Falsarinn

Þeir voru ekki kátir yfirmenn sænska hersins þegar þeir uppgötvuðu að í þeirra hópi var maður sem hafði logið sig til metorða, og lagt fram fölsuð prófskírteini. Maðurinn hafði fyrir rúmum tuttugu árum verið rekinn úr sænska liðsforingjaskólanum.

Sænski herinn
Auglýsing

Fals­ar­inn, eins og sænskir fjöl­miðlar kalla hann, var síð­ast­liðið sumar val­inn sér­stak­lega (head­hunted) til að gegna starfi yfir­manns sænsku frið­ar­gæslu­sveit­anna (undir stjórn Sam­ein­uðu þjóð­anna) í Malí. Skömmu áður en fals­ar­inn, sem ekki hefur verið nafn­greind­ur, átti að halda af stað til Afr­íku fékk yfir­stjórn sænska hers­ins upp­lýs­ingar um að hann hefði árið 2018 verið rek­inn úr yfir­manns­stöðu í strand­gæsl­unni. Þá hafði kom­ist upp að árið 2016 þegar hann skráði sig í strand­gæsl­una hefði hann lagt fram fals­aða papp­íra, meðal ann­ars að hann væri stjórn­mála­fræð­ingur að mennt. Það vakti athygli þegar hann sótti um starfið í strand­gæsl­unni að hann hafði ekki bíl­próf, sem er þó skil­yrði fyrir starf­inu. Strand­gæslan vakti athygli yfir­stjórnar hers­ins á þessu en ekk­ert var gert með þá ábend­ingu.

Danskir fjöl­miðlar rifj­uðu upp, af þessu til­efni, að Anna Cast­berg fyrsti for­stöðu­maður lista­safns­ins Arken á Sjá­landi, sem var opnað með pomp og prakt árið 1996, hafði meðal ann­ars lagt fram falsað skír­teini um dokt­ors­próf og „heima­til­bú­in“ vott­orð frá vinnu­veit­end­um. Anna Cast­berg var rekin fjórum mán­uðum eftir að safnið var opn­að. Hún hafði verið valin úr stórum hópi umsækj­enda.

Kosovo og Malí

En aftur að fals­ar­an­um. Hann hafði, áður en kom að hinu fyr­ir­hug­aða yfir­manns­starfi í Malí, verið útsendur á vegum sænska hers­ins í Kosovo og Afganist­an. Í báðum löndum hafði hann gegnt stöðu liðs­for­ingja og haft aðgang að margs konar leyni­legum upp­lýs­ing­um. Einnig hafði fals­ar­inn unnið hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ustu sænska hers­ins, MUST. Í þeim störfum sem hér hafa verið nefnd er kraf­ist sér­mennt­unar innan hers­ins og við­bót­ar­mennt­unar frá sænska her­skól­an­um. Fals­ar­inn hafði hvor­ugt. Hjá Rann­sókn­ar- og leyni­þjón­ust­unni hafði fals­ar­inn meðal ann­ars unnið hjá dulkóð­un­ar- og net­ör­ygg­is­deild­inni.

Auglýsing

Vin­sæll meðal sam­nem­enda

Sænska dag­blaðið Dag­ens Nyhet­er, sem hefur fjallað ítar­lega um mál fals­ar­ans, ræddi meðal ann­ars við nokkra sam­nem­endur hans við liðs­for­ingja­skól­ann. Þeir mundu vel eftir fals­ar­anum og sögðu að hann hefði verið mjög vin­sæll meðal nem­enda. Þeir mundu líka vel eftir að hann hafði verið rek­inn úr skól­an­um, skömmu fyrir síð­ustu alda­mót þegar upp komst að hann hefði falsað ein­kunnir sínar úr mennta­skóla, puntað upp á þær, eins og einn við­mæl­enda Dag­ens Nyheter orð­aði það. 

Fáeinum árum síðar var hann kom­inn í stöðu liðs­for­ingja. Þá stöðu fékk hann, að sögn blaðs­ins, eftir að hann hafði skilað inn gögnum um liðs­for­ingja­menntun sína. Þeir papp­írar báru und­ir­skrift­ina Per Carls­son. Mjög algengt nafn í Sví­þjóð, en hins­vegar var eng­inn með þessu nafni í for­svari fyrir liðs­for­ingja­skól­ann á árunum sem um ræð­ir.

Hjá hernum í tæpa tvo ára­tugi

Eftir að fals­ar­inn fékk liðs­for­ingja­starf­ið, út á papp­írana frá „Per Carls­son“, gegndi hann eins og áður var nefnt marg­hátt­uðum störfum störfum hjá hern­um, í tæpa tvo ára­tugi. Meðal ann­ars setið fjöl­margar ráð­stefnur fyrir hönd hers­ins, átt marga fundi með full­trúum erlendra ríkja, þar á meðal Rússa, og unnið fyrir sænska vopna- og her­gagna­fram­leið­and­ann Saab. Þótt Svíar séu ekki aðilar að NATO starfa þeir mikið með banda­lag­inu og fals­ar­inn hefur sótt marga fundi í Brus­sel, sem full­trúi sænska hers­ins. Einnig hefur hann dvalið lang­dvölum í bæki­stöðvum her­sveita NATO í Mons í Belg­íu.

Þing­menn vilja skýr­ingar

Dag­ens Nyhet­er, sem er eitt mest lesna dag­blað Sví­þjóð­ar, hefur frá því lok nóv­em­ber í fyrra birt á þriðja tug greina um falsar­ann. Umfjöllun blaðs­ins vakti strax mikla athygli í Sví­þjóð og síðan hafa komið fram marg­hátt­aðar upp­lýs­ingar um falsar­ann og fer­ill hans innan sænska hers­ins verið rak­inn ítar­lega. Spurn­ing­unni um það hvernig á því geti staðið að þessi mað­ur, fals­ar­inn, hafi getað kom­ist jafn langt og raun ber vitni innan hers­ins hefur eng­inn getað svar­að. 

Peter Hultquist og Micael Bydén

Fyrir hálfum mán­uði sátu varn­ar­mála­ráð­herr­ann Peter Hultquist og Mic­ael Bydén yfir­maður sænska hers­ins fyrir svörum hjá varn­ar­mála­nefnd sænska þings­ins, Riks­dagen. Þar gengu þing­menn hart fram og kröfð­ust skýr­inga. Tví­menn­ing­arnir gátu litlu svarað en lögðu mikla áherslu á að séð yrði til þess að sagan um falsar­ann gæti ekki end­ur­tekið sig. Mic­ael Bydén yfir­maður hers­ins sagði það greini­legt að orð fals­ar­ans um nám sitt og starfs­reynslu hefðu ætíð verið tekin trú­an­leg. Í þau fáu skipti sem hann hefði lagt fram papp­íra varð­andi nám og störf hefði ekki verið gengið úr skugga um að þau skjöl væru ekta, eins og kom­ist var að orði.

Mic­ael Byden lagði jafn­framt á það ríka áherslu að fals­ar­inn hefði verið heið­ar­legur í störfum sínum og allir bæru honum gott orð. Hann hefði verið dug­legur og sinnt störfum sínum af kost­gæfni.

„Ég segi þetta ekki til að afsaka neitt en þykir rétt að þetta komi fram,“ sagði hers­höfð­ing­inn.

Í lokin er rétt að geta þess að innan hers­ins er hafin rann­sókn og end­ur­skoðun á öllu vinnu­lagi varð­andi ráðn­ingar her­manna og þeirra sem starfa á vegum hers­ins.

Af fals­ar­anum er það að segja að hann hefur verið leystur undan vinnu­skyldu meðan rann­sókn á máli hans fer fram en heldur jafn­framt fullum laun­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar