Réttast að senda pöndubirnina heim

Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.

Færeyski fáninn
Auglýsing

Fyrir hálfum mán­uði ætl­aði fær­eyska sjón­varp­ið, Kringvarp Føroya að senda út frétt um fund sem hald­inn var í Þórs­höfn 11. nóv­em­ber sl. en lög­bann var sett á útsend­ingu frétt­ar­inn­ar, að kröfu fær­eysku lands­stjórn­ar­inn­ar. 

Mikil leynd hvíldi yfir fundi þessum en hann sátu Feng Tie, sendi­herra Kína í Dan­mörku, Bárður Niel­sen, lög­maður Fær­eyja, Jørgen Niclasen, fjár­mála­ráð­herra fær­eysku land­stjórn­ar­innar og einn ráðu­neyt­is­stjóri. ­Sendi­herr­ann hafði óskað eftir fund­inum og gagn­gert komið til Þórs­hafnar af því til­efn­i. 

Nokkrum dögum seinna komust frétta­menn Kringvarps­ins á snoðir um fund þenn­an, fyrir til­vilj­un. Út af fyrir sig er það hvorki óleyfi­legt né óeðli­legt að sendi­herr­ann hitti fær­eyska ráða­menn en það var fund­ar­efnið sem valdið hefur upp­námi í Fær­eyjum og Dan­mörku. 

Auglýsing

Lög­bannið og hótun sendi­herr­ans

Eins og áður var nefnt var það fær­eyska land­stjórnin sem krafð­ist lög­banns­ins. Lögum sam­kvæmt fór lög­bannskrafan fyrir dóm­ara sem stað­festi að lög­bannið stæði þangað til dæmt verði í mál­inu, sá mála­rekstur getur tekið nokkra mán­uð­i. 

Þrátt fyrir lög­bannið hefur inni­hald frétt­ar­innar lekið út. Fær­eyskir og danskir fjöl­miðlar hafa birt orð­rétt sam­tal yfir­manns ráðu­neytis utan­rík­is­mála í Fær­eyjum og fær­eyska utan­rík­is­ráð­herr­ans, þar sem sá fyrr­nefndi greindi ráð­herr­anum frá „leyni­fund­in­um“. Hvor­ugur vissi að sam­talið væri tekið upp, og reyndar vissi frétta­maður sjón­varps­ins ekki um upp­tök­una fyrr en eftir á. 

Sam­kvæmt frá­sögn ráðu­neyt­is­stjór­ans, sem var við­staddur „leyni­fund­inn“, greindi kín­verski sendi­herr­ann lög­mann­inum og fjár­mála­ráð­herr­anum frá því að samn­ingur fær­eyska síma­fé­lags­ins, Føroya Tele við kín­verska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Huawei myndi opna „allar dyr“ varð­andi við­skipta­samn­ing (fri­hand­elsafta­le) Fær­eyja og Kína. Ráðu­neyt­is­stjór­inn sagði að ekki hefði farið á milli mála að í orðum sendi­herr­ans hefði falist hót­un. Hótun um að ef ekki yrði samið við Huawei um lagn­ingu 5G háhraða­nets í Fær­eyjum yrði ekki gerður við­skipta­samn­ingur milli þjóð­anna. Það var þessi frá­sögn ráðu­neyt­is­stjór­ans sem fær­eyska sjón­varpið ætl­aði að greina frá. Frétta­þul­ur­inn sagði frá lög­bann­inu í upp­hafi frétta­tím­ans, en ekki efni frétt­ar­inn­ar. 

Hér er rétt að geta þess að lagn­ing 5G háhraða­nets stendur fyrir dyrum í Fær­eyjum en Huawei ann­að­ist bæði upp­setn­ingu og rekstur 4G nets­ins sem 5G á að leysa af hólmi. Fær­ey­ingar hafa árum saman unnið að því að ná sér­stökum við­skipta­samn­ingi við Kína og hann yrði þeim mjög mik­il­væg­ur, ekki síst vegna útflutn­ings á laxi.

Kín­verski sendi­herr­ann neitar hót­un­um 

Í tölvu­pósti frá Feng Tie sendi­herra til frétta­stofu danska útvarps­ins neitar hann algjör­lega að hafa haft uppi hót­anir á fundi sínum með fær­eyskum ráð­mönn­um. Fund­ur­inn hafi snú­ist um sam­skipti land­anna. Bárður Niel­sen lög­maður Fær­eyja, sem sat „leyni­fund­inn“ seg­ist ekki hafa túlkað orð sendi­herr­ans sem hót­un. Sendi­herr­ann segir enn­fremur í tölvu­póst­inum að ásak­anir um hót­anir megi rekja til Banda­ríkja­manna. 

Þar vísar hann til við­tala og greina­skrifa banda­ríska sendi­herr­ans í Dan­mörku. Carla Sands sendi­herra hefur í við­tölum og blaða­greinum lýst áhyggjum vegna hugs­an­legs fjar­skipta­samn­ings Fær­ey­inga við Huawei. Fyr­ir­tæk­inu, eins og öllum kín­verskum fyr­ir­tækj­um, sé skylt að hlýða fyr­ir­skip­unum kín­verskra stjórn­valda. Fær­eyskir þing­menn hafa, sumir hverj­ir, túlkað orð sendi­herr­ans sem hótun og íhlutun í fær­eysk mál­efni. Fær­eyska lands­stjórnin hefur lagt áherslu á að allar ákvarð­anir varð­andi 5G háhraða­netið sé í höndum fær­eyska síma­fé­lags­ins. 

Þing­menn ósáttir við afskipti kín­verska sendi­herr­ans

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmörku. Mynd:EPA.Frétt­irnar af „leyni­fund­in­um“ hafa ekki farið fram­hjá dönskum þing­mönn­um. Málið var rætt á fundi utan­rík­is­mála­nefndar danska þings­ins, Fol­ket­inget sl. fimmtu­dag. Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra sagði þar að ákvörðun um 5G háhraða­netið væri algjör­lega í höndum Fær­ey­inga sjálfra. Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem á sæti í nefnd­inni, sagði í við­tali að hugs­an­legur samn­ingur við Huawei um 5G háhraða­net í Fær­eyj­um, sé ekki bara venju­legur við­skipta­samn­ingur „við erum ekki að tala um samn­ing um inn­kaup a gúmmí­skóm“. 5G geti snú­ist um örygg­is- og varn­ar­mál og þess vegna geti danska rík­is­stjórnin ekki yppt öxlum og sagt að þetta sé einka­mál Fær­ey­inga. 

Fleiri nefnd­ar­menn töl­uðu á svip­uðum nótum og sögð­ust telja samn­ing um 5G flokk­ast undir utan­rík­is- og varn­ar­mál og þar með væri það ekki einka­mál Fær­ey­inga. Naser Khader þing­maður Íhalds­flokks­ins sagði ríka ástæðu til að hafa áhyggjur af hót­unum sendi­herr­ans og benti í því sam­bandi á Afr­íku þar sem Kín­verjar notað yfir­burði til að ná sínu fram. Søren Esp­er­sen tals­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins í utan­rík­is­málum segir að ekki þurfi að velkj­ast í vafa um hvað kín­verski sendi­herr­ann meinti með orðum sín­um. 

„Þetta er þrýst­ingur frá Kín­verjum og það er ekki í fyrsta skipti sem þeir blanda saman við­skiptum og póli­tík“. Og bætti við „við eigum ekki að láta hót­anir frá komm­ún­ista Kína yfir okkur ganga, rétt­ast væri að skila þeim pönd­unum sem þeir lán­uðu okk­ur“. Þarna vís­aði þing­mað­ur­inn til tveggja panda sem Kín­verjar lán­uðu Dýra­garð­inum í Kaup­manna­höfn en pönd­urnar komu til Dan­merkur í apríl á þessu ári. Søren Esp­er­sen gagn­rýndi á sínum tíma þennan „vin­áttu­vott“ eins og hann kall­aði lánið á pönd­un­um. „Það að Kín­verjar láni Dönum pönd­urnar merkir að Danir hafi sam­þykkt utan­rík­is­stefnu Kín­verja“ sagði þing­mað­ur­inn.

Ekki er ljóst hvenær ákveðið verður hvaða fyr­ir­tæki mun ann­ast upp­setn­ingu og rekstur 5G háhraða­nets­ins í Fær­eyj­u­m. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar