Arion banki, sem heldur á kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, hefur fært niður virði hennar í bókum sínum um 1,4 milljarða króna á hálfu ári. Í lok mars síðastliðins var virðið sagt vera 6,9 milljarðar króna en í nýjasta uppgjöri bankans er það bókfært á 5,5 milljarða króna, eða 41 milljón evra.
Í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að Stakksberg ehf., félag bankans sem heldur á verksmiðjunni, sé á lokastigum þess að ljúka nýju umhverfismati vegna hennar. Til að áform bankans vegna verksmiðjunnar gangi eftir þar Reykjanesbær þó að breyta deiliskipulagi svo hægt sé að ljúka við þær lagfæringar sem Arion banki vill gera á henni til að koma starfseminni aftur í gang.
Arion banki telur íbúakosningu baka bótaskyldu
Arion banki hefur ekki viljað láta undan kröfum um slíka kosningu. Í bréfi sem Stakksberg sendi til Skipulagsstofnunar í fyrra sagði: „Verksmiðjan hefur þegar verið byggð á lóðinni fyrir um 22 milljarða króna. Um er að ræða réttindi sem njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og atvinnuréttindi sem njóti verndar 75. gr. stjórnarskrár. Um slík réttindi verði ekki kosið í almennum kosningum að mati Stakksberg ehf.“
Ef til kosninga kæmi þá taldi Stakksberg að Reykjanesbær hefði bakað sér bótaskyldu. Ef kosning myndi leiða til þess að ekki væri hægt að starfrækja þá verksmiðju sem þegar hefur verið byggð á lóðinni mun það að mati Stakksberg ehf. leiða af sér skaðabótaskyldu gagnvart eiganda lóðarinnar[...]Sökin væri nokkuð augljós enda um að ræða ásetning til þess að koma í veg fyrir tiltekna starfsemi/uppbyggingu sem þegar hafði verið fallist á og hefði þegar leitt til verulegrar fjárfestingar.“
Meira en þrjú ár síðan að slökkt var á
Rúm þrjú ár eru síðan að kísilmálmverksmiðjunni, sem er staðsett í Helguvík á Suðurnesjum, var lokað. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í janúar 2018.
Lífeyrissjóð starfsmanna Búnaðarbanka Íslands (LSBÍ) fjárfesti einnig í verkefninu. Arion banki rekur alla sjóðina þrjá, starfsfólk bankans gegnir stjórnunarstöðum í þeim og þeir eru til húsa í höfuðstöðvum hans í Borgartúni.
Sá sem stóð fyrir verkefninu, Magnús Garðarsson, hefur verið til rannsóknar vegna gruns um að hafa framið stórfelld auðgunarbrot og að hafa svikið út háar fjárhæðir. Þrotabú United Silicon hefur einnig stefnt honum fyrir meint fjársvik hans. Á meðal þess sem rökstuddur grunur er um er að Magnús hafi, í starfi sínu sem forstjóri United Silicon, falsað reikninga og undirskriftir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í viðleitni sinni til að draga að sér fé úr fyrirtækinu.