­stofnun EFTA, ESA, íslenskum stjórn­völdum að stofn­unin hefði hafið frum­kvæð­is­at­hugun á leigu­bif­reiða­mark­aðnum á Íslandi og mögu­legum hindr­unum á aðgengi að hon­um. ESA hefur nú gefið út rök­stutt álit varð­andi lög um leigu­bif­reiðar í Nor­egi en lög­gjöf þar í landi svipar um margt til þeirrar íslensku. Slíkt álit er und­an­fari dóms­máls fyrir EFTA dóm­stóln­um, bregð­ist aðild­ar­ríki ekki við álit­inu.

Þá segir að ráða mátti af sam­skiptum ráðu­neyt­is­ins við ESA að stofn­unin teldi líkur á því að íslensk lög­gjöf um leigu­bif­reiðar fæli í sér aðgangs­hindr­anir sem ekki sam­ræmd­ust skyldum íslenska rík­is­ins að EES-rétti.

Fjöl­margar breyt­ingar lagðar til

Meðal breyt­inga sem lagðar eru til í drög­unum eru afnám tak­mörk­un­ar­svæða og fjölda­tak­mark­ana atvinnu­leyfa, afnám skyldu leigu­bif­reiða til að hafa afgreiðslu á leigu­bif­reiða­stöð og breyttar kröfur til þeirra sem hyggj­ast starfa sem leigu­bif­reiða­stjór­ar. 

Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að til verði tvær teg­undir leyfa sem tengj­ast akstri leigu­bif­reiða. Ann­ars vegar atvinnu­leyfi, sem mun veita rétt­indi til að aka leigu­bif­reið í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa í atvinnu­skyni, og hins vegar rekstr­ar­leyfi, sem mun veita rétt­indi til að reka eina leigu­bif­reið sem er í eigu rekstr­ar­leyf­is­hafa eða skráð undir umráðum hans og aka henni í atvinnu­skyni.

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Gerðar eru breyt­ingar á skil­yrðum til að mega reka leigu­bif­reiða­stöð og rekstr­ar­leyf­is­höfum heim­ilað að fram­selja hluta af skyldum sínum með samn­ingi til leigu­bif­reiða­stöðv­ar. Einnig er gert ráð fyrir því að heim­ilt verði að aka án þess að gjald­mælir sé til staðar í bif­reið í þeim til­fellum þegar samið hefur verið fyrir fram um heild­ar­verð fyrir ekna ferð.

Fjöldi atvinnu­leyfa ekki auk­ist frá árinu 1995

Í nýju frum­varps­drög­unum kemur fram að á Íslandi sé fjöldi atvinnu­leyfa fyrir leigu­bif­reiðar tak­mark­aður á stórum svæð­um, jafn­framt sem atvinnu­leyfum hafi ekki fjölgað að ráði síðan 1995 þegar stjórn­völd settu þak á fjölda þeirra á til­teknum svæð­u­m. Það ár voru atvinnu­leyfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 570. Fjöld­inn var svo lengi 560 en haustið 2017 var atvinnu­leyfum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölgað í 580. 

Núgild­andi lög­gjöf geri enn fremur ráð fyrir að úthlutun atvinnu­leyfa sé á grund­velli starfs­reynslu og að við mat á starfs­reynslu reikn­ist starfs­reynsla innan tak­mörk­un­ar­svæða hærri en starfs­reynsla sem aflað er utan tak­mörk­un­ar­svæða. Þá sé ekki tekið til­lit til reynslu af leigu­bif­reiða­akstri utan Íslands. Þannig sé erlendum bíl­stjórum eða umsækj­endum gert mjög erfitt um vik að öðl­ast við­eig­andi akst­urs­reynslu miðað við íslenska bíl­stjóra. 

„Telja verður með vísan til fram­an­greinds að umræddar fjölda­tak­mark­anir og skil­yrði fyrir úthlutun þeirra séu til þess fallnar að hindra aðgengi rík­is­borg­ara ann­arra aðild­ar­ríkja að leigu­bif­reiða­mark­aðnum og þar með frá stofn­setn­ingu á Ísland­i,“ segir í drög­un­um.

Þurfi ekki að vera tengdir leigu­bif­reiða­stöð

Starfs­hóp­ur­inn lagði til að fjölda­tak­mark­anir á tak­mörk­un­ar­svæðum yrði afnumið sem og afnám skyld­unnar að bíl­stjórar séu tengdir við leigu­bif­reiða­stöð til að selja þjón­ust­u. 

„Með fjölda­tak­mörk­unum leigu­bif­reiða­leyfa á tak­mörk­un­ar­svæðum ráða önnur sjón­ar­mið fram­boði en eft­ir­spurn og má leiða að því líkur að bæði magn og verð þjón­ustu sé annað en það væri fengi eft­ir­spurnin að ráða. Breyt­ingar á reglu­verki um leigu­bif­reiðar í frjáls­lynd­isátt eru því lík­legar til að vera til hags­bóta fyrir sam­fé­lagið allt,“ segir í drög­un­um. Því er talið að með afnámi fjölda­tak­mark­ana leigu­bif­reiða­leyfa muni aðgangur að leigu­bif­reiðum aukast. 

Þá er bent á að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi leitað eftir úrbótum í reglu­verki er varða leigu­bif­reið­ar. Til að mynda sé fákeppni á mark­aðnum og aðgangs­hindr­anir á mark­aði leigu­bif­reiða­stöðva fyrir þjón­ustu við leigu­bif­reiða­stjóra. Slaka þurfi á fjölda­tak­mörk­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og falla frá kröfu um að akstur leigu­bif­reiðar sé aðal­at­vinna þeirra sem hann stunda. 

„Al­mennt taldi eft­ir­litið að ýmis efn­is­á­kvæði í núver­andi laga- og reglu­gerð­aum­hverfi væru til þess fallin að skerða frelsi í atvinnu­rekstri og hindra virka sam­keppni í við­skipt­um. Reglu­verkið tak­mark­aði aðgang nýrra keppi­nauta að mark­aðnum og drægi úr hvata fyr­ir­tækj­anna til að keppa á grund­velli gæða þjón­ust­unn­ar.“

Liðka fyrir Uber og Lyft

Í drög­unum er bent á að neyt­endur hafi kallað eftir því að opnað verði fyrir þjón­ustu far­veita hér á landi á borð við þá sem þekk­ist erlendis frá fyr­ir­tækjum eins og Uber eða Lyft. 

„Nið­ur­staða starfs­hóps­ins var sú að í raun væri ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að heim­ila far­veitum að bjóða þjón­ustu sína hér á landi. Hins vegar væri nauð­syn­legt að líta til þess að í ljósi nýlegs dóms Evr­ópu­dóm­stóls­ins bæri að líta á far­veitur sem far­þega­flutn­inga­fyri­tæki,“ segir í drög­un­um.

Mynd: EPA

Þá þurfi far­veitur að full­nægja öllum skil­yrðum sem leigu­bif­reiða­stöðvum verður gert að full­nægja og með sama hætti þurfi bíl­stjórar far­veitna að upp­fylla skil­yrði leigu­bif­reiða­lög­gjaf­ar­inn­ar, hafa gilt rekstr­ar­leyfi og eftir atvikum atvinnu­leyf­i.  

Leigu­bif­reiða­stjórar munu enn fremur ekki þurfa að starfa í til­tek­inn daga­fjölda við leigu­bif­reiða­akstur til að eiga mögu­leika á að fá úthlutað atvinnu­leyfi sem og fjölda­tak­mark­anir á atvinnu­leyfum verða afnumdar. 

Hreyf­ill með 60 pró­sent mark­aðs­hlut­deild

Starfs­hóp­ur­inn leggur einnig til að leigu­bif­reiða­stjórar skuli hafa náð 21 árs aldri og hafi haft öku­rétt­indi í B-flokki í minnst þrjú ár. „Skil­yrðið þykir til þess fallið að lík­legra sé að umsækj­andi hafi náð nauð­syn­legum þroska til að gegna starf­anum og að hann hafi reynslu af akstri bif­reiða.“

Í drög­unum segir að nokkrar leigu­bif­reiða­stöðvar séu reknar á Íslandi, flestar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Suð­ur­nesj­um. Þær eru Hreyfill, Borg­ar­bíla­stöð­in, BSR, Taxi Service, Astöðin og City Taxi Reykja­vík. Þá starfi tvær stöðvar utan þess­ara svæða, það er að segja Bif­reiða­stöð Odd­eyrar og Leigu­bílar Suð­ur­lands. Þá segir jafn­framt að Hreyf­ill sé langstærsta stöðin með yfir 60 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á höf­uð­borg­ar­svæð­inu BSR komi þar á eftir með rétt undir 10 pró­senta hlut­deild. 

SA, VÍ og Neyt­enda­stofa fagna til­lög­unum

Sam­tök atvinnu­lífs­ins fagna drög­unum í umsögn sinni en telja þó að ganga hefði mátt mun lengra í átt að opn­ari leigu­bif­reiða­mark­aði. Þá segir að aukið frjáls­ræði á leigu­bif­reiða­mark­aði á Íslandi sé fagn­að­ar­efni sem sé löngu tíma­bært og muni hafa í för með sér aukið hag­ræði fyrir sam­fé­lagið í heild þar sem aukin sam­keppni og lög­mál fram­boðs og eft­ir­spurnar fái að ráða verð­lagn­ingu og gæðum þjón­ust­u. 

SA og VÍ gagn­rýna þó að nám­skeið fyrir leigu­bif­reiða­stjóra, sem þeir þurfi að ljúka og stand­ast til að fá atvinnu­leyfi, séu á íslensku og ekki sé túlka­þjón­usta í boði fyrir þá. Sú til­högun geri erlendum umsækj­endum um atvinnu­leyfi erfitt fyrir og sé lík­leg til þess að telj­ast hindrun á stað­festu­rétti 31. gr. EES samn­ings­ins. 

Auglýsing
Neytendastofa fagn­ar einnig breyt­ing­unum og að lagaum­hverfi leigu­bif­reiða­mark­að­ar­ins sé fært í frjáls­ræð­isátt. Þó segir í umsögn­inni að tryggja verði lág­marks­vernd fyrir neyt­end­ur, jafnt inn­lenda sem erlenda gesti sem nýta sér þjón­ust­una. Því telur stofn­unin að mik­il­vægt sé að reglur hér á landi séu í sam­ræmi við reglur í öðrum ríkjum EES. 

Við­skipta­ráð Íslands fagnar mark­miði lag­anna að auka frjáls­ræði á leigu­bif­reiða­mark­aði og að sam­keppni sé efld með afnámi stöðv­ar­skyldu leigu­bif­reið­ar­stjóra og tak­mörk­unum á fjölda atvinnu­leyfa til leigu­bif­reið­arakst­urs. Ráðið telur breyt­ing­arnar jafn­framt löngu tíma­bær­ar. 

„Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því í drögum að nýja frum­varp­inu má enn finna atriði sem skapa vafa um hvort far­veitur á borð við Uber og Lyft, eða sam­bæri­legar íslenskar far­veitur spretti þær upp, geti veitt þjón­ustu sína hér á landi. Við­skipta­ráð telur brýnt að taka allan vafa af um slík atriði í sam­ræmi við mark­mið lag­anna; að skapa skil­yrði til að veita fjöl­breytt­ari þjón­ustu með leigu­bif­reið­u­m.“

Eldri íslenskir karl­menn flestir leigu­bíl­stjóra

Ráðið bendir einnig á sam­setn­ingu starf­stétt­ar­inn­ar. „Þeir 567 ein­stak­lingar sem höfðu leyfi til leigu­bíla­akst­urs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í júlí í fyrra eru allir íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Með­al­aldur þeirra er 57,5 ár og aðeins 34 eru kon­ur, rétt tæp 6% leyf­is­hafa. 100 leyf­is­hafar eru 56–60 ára, 99 eru 61–65 ára og 96 eru 66–70 ára. Aðeins tveir eru þrí­tugir eða yngri á meðan 54 eru yfir sjö­tugu. Tæp 75% leyf­is­hafa eru yfir fimm­tugu. Þegar töl­urnar voru sóttar var með­al­aldur Íslend­inga á bíl­prófs­aldri hins vegar tæp 46 ár og konur voru tæp­lega 49% íbúa lands­ins,“ segir í umsögn Við­skipta­ráðs Íslands.

Mynd: Viðskiptaráð Íslands.

Ráðið gagn­rýnir að far­veitur þurfi að full­nægja öllum skil­yrðum sem leigu­bif­reiða­stöðvar verði að upp­fylla. Í umsögn­inni segir að leigu­bíl­stjórar á Íslandi þurfi að lúta meira íþyngj­andi skil­yrðum hér­lendis en ann­ars staðar þar sem slíkar far­veitur starfa. 

Íslensku­kunn­átta verði skil­yrði

Umsögn Banda­lags íslenskra leigu­bif­reiða­stjóra, BÍLS, og Bif­reiða­stjóra­fé­lags­ins Frama seg­ir: „Við leigu­bif­reiða­stjórar leggjum meg­in­á­herslu á eft­ir­far­andi atriði: saka­vott­orð, íslensku­kunn­áttu, hér­lent lög­heim­ili, trygg­ing­ar, skatt­skil, bif­reiða­skrán­ingu, stöðva­skyldu, vinnu­skyldu, eft­ir­lit og aðhald.“

Hér verður að taka til­lit til far­þeg­anna hvað snertir sam­skipti við bíl­stjór­ann. Hver ferð og far­þegi, eru oftar en ekki háð sam­skiptum sem þarfn­ast krefj­andi skiln­ings og tján­ingu, eins og vill verða þegar erindi eru brýn og mikið er í húfi. Far­þegar eru úr öllum hópum sam­fé­lags­ins, þar má telja marga ein­stak­linga sem geta hvorki skilið né tjáð sig á öðru máli en íslensku,“ segir í umsögn­inni.

Þá segir að leigu­bif­reiða­stjórum ætti að vera skylt að hafa vinnu­skyldu af bif­reið­inni. „Ef rekstr­ar­leyf­is­hafa verður gert frjálst að stunda ekki vinnu af leigu­akstri og hafa enga reynslu af slíku, hvernig getur hann metið rekst­ur­inn rétt? Margir hafa öku­rétt­indi án þess að hafa nokkra þekk­ingu á bif­reiðum og nauð­syn­legu við­haldi. Rekstr­ar­leyf­is­hafi þarf að axla ábyrgð á ástandi bif­reiðar og öryggi hennar í þjón­ustu við almenn­ing.“

Þá segir að atvinnu­leyf­is­hafi sem beri ekki ábyrgð á rekstri bif­reið­ar­innar muni láta sig fátt um varða þegar komi að við­haldi leigu­bif­reiðar sem sé ekki í hans eig­u. 

„Við hjá Banda­lagi íslenskra leigu­bif­reiða­stjóra leggj­umst alfarið gegn afnámi stöðva­skyld­unn­ar, með hags­muni allra að leið­ar­ljósi, við­skipta­vina, leigu­bif­reiða­stjór­anna sjálfra og yfir­valda. Með til­komu leigu­bif­reið­stöðva er skattaund­anskotum haldið í skefjum og allt eft­ir­lit reyn­ist stjórn­völdum aðgengi­legra en ella.“ 

Auk­inn leyf­is­fjöldi muni hækka verð

Í umsögn Hreyf­ils seg­ir: „Mikið er gert úr því að verð á leigu­bíla­þjón­ustu komi til með að lækka neyt­endum í hag en engin rök hafa verið lögð fram sem rök­styðja þær full­yrð­ing­ar, þvert á móti kemur í ljós við eft­ir­grennslan að í þeim löndum þar sem akstur og rekstur leigu­bif­reiða hefur verið gef­inn frjálst hefur verð hækk­að.“

Auglýsing
Í umsögn Hreyf­ils stendur einnig að mik­il­vægt sé að tryggja að þeir sem aki sem leigu­bif­reiða­stjórar geti lesið og hafi lág­marks­þekk­ingu á Íslenskri tungu. „Þessar kröfur eru nayðsyn­legar þar sem not­endur leigu­bif­reiða hafa mjög ólíkar þarfir og koma all­staðar að úr þjóð­fé­lag­in­u.“

Þá er und­an­þága frá gjald­mæla­skyldu þegar ferð sé seld fyrir fyr­ir­fram ákveðið gjald gagn­rýnt. „Það er mat stjórnar Hreyf­ils er að þarna sé verið að mis­muna rekstr­ar­að­ilum þar sem ekki eru lagðar jafnar kröfur á aðila varð­andi gjald­mæla. Þetta skekkir grund­völl sam­keppn­innar þegar einum rekstr­ar­að­ila er frjálst að keyra gegn föstu verði en hinn aðil­inn þarf að fjár­festa í dýrum gjald­mæl­um, bún­aði og ísetn­ingu, sem og að láta lög­gilda mæli með til­heyr­andi kostn­að­i.“ Líkt og í umsögn BÍLS og Bif­reiða­stjóra­fé­lags­ins Frama er áréttað að stjórn­endum og bíl­stjórum Hreyf­ils gef­ist lengri tími til að aðlaga rekst­ur­inn að breyttum lög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar