Falsarinn

Þeir voru ekki kátir yfirmenn sænska hersins þegar þeir uppgötvuðu að í þeirra hópi var maður sem hafði logið sig til metorða, og lagt fram fölsuð prófskírteini. Maðurinn hafði fyrir rúmum tuttugu árum verið rekinn úr sænska liðsforingjaskólanum.

Sænski herinn
Auglýsing

Fals­ar­inn, eins og sænskir fjöl­miðlar kalla hann, var síð­ast­liðið sumar val­inn sér­stak­lega (head­hunted) til að gegna starfi yfir­manns sænsku frið­ar­gæslu­sveit­anna (undir stjórn Sam­ein­uðu þjóð­anna) í Malí. Skömmu áður en fals­ar­inn, sem ekki hefur verið nafn­greind­ur, átti að halda af stað til Afr­íku fékk yfir­stjórn sænska hers­ins upp­lýs­ingar um að hann hefði árið 2018 verið rek­inn úr yfir­manns­stöðu í strand­gæsl­unni. Þá hafði kom­ist upp að árið 2016 þegar hann skráði sig í strand­gæsl­una hefði hann lagt fram fals­aða papp­íra, meðal ann­ars að hann væri stjórn­mála­fræð­ingur að mennt. Það vakti athygli þegar hann sótti um starfið í strand­gæsl­unni að hann hafði ekki bíl­próf, sem er þó skil­yrði fyrir starf­inu. Strand­gæslan vakti athygli yfir­stjórnar hers­ins á þessu en ekk­ert var gert með þá ábend­ingu.

Danskir fjöl­miðlar rifj­uðu upp, af þessu til­efni, að Anna Cast­berg fyrsti for­stöðu­maður lista­safns­ins Arken á Sjá­landi, sem var opnað með pomp og prakt árið 1996, hafði meðal ann­ars lagt fram falsað skír­teini um dokt­ors­próf og „heima­til­bú­in“ vott­orð frá vinnu­veit­end­um. Anna Cast­berg var rekin fjórum mán­uðum eftir að safnið var opn­að. Hún hafði verið valin úr stórum hópi umsækj­enda.

Kosovo og Malí

En aftur að fals­ar­an­um. Hann hafði, áður en kom að hinu fyr­ir­hug­aða yfir­manns­starfi í Malí, verið útsendur á vegum sænska hers­ins í Kosovo og Afganist­an. Í báðum löndum hafði hann gegnt stöðu liðs­for­ingja og haft aðgang að margs konar leyni­legum upp­lýs­ing­um. Einnig hafði fals­ar­inn unnið hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ustu sænska hers­ins, MUST. Í þeim störfum sem hér hafa verið nefnd er kraf­ist sér­mennt­unar innan hers­ins og við­bót­ar­mennt­unar frá sænska her­skól­an­um. Fals­ar­inn hafði hvor­ugt. Hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ust­unni hafði fals­ar­inn meðal ann­ars unnið hjá dulkóð­un­ar- og net­ör­ygg­is­deild­inni.

Auglýsing

Vin­sæll meðal sam­nem­enda

Sænska dag­blaðið Dag­ens Nyhet­er, sem hefur fjallað ítar­lega um mál fals­ar­ans, ræddi meðal ann­ars við nokkra sam­nem­endur hans við liðs­for­ingja­skól­ann. Þeir mundu vel eftir fals­ar­anum og sögðu að hann hefði verið mjög vin­sæll meðal nem­enda. Þeir mundu líka vel eftir að hann hafði verið rek­inn úr skól­an­um, skömmu fyrir síð­ustu alda­mót þegar upp komst að hann hefði falsað ein­kunnir sínar úr mennta­skóla, puntað upp á þær, eins og einn við­mæl­enda Dag­ens Nyheter orð­aði það. 

Fáeinum árum síðar var hann kom­inn í stöðu liðs­for­ingja. Þá stöðu fékk hann, að sögn blaðs­ins, eftir að hann hafði skilað inn gögnum um liðs­for­ingja­menntun sína. Þeir papp­írar báru und­ir­skrift­ina Per Carls­son. Mjög algengt nafn í Sví­þjóð, en hins­vegar var eng­inn með þessu nafni í for­svari fyrir liðs­for­ingja­skól­ann á árunum sem um ræð­ir.

Hjá hernum í tæpa tvo ára­tugi

Eftir að fals­ar­inn fékk liðs­for­ingja­starf­ið, út á papp­írana frá „Per Carls­son“, gegndi hann eins og áður var nefnt marg­hátt­uðum störfum störfum hjá hern­um, í tæpa tvo ára­tugi. Meðal ann­ars setið fjöl­margar ráð­stefnur fyrir hönd hers­ins, átt marga fundi með full­trúum erlendra ríkja, þar á meðal Rússa, og unnið fyrir sænska vopna- og her­gagna­fram­leið­and­ann Saab. Þótt Svíar séu ekki aðilar að NATO starfa þeir mikið með banda­lag­inu og fals­ar­inn hefur sótt marga fundi í Brus­sel, sem full­trúi sænska hers­ins. Einnig hefur hann dvalið lang­dvölum í bæki­stöðvum her­sveita NATO í Mons í Belg­íu.

Þing­menn vilja skýr­ingar

Dag­ens Nyhet­er, sem er eitt mest lesna dag­blað Sví­þjóð­ar, hefur frá því lok nóv­em­ber í fyrra birt á þriðja tug greina um falsar­ann. Umfjöllun blaðs­ins vakti strax mikla athygli í Sví­þjóð og síðan hafa komið fram marg­hátt­aðar upp­lýs­ingar um falsar­ann og fer­ill hans innan sænska hers­ins verið rak­inn ítar­lega. Spurn­ing­unni um það hvernig á því geti staðið að þessi mað­ur, fals­ar­inn, hafi getað kom­ist jafn langt og raun ber vitni innan hers­ins hefur eng­inn getað svar­að. 

Peter Hultquist og Micael Bydén

Fyrir hálfum mán­uði sátu varn­ar­mála­ráð­herr­ann Peter Hultquist og Mic­ael Bydén yfir­maður sænska hers­ins fyrir svörum hjá varn­ar­mála­nefnd sænska þings­ins, Riks­dagen. Þar gengu þing­menn hart fram og kröfð­ust skýr­inga. Tví­menn­ing­arnir gátu litlu svarað en lögðu mikla áherslu á að séð yrði til þess að sagan um falsar­ann gæti ekki end­ur­tekið sig. Mic­ael Bydén yfir­maður hers­ins sagði það greini­legt að orð fals­ar­ans um nám sitt og starfs­reynslu hefðu ætíð verið tekin trú­an­leg. Í þau fáu skipti sem hann hefði lagt fram papp­íra varð­andi nám og störf hefði ekki verið gengið úr skugga um að þau skjöl væru ekta, eins og kom­ist var að orði.

Mic­ael Byden lagði jafn­framt á það ríka áherslu að fals­ar­inn hefði verið heið­ar­legur í störfum sínum og allir bæru honum gott orð. Hann hefði verið dug­legur og sinnt störfum sínum af kost­gæfni.

„Ég segi þetta ekki til að afsaka neitt en þykir rétt að þetta komi fram,“ sagði hers­höfð­ing­inn.

Í lokin er rétt að geta þess að innan hers­ins er hafin rann­sókn og end­ur­skoðun á öllu vinnu­lagi varð­andi ráðn­ingar her­manna og þeirra sem starfa á vegum hers­ins.

Af fals­ar­anum er það að segja að hann hefur verið leystur undan vinnu­skyldu meðan rann­sókn á máli hans fer fram en heldur jafn­framt fullum laun­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar