17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra

Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.

Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
Auglýsing

Stjórn og for­stjóri Kaup­þings ehf., félags utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­bús hins fallna banka Kaup­þings, voru sam­tals með 1.216 millj­ónir króna í laun í fyrra. Alls námu greiðslur til starfs­manna félags­ins, sem voru 17 tals­ins, í heild rúm­lega 3,5 millj­örðum króna á árinu 2018 og hækk­uðu um 900 millj­ónir króna þrátt fyrir að starfs­fólki hefði fækk­að. Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­fólks Kaup­þings auk­ist um 1,9 millj­arð króna en starfs­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir árið 2018. Í því ein­taki reikn­ings­ins sem skilað var inn til fyr­ir­tækja­skráar í sumar vant­aði þrjár blað­síður hans, 17-19. Á þeim koma meðal ann­ars fram upp­lýs­ingar um launa­greiðslur til starfs­manna Kaup­þings.

Auglýsing
Kjarninn kall­aði eftir því að fá blað­síð­urnar afhentar hjá Kaup­þingi og fékk þær um liðna helgi. Starfs­maður félags­ins sagði í svari til Kjarn­ans að svo virt­ist sem að mis­tök hafi orðið hjá Rík­is­skatt­stjóra við skönnun reikn­ings­ins og þess vegna hafi blað­síð­urnar vant­að. Kaup­þing ætlar að láta fyr­ir­tækja­skrá emb­ætt­is­ins vita af mis­tök­un­um.

Fækk­aði um einn í stjórn síðla árs

Í stjórn Kaup­þings sitja Allan Jef­frey Carr, Paul Cop­ley, Óttar Páls­­­son og Piergi­orgio Lo Greco. Copley er einnig for­stjóri Kaup­­­þing. Það fækk­aði um einn í stjórn félags­ins á milli ára, en Bene­dikt Gísla­son hætti í henni í ágúst 2018 og tók þess í stað sæti í stjórn Arion banka, sem þá var að að stóru leyti enn í eigu Kaup­þings. Bene­dikt var svo ráð­inn banka­stjóri Arion banka í sum­ar. Því verður að gera ráð fyrir að greiðslur til Bene­dikts fram að þeim tíma sem hann hætti hjá Kaup­þingi telj­ist með í heild­ar­upp­hæð launa­greiðslna til stjórn­ar. Benedikt Gíslason hætti í stjórn Kaupþings í ágúst í fyrra og færði sig yfir í stjórn Arion banka. Hann var svo ráðinn bankastjóri Arion banka sumarið 2019. Mynd: Arion banki

Launa­greiðslur til stjórnar juk­ust úr 544 millj­ónum króna í 1.216 millj­ónir króna á árinu 2018,eða um 672 millj­ónir króna. 

Eini Íslend­ing­ur­inn sem var eftir í stjórn Kaup­þings, lög­mað­ur­inn Óttar Páls­son, hefur setið þar frá árinu 2016 að ósk helstu eig­enda Kaup­þings, sem eru banda­rískir vog­un­ar- og áhættu­sjóð­ir. Hann starf­aði áður sem ráð­gjafi fyrir þá. 

208 millj­ónir að með­al­tali

Alls störf­uðu 17 manns hjá Kaup­þingi í fyrra, að með­töldum stjórn og for­stjóra. Stöðu­gildum fækk­aði um tvö á árinu. Heild­ar­laun og launa­tengd gjöld til þessa hóps voru 3.541 milljón króna á síð­asta ári. Það þýðir að með­al­tal launa hjá Kaup­þingi var 208,3 millj­ónir króna á ári, eða tæp­lega 17,4 millj­ónir króna á mán­uði. Til sam­an­burðar var mið­gildi heild­ar­launa á Íslandi árið 2018 632 þús­und krónur á mán­uði. Helm­ingur þjóð­ar­innar hafði minna en þá upp­hæð í laun mán­að­ar­lega í fyrra. Árs­laun þess sem hafði mið­gild­is­laun voru tæp­lega 7,6 millj­ónir króna á ári, eða 44 pró­sent af með­al­tals mán­að­ar­launum innan Kaup­þings. 

Auglýsing
Aðkeypt sér­fræði­þjón­usta um fjórum millj­örðum króna. Þar af nam lög­fræð­is­þjón­usta 2.153 millj­ónum króna en „önnur sér­fræði­þjón­usta“ kost­aði rúm­lega 1,6 millj­arð króna. Annar rekstr­ar­kostn­að­ur, sem er ekki sér­stak­lega skil­greindur í árs­reikn­ingn­um, nam 577 millj­ónum króna á árinu 2018.

Bón­us­greiðslur fyrir að selja eignir

Greint var frá því fyrir þremur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­­starfs­­manna Kaup­­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­­­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­­­þings á þeim tíma var 87 pró­­­sent hlutur félags­­­ins í Arion banka, sem nú hefur verið seld að öllu leyti eftir að bank­inn var skráður á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur áttu ein­ungis að ná til starfs­­­manna Kaup­­­þings, ekki stjórn­­­­­ar­­­manna og ráð­gjafa sem unnið höfðu fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra áttu að koma til við­­­bótar því sem greidd­ist til starfs­­­manna.

Kaup­­þing hefur hingað til aldrei viljað upp­­lýsa um hvort búið sé að greiða bón­us­anna út né hver áætluð heild­­ar­greiðsla sé. Miðað við hversu há greiðslan til starfs­manna Kaup­þings var á síð­asta ári þá verður að gera ráð fyrir því að þeir hafi fengið bón­us­greiðsl­urnar í fyrra, líkt og stefnt hafði verið að.

Líka stærstir í Arion banka

Kaup­þing gerði sam­komu­lag við íslenska ríkið árinu 2015 og fékk nauða­samn­ing sinn sam­þykkt í des­em­ber það ár. Félagið er vinna úr eft­ir­stand­andi eignum sínum og á meðal þeirra voru Arion banki, sem var skráður á markað í fyrra. Kaup­þing hefur síðan þá selt allan hlut sinn í bank­anum en stærstu eig­endur félags­ins, banda­rískir vog­un­ar­sjóð­ir, eru þó enn á meðal stærstu eig­enda bank­ans með beinni eign­ar­að­i­ild

Auglýsing
Laun- og launa­tengdur kostn­aður Kaup­þings hefur hækkað mikið síð­ustu ár, eða frá því að nauða­samn­ing­ur­inn var sam­þykkt­ur. Hann jókst í heild sinni um einn millj­arð króna milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að starfs­fólki hefði fækkað úr 30 í 19. Í fyrra jókst hann aftur um tæpan millj­arð króna og var, líkt og áður sagði, rúm­lega 3,5 millj­arðar króna þrátt fyrir að enn hefði starfs­mönnum fækk­að, nú úr 19 í 17. 

Sjóðir í eigu Taconic Capi­tal eru langstærstu eig­endur Kaup­þings, með sam­tals 47,8 pró­sent eign­ar­hlut. Sjóðir tengdir CCP Credit Aquisition með sam­tals 9,3 pró­­sent eign­­ar­hlut og  sjóð­­ur­inn Sculptor Invest­ments s.a.r.l., sem er tengdur Och-Ziff sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­inu, á 6,2 pró­sent hlut. Sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­tal eiga 5,9 pró­sent. 

Sjóður á vegum Taconic er líka stærsti eig­andi Arion banka með 23,53 pró­sent hlut. Næst stærsti eig­andi bank­ans er skráður Och-Ziff Capi­tal Mana­gement með 9,25 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar