Reiðhjól í reiðuleysi

Danir eru hjólreiðaþjóð, og Dönum sem hjóla fjölgar stöðugt. Á Kaupmannahafnarsvæðinu búa rúmlegar tvær milljónir og talið er að reiðhjólin séu um það bil helmingi fleiri. Þau eru þó ekki öll í vörslu eigendanna.

Hjól í Berlín
Auglýsing

Danir full­yrða iðu­lega að þeir séu mesta hjól­reiða­þjóð í heimi og segja Kaup­manna­höfn höf­uð­borg hjól­reið­anna. Eng­inn dómur skal hér lagður á þessar full­yrð­ingar en víst er að járn­hest­ur­inn, eins og Danir kalla reið­hjólið gjarna er mik­il­vægt sam­göngu­tæki í borg­inni við sund­ið. Um það bil helm­ingur borg­ar­búa hjólar til dag­legra starfa. Hjólin eru af öllum gerð­um, gömul og ný, sum gljá­fægð en önnur hálf­gerðar ryð­hrúgur þar sem ískrar í keðj­unni þegar stigið er. Allir hjóla: kenn­arar og kontóristar, bak­arar og bryggju­verð­ir, frétta­menn og fánastanga­smið­ir, lög­fræð­ingar og lag­anna verð­ir, skradd­arar og skúr­inga­fólk, ráð­herrar og rit­höf­und­ar, hefð­ar­frúr og hunda­temj­arar o.s.frv.

Margir láta sér ekki nægja eitt hjól, eiga kannski eitt „hvers­dags­hjól“ og svo annað sem notað er í lengri hjóla­ferð­ir. Eng­inn veit með vissu hve mörg reið­hjól fyr­ir­finn­ast á ,,stór Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu“ en talið er að þau séu næstum helm­ingi fleiri en íbú­arnir sem eru rúm­lega tvær millj­ón­ir.

Mörgum hjólum stolið

Fyrir skömmu var birt árleg grein­ar­gerð Kaup­manna­hafn­ar­borgar um hjól­reiðar í borg­inni. Þar er að finna tölur um flest það sem við­kemur hjól­reið­um: lengd nýrra hjóla­stíga, heild­ar­lengd slíkra stíga í borg­inni, fjölda þeirra borg­ar­búa sem hjóla, breyt­ingar frá fyrra ári o.s.frv. Sem sé sægur upp­lýs­inga um allt sem við­kemur þessum sam­göngu­máta.

Auglýsing

Danska lög­reglan fær dag­lega rúm­lega tvö hund­ruð til­kynn­ingar um stolin reið­hjól, lang­flest í Kaup­manna­höfn. Lög­reglan telur að hún fái þó ekki til­kynn­ingar um nándar nærri öll hjól sem stolið er og árlega séu að minnsta kosti 100 þús­und hjól tekin ófrjálsri hendi. Þeir sem hafa eign­ast hjól sitt með lög­legum hætti og fengið það skráð, og keypt trygg­ingu, fá hjólið bætt. Dönsku trygg­inga­fé­lögin greiða árlega út jafn­gildi um það bil sex millj­arða íslenskra króna vegna þessa. Mjög fáa reið­hjóla­þjófn­aði tekst að upp­lýsa og dómar vegna slíkra þjófn­aða ein­ungis örfáir á hverju ári.

Hverjir stela reið­hjól­um?

Lög­reglan segir að skipta megi reið­hjóla­þjófum í fjóra flokka. Fyrst eru það þeir sem nappa hjóli til að vera fljót­ari á áfanga­stað og skilja svo hjólið eftir þegar þangað er kom­ið. Þetta er all­nokkur hóp­ur. Svo eru það þeir sem stela hjóli og slá eign sinni á það. Kannski af því að þeirra eigin hjóli hefur verið stolið. Í þriðja flokknum eru þeir sem stela hjól­um, kannski eftir pönt­un­um, og selja svo áfram. Þetta er ekki stór hópur en lög­reglan segir að „velt­an“ hjá þeim sem stundi þessa iðju sé umtals­verð. Í fjórða hópnum eru þeir sem lög­reglan kallar „næt­ur­vinnu­menn“. Gjarna útlend­ingar sem fara um að næt­ur­lagi, á sendi­ferða­bíl, sem þeir fylla af reið­hjólum og bruna svo úr landi og selja góssið utan Dan­merk­ur. Lög­reglan segir að þessum „næt­ur­vinnu­mönn­um“ hafi fjölgað mikið á allra síð­ustu árum og svo virð­ist sem víða í Evr­ópu sé auð­velt að selja stolin reið­hjól.

Þús­undir hjóla í reiðu­leysi

Í áður­nefndri grein­ar­gerð Kaup­manna­hafn­ar­borgar kemur fram að í dag séu að minnsta kosti 32 þús­und reið­hjól sem hafi verið yfir­gef­in, eins og lög­reglan orðar það. Ástandið er verst við lest­ar­stöðv­arn­ar, þar eru þús­undir reið­hjóla sem eng­inn virðsti eiga. Þetta segir starfs­fólk borg­ar­innar baga­legt því mik­ill skortur er á hjóla­stæðum við stöðv­arn­ar, og reyndar eru nán­ast öll hjóla­stæði, á almanna­færi, í borg­inni yfir­full alla daga. Sömu sögu er að segja um reið­hjóla­stæði við fjöl­býl­is­hús og versl­ana­mið­stöðv­ar, allt yfir­fullt.

Starfs­fólk borg­ar­innar fjar­lægir árlega um það bil 15 þús­und reið­hjól sem skilin hafa verið eftir á gang­stéttum og stíg­um, í almenn­ings­görðum og víð­ar. Þetta hrekkur þó ekki til og í grein­ar­gerð borg­ar­innar kemur fram að æski­legt væri að fjölga starfs­fólki sem vinnur við að fjar­lægja reið­hjólin sem eng­inn virð­ist eiga eða kæra sig um. En fylgja þarf ákveðnum reglum í þessum efn­um.

Hjól eru mikið notuð víða í Evrópu. Mynd: Bára Huld Beck

Hvað verður um reið­hjóla­fjall­ið?

Eins og áður sagði er það starfs­fólk borg­ar­innar sem sér um að fjar­lægja hjól sem hafa verið skilin eftir á almanna­færi. Rekstr­ar­fé­lögum fjöl­býl­is­húsa ber að sjá um slíka hluti á sínu svæði. Höf­undur þessa pistils bjó um ára­bil í nýlegu fjöl­býl­is­húsi í Kaup­manna­höfn. Þarna eru um það bil 300 íbúð­ir, í eins konar fer­hyrn­ingi utan um garð. Í garð­inum eru reið­hjóla­stæði. Árlega voru yfir­gefin hjól í tuga­tali fjar­lægð úr garð­in­um, og þannig er það sjálf­sagt enn. Fyrst þarf að setja sér­stakt merki eða borða á hvert ein­asta hjól. Þar er til­tek­inn frest­ur, og jafn­framt til­kynnt að hjól sem verði enn með borð­anum þegar frest­ur­inn er úti verði fjar­lægð. Þegar sá dagur kemur er hjól­unum safnað á einn stað og svo beðið eftir lög­regl­unni, það getur tekið nokkurn tíma, allt upp í mán­uð. Lög­reglan metur svo hvert ein­asta hjól og sé það talið minna en 500 króna virði (9 þús­und íslenskar) fer hjólið í end­ur­vinnslu. Sé um verð­mæt­ara hjól að ræða þarf að geyma það til­tek­inn tíma áður en það endar á upp­boði. Þetta fyr­ir­komu­lag, sem þarna er lýst er almennt fylgt, enda bundið í reglu­gerð­um.

Und­an­farið hefur Kaup­manna­hafn­ar­borg, með aug­lýs­ing­um, hvatt íbú­ana til að koma hjól­um, sem þeir ekki ætli sér að eiga leng­ur, í end­ur­nýt­ingu. Til dæmis til góð­gerða­sam­taka og verk­stæða sem gera við notuð hjól og selja. Þannig öðlist notuð hjól nýtt líf.

Sam­tök danskra hjól­reiða­manna segja núver­andi fyr­ir­komu­lag varð­andi yfir­gefnu hjólin bæði flókið og sein­virkt, brýnt sé að ein­falda reglu­verk­ið. Sífellt sé verið að hvetja borg­ar­ana til að nota hjól­hest­inn en þá þurfi að búa svo um að alls­staðar sé hægt að „leggja“ lög­lega. Í dag skorti mikið á að svo sé í höf­uð­borg­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar