Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur

Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.

Kastrup
Auglýsing

Dagblaðið Politiken komst fyrir nokkrum dögum yfir drög að skýrslu um fjögur svonefnd „óörugg tilvik“ (usikre forhold) á Kastrup flugvelli við Kaupmannahöfn. Skýrsludrögin hafa vakið mikla athygli og danskir þingmenn heimta nákvæma úttekt á öryggismálum flugvallarins.

Tilvikin sem um ræðir eru öll sama eðlis, ef svo mætti að orði komast, snúast um aukahluti á flugbrautum vallarins. Nánar tiltekið svonefnd brautarljós, ljósastikur sem afmarka flugbrautirnar. Stikur þessar eru yfirleitt ekki hærri frá jörðu en 35 sentimetrar.

Fyrsta tilvikið er frá 24. september 2018. Þá fannst ljósastika á einni flugbraut vallarins (22L). Starfsfólk á vellinum fann stikuna sem einhverra hluta vegna hafði losnað, eða hrokkið í sundur og svo að líkindum fokið inn á brautina. 

Auglýsing

Annað tilvikið er frá 22. ágúst síðastliðnum, þá fannst ljósastika á akbraut flugvéla (Taxiway B). 

Þriðja tilvikið varð fyrir tveimur mánuðum, 14. september. Þá fannst ljósastika og ýmsir lausahlutir (orðalag skýrsluhöfunda) á einni og mest notuðu braut vallarins (22R).

Fjórða tilvikið, og hið alvarlegasta, átti sér stað 15. september. Þá ók flugvél (eins og segir í skýrsludrögunum) á „eitthvað“ á einni aðalbraut vallarins (12/30). Þetta „eitthvað“ reyndist síðar vera enn ein ljósastikan. Þetta tilvik er í flokki A, efsta áhættuflokki. 

Semsagt fjögur tilvik á rúmlega einu ári og þau tengjast öll brautarljósunum.

Skapa mikla hættu

Aukahlutir á flugbrautum, hverju nafni sem nefnast, eru ætíð litnir alvarlegum augum enda geta þeir haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það var einmitt slíkur hlutur sem olli slysi á Charles de Gaulle flugvellinum við París 25. júlí árið 2000, þegar Concorde vél í eigu Air France flugfélagsins fórst Þegar vélin var í flugtaki ók hún á hlut sem hafði losnað af annarri vél skömmu áður, en ekki hafði uppgötvast. Dekk á Concorde vélinni sprakk, hluti dekksins reif gat á vinstri væng hennar og leki kom að eldsneytisgeymi. Eldur braust út og vélin hrapaði til jarðar. Allir um borð, 109 manns, fórust. 

Í viðtali við Politiken segist Hans Christian Stigaard, fyrrverandi flugvallarstjóri á Kastrup, gáttaður á að stjórn flugvallarins skuli ekki hafa aðhafst neitt eftir fyrsta tilvikið, í september 2018. „Þegar ljósastika losnar og lendir svo á flugbrautinni liggur beint við, og er í raun skylda flugvallarstjórnarinnar, að yfirfara allar slíkar stikur á vellinum. Það var ekki gert og bendir til að flugvallaryfirvöldin hafi ekki tekið þetta alvarlega“. 

Á samstundis að loka brautinni

Samkvæmt vinnureglum Kastrup flugvallar (Aerodrome Manual) ber þegar í stað, í alvarlegum tilvikum, eins og í þeim fjórum sem að framan getur, að loka viðkomandi flugbraut meðan rannsókn og athugun fer fram. Það var ekki gert í neinu áðurnefndra tilvika, þótt reglurnar mæli fyrir um slíkt. 

Í skýrsludrögunum kemur fram að flugvallaryfirvöld hafi, síðastliðið haust, látið athuga allar ljósastikur á flugvellinum. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög margar (meget højt antal) stikur hafi verið í svo lélegu ástandi að ekki sé um annað að ræða en skipta þeim út. 

Hans Christian Stigaard fyrrverandi flugvallarstjóri, sagði í áðurnefndu viðtali, það mjög erfiða ákvörðun að loka flugvelli, eða hluta hans. „En þegar um svona alvarlegt mál er að ræða er eina leiðin að loka flugbraut tímabundið, meðan viðgerð fer fram. Það var því miður ekki gert.“ Hann sagði að svona alvarleg tilvik hefðu ekki komið upp á Kastrup síðan í miklu óveðri í desember 1999.

Starfsmenn segja reglur skorta

Kristian Durhuus, rekstrarstjóri flugvallarins, sagði í viðtali við Politiken að flugvallarstjórnin hefði fengið vitneskju um tilvikið í september í fyrra (fyrsta tilvikið) en litið á það sem sérstakt tilvik sem ekki þarfnaðist sérstakra viðbragða. Starfsmenn sem sjá um viðhald á búnaði flugvallarins segja vinnureglur alltof óljósar, það séu til að mynda engar reglur um reglulega yfirferð og viðhald ljósabúnaðarins.

Þingmenn rasandi og heimta að ráðherra bregðist við 

Frétt Politiken um tilvikin fjögur á Kastrup hefur vakið mikla athygli í Danmörku og þingmenn eru vægast sagt rasandi. Hans Christian Schmidt fyrrverandi ráðherra samgöngumála segir það með ólíkindum að stjórn flugvallarins hafi ekki brugðist við og heimtar skýringar. Margir þingmenn tala í sama dúr og krefjast þess að ráðherra samgöngumála bregðist við þegar í stað. Til dæmis með því að búa svo um hnútana að fjármagn til eftirlits, viðhalds og endurbóta á flugbrautarljósum og öðrum búnaði sé tryggt. 

Benny Eng­el­brecht, ráð­herra sam­göngu­mála í Danmörku, sést hér hægra megin. Mynd:EPANokkrir þingmenn hafa ennfremur krafist þess að Danska umferðarstofan (Trafikstyrelsen) hafi eftirlit með öryggismálum á flugvellinum. Eins og málum er nú háttað er það stjórn flugvallarins sem hefur eftirlit með öryggismálunum. „Það er aldrei gott fyrirkomulag að eiga að hafa eftirlit með sjálfum sér en þannig er það núna á Kastrup“ sagði einn þingmaður.

„Þá getur það auðveldlega gerst, eins og núna á Kastrup að brotnar séu reglur, sem viðkomandi hefur sjálfur sett.“ Benny Engelbrecht ráðherra samgöngumála sagði í viðtali við Politiken að hann vildi bíða eftir skýrslunni (þeirri sem Politiken komst í drögin að) áður en lengra yrði haldið. Skýrslan, sem er unnin á vegum undirstofnunar Samgöngu og húsnæðismálaráðuneytisins er væntanleg á næstunni, en formleg dagsetning hefur ekki verið tilkynnt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar