Falsarinn

Þeir voru ekki kátir yfirmenn sænska hersins þegar þeir uppgötvuðu að í þeirra hópi var maður sem hafði logið sig til metorða, og lagt fram fölsuð prófskírteini. Maðurinn hafði fyrir rúmum tuttugu árum verið rekinn úr sænska liðsforingjaskólanum.

Sænski herinn
Auglýsing

Fals­ar­inn, eins og sænskir fjöl­miðlar kalla hann, var síð­ast­liðið sumar val­inn sér­stak­lega (head­hunted) til að gegna starfi yfir­manns sænsku frið­ar­gæslu­sveit­anna (undir stjórn Sam­ein­uðu þjóð­anna) í Malí. Skömmu áður en fals­ar­inn, sem ekki hefur verið nafn­greind­ur, átti að halda af stað til Afr­íku fékk yfir­stjórn sænska hers­ins upp­lýs­ingar um að hann hefði árið 2018 verið rek­inn úr yfir­manns­stöðu í strand­gæsl­unni. Þá hafði kom­ist upp að árið 2016 þegar hann skráði sig í strand­gæsl­una hefði hann lagt fram fals­aða papp­íra, meðal ann­ars að hann væri stjórn­mála­fræð­ingur að mennt. Það vakti athygli þegar hann sótti um starfið í strand­gæsl­unni að hann hafði ekki bíl­próf, sem er þó skil­yrði fyrir starf­inu. Strand­gæslan vakti athygli yfir­stjórnar hers­ins á þessu en ekk­ert var gert með þá ábend­ingu.

Danskir fjöl­miðlar rifj­uðu upp, af þessu til­efni, að Anna Cast­berg fyrsti for­stöðu­maður lista­safns­ins Arken á Sjá­landi, sem var opnað með pomp og prakt árið 1996, hafði meðal ann­ars lagt fram falsað skír­teini um dokt­ors­próf og „heima­til­bú­in“ vott­orð frá vinnu­veit­end­um. Anna Cast­berg var rekin fjórum mán­uðum eftir að safnið var opn­að. Hún hafði verið valin úr stórum hópi umsækj­enda.

Kosovo og Malí

En aftur að fals­ar­an­um. Hann hafði, áður en kom að hinu fyr­ir­hug­aða yfir­manns­starfi í Malí, verið útsendur á vegum sænska hers­ins í Kosovo og Afganist­an. Í báðum löndum hafði hann gegnt stöðu liðs­for­ingja og haft aðgang að margs konar leyni­legum upp­lýs­ing­um. Einnig hafði fals­ar­inn unnið hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ustu sænska hers­ins, MUST. Í þeim störfum sem hér hafa verið nefnd er kraf­ist sér­mennt­unar innan hers­ins og við­bót­ar­mennt­unar frá sænska her­skól­an­um. Fals­ar­inn hafði hvor­ugt. Hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ust­unni hafði fals­ar­inn meðal ann­ars unnið hjá dulkóð­un­ar- og net­ör­ygg­is­deild­inni.

Auglýsing

Vin­sæll meðal sam­nem­enda

Sænska dag­blaðið Dag­ens Nyhet­er, sem hefur fjallað ítar­lega um mál fals­ar­ans, ræddi meðal ann­ars við nokkra sam­nem­endur hans við liðs­for­ingja­skól­ann. Þeir mundu vel eftir fals­ar­anum og sögðu að hann hefði verið mjög vin­sæll meðal nem­enda. Þeir mundu líka vel eftir að hann hafði verið rek­inn úr skól­an­um, skömmu fyrir síð­ustu alda­mót þegar upp komst að hann hefði falsað ein­kunnir sínar úr mennta­skóla, puntað upp á þær, eins og einn við­mæl­enda Dag­ens Nyheter orð­aði það. 

Fáeinum árum síðar var hann kom­inn í stöðu liðs­for­ingja. Þá stöðu fékk hann, að sögn blaðs­ins, eftir að hann hafði skilað inn gögnum um liðs­for­ingja­menntun sína. Þeir papp­írar báru und­ir­skrift­ina Per Carls­son. Mjög algengt nafn í Sví­þjóð, en hins­vegar var eng­inn með þessu nafni í for­svari fyrir liðs­for­ingja­skól­ann á árunum sem um ræð­ir.

Hjá hernum í tæpa tvo ára­tugi

Eftir að fals­ar­inn fékk liðs­for­ingja­starf­ið, út á papp­írana frá „Per Carls­son“, gegndi hann eins og áður var nefnt marg­hátt­uðum störfum störfum hjá hern­um, í tæpa tvo ára­tugi. Meðal ann­ars setið fjöl­margar ráð­stefnur fyrir hönd hers­ins, átt marga fundi með full­trúum erlendra ríkja, þar á meðal Rússa, og unnið fyrir sænska vopna- og her­gagna­fram­leið­and­ann Saab. Þótt Svíar séu ekki aðilar að NATO starfa þeir mikið með banda­lag­inu og fals­ar­inn hefur sótt marga fundi í Brus­sel, sem full­trúi sænska hers­ins. Einnig hefur hann dvalið lang­dvölum í bæki­stöðvum her­sveita NATO í Mons í Belg­íu.

Þing­menn vilja skýr­ingar

Dag­ens Nyhet­er, sem er eitt mest lesna dag­blað Sví­þjóð­ar, hefur frá því lok nóv­em­ber í fyrra birt á þriðja tug greina um falsar­ann. Umfjöllun blaðs­ins vakti strax mikla athygli í Sví­þjóð og síðan hafa komið fram marg­hátt­aðar upp­lýs­ingar um falsar­ann og fer­ill hans innan sænska hers­ins verið rak­inn ítar­lega. Spurn­ing­unni um það hvernig á því geti staðið að þessi mað­ur, fals­ar­inn, hafi getað kom­ist jafn langt og raun ber vitni innan hers­ins hefur eng­inn getað svar­að. 

Peter Hultquist og Micael Bydén

Fyrir hálfum mán­uði sátu varn­ar­mála­ráð­herr­ann Peter Hultquist og Mic­ael Bydén yfir­maður sænska hers­ins fyrir svörum hjá varn­ar­mála­nefnd sænska þings­ins, Riks­dagen. Þar gengu þing­menn hart fram og kröfð­ust skýr­inga. Tví­menn­ing­arnir gátu litlu svarað en lögðu mikla áherslu á að séð yrði til þess að sagan um falsar­ann gæti ekki end­ur­tekið sig. Mic­ael Bydén yfir­maður hers­ins sagði það greini­legt að orð fals­ar­ans um nám sitt og starfs­reynslu hefðu ætíð verið tekin trú­an­leg. Í þau fáu skipti sem hann hefði lagt fram papp­íra varð­andi nám og störf hefði ekki verið gengið úr skugga um að þau skjöl væru ekta, eins og kom­ist var að orði.

Mic­ael Byden lagði jafn­framt á það ríka áherslu að fals­ar­inn hefði verið heið­ar­legur í störfum sínum og allir bæru honum gott orð. Hann hefði verið dug­legur og sinnt störfum sínum af kost­gæfni.

„Ég segi þetta ekki til að afsaka neitt en þykir rétt að þetta komi fram,“ sagði hers­höfð­ing­inn.

Í lokin er rétt að geta þess að innan hers­ins er hafin rann­sókn og end­ur­skoðun á öllu vinnu­lagi varð­andi ráðn­ingar her­manna og þeirra sem starfa á vegum hers­ins.

Af fals­ar­anum er það að segja að hann hefur verið leystur undan vinnu­skyldu meðan rann­sókn á máli hans fer fram en heldur jafn­framt fullum laun­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar