Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013

Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Frá árinu 2013 hefur leik­skóla­kenn­urum fækkað um 360, en í fyrra voru um 1.600 starf­andi leik­skóla­kenn­arar í land­in­u. Það er 28,1 pró­sent starfs­fólks á sviði upp­eldi og mennt­un­ar. ­Fækkun hefur verið sér­stak­lega mikil meðal fólks undir þrí­tug­u. 

Þetta kemur fram í nýrri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands, þar sem fjallað er um þróun mála hjá starfs­fólki í upp­eld­is- og mennt­un­ar­störf­um. 

Í sam­an­tekt­inni segir að ástæðan fyrir þess­ari fækkun sé ekki ein­göngu rakin til þess að námið hafi verið lengt um tvö ár, þar sem fækk­unin er í öllum ald­urs­hópum undir 50 ára aldri. Leik­skóla­kenn­arar hafa því verið að færa sig yfir í önnur störf í stórum stíl.

Auglýsing

Önnur menntun ráð­andi

Starfs­fólk við upp­eldi og menntun barna, sem hefur lokið annarri upp­eld­is­mennt­un, eins og grunn­skóla­kenn­ara­námi, þroska­þjálfun, diplóma­námi í leik­skóla­fræðum eða leik­skóla­liða­námi var 1.068 tals­ins. 

Ófaglært starfs­fólk var rúm­lega helm­ingur (53,2 pró­sent) starfs­fólks við upp­eldi og menntun leik­skóla­barna í des­em­ber 2018.

Starfsfólkið.

Alls störf­uðu 6.176 í leik­skólum í des­em­ber 2018 og hafði fjölgað um 158 (2,6 pró­sent) frá fyrra ári, þrátt fyrir að leik­skóla­börnum hafi fækkað á milli ára. Stöðu­gildum fjölg­aði um 2,1 pró­sent og voru 5.400.

Tæp­lega þús­und með pólsku að móð­ur­máli

Börn með erlent móð­ur­mál voru 2.572 í des­em­ber 2018, 13,7 pró­sent leik­skóla­barna, og hafa ekki áður verið fleiri börn með erlent móð­ur­mál í íslenskum leik­skól­u­m. 

Fjölg­unin er í beinu sam­hengi við fjölgun inn­flytj­enda hér á landi, en eru nú orðnir rúm­lega 47 þús­und, eftir mikla fjölgun á árunum 2013 til 2018.

Leikskólabörnin.

Pólska er algeng­asta erlenda móð­ur­mál leik­skóla­barna eins og und­an­farin ár, og höfðu 985 börn pólsku að móð­ur­máli. 

Næst flest börn hafa ensku að móð­ur­máli (265 börn) og því næst koma spænska (117 börn) og lit­háska (103 börn). Önnur erlend tungu­mál voru töluð af færri en 100 leik­skóla­börn­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar