Trump um Trump frá Trump til Trumps

Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Frétt banda­ríska dag­blaðs­ins The Wall Street Journal um áhuga Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta á að kaupa Græn­land vakti heims­at­hygli þegar hún birt­ist 16. ágúst sl. For­set­inn stað­festi sama dag frétt blaðs­ins. Ýmsir héldu, í fyrstu, að Trump hefði verið að grín­ast en svo reynd­ist ekki vera. Hann var að tala í fúl­ustu alvöru og útskýrði á frétta­manna­fundi að í raun væri kaup og sala á Græn­landi í grunn­inn fast­eigna­við­skipti. Sér hefði verið bent á að Danir bæru árlega mik­inn kostnað vegna Græn­lands sem þeir myndu losna við með sölu á þess­ari land­ar­eign, eins og for­set­inn komst að orð­i. 

Undr­un  

Hug­myndin um kaup Banda­ríkj­anna á Græn­landi vakti, eins og áður var nefnt, mikla athygli. Danskir og græn­lenskir stjórn­mála­menn voru vart búnir að nudda stír­urnar úr aug­unum að morgni 16. ágúst þegar fjöl­miðlar byrj­uðu að hringja og leita álits. Við­brögð þeirra voru á einn veg: hug­myndin væri aldeilis frá­leit. Tímar slíkrar land­sölu sem Banda­ríkja­for­seti hefði í huga væri löngu liðnir og þar að auki hefðu dönsk stjórn­völd ekk­ert leyfi til að selja Græn­land, rétt si svona. Sumir gengu svo langt að segja þessi ummæli for­set­ans stað­festa það sem ýmsir hefðu talið sig vita: for­set­inn væri flón (fjols). „Apr­ílgabb á alröngum tíma“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. 

Í yfir­lýs­ingu græn­lensku land­stjórn­ar­innar sagði að Græn­lend­ingar hefðu áhuga á við­skiptum en ekki á sölu lands­ins. Hafi þessi við­brögð náð eyrum for­set­ans verður að telja lík­legt að hann hafi litið á þau eins og hvern annan golu­þyt og kært sig koll­ótt­an. En við­brögð danska for­sæt­is­ráð­herr­ans fóru hins­vegar ekki fram­hjá forsetanum.

Auglýsing

Aflýsti Dan­merk­ur­ferð­inni 

Frétta­maður danska sjón­varps­ins, DR, hitti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra að kvöldi sunnu­dags 20. ágúst og leit­aði álits hennar á hug­mynd Banda­ríkja­for­seta. Spurn­ingin og svarið birt­ast hér orð­rétt, á dönsku:

- Trump vil gerne købe Grøn­land, siger han. Hvilke tanker gør du dig i den anledn­ing?

Statsmini­steren svarede:

- Jeg gør mig ikke nogen som helst tanker i den for­bindel­se. Det er jo en abs­urd diskussion, og Kim Kiel­sen (Grøn­lands lands­styreform­and) har sel­vfølgelig gjort det klart, at Grøn­land ikke er til salg, og så stopper snakken med det. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Mynd:EPADan­ir, eins og við Íslend­ing­ar, eru vanir að nota orðið abs­urd (absúrd) um það sem þykir frá­leitt, fjar­stæðu­kennt eða jafn­vel fárán­legt. For­sæt­is­ráð­herra Dana þótti hug­mynd Don­ald Trumps sem sé frá­leit. Og nefndi jafn­framt að for­maður græn­lensku land­stjórn­ar­innar hefði lýst því yfir að Græn­land væri ekki til sölu. Og meira væri ekki um það að segja. 

Þar skjátl­að­ist Mette Frederik­sen. Don­ald Trump hafði ýmis­legt um þetta að segja. Á Twitt­er, þar sem for­set­inn tjáir sig gjarna, hrós­aði hann Dönum og jafn­framt danska for­sæt­is­ráð­herr­anum fyrir að tala hreint út varð­andi Græn­land. Hann sagði enn­fremur að í ljósi þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann vildi ekki ræða sölu á Græn­landi hefði hann ákveðið að fresta Dan­merk­ur­ferð sinni en hlakka til slíkrar heim­sókn­ar, síð­ar. Þetta var aðfara­nótt mið­viku­dags­ins 21. ágúst. Hafi ein­hverjir ímyndað sér að þar með væri þetta Græn­lands­mál úr sög­unni, í huga for­set­ans, skjátl­að­ist þeim.

Abs­urd

Að kvöldi mið­viku­dags­ins, sama dags og for­set­inn hafði aflýst, eða frestað, Dan­merk­ur­ferð­inni var skyndi­lega komið annað hljóð í strokk­inn. Þá hafði hrós í garð danska for­sæt­is­ráð­herr­ans skyndi­lega breyst í hneykslun vegna eins orðs í við­tali ráð­herr­ans við Danska sjón­varp­ið. Þetta var orðið abs­urd. For­set­inn lýsti því yfir að svona tali menn ekki við Banda­ríkin „að minnsta kosti ekki meðan ég er for­seti. Hún (Mette Frederiksen) hefði bara getað sagt nei“.

Stjórn­mála­skýrendur austan hafs og vestan segja þessa skyndi­legu kúvend­ingu eiga sér allt aðrar skýr­ing­ar. Að nota þetta orð til að ráð­ast á danska for­sæt­is­ráð­herr­ann sé tylli­á­stæða en jafn­framt dæmi­gert fyrir for­seta Banda­ríkj­anna. Hann hafi áttað sig á því að sú skyndi­á­kvörðun hans að hætta við Dan­merk­ur­heim­sókn­ina, og hugs­an­leg kaup á Græn­landi, mælt­ist ekki vel fyrir og reyni þá að beina athygl­inni ann­að. Nú var heim­sókn­inni ekki aflýst vegna þess að ekki yrði rætt um kaup og sölu á Græn­landi, heldur vegna þess að for­sæt­is­ráð­herra Dana var „na­sty“. Orð sem Banda­ríkja­for­seti virð­ist nota þegar hann talar niður til kvenna og er ekki bein­línis úr kurt­eis­is­orða­bók­inni.

Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði í við­tali að hún ætl­aði sér ekki að eiga í orða­skaki við Don­ald Trump. Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sagði „að það væri ekk­ert að því að afþakka boð um heim­sókn en það væri ein­kenni­legt að afþakka boð sem maður hefði sjálfur beðið um“ og vís­aði til þess að það var upp­haf­lega for­set­inn sjálfur sem óskaði eftir að verða boðið til Dan­merk­ur. Margir danskir stjórn­mála­menn hafa sagt að það að aflýsa opin­berri heim­sókn, með svo skömmum fyr­ir­vara, væri eins­dæmi en varð­andi Don­ald Trump kæmi fátt á óvart. 

Klæði á vopnin

Eins og stundum áður kepp­ast nú banda­rískir stjórn­mála – og emb­ætt­is­menn við að milda áhrifin af ákvörð­unum og yfir­lýs­ingum for­set­ans. Banda­ríski utan­rík­is­ráð­herrann, Mike Pompeo, hringdi strax í Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur til að full­vissa hann um að hið góða og nána sam­band ríkj­anna tveggja væri óbreytt. Dan­mörk er einn helsti banda­maður Banda­ríkj­anna á alþjóða­vett­vangi, þótt for­set­inn blási. Banda­ríkja­menn vilja „gott veð­ur“ í sam­skiptum sínum við Dani, og Græn­lend­inga. Þeir hags­munir eru gagn­kvæmir því Danir eru fáir og smáir og vilja gjarna sam­vinnu við Banda­rík­in, ekki síst þegar horft er til Norð­ur­slóða.

Skjótt skip­ast veður í lofti

Eins og margir vita segir for­seti Banda­ríkj­anna eitt í dag og annað á morg­un, er með öðrum orðum óút­reikn­an­leg­ur. Sl. mið­viku­dags­kvöld sagði Trump að danski for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði verið ,,na­sty“ ummælum sínum um Græn­lands­hug­mynd­ina. Á fimmtu­dags­kvöld sagði for­set­inn hins­vegar að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra væri frá­bær kona. Þau hefðu rætt saman í síma (hún hringdi sagði Trump) og þau hefðu ákveðið að ræða betur saman síð­ar. For­set­inn skýrði ekki nánar frá því um hvað var rætt. 



AP frétta­stofan greindi frá því í gær að banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið hafi nýlega sent full­trúa­deild þings­ins bréf, þar sem fram komi að stjórn Trumps hygg­ist, ef sam­þykki þings­ins fæst, opna ræð­is­skrif­stofu í Nuuk. Það myndi styrkja tengsl Banda­ríkj­anna og Græn­lands segir í bréf­inu. Banda­ríkja­menn opn­uðu ræð­is­skrif­stofu í Nuuk árið 1940, eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku en henni var lokað árið 1953. 



Danskir póli­tíkusar hrósa for­sæt­is­ráð­herr­anum

Danskir stjórn­mála­menn eru á einu máli um að Mette Frederik­sen eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hún tók á Græn­lands­mál­inu og hama­gang­inum í for­set­an­um. Hún komið mjög vel fram, gætt þess vel að forð­ast orða­skak, verið yfir­veguð í við­tölum við fjöl­miðla. Hún hafi líka lagt áherslu á að Danir líti á Banda­ríkin sem vina­þjóð, þau góðu tengsl eigi sér langa sögu og þannig verði það áfram. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar