Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ásmundur keyrði fyrir rúmlega 320 þúsund krónur á mánuði

Ásmundur Friðriksson var, enn og aftur, sá þingmaður sem keyrði mest allra í fyrra. Alls kostaði akstur Ásmundar skattgreiðendur 3,8 milljónir króna, sem er 52 prósent meira en kostnaður þess sem keyrði næst mest. Alls nema akstursgreiðslur til Ásmundar frá því að hann settist á þing árið 2013 29,2 milljónum króna.

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, er sá þing­maður sem keyrir mest allra miðað við þann akst­urs­kostnað sem Alþingi greiðir þing­mönn­um. Alls keyrði Ásmundur bíla­leigu­bíla, og tók elds­neyti fyr­ir, um 3,8 millj­ónir króna á árinu 2019. Það þýðir að Ásmundur keyrði fyrir rúm­lega 320 þús­und krónur að með­al­tali í fyrra.

Sá munur var á akstri Ásmundar í fyrra að hann fór allur fram á bíla­leigu­bíl­um, en á síð­ustu árum hafði hann að mestu keyrt um landið á eigin bif­reið og fengið kostnað vegna þess end­ur­greiddan frá Alþingi. Frá því að Ásmundur sett­ist á þing árið 2013 hefur sam­an­lagður akst­urs­kostn­aður hans verið 29,2 millj­ónir króna. 

Mestur var hann árið 2014, þegar Ásmundur fékk alls um 5,4 millj­ónir króna end­ur­greiddar vegna keyrslu á eigin bif­reið, eða 450 þús­und krónur á mán­uð­i. 

Eftir að akst­urs­greiðslur til þing­manna voru loks opin­ber­aðar í fyrsta sinn snemma árs 2018, eftir að fjöl­miðlar höfðu kallað eftir þeim árum sam­an, kom sér­staka Ásmundar í akstri í ljós og var mikið gagn­rýnd. Í kjöl­farið dró Ásmundur mikið úr akstr­inum og nam end­ur­greiddur kostn­aður hans á árinu 2018 2,5 millj­ónum króna. Það er lægsta upp­hæð sem Ásmundur hefur fengið end­ur­greidda vegna akst­urs frá því að hann sett­ist á þing. Þorri hans fór auk þess fram á bíla­leigu­bíl, ekki bif­reið Ásmund­ar, líkt og skrif­stofa Alþingis hafði beðið þing­menn um að ger­a. 

Í fyrra jókst akst­urs­kostn­að­ur­inn síðan til muna og var 3,5 millj­ónir króna. Það er 52 pró­sent hærri upp­hæð en keyrsla Ásmundar kost­aði árið áður. 

Fjórir kosta meira en tvær millj­ónir á mán­uði

Alþingi birti um helg­ina upp­lýs­ingar um kostnað sem þing­menn fá greiddan fyrir des­em­ber­mán­uði, og þar af leið­andi var hægt að sjá hversu mikið féll til allt árið 2019. 

Líkt og áður sagði kost­aði akstur Ásmundar lang­mest, eins og svo oft áður.  Þeir sem koma næst honum eru Birgir Þór­ar­ins­son, þing­flokkur Mið­flokks­ins, sem keyrði fyrir 2,6 millj­ónir króna í fyrra, og sam­flokks­maður hans Vil­hjálmur Árna­son, sem keyrði fyrir 2,5 millj­ónir króna í fyrra. Birgir keyrði því fyrir um 216 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali og Vil­hjálmur fyrir um 208 þús­und krónur á mán­uði. Akstur Ásmundar kost­aði því 48 pró­sent meira en akstur Birgis og 52 pró­sent.

Einn þing­maður til keyrði fyrir meira en tvær millj­ónir króna í fyrra, Har­aldur Bene­dikts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann kost­aði 2,4 millj­ónir króna á árinu, eða um 200 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði.

Alls keyrðu tólf þing­menn það mikið að kostn­aður vegna akst­urs­greiðslna þings­ins til þeirra fór yfir eina milljón króna. Hægt er að sjá lista yfir þá hér að neð­an:

Tólf þing­­menn fengu meira en milljón krónur greiddar í akst­­ur­s­­kostn­að: 

 • Ásmundur Frið­­riks­­son 3,8 millj­­ónir króna
 • Birgir Þór­­ar­ins­­son 2,6 millj­­ónir króna
 • Vil­hjálmur Árna­­son 2,5 millj­­ónir króna
 • Har­aldur Bene­dikts­­son 2,4 millj­­ónir króna 
 • Sig­­urður Páll Jóns­­son 1,8 millj­­ónir króna
 • Guð­jón S. Brjáns­­son 1,8 millj­­ónir króna
 • Bjarkey Olsen Gunn­­ar­s­dóttir 1,8 millj­­ónir króna
 • Lilja Raf­­­ney Magn­ús­dóttir 1,5 millj­­ónir króna
 • Líneik Anna Sæv­­ar­s­dóttir 1,3 millj­­ónir króna
 • Halla Signý Krist­jáns­dóttir 1,2 milljón króna
 • Páll Magn­ús­­son 1,1 millj­­ónir króna
 • Albertína Frið­­­björg Elí­a­s­dóttir 1,1 milljón króna

Allskyns við­bætur ofan á þing­fara­kaup

Akst­ur­greiðsl­urnar koma til við­bótar við hefð­bundnar launa­greiðslur og ýmsar aðrar kostn­að­ar­greiðsl­ur, en venju­legur þing­maður fær 1,1 milljón króna í laun á mán­uði. Auk þess getur þing­maður sem gegnir for­mennsku eða vara­for­mennsku í fengið álag ofan á þing­fara­kaup­ið. Í til­felli for­manns nemur það 165 þús­und krónum á mán­uði. Þá fá lands­byggð­ar­þing­menn hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar­greiðslu, álag á hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar­greiðslu, fastan greiddan ferða­kostnað í kjör­dæmi og fastan starfs­kostn­að. 

Fyrir ímynd­aðan þing­mann í Suð­ur­kjör­dæmi, sem liggur að höf­uð­borg­inni, sem gegni for­mennsku í nefnd gæti þetta þýtt að mán­að­ar­legar launa­greiðslur upp á rúm­lega 1,5 millj­ónir króna. Til við­bótar er ýmis starfs­kostn­aður end­ur­greiddur auk þess síma- og net­kostn­aður er greidd­ur. Ofan á þetta er allur ferða­kostn­aður innan lands og utan greiddur af þing­inu, þar með talið áður­nefndur akst­urs­kostn­að­ur. 

Allt í allt getur þing­maður því haft nálægt tvær millj­ónir króna í tekjur af þing­mennsku á mán­uði ef hann er dug­legur við að keyra um. 

Nota bíla­leigu­bíla meira en áður

Alls nam akst­urs­kostn­aður þing­manna 31,1 milljón króna í fyrra. Allt árið 2018 var kostn­að­­ur­inn 30,7 millj­­ónir króna. Því var hann mjög svip­aður bæði árin. 

Mesta breyt­ingin sem orðið hefur síð­ast­liðin ár er að þing­menn keyra nú mun meira á bíla­leigu­bílum en áður. Sú til­hneig­ing hefur stökk­breyst eftir að akst­urs­greiðsl­urnar voru opin­ber­aðar í fyrsta sinn í byrjun árs 2018. 

Þar áður tíð­k­að­ist það á meðal þing­­manna að fá end­­ur­greitt svo­­kallað akst­urs­gjald vegna not­k­unar á eigin bif­­reið. Það er greitt sam­­­­kvæmt akst­­­­ur­s­dag­­­­bók þar sem þing­­­­menn halda utan um allan akstur á sínum eigin bif­­­­reið­u­m. ­Ferða­­­­kostn­að­­­­ar­­­­nefnd, sem heyrir undir fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neyt­ið, ákveður akst­­­ur­­­gjald í akst­­­­ur­s­­­­samn­ingum rík­­­­is­­­­starfs­­­­manna og rík­­­­is­­­­stofn­ana. Gjaldið skipt­ist í almennt gjald, sér­­­­stakt gjald og svo­­­­kallað tor­­­­færu­­­­gjald. Almenna gjaldið á við akstur á mal­bik­uðum vegum inn­­­­an­bæjar og utan, sér­­­­staka gjaldið á við akstur á mal­­­­ar­­­­vegum utan­­­­bæjar og tor­­­­færu­gjaldið mið­­­­ast við akstur við sér­­­­stak­­­­lega erf­iðar aðstæð­­­­ur, gjarnan utan vega og ein­ungis jeppa­­­­fært.

Fyrirspurnir Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, leiddu til þess að aksturskostnaðurinn var loks opinberaður í byrjun árs 2018.
Mynd: Bára Huld Beck

Grunnur akst­­­­ur­s­gjalds­ins skipt­ist í fastan kostnað og breyt­i­­­­legan kostn­að. Í föstum kostn­aði voru afskrift­ir, skoð­un­­­­ar­gjald, bif­­­­reiða­gjald, ábyrgð­­­­ar­­­­trygg­ing og húf­­­­trygg­ing, en í breyt­i­­­­legum kostn­aði bens­ín, smurn­ing, olía, hjól­barð­­­­ar, vara­hlutir og við­­­­gerð­­­­ir. Greiðsl­­­urnar eru und­an­þegnar skatt­i. ­Sam­hliða því að greiðslur vegna not­k­unar á eigin bif­­reið hafa hríð­­fallið á und­an­­förnum árum hafa greiðslur vegna bíla­­leig­u­bíla hækkað mik­ið, enda var þeim til­­­mælum beint til þing­­manna fyrir nokkrum árum sið­an, af skrif­­stofu Alþing­is, að taka frekar bíla­­leig­u­bíla en að nota eigin bif­­reið­­ar. Ástæðan var sú að það var talið spara fjár­­muni og tryggja meira gagn­­sæi í akst­­ur­s­greiðsl­­um. Skrif­­­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­­­leig­u­­­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­­­samn­ingi Rík­­­­is­­­­kaupa, um afslætti af gjald­­­­skrá bíla­­­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­­­ar.

Á árinu 2018, sem var það fyrsta eftir að greiðslur til þing­­manna voru gerðar opin­ber­­ar, stökk kostn­aður vegna bíla­­leig­u­bíla upp í 19,3 millj­­ónir króna sam­hliða því að kostn­aður vegna not­k­unar eigin bif­­reiða dróst veru­­lega sam­­an. Í fyrra jókst hann enn frekar og var 21,4 millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar