Um samskipti manna og úlfa og stríðið í París 1450

Úlfar eru sjarmerandi dýr, og ógnvekjandi í senn. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, skrifar um úlfa.

ulfarnirrr.jpg
Auglýsing

Lík­lega er óhætt að full­yrða að fáar skepnur hafa bæði hrellt og heillað mann­fólkið í gegnum tíð­ina jafn mikið og úlf­ur­inn. Um það bera vitni fjöl­margar þjóð­sög­ur, skáld­sögur og kvik­myndir um grimma úlfa­hópa eða menn sem haldnir eru þeirri bölvun að breyt­ast í skrímsli er tungl er full­t. 

Allir þekkja einnig sög­una um dreng­inn sem kall­aði einatt „úlf­ur!“ þar til þorps­búar hættu að taka mark á hon­um, með hörmu­legum afleið­ing­um. Saga um unga stúlku í rauðri kápu sem er á leið að heim­sækja ömmu sína kemur einnig upp í hug­ann. Á seinni árum eru það helst hákarlar sem hafa gert atlögu að þeim titli að vera það dýr sem við hræð­umst mest en heill­umst jafn­framt af. Sam­skipta­saga úlfa og manna er þó mun lengri og áhuga­verð­ari. Lengst af hefur þetta fal­lega og virðu­lega dýr verið óvinur manns­ins númer eitt og það má telj­ast kald­hæðni örlag­anna að af úlf­inum kemur annað dýr, hund­ur­inn sem við köllum gjarnan okkar besta vin. 

En hvað veldur hrifn­ingu okkar og hræðslu? Hið síð­ar­nefnda er eflaust tengt því að svæði úlfa og manna var yfir­leitt hið sama og við­búið að til átaka kæmi ef syrti í álinn hjá báð­um. Mað­ur­inn fékk ekki hið næma þef­skyn, hlýjan feld eða beittar tennur í vöggu­gjöf frá skap­ar­anum en heil­inn er mun stærri og þar er nægt pláss fyrir hyggju­vit, kænsku og ráða­brugg. Það gerði gæfumun­inn og óhætt er að segja að úlf­ur­inn hafi farið alvar­lega hall­oka í sam­skiptum sínum við mann­inn. Úlfar hafa þó reynt að berj­ast gegn yfir­ráðum manns­ins og verður vikið að því seinna í þessum pistli. Þó eru einnig til ýmsar sög­ur, t.d. frá frum­byggjum Norður Amer­íku sem lýsa nán­ast sam­vinnu manna og úlfa á erf­iðum tím­um. 

Auglýsing

Það má ímynda sér að eitt­hvað sé hæft í því. Úlfar eru með betri skyn­færi og mögu­lega betri í að finna bráð en menn snjall­ari í að umkringja og lokka bráð í sjálf­heldu. Lík­lega heill­umst við af úlfum því þeir eru að mörgu leyti ekki svo frá­brugðnir okk­ur. Báðar skepnur lærðu fljótt að sam­vinna er lyk­il­inn að því að kom­ast af í hörðum heimi. Úlfar hafa sterk fjöl­skyldu­tengsl og er umhugað um afkvæmi sín.  Það segir kannski ýmis­legt að hug­takið „Lone Wolf“ er yfir­leitt notað í nei­kvæðri merk­ingu nú til dags um hryðju­verka­menn sem starfa ein­ir, eru sam­fé­lag­inu hættu­leg­ir.

„Úlfa­stríð­ið“ í París 1450

Úlfar ráð­ast afar sjaldan á menn enda eru þeir yfir­leitt fljótir að átta sig á að þetta er hættu­legt dýr og það ber að forð­ast. Það er helst ef úlfar losna við þessa hræðslu og átta sig á menn­irnir eru veikir fyr­ir, að þeir breyta um aðferð og bæta mann­fólk­inu á veiði­list­ann. Slíkt átti sér m.a. stað í Par­ís, höf­uð­borg Frakk­lands, um miðja 15. öld. Þá hafði mjög þrengt að úlfum og akur­yrkja manns­ins hafði minnkað skóg­lendi veru­lega. 

Fækkað hafði mjög í stofnum villisvína og dádýra. Ekki bætti úr skák að vet­ur­inn var mjög kaldur og erf­ið­ur. Mann­fólkið var einnig illa statt. Frakk­land hafði þá staðið í hinu svo­kall­aða „Hund­rað ár stríði“ í rúma öld og eins og oft er í stríði, þá hafði það bitnað harka­lega á almennum borg­ur­um, sem höfðu nær ekk­ert til hnífs og skeið­ar. Borg­ar­múr­inn var illa far­inn og úlfa­hópur einn fann sér leið inn í borg­ina í örvænt­ing­ar­fullri leit að ein­hverju mat­ar­kyns. For­ingi þessa hóps var nokkuð sér­kenni­legur í útliti, mjög stór, með rauð­leitan feld og afar stutt skott. Frakkar gáfu honum nafnið Courtaud sem helst má þýða sem „hala­stýfð­ur“. Úlf­arnir átt­uðu sig fljótt á menn í borg­inni virt­ust veik­burða og þeir hófu árásir sín­ar. 

Konur og börn voru auð­veld bráð fyrir Courtaud og hóp hans en margir karl­menn end­uðu einnig í úlfs­kjafti. Er yfir lauk höfðu um 40 borg­ar­búar fallið í val­inn. Þessar árásir höfðu þó þau áhrif að fólk þjapp­aði sér sam­an, ferð­að­ist helst í hópum og pass­aði betur upp á hvert ann­að. Að end­ingu beittu menn­irnir því sem áður var nefnt, kænsku og hyggju­viti. Úlf­arnir voru lokk­aðir langt inn í borg­ina, reyndar inn á torgið fyrir framan Notre Dame og þar var gerð fyr­ir­sát. Menn, þar á meðal konur og bör,n réð­ust að úlf­unum úr öllum átt­um, vopnuð spjót­um, kylfum eða jafn­vel aðeins steinum og Courtaud og félagar sner­ust til varn­ar. Þetta var hrika­legt blóð­bað en úlf­arnir voru drepn­ir, allir sem einn.

Það er athygl­is­vert að bera þessa sögu saman við nútím­ann. Um 1930 voru úlfar nær horfnir í Frakk­landi og raunar Evr­ópu allri. Friðun hefur þó haft þau áhrif að úlfum hefur fjölgað jafnt og þétt og voru nýlega teknir af válista, bæði í Evr­ópu og Amer­íku. Franskir bændur eru þó ugg­andi enda drápu úlfar milli 12-13 þús­und skepnur árið 2018. Því hefur Macron Frakk­lands­for­seti nýlega sam­þykkt lög sem heim­ila aukna úlfa­veið­i. 

Macron Frakklandsforseti.

Úlfar í Yell­ow­stone

Flestum er nú samt ljóst hve mik­il­vægu hlut­verki rán­dýr gegna í vist­kerf­inu. Í Yell­ow­stone þjóð­garð­inum í Banda­ríkj­unum var síð­asti úlf­ur­inn drep­inn í byrjun 20. ald­ar. Eftir voru birnir en þeir eru alls ekki jafn góð veiði­dýr og dugðu ekki til að halda í við elg­inn sem fjölg­aði sér hratt og var far­inn að valda veru­legum skaða á gróðri. Því var ákveðið að leita lið­sinnis úlfa til að halda elg­stofn­inum í jafn­vægi. Um 1990 voru kanadískir úlfar fluttir þangað og þeim reglu­lega gefið elgskjöt að borða áður en þeim var sleppt laus­um. 

Árang­ur­inn lét ekki á sér standa. Ýmsar plöntur sem elg­ur­inn hafði næstum gjör­eytt hafa fjölgað sér veru­lega og vís­inda­menn í þjóð­garð­inum eru ánægðir með þau áhrif sem úlf­ur­inn hefur haft. Það lifir þó lengi í gömlum glæð­um, margir eru fljótir til að bölva úlfum og kalla þá sál­ar­lausa morð­ingja sem engu eira. 

Úlf­ur­inn vekur enn upp blendnar til­finn­ingar hjá mann­fólk­inu og mun eflaust gera það um ókomna tíð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar