Mynd: Bára Huld Beck Sigríður Mogensen
Mynd: Bára Huld Beck

Hagkerfi á tímamótum

Hvað þarf að gerast til að Ísland geti haldið samkeppnishæfni til framtíðar litið? Sigríður Mogensen hefur víðtæka reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir brýnt að Ísland móti langtímaatvinnustefnu.

Sig­ríður Mog­en­sen, hag­fræð­ingur og sviðs­stjóri hug­verka­sviðs hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins, segir íslenska hag­kerfið nú standa á tíma­mót­um. Eftir mikla upp­gangs­tíma í hag­kerf­inu á árunum 2011 og allt fram á árið 2019, þá benda flestir mæli­kvarðar til þess að nú sé veru­lega farið að hægja á hjólum atvinnu­lífs­ins. 

Í núver­andi aðstæðum er brýnt að huga að lang­tíma­stefnu­mótun - heild­stæðri atvinnu­stefnu - sem getur lagt grunn­inn að betri lífs­kjörum til langrar fram­tíð­ar, segir Sig­ríð­ur. Þar bein­ist kast­ljósið ekki síst að hug­verka­iðn­aði. Hún segir að auð­linda­drifin starf­semi sé mik­il­væg og verði það áfram, en vöxtur fram­tíð­ar­innar liggi í frek­ari upp­bygg­ingu atvinnu­starf­semi sem byggi á hug­vit­in­u. 

Engar til­vilj­anir

„Til­viljun mun ekki ráða því hvernig okkur vegn­ar. Við erum í sam­keppni við önnur ríki og svæði í heim­inum um hálauna­störf sem byggja á hug­viti. Þrátt fyrir að það sé mik­ill kraftur í nýsköpun á Íslandi, þá verðum við líka að þora að spyrja gagn­rýnna spurn­inga og gera bet­ur,“ segir Sig­ríð­ur. 

Hug­vits­drifin starf­semi verður ekki byggð upp á einni nóttu þannig að hún geti orðið enn meiri kjöl­festa í atvinnu­líf­inu. En við höfum ekki val um hvort við leggjum meira á okkur til að styrkja grunn hug­vits­greina, segir Sig­ríð­ur. „Það er nauð­syn­legt að gera þetta. Mennta­kerfið er mið­punkt­ur­inn í þess­ari vinn­u.“ 

Metn­að­ar­full vinna stjórn­valda

Stjórn­völd hafa – þvert á ráðu­neyti – haft það sem leið­ar­ljós að efla nýsköpun í atvinnu­líf­inu og í mennta­kerf­inu, í takt við stjórn­ar­sátt­mál­ann. Þetta hefur tek­ist vel, segir Sig­ríð­ur, og nýfram­komin nýsköp­un­ar­stefna, sé til marks um að það sé verið að taka „næsta skref” í því að byggja upp gott umhverfi fyrir nýsköpun í víðum skiln­ing­i. 

En betur má ef duga skal. 

Sig­ríður bendir á, að of fá alþjóð­leg íslensk fyr­ir­tæki hafi náð þeirri stærð sem þurfi til að nægi­lega mörg störf skap­ist í hug­vits­drifnum iðn­aði og atvinnu­starf­semi. Þó mörg góð alþjóð­leg fyr­ir­tæki séu á land­inu, þá þurfi meira til. Marel er orðið að alþjóð­legu stór­fyr­ir­tæki með sex þús­und starfs­menn, en vöxt­ur­inn er mestur utan Íslands. Fyr­ir­tækið nálg­ast nú fer­tugs­ald­ur­inn, og Össur - hitt flagg­skipið í íslenskum hug­vits­geira og iðn­aði – verður 50 ára árið 2022. Sig­ríður segir að það sé kom­inn tími á, að það verði til enn fleiri fyr­ir­tæki eins og Marel og Öss­ur, og það eigi að vera kapps­mál að styrkja og bæta rekstr­ar­um­hverfið svo það geti gerst. Hljóð og mynd verður að fara saman í þessu. Heild­stæð stefna, þar sem ein­blínt er á alla keðj­una í upp­bygg­ingu sam­keppn­is­hæfn­inn­ar, er það sem þarf. Lang­tíma­sýnin verður að vera skýr á að skapa störf sem byggja á hug­vit­inu og virkjun þess,” segir Sig­ríð­ur.

Mikil gróska í iðn­aði

Sig­ríður hefur fjöl­breytta starfs­reynslu þrátt fyrir ungan ald­ur. 

Á starfs­ferli sínum hefur hún meðal ann­ars sinnt blaða­mennsku, rann­sóknum hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og störfum á fjár­mála­mark­aði – meðal ann­ars hjá þýska bank­anum Deutsche Bank – svo fátt eitt sé nefn­t. 

Hún segir það hafa verið við­brigði að koma inn á íslenskan vinnu­markað á nýjan leik eftir störf í London en hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins hafi um margt leynst óvæntir kraftar og straum­ar. Það kom mér á óvart hvað það eru margir í íslenskum iðn­aði, innan SI og ein­stakra félaga í ólíkum iðn­grein­um, sem vinna krafta­verk fyrir hönd fyr­ir­tækja, frum­kvöðla og allra þeirra sem til­heyra stórum hópum fólks í iðn­störf­um. Það kom mér á óvart hvað þetta er fjöl­breyttur hópur og hversu margir leggja mikla vinnu á sig til að bæta það sem þarf að bæta. Þetta skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir sam­fé­lag­ið, og því þarna liggur gras­rót­ar­starfið sem við fylgjum síðan eft­ir,” segir Sig­ríð­ur.

Ástæða til að fylgj­ast grannt með

Atvinnu­leysi hefur verið að aukast að und­an­förnu, og mælist nú um 4 pró­sent, og flestar hag­spár gera ráð fyrir að hag­vöxtur á árinu 2019 verði lít­ill sem eng­inn. Þá eru horf­urnar fyrir næstu tvö ár almennt greindar á þann veg, að framundan sé hóf­legur eða lít­ill hag­vöxt­ur, sé horft á stöðu mála í sögu­legu sam­hengi. Hann getur orðið á bil­inu 1 til 3 pró­sent árlega, sem er allt annað en 3,5 til 6 pró­sent, sem var reyndin á árunum 2011 til 2019. 

Langtímasýn í atvinnumálum - þar sem hið opinbera og atvinnulífið vinna sameiginlega að því markmiði að auka vægi hugvitsdrifinnar starfsemi - er nauðsynleg.
Bára Huld Beck

Þetta er ekki óvænt, eftir fall WOW air og þreng­ingar í ferða­þjón­ustu almennt. Raunar má segja að fall WOW air hafi verið um hálfs árs langur atburð­ur, þar sem reynt var til þrautar að bjarga félag­inu, sam­hliða hraðri aðlögun að minna umfangi ferða­þjón­ust­u. 

Auk þess kemur upp í hug­ann sú ein­falda sýn, að það sem fer jafn hratt upp og íslenska hag­kerfið gerði á nokkrum árum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, það hlýtur í það minnsta að koma niður aftur með ein­hverjum hætti. En staða þjóð­ar­búss­ins hefur kúvenst til hins betra. Skuldir lækkað og svig­rúm til að vinna gegn sam­drætti – til dæmis með auknum inn­viða­fjár­fest­ingum – er fyrir hendi, segir Sig­ríð­ur.

Í þetta skiptið virð­ist lend­ing ætla að vera mjúk, en Sig­ríð­ur, og aðrir hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins, hafa þó áhyggjur af ýmsum merkjum um að það sé að hægja óþarf­lega hratt á atvinnu­líf­inu. „Út­flutn­ingur er ekki aukast, og það er mikið áhyggju­efni. Til að hér verði betri lífs­kjör til fram­tíðar þá þurfum við að styrkja útflutn­ingin og koma undir hann fjöl­breytt­ari stoð­u­m,“ segir Sig­ríð­ur.

Rauður þráður

Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, segir í grein á vef Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem birt­ist nú um ára­mót, að það þurfi mun meira til þess að sporna gegn auknu atvinnu­leysi og erf­ið­leikum við að miðla lækkun stýri­vaxta í betri kjör til heim­ila og fyr­ir­tækja. Verð­bólgu­draug­ur­inn er nú ekki á sveimi, eins og svo oft þegar á móti blæs, en verð­bólga mælist nú 2 pró­sent á árs­grund­velli. Stýr­ir­vextir Seðla­banka Íslands hafa einnig farið lækk­andi og eru nú 3 pró­sent, en kallað hefur verið eftir frek­ari lækkun þeirra.

„Lausnin felst í atvinnu­stefnu sem ætti að vera rauði þráð­ur­inn í annarri stefnu­mótun stjórn­valda. Um það hafa Sam­tök iðn­að­ar­ins fjallað ítar­lega. Há laun, háir raun­vextir og há skatt­heimta í alþjóð­legum sam­an­burði bitna á fyr­ir­tækjum hér á landi, ekki síst þeim sem starfa á alþjóð­legum mörk­uðum eða sem keppa við inn­fluttar vör­ur. Kemur þetta niður á hag­kvæmni rekstrar hér á landi og stöðu íslenskra fyr­ir­tækja í erlendri sam­keppni. Hingað til hefur gengi krónu rétt af sam­keppn­is­hæfni Íslands en það ger­ist ekki nú þar sem grund­vall­ar­breyt­ing varð á hag­kerf­inu á und­an­förnum ára­tug. Skuldir heim­ila, fyr­ir­tækja og ríkis hafa lækkað umtals­vert, erlendar eignir eru umfram erlendar skuldir og aukin fjöl­breytni er í útflutn­ingi. Saman styrkir þetta stoðir hag­kerf­is­ins og áhrif þess koma nú fram í minni sveifl­um. Fyrir vikið verður ekki leið­rétt­ing á sam­keppn­is­stöð­unni og það fækkar störfum hér á landi. Það er óásætt­an­leg­t,” sagði Sig­urður meðal ann­ars í fyrr­nefndri grein.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins.
Mynd: Bára Huld Beck

Sig­ríður tekur undir þetta með sam­starfs­manni sínum og segir að ákall SI eftir atvinnu­stefnu - sem hafi skýr lang­tíma­mark­mið um og að fjölga vel borg­andi störfum – sé það sem vinna þurfi að. Góð vísa er aldrei of oft kveð­in, og SI hafa þetta sem rauðan þráð í sínum skila­boðum til stjórn­valda og atvinnu­lífs; atvinnu­stefnu þarf að móta, og það þolir enga bið. 

Risa­vaxið iðn­ar­hag­kerfi

Iðn­aður er stórt orð þegar til þess er horft að undir hann fer um fjórð­ungur af starfs­fólki á íslenskum vinnu­mark­aði. Tæp­lega 50 þús­und manns á vinnu­mark­aði telj­ast til iðn­greina af ýmsum toga, og fjöl­breyti­leik­inn er mik­ill. Það kann að vera erfitt að svara þeirri spurn­ingu skýrt, hvað iðn­aður sé, en hluti svars­ins ætti í að minnsta að segja okkur það, að án hans getur sam­fé­lagið ekki virk­að. Sig­ríður segir að mik­il­vægt sé að horfa á stöðu mála í alþjóð­legu sam­hengi og velta því upp hvernig sam­keppn­is­hæfni Íslands sé, út frá öllum hlið­u­m. 

Eru íviln­anir fyrir nýsköpun nægi­lega áhrifa­miklar? Eru skattar og gjöld of íþyngj­andi þegar kemur að nýsköpun og tækni­þró­un?

Störfum fer fækkandi í hagkerfinu, og það er áhyggjuefni, segir Sigríður Mogensen.

Sig­ríður segir í svari sínu við síð­ari spurn­ing­unni, að í mörgum til­vikum séu skattar of háir og gjöld of íþyngj­andi. „Al­mennt á lit­ið, þarf að skapa skil­yrði fyrir því að á Íslandi sé sam­keppn­is­hæft reglu­verk. Þetta er ekki spurn­ing um að krefj­ast alltaf lægri skatta, heldur frekar að sam­keppn­is­hæfnin almennt sé fyrir hendi og að sífellt sé verið að horfa til þess sem best ger­ist í heim­in­um.”

Það sem Ísland þurfi að gera, er að bera sig saman við svæði sem hafa verið að ná góðum árangri. „Þar ekki aðeins um að ræða ríki, heldur einnig borgir og jafn­vel enn minni svæð­i,” segir Sig­ríð­ur. Lausnir á vanda­mál­unum sem glímt er við, sé víða að finna og mik­il­vægt að leita alltaf að þeim með metnað og fram­sýni að leið­ar­ljósi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiViðtal