Grænlenski olíudraumurinn lifir enn

Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.

olilgreenland.jpeg
Auglýsing

Fræg er sagan af bónd­anum í Texas sem skömmu fyrir alda­mótin 1900 bor­aði eftir vatni á land­ar­eign sinni. Von­brigði hans urðu mikil þegar uppúr hverri bor­hol­unni á eftir ann­ari spýtt­ist, ekki vatn heldur olía. „Ég leita að vatni en hvað fæ ég, olíu. Mig vantar vatn en ekki olíu.“ Á sögu­safn­inu í Austin í Texas er ítar­lega fjallað um upp­haf olíu­vinnslu í Banda­ríkj­unum og þar er sýnd heim­ilda­mynd um áður­nefndan bónda sem er sagður vera sá fyrsti til að  upp­götva olí­una á þessum slóð­um. Við lít­inn eigin fögnuð eins og ummælin sýna. 

Þetta var í upp­hafi olíu­aldar og fæsta grun­aði hve stórt og mik­il­vægt hlut­verk olían ætti eftir að leika í efna­hags­lífi þjóða heims. Sú saga verður ekki rakin nánar hér en eins og flestir vita hefur olíu­vinnsla skapað mörgum þjóðum mik­inn auð. Nær­tæk­asta dæmið er Nor­egur sem safnað hefur í mjög digran sjóð, olíu­sjóð­inn svo­nefnda. Olían hefur líka margoft orðið til­efni átaka þar sem barist hefur verið um yfir­ráð þess­arar miklu auð­lind­ar. 

Ekki ótak­mörkuð auð­lind

Langt fram eftir síð­ustu öld leiddu fæstir hug­ann að því að olí­an, sem pumpað var úr iðrum jarð­ar, væri kannski ekki ótak­mörk­uð. Því meira sem fannst af „svarta gull­inu“ og því hraðar sem olíu­dæl­urnar sner­ust því betra. Meira magn þýddi lægra verð, það var gott fyrir kaup­end­urna. Lægra verð var ekki að sama skapi gott fyrir selj­end­ur, olíu­ríkin svo­nefndu. Þrátt fyrir vilja sumra þeirra til að tak­marka olíu­vinnsl­una hafa inn­byrðis átök og deil­ur, ásamt marg­hátt­uðum hags­mun­um, orðið til þess að sam­staða hefur sjaldn­ast náðst. Margar þjóð­ir, sem ekki ráða yfir olíu­lind­um, eiga mikið undir olíu­verð­inu.

Auglýsing

Á síð­ari hluta síð­ustu aldar fóru af og til að ber­ast fréttir um að kannski væri olían í iðrum jarðar ekki óþrjót­andi. Lítið breytt­ist en smám saman fór röddum af þessu tagi fjölg­and­i. 

Sól, vind­ur, haf­straumar, fall­vötn og kjarn­orka  

Á þess­ari öld hefur umræðan um „nýja orku­gjafa“ sem leyst gætu olí­una af hólmi orðið æ fyr­ir­ferð­ar­meiri. Því veldur einkum tvennt: álit vís­inda­manna þess efnis að olían sé ekki óþrjót­andi og á allra síð­ustu árum hlýnun jarð­ar­inn­ar. Hér verður ekki rakin sú mikla umræða en æ fleiri beina nú sjónum sínum að öðrum orku­gjöfum en olí­unni. Bíla­fram­leið­endur kepp­ast hver við annan um að fram­leiða bíla sem nýta raf­magn sem orku­gjafa, sól­ar­orka er í mörgum löndum orðin mik­il­vægur þáttur í raf­orku­fram­leiðslu, vind­myllum fjölgar eins og gorkúlum og svo fram­veg­is. Allt til höf­uðs olí­unni, eins og þekktur þjóð­höfð­ingi komst að orð­i. 

Græn­lenska lands­stjórnin trúir á fram­tíð olí­unnar

Þrátt fyrir að aðrir orku­gjafar en olían sæki sífellt  á bendir allt til þess að olían verði um langa fram­tíð mik­il­vægur orku­gjafi. 

Græn­lend­ingar eru meðal þeirra þjóða sem lengi hefur átt sér olíu­draum. Árið 1969 var fyrst leitað að olíu á græn­lensku land­svæði en þrátt fyrir vís­bend­ingar um að víða í land­inu gæti olíu verið að finna hefur til þessa ekk­ert komið út úr slíkri leit. Smám saman dró svo úr olíu­leit­inni. Ástæð­urnar voru auk­inn áhugi á öðrum orku­gjöfum eins og áður var nefnt og margir sér­fræð­ingar telja olíu­vinnslu á þessum slóðum erf­iða, þó svo að olía fynd­ist. 

Árið 2010 fengu Græn­lend­ingar aukin umráð yfir auð­lindum sín­um, „rå­stof­om­rådet“. Síðan þá hafa græn­lenskir stjórn­mála­menn lagt mikla áherslu á olíu­leit­ina og boðið stórum alþjóð­legum olíu­vinnslu­fyr­ir­tækjum að leita eftir olíu. Áhug­inn hefur þó farið dvín­andi en græn­lenska land­stjórnin hefur ekki lagt árar í bát. Nýverið sam­þykkti lands­stjórnin nýja olíu- og gasá­ætl­un, henni er ætlað að auka áhuga stórra olíu­vinnslu­fyr­ir­tækja á olíu­leit og vinnslu. Í stuttu máli gengur áætl­unin út á að fyr­ir­tæki sem taka að sér olíu­leit fái sér­staka skattafslætti og jafn­framt úthlutað vinnslu­svæð­u­m. 

For­maður græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, Kim Kiel­sen, hefur und­an­farið farið víða um lönd og kynnt hug­myndir Græn­lend­inga. Í lið­inni viku hitti hann for­stjóra nokk­urra stórra olíu­vinnslu­fyr­ir­tækja í Lund­ún­um. Þangað kom hann beint frá Hou­ston í Texas þar sem hann hélt erindi og kynnti hug­myndir Græn­lend­inga á ráð­stefnu um fram­tíð og horfur í olíu­vinnslu. 

Olíu dælt upp úr jörðu í Texas.

Ekki allir jafn hrifnir  

Hug­myndir Græn­lend­inga vekja ekki alls­staðar hrifn­ingu. For­maður Græn­frið­unga á Norð­ur­slóðum (Green­peace Nor­den) kveðst undr­andi á þessum hug­myndum Græn­lend­inga og hvetur þá til að leita ann­arra leiða til að styrkja efna­hag sinn. „Að mínu mati er Græn­land óheppi­leg­asti staður jarð­ar­innar til olíu­vinnslu, ekki síst út frá umhverf­is­sjón­ar­mið­u­m.“ Nokkrir danskir þing­menn hafa lýst svip­uðum við­horfum en leggja áherslu á að það sé Græn­lend­inga að ákveða.

Alls eru svæðin sem um er að ræða, og græn­lenska þingið og lands­stjórnin hefur sam­þykkt, fimm tals­ins. Opnað verður fyrir umsóknir um leit og vinnslu á fyrsta svæð­inu í þessum mán­uði. Þar er um að ræða Nuussuaq skag­ann við Disko flóa. Síðar á þessu ári verður opnað fyrir umsóknir á tveimur svæðum við vest­ur­strönd Græn­lands, á næsta ári eitt svæði á Norð-austur Græn­landi og á fimmta svæð­inu, mið­aust­ur- Græn­landi, í jan­úar 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar