Veðsetning hlutabréfa jókst um 65 milljarða króna í fyrra

Mun meira var um það í fyrra að fjárfestar tóku lán til að kaupa hlutabréf – gíruðu sig upp – en verið hefur frá því að hlutabréfamarkaður var endurreistur eftir hrunið. Slík veðsetning hlutabréfa var mjög algeng í góðærinu sem lauk haustið 2008.

hlutabréfamarkaður
Auglýsing

Um síð­ustu ára­mót voru 17,71 pró­sent allra hluta­bréfa í Kaup­höll Íslands veð­sett. Það er hæsta hlut­fall veð­settra hluta­bréfa sem verið hefur frá því að  ís­lenskur hluta­bréfa­­mark­aður var end­­ur­reistur á árunum eftir banka­hrun­ið. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina. 

Raunar jókst veð­setn­ing hluta­bréfa skarpt á síð­ast ári. Í byrjun þess var mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa 129 millj­arðar króna. Í lok þess var það komið upp í tæp­lega 194 millj­arða króna og virði veð­settra hluta­bréfa því auk­ist um 65 millj­arða króna, eða 50 pró­sent. Það er vel umfram þá hækkun sem varð á mark­aðsvirði allra hluta­bréfa í íslensku Kaup­höll­inni á árinu 2019, en þau hækk­uðu í heild um 30 pró­sent. 

Þar mun­aði þó lang­mest um hækkun á virði bréfa í Mar­el, sem hækk­uðu um 66 pró­sent. Á meðal stærstu eig­enda þess félags eru margir íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sem skuld­setja sig ekki til að kaupa hluta­bréf. 

Auglýsing
Heildarvirði hluta­bréfa þeirra félaga sem skráð eru á Aðal­l­ista Kaup­hallar Íslands og First North mark­að­inn var 1.251 millj­arður króna í lok árs 2019.

Mikil veð­­setn­ing á árunum fyrir hrun

Veð­­setn­ing hluta­bréfa var mjög algeng á árunum fyrir hrun, og bjó meðal ann­­ars til mikla kerf­is­lega áhættu hér­­­lend­­is. Stór fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lög, sem áttu meðal ann­­ars stóra hluti í bönk­­um, fengu þá lán­aðar háar fjár­­hæðir með veði í bréf­um, til að kaupa önnur hluta­bréf. Þegar eitt­hvað súrn­aði varð keðju­verkun vegna kross­­eign­­ar­halds. 

Auk þess lán­uðu íslenskir bankar fyrir hluta­bréfa­­kaupum í sjálfum sér með veði í bréf­unum sjálf­­um. Með því var öll áhættan hjá bönk­­unum sjálfum ef illa færi. Til­­­gang­­ur­inn var að skapa markað fyrir bréf sem engin eðli­­leg eft­ir­­spurn var eft­ir, og þar með til að hafa áhrif á eðli­­lega verð­­mynd­un. Hæst­i­­réttur Íslands hefur kom­ist að þeirri nið­­ur­­stöðu í málum gegn öllum gömlu stóru bönk­­unum þremur að þetta atferli hafi falið í sér mark­aðs­mis­­­not­k­un. 

Tekið hefur verið fyrir þessa hegðun með laga­breyt­ingum á und­an­­förnum árum.

Hafta­losun hleypti fag­fjár­festum út

Eftir hrun voru sett fjár­magns­höft. Þau gerðu það að verkum að  íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir voru fastir inni í íslensku efna­hags­lífi með þá nýju fjár­muni sem þeir þurftu að ávaxta ár hvert. Þeir þurftu því að kaupa all­flest sem var á boðstól­um, þar með talið hluta­bréf í þeim félögum sem skráð voru á markað í end­ur­reisn­ar­ferli íslensku Kaup­hall­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Auk þess voru fjöl­margir erlendir fjár­fest­ing­ar­sjóðir sem veðjað höfðu á að hægt væri að ávaxta fjár­muni veru­lega á Íslandi í eft­ir­köstum banka­hruns­ins, meðal ann­ars með því að kaupa kröfur á föllnu bankana, umsvifa­miklir í kaupum á skráðum hluta­bréfum um tíma á meðan að höftin hengu uppi.

Þegar höft­unum var lyft, sem gerð­ist að stærstu leyti vorið 2017, gátu fag­fjár­fest­arnir farið með fjár­muni sína í ann­ars­konar fjár­fest­ing­ar. Það hafa þeir margir hverjir gert. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa verið að taka fjár­muni úr virkri stýr­ingu hjá verð­bréfa­sjóðum til að fjár­festa meira erlendis og erlendu fjár­fest­ing­ar­sjóð­irnir hafa minnkað nær allar stöður sínar nema í Marel og Arion banka. 

Lít­ill sem eng­inn áhugi virð­ist vera erlendis frá á mik­illi fjár­fest­ingu hér­lend­is, eins og sást ljós­lega þegar bindi­skylda var lækkuð niður í núll snemma árs í fyrra, aðgerð sem var til þess fall­inn að reyna að örva erlenda fjár­fest­ingu. Síðan að það var gert hefur erlend fjár­fest­ing verið minni en hún var á sama tíma árið áður. 

Jókst hratt í fyrra

Veð­­sett hluta­bréfa­­kaup hafa ekki verið jafn algengt tísku­­fyr­ir­brigði síð­­ast­lið­inn ára­tug og þau voru áður, þótt vissu­­lega séu und­an­­tekn­ingar þar á. Í lok árs 2014 var mark­aðsvirði veð­­settra hluta 11,25 pró­­sent af heild­­ar­­mark­aðsvirði félaga í Kaup­höll Íslands.

Eftir að heild­­ar­­mark­aðsvirðið skreið aftur yfir eitt þús­und millj­­arða króna árið 2015 og fram á haustið 2018 var mark­aðsvirði veð­­settra hluta nokkuð stöðugt í lengri tíma, frá um 105 millj­­örðum kóna og upp í 123 millj­­arða króna. Hlut­­fall veð­töku af heild­­ar­­mark­aðsvirði skráðra félaga á þessu tíma­bili var frá um tíu pró­­sent og upp í tæp­­lega 14 pró­­sent. 

Þá virð­ist hafa átt sér stað ein­hver breyt­ing sam­hliða því að fleiri einka­fjár­festar eru að gera sig gild­andi á mark­aðn­um. Frá því í lok sept­em­ber 2018 og fram til loka des­em­ber 2019 jókst mark­aðsvirði veð­­settra hluta­bréfa um 71 millj­arð króna. Á síð­asta ári einu saman jókst hún um 65 millj­arða króna og ef síð­asti árs­fjórð­ungur árs­ins 2019 er skoð­aður einn og sér þá jókst hún um 25 millj­arða króna, eða um 15 pró­sent.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar