Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013

Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Frá árinu 2013 hefur leik­skóla­kenn­urum fækkað um 360, en í fyrra voru um 1.600 starf­andi leik­skóla­kenn­arar í land­in­u. Það er 28,1 pró­sent starfs­fólks á sviði upp­eldi og mennt­un­ar. ­Fækkun hefur verið sér­stak­lega mikil meðal fólks undir þrí­tug­u. 

Þetta kemur fram í nýrri sam­an­tekt Hag­stofu Íslands, þar sem fjallað er um þróun mála hjá starfs­fólki í upp­eld­is- og mennt­un­ar­störf­um. 

Í sam­an­tekt­inni segir að ástæðan fyrir þess­ari fækkun sé ekki ein­göngu rakin til þess að námið hafi verið lengt um tvö ár, þar sem fækk­unin er í öllum ald­urs­hópum undir 50 ára aldri. Leik­skóla­kenn­arar hafa því verið að færa sig yfir í önnur störf í stórum stíl.

Auglýsing

Önnur menntun ráð­andi

Starfs­fólk við upp­eldi og menntun barna, sem hefur lokið annarri upp­eld­is­mennt­un, eins og grunn­skóla­kenn­ara­námi, þroska­þjálfun, diplóma­námi í leik­skóla­fræðum eða leik­skóla­liða­námi var 1.068 tals­ins. 

Ófaglært starfs­fólk var rúm­lega helm­ingur (53,2 pró­sent) starfs­fólks við upp­eldi og menntun leik­skóla­barna í des­em­ber 2018.

Starfsfólkið.

Alls störf­uðu 6.176 í leik­skólum í des­em­ber 2018 og hafði fjölgað um 158 (2,6 pró­sent) frá fyrra ári, þrátt fyrir að leik­skóla­börnum hafi fækkað á milli ára. Stöðu­gildum fjölg­aði um 2,1 pró­sent og voru 5.400.

Tæp­lega þús­und með pólsku að móð­ur­máli

Börn með erlent móð­ur­mál voru 2.572 í des­em­ber 2018, 13,7 pró­sent leik­skóla­barna, og hafa ekki áður verið fleiri börn með erlent móð­ur­mál í íslenskum leik­skól­u­m. 

Fjölg­unin er í beinu sam­hengi við fjölgun inn­flytj­enda hér á landi, en eru nú orðnir rúm­lega 47 þús­und, eftir mikla fjölgun á árunum 2013 til 2018.

Leikskólabörnin.

Pólska er algeng­asta erlenda móð­ur­mál leik­skóla­barna eins og und­an­farin ár, og höfðu 985 börn pólsku að móð­ur­máli. 

Næst flest börn hafa ensku að móð­ur­máli (265 börn) og því næst koma spænska (117 börn) og lit­háska (103 börn). Önnur erlend tungu­mál voru töluð af færri en 100 leik­skóla­börn­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Hag­stofu Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar