Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur

Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.

Kastrup
Auglýsing

Dag­blaðið Politi­ken komst fyrir nokkrum dögum yfir drög að skýrslu um fjögur svo­nefnd „óör­ugg til­vik“ (usikre for­hold) á Kastrup flug­velli við Kaup­manna­höfn. Skýrslu­drögin hafa vakið mikla athygli og danskir þing­menn heimta nákvæma úttekt á örygg­is­málum flug­vall­ar­ins.

Til­vikin sem um ræðir eru öll sama eðl­is, ef svo mætti að orði kom­ast, snú­ast um auka­hluti á flug­brautum vall­ar­ins. Nánar til­tekið svo­nefnd braut­ar­ljós, ljósastikur sem afmarka flug­braut­irn­ar. Stikur þessar eru yfir­leitt ekki hærri frá jörðu en 35 senti­metr­ar.

Fyrsta til­vikið er frá 24. sept­em­ber 2018. Þá fannst ljósa­stika á einni flug­braut vall­ar­ins (22L). Starfs­fólk á vell­inum fann stik­una sem ein­hverra hluta vegna hafði losn­að, eða hrokkið í sundur og svo að lík­indum fokið inn á braut­ina. 

Auglýsing

Annað til­vikið er frá 22. ágúst síð­ast­liðn­um, þá fannst ljósa­stika á akbraut flug­véla (Tax­iway B). 

Þriðja til­vikið varð fyrir tveimur mán­uð­um, 14. sept­em­ber. Þá fannst ljósa­stika og ýmsir lausa­hlutir (orða­lag skýrslu­höf­unda) á einni og mest not­uðu braut vall­ar­ins (22R).

Fjórða til­vik­ið, og hið alvar­leg­asta, átti sér stað 15. sept­em­ber. Þá ók flug­vél (eins og segir í skýrslu­drög­un­um) á „eitt­hvað“ á einni aðal­braut vall­ar­ins (12/30). Þetta „eitt­hvað“ reynd­ist síðar vera enn ein ljósa­stik­an. Þetta til­vik er í flokki A, efsta áhættu­flokki. 

Sem­sagt fjögur til­vik á rúm­lega einu ári og þau tengj­ast öll braut­ar­ljós­un­um.

Skapa mikla hættu

Auka­hlutir á flug­braut­um, hverju nafni sem nefnast, eru ætíð litnir alvar­legum augum enda geta þeir haft mjög alvar­legar afleið­ingar í för með sér. Það var einmitt slíkur hlutur sem olli slysi á Charles de Gaulle flug­vell­inum við París 25. júlí árið 2000, þegar Concorde vél í eigu Air France flug­fé­lags­ins fórst Þegar vélin var í flug­taki ók hún á hlut sem hafði losnað af annarri vél skömmu áður, en ekki hafði upp­götvast. Dekk á Concorde vél­inni sprakk, hluti dekks­ins reif gat á vinstri væng hennar og leki kom að elds­neyt­is­geymi. Eldur braust út og vélin hrap­aði til jarð­ar. Allir um borð, 109 manns, fór­ust. 

Í við­tali við Politi­ken seg­ist Hans Christ­ian Stigaard, fyrr­ver­andi flug­vall­ar­stjóri á Kastr­up, gátt­aður á að stjórn flug­vall­ar­ins skuli ekki hafa aðhafst neitt eftir fyrsta til­vik­ið, í sept­em­ber 2018. „Þegar ljósa­stika losnar og lendir svo á flug­braut­inni liggur beint við, og er í raun skylda flug­vall­ar­stjórn­ar­inn­ar, að yfir­fara allar slíkar stikur á vell­in­um. Það var ekki gert og bendir til að flug­vall­ar­yf­ir­völdin hafi ekki tekið þetta alvar­lega“. 

Á sam­stundis að loka braut­inni

Sam­kvæmt vinnu­reglum Kastrup flug­vallar (Aer­odrome Manu­al) ber þegar í stað, í alvar­legum til­vik­um, eins og í þeim fjórum sem að framan get­ur, að loka við­kom­andi flug­braut meðan rann­sókn og athugun fer fram. Það var ekki gert í neinu áður­nefndra til­vika, þótt regl­urnar mæli fyrir um slíkt. 

Í skýrslu­drög­unum kemur fram að flug­vall­ar­yf­ir­völd hafi, síð­ast­liðið haust, látið athuga allar ljósastikur á flug­vell­in­um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög margar (meget højt antal) stikur hafi verið í svo lélegu ástandi að ekki sé um annað að ræða en skipta þeim út. 

Hans Christ­ian Stigaard fyrr­ver­andi flug­vall­ar­stjóri, sagði í áður­nefndu við­tali, það mjög erf­iða ákvörðun að loka flug­velli, eða hluta hans. „En þegar um svona alvar­legt mál er að ræða er eina leiðin að loka flug­braut tíma­bund­ið, meðan við­gerð fer fram. Það var því miður ekki gert.“ Hann sagði að svona alvar­leg til­vik hefðu ekki komið upp á Kastrup síðan í miklu óveðri í des­em­ber 1999.

Starfs­menn segja reglur skorta

Krist­ian Dur­huus, rekstr­ar­stjóri flug­vall­ar­ins, sagði í við­tali við Politi­ken að flug­vall­ar­stjórnin hefði fengið vit­neskju um til­vikið í sept­em­ber í fyrra (fyrsta til­vik­ið) en litið á það sem sér­stakt til­vik sem ekki þarfn­að­ist sér­stakra við­bragða. Starfs­menn sem sjá um við­hald á bún­aði flug­vall­ar­ins segja vinnu­reglur alltof óljós­ar, það séu til að mynda engar reglur um reglu­lega yfir­ferð og við­hald ljósa­bún­að­ar­ins.

Þing­menn rasandi og heimta að ráð­herra bregð­ist við 

Frétt Politi­ken um til­vikin fjögur á Kastrup hefur vakið mikla athygli í Dan­mörku og þing­menn eru væg­ast sagt rasandi. Hans Christ­ian Schmidt fyrr­ver­andi ráð­herra sam­göngu­mála segir það með ólík­indum að stjórn flug­vall­ar­ins hafi ekki brugð­ist við og heimtar skýr­ing­ar. Margir þing­menn tala í sama dúr og krefj­ast þess að ráð­herra sam­göngu­mála bregð­ist við þegar í stað. Til dæmis með því að búa svo um hnút­ana að fjár­magn til eft­ir­lits, við­halds og end­ur­bóta á flug­braut­ar­ljósum og öðrum bún­aði sé trygg­t. 

Benny Eng­el­brecht, ráð­herra sam­göngu­mála í Danmörku, sést hér hægra megin. Mynd:EPANokkrir þing­menn hafa enn­fremur kraf­ist þess að Danska umferð­ar­stofan (Trafik­styrel­sen) hafi eft­ir­lit með örygg­is­málum á flug­vell­in­um. Eins og málum er nú háttað er það stjórn flug­vall­ar­ins sem hefur eft­ir­lit með örygg­is­mál­un­um. „Það er aldrei gott fyr­ir­komu­lag að eiga að hafa eft­ir­lit með sjálfum sér en þannig er það núna á Kastr­up“ sagði einn þing­mað­ur.

„Þá getur það auð­veld­lega ger­st, eins og núna á Kastrup að brotnar séu regl­ur, sem við­kom­andi hefur sjálfur sett.“ Benny Eng­el­brecht ráð­herra sam­göngu­mála sagði í við­tali við Politi­ken að hann vildi bíða eftir skýrsl­unni (þeirri sem Politi­ken komst í drögin að) áður en lengra yrði hald­ið. Skýrslan, sem er unnin á vegum und­ir­stofn­unar Sam­göngu og hús­næð­is­mála­ráðu­neyt­is­ins er vænt­an­leg á næst­unni, en form­leg dag­setn­ing hefur ekki verið til­kynnt. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar