Kínverjar vilja Níðstöngina burt

Ný myndastytta, sem komið hefur verið fyrir við Kristjánsborgarhöllina í Kaupmannahöfn fer mjög fyrir brjóstið á Kínverjum. Styttan heitir Skamstøtte, Níðstöng. Ástæðan fyrir uppsetningu styttunnar er ástandið í Hong Kong.

Screen Shot 2020-02-08 at 12.37.45.png
Auglýsing

Mið­viku­dag­inn 22. jan­úar síð­ast­lið­inn hringdi sím­inn á skipti­borði Kaup­manna­hafn­ar­borg­ar. Sá sem hringdi var Zhang Shu stjórn­mála­full­trúi kín­verska sendi­ráðs­ins í Dan­mörku. Hann óskaði eftir að fá að tala við þann sem hefði með að gera leyf­is­veit­ingar fyrir mynda­styttum á almanna­færi í borg­inni. Eftir að sendi­ráðs­full­trú­inn hafði útskýrt erindið nánar fékk hann sam­band við emb­ætt­is­mann hjá borg­inn­i. 

Sendi­ráðs­full­trú­inn sagði að starfs­fólki sendi­ráðs­ins hefði borist til eyrna að til stæði að setja upp mynda­styttu framan við Krist­jáns­borg­ar­höll­ina, og spurði hvort það væri rétt. Nánar til­tekið mynda­stytt­una Skams­tøtte eftir lista­mann­inn Jens Galschiøt, og hvort til­stæði að afhjúpa þessa styttu með við­höfn. Jú, emb­ætt­is­mað­ur­inn sagði að það væri rétt, það yrði gert dag­inn eft­ir, föstu­dag­inn 23. jan­ú­ar. Þá spurði Kín­verj­inn hvort emb­ætt­is­maður frá borg­inni yrði við­staddur þessa athöfn, því var svarað ját­andi. Þá var spurt hvaða reglur giltu um upp­setn­ingu slíkra verka á almanna­færi. Emb­ætt­is­mað­ur­inn útskýrði regl­urnar og sagði að varð­andi þetta til­tekna verk hefði öllum reglum verið fylg­t. 

Hvað þýðir Skams­tøtte – Níð­stöng

Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra þetta orð, Skams­tøtte. Dönsk -ís­lensk orða­bók segir skams­tøtte þýða níð­stöng á íslensku. Níð­stöng er stöng sem á er rist níð eða tákn og reist til háð­ungar eða höf­uðs óvini, eða til að magna galdur gegn hon­um. Í Íslend­inga­sög­unum er sagt frá því að menn hafi rist níð­kvæði á slíkar stangir og sett á þær hross­haus sem lát­inn var vísa í átt að bústað óvin­ars­ins. 

Í dönsku er merk­ingin ekki sú sama. Sam­kvæmt Stóru dönsku orða­bók­inni er skams­tøtte minn­is­varði sem sýnir fyr­ir­litn­ingu á þeim sem minn­is­varð­inn er til­eink­aður og öðrum til áminn­ing­ar. Þekkt­asti minn­is­varði af þessu tagi í Dan­mörku er til­eink­aður Corfitz Ulfeldt sem dæmdur var til dauða (að honum fjar­stödd­um) fyrir föð­ur­lands­svik árið 1663.  

Jens Galschiøt og Skams­tøtten

Skap­ari stytt­unnar sem stendur við Krist­jáns­borg­ar­höll­ina í Kaup­manna­höfn er J­ens Galschiøt, fæddur árið 1954. Hann lærði járn­smíði við skipa­smíða­stöð­ina í Munkebo á Fjóni. Hann hefur enga form­lega menntun í mynd­list en er í hópi þekkt­ustu núlif­andi mynd­list­ar­manna Dana. Eitt þekktasta verk hans er það sem áður var nefn­t, Skams­tøtt­en. Lista­mað­ur­inn segir hug­mynd­ina að því verki komna frá minn­is­varð­anum um Corfitz Ulfeld­t. 

Skams­tøtten er átta metra há súla sem sýnir fimm­tíu deyj­andi, eða dánar mann­eskjur í fullri stærð.

Auglýsing
Styttan er ekki sú fyrsta sem Jens Galschiøt hefur gert og ber þetta heiti, Skams­tøtt­en. Árið 1996 var styttan sett upp, tíma­bund­ið, við Osti­ense flug­stöð­ina í Róm, í tengslum við ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Til­gang­ur­inn var að vekja athygli á hung­ursneyð og fátækt margra jarð­ar­búa. Árið 1997 var sams­konar stytta sett upp í Hong Kong, sama árið og form­leg yfir­ráð svæð­is­ins færð­ust frá Bretum til Kín­verja. Styttan var, að sögn lista­manns­ins, minn­is­merki um atburð­ina á Torgi hins himneska friðar (Ti­an­an­men­torgi) árið 1989 þegar upp­reisn stúd­enta, sem kost­aði mörg hund­ruð, jafn­vel þús­undir manns­lífa, var brotin á bak aft­ur. Árið 1999 var Skams­tøtte stytta sett upp í Mexíkó og tveimur árum síðar sú þriðja, í Bras­il­íu. Lang­mesta athygli hefur styttan í Hong Kong vak­ið, hún er þyrnir í augum kín­verskra yfir­valda og lista­mað­ur­inn er á svörtum lista kín­verskra stjórn­valda, fær ekki vega­bréfs­á­ritun til lands­ins.

Meira um sím­talið

Kín­verski sendi­ráðs­full­trú­inn fékk sem sé stað­fest að lista­verkið yrði sett upp, með leyfi borg­ar­inn­ar, og lýsti óánægju með þá ákvörð­un. Sagði að Kín­verjar teldu stytt­una gefa ranga mynd af ástand­inu í Hong Kong og að kín­versk stjórn­völd teldu upp­setn­ingu hennar afskipti af kín­verskum inn­an­rík­is­mál­um. Hún myndi særa þá fjöl­mörgu kín­versku ferða­menn sem leggja leið sína til Kaup­manna­hafnar og skoða höll­ina. Enn­fremur sagði hann að syttan myndi skaða sam­skipti Kín­verja og Dana, og það vin­sam­lega and­rúms­loft sem ríkt hefði milli þjóð­anna. Tján­ing­ar­frelsi væri ekki afsökun fyrir að blanda sér í inn­an­rík­is­mál ann­arra þjóða. 

Loks sagði hann það hyggi­legt að aft­ur­kalla leyfi fyrir upp­setn­ingu stytt­unn­ar, í augum Kín­verja væri ekki ásætt­an­legt að hún yrði sett upp. Þótt kín­verski sendi­ráðs­full­trú­inn væri kurt­eis fór ekki á milli mála, að mati emb­ætt­is­manns­ins sem við hann ræddi, að í orð­unum fólst hótun og til­raun til afskipta af dönskum inn­an­rík­is­mál­um. Sím­tal­inu lauk með því að danski emb­ætt­is­mað­ur­inn mælti með að kín­verska sendi­ráðið hefði sam­band við danska utan­rík­is­ráðu­neyti varð­andi málið ef slíkt teld­ist nauð­syn­leg­t. 

Yfir­lýs­ing sendi­ráðs­ins

Það var dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn sem greindi fyrst frá mál­inu 31. jan­úar sl. Skömmu síðar birti kín­verska sendi­ráðið í Dan­mörku yfir­lýs­ingu á heima­síðu sinni. Þar er mynda­styttan sögð and kín­versk, hún hylli öfga­fólk í Hong Kong og hrósi ofbeld­is­fullum gerðum þess. Til­gang­ur­inn sé að blanda sér í mál­efni Hong Kong, og kín­versk inn­an­rík­is­mál. Draga Hong Kong niður í svaðið og skaða orð­spor Kína.

Lista­mað­ur­inn, Jens Galschiøt, neitar því að styttan sé and kín­versk og ögrandi. Ég geri þetta til að styðja þá íbúa Hong Kong sem berj­ast fyrir lýð­ræði og ef Kín­verjar telja það ögrun get ég ekki gert að því. Sem Dani hef ég fullan rétt á því að segja skoðun mína og sem betur fer ákváðum við í þessum heims­hluta að hér megi fólk segja skoðun sína, bæði í orðum og verki. „Skams­tøtten lýsir þján­ingum og fjöldamorði. Fjöldamorð er glæpur gegn mann­eskj­unn­i“.

Auglýsing
Jens Galschiøt seg­ist undr­andi á að fyrst hafi verið greint frá mál­inu mörgum dögum eftir að sendi­ráðs­full­trú­inn hringdi og sagð­ist velta því fyrir sér hvort full­trúar borg­ar­inn­ar, og hugs­an­lega utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, hefðu átt í við­ræðum við sendi­ráð­ið. Þegar blaða­maður spurði hann hvort Kín­verjar hefðu ekki rétt til að hafa sína skoðun á stytt­unni og láta hana í ljós sagði Jens Galcs­hiøt „að sjálf­sögðu hafa þeir fullan rétt til þess. En þeir vilja meira, þeir vilja skipa fyrir og reyna að þagga niður í mér og þér, reyna að ákveða“. 

Danskir þing­menn sem Jót­land­s­póst­ur­inn og fleiri danskir fjöl­miðlar hafa rætt við segj­ast furða sig á að Kín­verjar haldi að þeir geti, með hót­un­um, stjórnað dönskum inn­an­rík­is­mál­um. Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra segir að kín­verska sendi­ráðið hafi að sjálf­sögðu leyfi til að lýsa áliti sínu. Hann nefndi sér­stak­lega að Kaup­manna­hafn­ar­borg hefði ekki brugð­ist við þessum „ábend­ing­um“ Kín­verj­anna. 

Styttan á að standa fyrir framan Krist­jáns­borg­ar­höll­ina til 21. apríl næst­kom­and­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar