Hræringar í Portúgal – Munu Sósíalistar halda völdum?

Portúgalar ganga að kjörkössum í dag en almennur stöðugleiki hefur ríkt á undangengnu kjörtímabili samanborið við árin þar á undan. Nú mun koma í ljós hvort vinstri blokkin haldi eður ei.

António Costa og flokkur hans á fjöldafundi þann 4. október 2019.
António Costa og flokkur hans á fjöldafundi þann 4. október 2019.
Auglýsing

Þrátt fyrir sögu­lega sundr­ung meðal vinstri manna í Vest­ur­-­Evr­ópu hefur António Costa, for­sæt­is­ráð­herra Portú­gal og leið­toga Sós­í­alista­flokks­ins, tek­ist að halda saman fjórum vinstri flokkum í heilt kjör­tíma­bil. Almennur stöð­ug­leiki og auk­inn hag­vöxtur hefur ríkt í Portú­gal í stjórn­ar­tíð Costa. Færri ferða­menn og tolla­stríð gætu hins­vegar komið hart niður á Portú­gölum á næstu árum.

Costa og Sós­í­alista­flokknum er spáð sigri í þing­kosn­ing­unum sem fara fram í Portú­gal í dag. Costa hefur verið for­sæt­is­ráð­herra lands­ins und­an­farin fjögur ár eftir að hafa myndað rík­is­stjórn með vinstri blokk­inni; Portú­galska komm­ún­ista­flokknum og hinum umhverf­is­sinn­aða Vist­væna flokki, sem oftar en ekki er kall­aður Græni flokk­ur­inn. Þess­ari vinstri blokk tókst að fella aðeins 11 daga gamla minni­hluta­stjórn sem leidd var af sós­í­alde­mókrat­anum Passoas Cohelo, en banda­lag hans hafði verið við stjórn­völin á árunum 2011 til 2015.

Portú­gölsk stjórn­mál eru að mörgu leyti frá­brugðin stjórn­málum ann­arra ríkja innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Portú­gal er til að mynda eitt af fimm löndum í Evr­ópu­sam­band­inu sem ekki er með öfga­sinn­aðan hægri­flokk á þingi. Hin eru Bret­land, Írland, Lúx­em­borg og Malta. Á sama tíma áttu fáir von á því að Costa og vinstri­banda­lag hans myndi end­ast út kjör­tíma­bil­ið. Spán­verjar sem deila Íber­íu­skag­anum með Portú­gölum hafa til sam­an­burðar gengið í gegnum fjórar mis­mun­andi kosn­ingar á jafn mörgum árum vegna ólgu á vinstri væng stjórn­mál­anna þar í landi.

Auglýsing

Portú­gölsk stjórn­völd hafa einnig gert sitt besta til að taka á móti eins mörgum inn­flytj­endum og mögu­legt er. „Við þurfum fleiri inn­flytj­endur og við munum ekki líða útlend­inga­hat­ur,“ sagði Costa á blaða­manna­fundi í fyrra. Inn­flytj­endur hafa reynst Portú­gölum dýr­mætir til að manna störf í ferða­manna­iðn­að­in­um, sem vaxið hefur hratt á und­an­förnum árum. Portú­gölsk stjórn­völd hafa einnig áhyggjur af háum með­al­aldri, sem sífellt fer hækk­andi, og horfa til inn­flutn­ings ungs vinnu­afls í því sam­bandi.

Íberíuskaginn Mynd: Google Maps

Rétt úr kútnum

Þrátt fyrir að Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi þurft að bjarga portú­galska efna­hags­kerf­inu með 78 millj­arða evra neyð­ar­láni fyrir ein­ungis átta árum, hafa Portú­galar náð að rétta úr kútn­um, sér­stak­lega í stjórn­ar­tíð Costa og Sós­í­alista­flokks­ins. Atvinnu­leysi hefur dreg­ist sam­an, úr 12,3 pró­sent, þegar síð­ustu kosn­ingar fóru fram, niður í 6,3 pró­sent. Á sama tíma hefur hefur hag­vöxtur verið mik­ill bor­inn saman við flest önnur lönd í Evr­ópu­sam­band­inu.

Vöru­við­skipta­hall­inn, sem var rúm­lega 7 pró­sent árið 2014, var kom­inn niður í 0,4 pró­sent í lok síð­asta árs. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur farið fögrum orðum um hvernig Costa og rík­is­stjórn hans tókst að snúa við blað­inu.

Costa lof­aði fyrir kosn­ing­arnar árið 2015 að draga úr aðhalds­semi fyr­ir­vera hans, aðhalds­semi sem rík­is­stjórn Cohelo neydd­ist til að beita til að standa við samn­inga Portú­gal við Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn.

Máttur ferða­manna­iðn­að­ar­ins

Rétt eins og á Íslandi hefur ferða­manna­iðn­að­ur­inn stór­auk­ist í Portú­gal á síð­ustu árum sem hefur veitt efna­hags­líf­inu í land­inu byr undir báða vængi. Portú­gal hefur verið eft­ir­sókn­ar­verður áfanga­staður sökum þess meðal ann­ars hve ódýrt landið er miðað við til að mynda Spán og önnur lönd í Suð­ur­-­Evr­ópu. Sam­dráttur hefur einnig orðið á fjölda ferða­manna til Norð­ur­-Afr­íku vegna auk­innar hættu á hryðju­verkum og breyttum stjórn­ar­háttum í löndum sem áður þóttu eft­ir­sókn­ar­verð eins og til dæmis Egypta­land. Í fyrra var landið meðal fimm mest heim­sóttu landa í Evr­ópu.

Þessi aukni fjöldi ferða­manna hefur einnig leitt til fleiri Air­bn­b-­í­búða sem þvingað hefur fátæk­ari stéttir lands­ins frá helstu ferða­manna­stöðum Portú­gals. Til að mynda eru hlut­falls­lega fleiri Air­bn­b-g­isti­rými í Lissa­bon heldur en í Barcelona sem lengi hefur verið þekkt fyrir fjölda slíkra íbúða.

Portú­gölsk ferða­þjón­usta náði hæstu hæðum árið 2017 en færri heim­sóttu landið í fyrra. Frek­ari sam­dráttur í grein­inni á næstu mán­uðum og árum gæti reynst næstu rík­is­stjórn í Portú­gal þungt í skauti. Stór hluti ferða­manna síð­asta árs voru Bretar en þeir voru 15 pró­sent af öllum þeim sem ferð­uð­ust til lands­ins eða um 13 millj­ónir tals­ins. Nú þegar hefur dregið úr heim­sóknum þeirra til Portú­gal og líkur eru á að sam­dráttur auk­ist enn frekar vegna óvissu varð­andi Brexit.

Áskor­anir framundan

António Costa Mynd: Wiki Commons/Junta InformaPortú­gal skuldar nú þegar 120 pró­sent af lands­fram­leiðslu sinni en Costa stefnir á að ná því niður í 100 pró­sent árið 2023, nái hann end­ur­kjöri. Það gæti reynst honum erfitt þar sem ólík­legt þykir að efna­hagur Portú­gal haldi áfram að vaxa eins hratt og hann hefur gert und­an­farin ár. Þar er helst um að kenna færri ferða­mönn­um, eins og áður seg­ir, og tolla­stríði Kína og Banda­ríkj­anna

Vinstra banda­lag Costa dró einnig úr inn­viða­fjár­fest­ingum sem helst hefur bitnað á skóla­kerf­inu og heil­brigð­is­þjón­ustu svo dæmi sé tek­in. Rík­is­stjórn hans var einnig harð­lega gagn­rýnd árið 2017 fyrir það hve illa hún tókst á við skóg­ar­elda sem leiddu til dauða um það bil 100 íbúa. Þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins sagði af sér í kjöl­far ham­far­anna. Einnig hafa hin og þessi spill­ing­ar­mál sett svip sinn á stjórn­ar­tíð Costa.

Ójafn­vægi á vinstri væng stjórn­mál­anna

Þó að Costa sé spáð sigri í kosn­ing­unum er ekki víst að banda­lag hans haldi. Sós­í­alista­flokknum er spáð 37 pró­sent atkvæða, eða um það bil 5 pró­sent meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2015. Helstu keppi­nautar Sós­í­alista­flokks­ins eru Sós­í­alde­mókra­ta­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, en þeir tveir mynd­uðu minni­hluta­stjórn­ina sem Costa og vinstri­banda­lag hans felldi árið 2015. Polit­ico spáir Sós­í­alde­mókra­ta­flokknum 27 pró­sent fylgi á meðan Flokki fólks­ins er spáð 5 pró­sent fylgi.

Alls eru 230 þing­sæti á portú­galska þing­inu og ólík­legt þykir að Costa tak­ist að fá hreinan meiri­hluta. Aukið fylgi hinna flokk­anna í vinstri blokk­inni, sem setið hafa í rík­is­stjórn með Costa og Sós­í­alista­flokknum und­an­farið kjör­tíma­bil, gæti á end­anum reynst dýr­keypt. Fræði­menn telja að það gæti leitt til sundr­ungar meðal vinstri manna rétt eins og víðar í Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrettir Gautason
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar