Rétt yfir fimm milljarðar króna hafa verið notaðar undir hatti „Fyrstu fasteignar“

Mun færri hafa nýtt sér úrræðið „Fyrsta fasteign“ en kynning á úrræðinu árið 2016 gaf til kynna að myndi gera það. Tekjuhærri hópar eru mun líklegri til að geta nýtt sér úrræðið, sem er skattfrjálst.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Auglýsing

Alls hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið „Fyrsta fast­eign“ greitt inn á lán sín eða borgað í útgreiðslu á útborgun fyrir íbuð tæp­lega 5,2 millj­arða króna frá því að úrræðið tók gildi. Rétt undir þrír millj­arðar króna hafa verið nýttir til að greiða inn á lán og tæp­lega 2,2 millj­arðar króna í útgreiðslu. 

Þetta kemur fram í tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann. „­Fyrsta fast­­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­ar­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­greindum hætti sam­­­kvæmt skil­­­málum „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“.

Auglýsing
„Fyrsta fast­­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­ar­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­greindum hætti sam­­­kvæmt skil­­­málum „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“.

Áttu að verða 50 millj­arðar en verður lík­lega mun minna

Þegar úrræðið var kynnt í Hörpu um miðjan ágúst 2016 af þáver­andi ráða­­­mönnum þjóð­­­ar­innar kom fram í glæru­kynn­ingu að um 50 millj­­­arðar króna myndu rata í inn­­­greiðslur á hús­næð­is­lánum vegna „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“ á tíu árum eftir að úrræðið tæki gild­i. 

Sam­­­kvæmt kynn­ing­unni áttu um 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið á fyrstu árum þess. Þá var lagt upp með að árlega myndu um tvö þús­und manns mæt­­­ast í hóp þeirra sem eiga kost á því að nýta sér úrræð­ið.

Ljóst er að hóp­­­ur­inn sem hefur valið að nýta sér leið­ina er mun fámenn­­­ari en stefnt var að og því verður skatt­­af­­slátt­­­ur­inn vænt­an­­­legra mun minni en fram kom í kynn­ingu þáver­andi ráða­­­manna.Úr glærukynningu stjórnvalda á „Fyrstu fasteign

Í grein­ar­gerð sem fylgdi með frum­varp­inu sem lög­festi úrræðið kom strax fram að umfang hennar gæti náð til 4.300 til 15.200 laun­þega, sam­kvæmt grein­ingu sem Ana­lyt­ica fram­kvæmdi fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Ef þátt­töku­fjöld­inn yrði við neðri mörk þess fjölda þá umfang aðgerð­anna ein­ungis 13 millj­arðar króna sam­kvæmt sömu grein­ar­gerð. Það er tölu­vert langt frá þeim 50 millj­örðum króna sem kynntir voru í Hörpu í ágúst 2016.

Í svörum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána svar­aði ráðu­neytið því ekki til hversu margir hefðu nýtt sér „Fyrstu fast­eign“, heldur gaf upp heild­ar­tölu allra sem notað hefðu sér­eign­ar­sparnað sinn til að borga inn á hús­næði eða -lán. Sú tala var rúm­lega 58 þús­und. 

Upp­hæðin sem notuð var innan „Fyrstu fast­eign­ar“ úrræð­is­ins var tæp­lega sjö pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, sem var 74,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. 

Miðað við þann það hlut­fall má ætla að um fjögur þús­und manns hafi nýtt sér „Fyrstu fast­eign“.

Tekju­hærri lík­legri til að taka þátt í sér­eign­ar­sparn­aði

Grein­ing Ana­lyt­ica á væntri nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar fyrir stjórn­­völd þegar vinna við frum­varpið stóð yfir byggði á gögnum úr skatt­fram­­tölum fyrir tekju­árið 2015 og var úrtakið miðað við laun­þegar sem voru með launa­­tekjur en áttu ekki fast­­eign. Ana­lyt­ica fram­­reikn­aði svo launa­­tekj­­urnar fram til árs­ins 2016 miðað við launa­breyt­ingar í stað­greiðslu­­gögnum og flokk­aði loks eftir hjú­­skap­­ar­­stöðu, aldri með­­al­­launum og með­­al­fjár­­hæð sparn­aðar í sér­­­eign og því hvort að við­kom­andi væri að greiða í sér­­­eign eða ekki.

Í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins á sínum tíma sagði að með­­al­­tekjur þeirra sem spara í sér­­­eign væru umtals­vert hærri en hjá þeim sem gera það ekki. Náms­­menn voru dregnir út úr úrtak­inu þar sem þeir voru „al­­mennt ekki taldir hafa sama fjár­­hags­­legt svig­­rúm til sparn­að­­ar.“

Því lá þegar fyr­ir þegar frum­varpið var lagt fram, sam­­kvæmt grein­ing­unni, að þeir sem gátu frekar nýtt sér sér­­­eign­­ar­­leið­ina sem kynnt var fyrir fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endur voru þeir sem hafa hærri tekjur og eru þar með lík­­­legri til að taka þátt í sér­­­eign­­ar­­sparn­aði.

Þeir sem nýta sér sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán sitt sam­­­kvæmt úrræðum sem stjórn­­­völd hafa inn­­­­­leitt á und­an­­­förnum árum fá tvö­­­faldan ávinn­ing.

Í fyrsta lagi fæst mót­fram­lag frá vinn­u­veit­enda sem er ígildi launa­hækk­­­un­­­ar. Í öðru lagi fæst skatta­af­­­sláttur frá rík­­­inu sem ein­ungis býðst þeim sem nota sér­­­­­eigna­­­sparnað sinn til að greiða niður hús­næð­is­lán.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar