Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013

Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Frá árinu 2013 hefur leik­skóla­kenn­urum fækkað um 360, en í fyrra voru um 1.600 starf­andi leik­skóla­kenn­arar í land­in­u. Það er 28,1 pró­sent starfs­fólks á sviði upp­eldi og mennt­un­ar. ­Fækkun hefur verið sér­stak­lega mikil meðal fólks undir þrí­tug­u. 

Þetta kemur fram í nýrri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands, þar sem fjallað er um þróun mála hjá starfs­fólki í upp­eld­is- og mennt­un­ar­störf­um. 

Í sam­an­tekt­inni segir að ástæðan fyrir þess­ari fækkun sé ekki ein­göngu rakin til þess að námið hafi verið lengt um tvö ár, þar sem fækk­unin er í öllum ald­urs­hópum undir 50 ára aldri. Leik­skóla­kenn­arar hafa því verið að færa sig yfir í önnur störf í stórum stíl.

Auglýsing

Önnur menntun ráð­andi

Starfs­fólk við upp­eldi og menntun barna, sem hefur lokið annarri upp­eld­is­mennt­un, eins og grunn­skóla­kenn­ara­námi, þroska­þjálfun, diplóma­námi í leik­skóla­fræðum eða leik­skóla­liða­námi var 1.068 tals­ins. 

Ófaglært starfs­fólk var rúm­lega helm­ingur (53,2 pró­sent) starfs­fólks við upp­eldi og menntun leik­skóla­barna í des­em­ber 2018.

Starfsfólkið.

Alls störf­uðu 6.176 í leik­skólum í des­em­ber 2018 og hafði fjölgað um 158 (2,6 pró­sent) frá fyrra ári, þrátt fyrir að leik­skóla­börnum hafi fækkað á milli ára. Stöðu­gildum fjölg­aði um 2,1 pró­sent og voru 5.400.

Tæp­lega þús­und með pólsku að móð­ur­máli

Börn með erlent móð­ur­mál voru 2.572 í des­em­ber 2018, 13,7 pró­sent leik­skóla­barna, og hafa ekki áður verið fleiri börn með erlent móð­ur­mál í íslenskum leik­skól­u­m. 

Fjölg­unin er í beinu sam­hengi við fjölgun inn­flytj­enda hér á landi, en eru nú orðnir rúm­lega 47 þús­und, eftir mikla fjölgun á árunum 2013 til 2018.

Leikskólabörnin.

Pólska er algeng­asta erlenda móð­ur­mál leik­skóla­barna eins og und­an­farin ár, og höfðu 985 börn pólsku að móð­ur­máli. 

Næst flest börn hafa ensku að móð­ur­máli (265 börn) og því næst koma spænska (117 börn) og lit­háska (103 börn). Önnur erlend tungu­mál voru töluð af færri en 100 leik­skóla­börn­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar