Rétt yfir fimm milljarðar króna hafa verið notaðar undir hatti „Fyrstu fasteignar“

Mun færri hafa nýtt sér úrræðið „Fyrsta fasteign“ en kynning á úrræðinu árið 2016 gaf til kynna að myndi gera það. Tekjuhærri hópar eru mun líklegri til að geta nýtt sér úrræðið, sem er skattfrjálst.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Auglýsing

Alls hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið „Fyrsta fast­eign“ greitt inn á lán sín eða borgað í útgreiðslu á útborgun fyrir íbuð tæp­lega 5,2 millj­arða króna frá því að úrræðið tók gildi. Rétt undir þrír millj­arðar króna hafa verið nýttir til að greiða inn á lán og tæp­lega 2,2 millj­arðar króna í útgreiðslu. 

Þetta kemur fram í tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann. „­Fyrsta fast­­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­ar­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­greindum hætti sam­­­kvæmt skil­­­málum „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“.

Auglýsing
„Fyrsta fast­­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­ar­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­greindum hætti sam­­­kvæmt skil­­­málum „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“.

Áttu að verða 50 millj­arðar en verður lík­lega mun minna

Þegar úrræðið var kynnt í Hörpu um miðjan ágúst 2016 af þáver­andi ráða­­­mönnum þjóð­­­ar­innar kom fram í glæru­kynn­ingu að um 50 millj­­­arðar króna myndu rata í inn­­­greiðslur á hús­næð­is­lánum vegna „Fyrstu fast­­­eign­­­ar“ á tíu árum eftir að úrræðið tæki gild­i. 

Sam­­­kvæmt kynn­ing­unni áttu um 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið á fyrstu árum þess. Þá var lagt upp með að árlega myndu um tvö þús­und manns mæt­­­ast í hóp þeirra sem eiga kost á því að nýta sér úrræð­ið.

Ljóst er að hóp­­­ur­inn sem hefur valið að nýta sér leið­ina er mun fámenn­­­ari en stefnt var að og því verður skatt­­af­­slátt­­­ur­inn vænt­an­­­legra mun minni en fram kom í kynn­ingu þáver­andi ráða­­­manna.Úr glærukynningu stjórnvalda á „Fyrstu fasteign

Í grein­ar­gerð sem fylgdi með frum­varp­inu sem lög­festi úrræðið kom strax fram að umfang hennar gæti náð til 4.300 til 15.200 laun­þega, sam­kvæmt grein­ingu sem Ana­lyt­ica fram­kvæmdi fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Ef þátt­töku­fjöld­inn yrði við neðri mörk þess fjölda þá umfang aðgerð­anna ein­ungis 13 millj­arðar króna sam­kvæmt sömu grein­ar­gerð. Það er tölu­vert langt frá þeim 50 millj­örðum króna sem kynntir voru í Hörpu í ágúst 2016.

Í svörum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána svar­aði ráðu­neytið því ekki til hversu margir hefðu nýtt sér „Fyrstu fast­eign“, heldur gaf upp heild­ar­tölu allra sem notað hefðu sér­eign­ar­sparnað sinn til að borga inn á hús­næði eða -lán. Sú tala var rúm­lega 58 þús­und. 

Upp­hæðin sem notuð var innan „Fyrstu fast­eign­ar“ úrræð­is­ins var tæp­lega sjö pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, sem var 74,5 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. 

Miðað við þann það hlut­fall má ætla að um fjögur þús­und manns hafi nýtt sér „Fyrstu fast­eign“.

Tekju­hærri lík­legri til að taka þátt í sér­eign­ar­sparn­aði

Grein­ing Ana­lyt­ica á væntri nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar fyrir stjórn­­völd þegar vinna við frum­varpið stóð yfir byggði á gögnum úr skatt­fram­­tölum fyrir tekju­árið 2015 og var úrtakið miðað við laun­þegar sem voru með launa­­tekjur en áttu ekki fast­­eign. Ana­lyt­ica fram­­reikn­aði svo launa­­tekj­­urnar fram til árs­ins 2016 miðað við launa­breyt­ingar í stað­greiðslu­­gögnum og flokk­aði loks eftir hjú­­skap­­ar­­stöðu, aldri með­­al­­launum og með­­al­fjár­­hæð sparn­aðar í sér­­­eign og því hvort að við­kom­andi væri að greiða í sér­­­eign eða ekki.

Í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins á sínum tíma sagði að með­­al­­tekjur þeirra sem spara í sér­­­eign væru umtals­vert hærri en hjá þeim sem gera það ekki. Náms­­menn voru dregnir út úr úrtak­inu þar sem þeir voru „al­­mennt ekki taldir hafa sama fjár­­hags­­legt svig­­rúm til sparn­að­­ar.“

Því lá þegar fyr­ir þegar frum­varpið var lagt fram, sam­­kvæmt grein­ing­unni, að þeir sem gátu frekar nýtt sér sér­­­eign­­ar­­leið­ina sem kynnt var fyrir fyrstu fast­­eign­­ar­­kaup­endur voru þeir sem hafa hærri tekjur og eru þar með lík­­­legri til að taka þátt í sér­­­eign­­ar­­sparn­aði.

Þeir sem nýta sér sér­­­­­eign­­­ar­líf­eyr­is­­­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán sitt sam­­­kvæmt úrræðum sem stjórn­­­völd hafa inn­­­­­leitt á und­an­­­förnum árum fá tvö­­­faldan ávinn­ing.

Í fyrsta lagi fæst mót­fram­lag frá vinn­u­veit­enda sem er ígildi launa­hækk­­­un­­­ar. Í öðru lagi fæst skatta­af­­­sláttur frá rík­­­inu sem ein­ungis býðst þeim sem nota sér­­­­­eigna­­­sparnað sinn til að greiða niður hús­næð­is­lán.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar