20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu

Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.

Svein Har­ald Øygard.
Svein Har­ald Øygard.
Auglýsing

20 af 50 stærstu vog­un­ar­sjóðum heims komu til Íslands eftir hrun til að hagn­ast á þeirri stöðu sem var komin upp eftir að banka­kerfið féll nán­ast allt á örfáum dög­um. Að mestu er um banda­ríska sjóði að ræða.

Flestir þeirra hafa hagn­ast gríð­ar­lega á aðkomu sinni enda hækk­aði virði eigna þrota­búa Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans úr því að vera að með­al­tali fjögur pró­sent strax eftir hrun í að vera um 24 pró­sent. Virðið eft­ir­stand­andi eigna hækk­aði síðan enn meira eftir að nauða­samn­ingar voru hand­sal­aðir við íslenska ríkið árið 2015, í sumum til­fellum um 65 pró­sent. Arður kröfu­haf­anna kom úr ýmsum átt­um. Hann lá í verð­gildi skulda­bréfa sem jókst, í greiðslum í reiðufé og í skulda­jöfn­un. En efst á blaði var ágóð­inn af gengi gjald­miðla. Styrk­ing krón­unnar færði þeim sem komu til Íslands til að hagn­ast á óförum íslenska banka­kerf­is­ins, og íslensks sam­fé­lags, stór­auk­inn ágóða. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri bók eftir Norð­­mann­inn Svein Har­ald Øygard, sem var Seðla­­­banka­­­stjóri á Íslandi frá febr­­­ú­­­ar­lokum 2009 og fram til 20. ágúst sama ár, sem ber heitið „Í víg­línu íslenskra fjár­­­mála“ og kom nýverið út á íslensku. 

Frá Ósk­arsverð­launum í rútu á leið til Reykja­víkur

Í bók­inni fer Øygard yfir það að þann 7. októ­ber 2008, dag­inn eftir að neyð­ar­lögin voru sett á Íslandi og þegar Lands­banki Íslands og Glitnir voru falln­ir, hafi farið fram nokk­urs konar Ósk­arsverð­launa­há­tíð skuld­setn­ingar hjá lög­mönnum sem sér­hæfa sig í upp­gjöri þrota­búa í London. Allir sem þar voru höfðu fylgst með fréttum frá Íslandi.

Auglýsing
Viku síð­ar, þegar Kaup­þing var líka fall­inn,  voru allir helstu hákarl­arnir úr þeirri veislu komnir saman á Íslandi í rútu á leið til Reykja­víkur til að taka stöð­una. Þeir heim­sóttu höf­uð­stöðvar allra föllnu bank­anna, Seðla­bank­ann og fjár­mála­ráðu­neyt­ið, þar sem fund­ur­inn sner­ist fljótt upp í rifr­ildi. Øygard greinir frá því að einn lán­ar­drott­inn hafi þar verið mjög ákafur og sagt: „Látið okkur bara fá fjár­magns­flæðið úr fisk­vinnsl­unni og orku­ver­un­um.“ Honum varð ekki að ósk sinn­i. 

Upp­runa­legir kröfu­hafar seldu snemma kröfur sínar á hrakvirði, frá rúmu einu pró­senti af skráðu virði þeirra og upp í um sex pró­sent. Þeir sem höfðu keypt skulda­trygg­ingar leystu þær sömu­leiðis út og selj­endur þeirra sátu uppi með stór­tap. Øygard metur það sem svo að þegar allt sé talið hafi fjár­festar tapað 40 millj­örðum evra (rúm­lega 5.500 millj­arðar króna á núvirði) vegna hruns­ins á Íslandi. Sú tala er fengin út frá efna­hags­reikn­ingum bank­anna og hlut­falli end­ur­heimta. Hlut­hafar töp­uðu öllu sínu. Það gerðu líka þeir sem veittu lánin sem farið var með sem eigið fé, svokölluð afleidd lán. Alls var tap þess­ara aðila 12 millj­arðar evra. Tap lán­ar­drottna bank­anna nam svo 28 millj­örðum evra.

Kröfu­hafar og íslenska ríkið verð­launuð

Í stað þess­ara aðila mættu sjóðir sem oft eru kall­aðir hrægamma­sjóð­ir. Þeir eru til­búnir að taka mikla áhættu í flóknum stöðum þar sem ávinn­ing­ur­inn, ef veð­málið gengur upp, getur verið feyki­lega mik­ill. Á meðal þeirra allra fyrstu sem mættu til Íslands voru full­trúar frá stór­bank­anum Gold­man Sachs. Alls komu hingað tæpur helm­ingur stærstu áhættu­sjóða heims, alls 20 af 50, og flestir þeirra eru frá Banda­ríkj­un­um. 

Áhættu­sjóð­irnir sáu mögu­leika á miklum ágóða, sér­stak­lega í Kaup­þingi og Glitni, þar sem inn­lán, sem voru orðin að for­gangs­kröfum vegna neyð­ar­lag­anna, höfðu verið svo lít­ill hluti af fjár­mögnun þeirra og mark­aðs­bréf svo stór hluti henn­ar. Veik­leik­inn í banka­starf­sem­inni varð spenn­andi fyrir hrægamma.

í bók Øygard er rætt við umsjón­ar­mann eins sjóð­anna sem vildi ekki láta nafn síns getið né fyrir hvaða sjóð hann var að starfa. Hann segir þar: „Við keyptum svo­lítið síðla árs 2011 og sóttum í okkur veðrið í árs­byrjun 2012[...]Árið 2012 keyptum við í nafni aðal­sjóðs­ins okk­ar. Árið 2013, stofn­uðum við sjóð þar sem fjár­festar gátu fjár­fest beint í þrota­búum Glitnis og Kaup­þings. Árið 2016 bætt­ist við sjóður sem átti hluta af ábat­anum af upp­gjör­inu. Árið 2017 bættum við enn einum sjóði við, hann átti einn nýju bank­anna að hluta.“

Auglýsing
Nauðasamningarnir sem voru gerðir við þrotabú föllnu bank­anna árið 2015 hleypti kröfu­höf­unum svo beint að eign­un­um. Það gerði þeim kleift að vinna enn betur úr þeim og auka hagnað sinn umtals­vert frá því sem áður var áætl­að, um allt að 65 pró­sent. Það útskýrir að þessir aðilar voru enn að bæta við nýjum sjóðum á Íslandi á árinu 2017, tæpum tveimur árum eftir að nauða­samn­ingar voru hand­sal­að­ir. 

Sami við­mæl­andi segir síðar í sama kafla að hans sjóður hafi ráði um 40 pró­sent í einu þrota­bú­anna snemma árs 2018. Lík­legt verður að telja að sjóð­stjór­inn sem um ræðir starfi hjá Taconic Capital, sem átti 46 pró­sent í Kaup­þingi ehf. í byrjun árs í fyrra og 47,7 pró­sent í byrjun yfir­stand­andi árs.

Í bók­inni er greint frá því að árið 2016 hafi tíma­ritið The Ameican Lawyer valið vinn­ings­hafa í árlegri verð­launa­af­hend­ingu fyrir lög­fræði­störf. Átján fyr­ir­tæki sem komu fram fyrir fjögur þrota­bú, hand­hafar skulda­bréfa, þrota­bús­stjórar og íslenska ríkið hrepptu verð­launin í flokknum End­ur­skipu­lagn­ing alþjóð­legra fjár­mála einka­að­ila fyrir end­ur­reisn íslensku bank­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar