Golli

Höfða landamerkjamál á Ströndum sem gæti sett áform um Hvalárvirkjun í uppnám

Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi segir það sinn vilja „að óbyggðir Ófeigsfjarðarheiðar, vatnsföllin, fossarnir og strandlengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og náttúran fái að þróast á eigin forsendum“.

Eig­endur um 75 pró­sent eyði­jarð­ar­innar Dranga­víkur í Árnes­hreppi hafa höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur á hendur eig­endum jarð­anna Engja­ness og Ófeigs­fjarðar í Árnes­hreppi sem og eig­endum Lauga­lands í Stranda­byggð. Er þess kraf­ist að við­ur­kennt verði með dómi að landa­merki Dranga­víkur gagn­vart hinum jörð­unum þremur séu eins og þeim var lýst í þing­lýstum landa­merkja­bréfum frá árinu 1890. Landa­merkja­bréf­in, sem vor­u ör­uggar heim­ildir síns tíma, hafa verið sam­þykkt af eig­endum þeirra jarða er áttu land að við­kom­andi jörð og eru þing­lýstar heim­ildir fyrir eign­ar­rétti.

Engir ­samn­ingar hafa verið gerðir eftir að landa­merkja­bréfin voru skráð sem breyta að mati land­eig­enda Dranga­víkur merkjum milli jarð­anna svo merkja­lýs­ingar þeirra skulu gilda.

Verði krafa land­eig­end­anna stað­fest mun það setja áform Vest­ur­verks um Hval­ár­virkjun í upp­nám. Eyvind­ar­fjarð­ará og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatn, sem til stendur að nýta til virkj­un­ar­inn­ar, yrðu þá inni á landi í eigu fólks sem margt hvert kærir sig ekki um virkj­un­ina. 

Auglýsing

Sam­kvæmt þeim kortum sem Vest­ur­verk notar í sínum áætl­un­um, m.a. mati á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­innar, og sveit­ar­fé­lagið í sínum skipu­lags­upp­dráttum frá árinu 2014 eru Ey­vind­ar­fjarð­ar­vatn og áin úr því innan landa­merkja Engja­ness.

Í stefn­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er heim­ildin fyrir þeim mörkum sögð sú sama: Gagna­grunnur verk­efn­is­ins Nytja­lands frá árinu 2002. Sá grunnur hafi ekki verið ætl­aður sem heim­ild um landa­merki. Við vinnslu verk­efn­is­ins hafi almenna reglan verið sú að afla heim­ilda um bújarð­irn­ar frá eig­endum sjálf­um. Eng­inn eig­enda Dranga­víkur var hins vegar spurður álits.

Enda segir á skipu­lags­upp­dráttum Árnes­hrepps: „Heim­ild­ar­maður vegna jarða­marka Hauk­ur Jó­hann­es­son án ábyrgð­ar.”

Hauk­ur Jó­hann­es­son er jarð­fræð­ing­ur. Sam­kvæmt stað­festu end­ur­riti skýrslu­töku af hon­um í nýlegu óbyggð­ar­nefnd­ar­máli, sem rakið er í stefn­unni, tók hann enga afstöð­u til merkj­anna. Þetta sýn­ir, að mati land­eig­enda Dranga­vík­ur, að eng­in áreið­an­leg heim­ild sé að baki þeim gögnum er stuðst hefur verið við.

Til vinstri má sjá þær kröfur sem eigendur Drangavíkur gera og til hægri jarðamörk sem Vesturverk hefur stuðst við í áætlunum sínum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.

Í stjórn­sýslu- og dóms­málum sem rekin hafa verið vegna fyr­ir­hug­aðr­ar Hval­ár­virkj­unar hefur komið fram að óleystur sé ágrein­ingur um landa­merki Dranga­víkur gagn­vart jörð­unum Engja­nesi og Ófeigs­firði. Telur meiri­hlut­i ­eig­enda Dranga­víkur því nauð­syn­legt að höfða mál til við­ur­kenn­ingar á landa­merkjum milli jarð­anna. Inn í málið dregst einnig jörðin Lauga­land í Stranda­byggð, ­sem á land að umdeildu svæði.

Ekki hef­ur verið búið á jörð­inni Engja­nesi í hund­ruð ára. Hún er nú í eigu ítalsks bar­óns, ­Felix von Lon­go-Lieb­en­stein. Vest­ur­verk samdi við hann um vatns­rétt­indi vegna Hval­ár­virkj­unar árið 2008. Það sama ár samdi fyr­ir­tækið við eig­endur Ófeigs­fjarð­ar­ en í þeirri jörð á Pétur Guð­munds­son, sem þar er fæddur og upp­al­inn, langstærstan hlut.

Jörð­in Dranga­vík er víð­feðm land­náms­jörð og nær frá Dranga­jökli í sjó fram, segir í stefn­unni. Hún­ liggur sunnan Dranga­skarða en norðan þeirra er jörðin Drang­ar. Síð­ast var búið í Dranga­vík 1947. Hefur jörðin síð­ustu ára­tugi verið nytjuð til reka, sel­veiða og dún­tekju. 

Í stefn­unn­i er vísað til fjölda heim­ilda. Þeirra elst er sjálf Land­náma en þar seg­ir:

„Þor­valdr Ásvalds­son, ­Úlfs­son­ar, Yxna-Þór­is­son­ar, nam Dranga­land ok Dranga­vík til Enginess ok bjó at Drǫngum alla ævi. [...] Herrøðr hvíta­ský var gǫfugr maðr; hann var drep­inn af ráðum Har­alds kon­ungs, en synir hans þrír fóru til Íslands ok námu land á Strǫnd­um: Eyvindr Eyvind­ar­fjǫrð, Ófeigr Ófeigs­fjǫrð, Ingólfr Ing­ólfs­fjǫrð; þeir ­bjǫggu þar síð­an.“

Stóra mál­ið í stefn­unni snýst um landa­merkin milli Dranga­víkur og Engja­ness og kemur þar fram að ekki séu til skýrar heim­ildir um til­urð og afmörkun Engja­ness. Hún sé ekki land­náms­jörð en virð­ist hafa fengið land frá Dranga­vík og Eyvind­ar­firði. Vís­að er til mál­daga Staf­holts­kirkju þar sem segir m.a. um eignir kirkj­unn­ar: „Eng­i ­nes a strondum norðr [ok] reki með.“

Í Jarða­bók Árna Magn­ús­sonar og Páls Vídalín yfir Tré­kyllis­vík­ur­hrepp frá 1706 seg­ir eft­ir­far­andi um Engja­nes:

„Þetta kot hefur aldrei bygt ver­ið, nema fyrir x árum tók það einn maður og flosn­aði upp, síðan hefur það ei bygt ver­ið. Það kann ei að ­byggjast, nema sá sem er í Dránga­vík hafi það með. Þar hefur nú eng­inn mað­ur­ ­gagn af sem menn vita.“

Í jarða­mat­i ­Stranda­sýslu frá 1804 er dýr­leiki Engja­ness met­inn sex hund­ruð en eig­and­i jarð­ar­innar var Staf­holts­kirkja. Þá segir að engin búseta sé á jörð­inn­i. Enn­fremur segir að hún not­ist aðeins sem beiti­land fyrir næstu jörð, þ.e. jörð­ina Dranga­vík. Ekk­ert kemur þar fram um afmörkun eða ítök Engja­ness.  

Eng­ar ­upp­lýs­ingar eru um Engja­nes í jarða­mati Stranda­sýslu frá 1849 til 1850. 

Landamerkjabréfi Drangavíkur var þinglýst árið 1890.

En þau gögn ­sem land­eig­endur telja að renni helst stoðum undir kröfur sínar eru hin svoköll­uðu landa­merkja­bréf.

Landa­merkja­bréf er skjal sem hefur að geyma upp­lýs­ingar um landa­merki, auð­kenni þeirra svo sem ­nátt­úru­leg kenni­leiti, hlaðnar vörður o.þ.u.l. og um skyld efni. Merkja­lýs­ing­ar þessar voru að mestu leyti skráðar á síð­ustu tveimur ára­tugum 19. aldar í kjöl­farið á settum lögum um landa­merki frá árinu 1882. Ný lög um landa­merki tóku gildi árið 1919 og eru þau enn í fullu gildi. Þessar lýs­ingar eru geymd­ar í landa­merkja­bók­um, en unnt er að nálg­ast þær hjá við­kom­andi sýslu­manns­emb­ætt­i og á vef Þjóð­skjala­safns Íslands.

Landa­merkja­bréfin dregin fram

Er upp kom­st ­síð­asta sumar að landa­merki þau sem notuð voru á skipu­lags­upp­drátt­u­m Ár­nes­hrepps, sem eru þau sömu og Vest­ur­verk hefur stuðst við, voru ekki þau sem ­stað­kunn­ugir töldu sig þekkja, var farið að skoða málið nán­ar.

Í ljós kom að þing­lýst landa­merkja­bréf Dranga­víkur er dag­sett 2. júlí 1890.  Því var þing­lýst sama dag við ­mann­tals­þings­rétt að Árnesi, og hljóðar svo:

„Landa­merkja­skrá fyrir jör­dina Dranga­vík í Árnes­hreppi. Milli­ Dranga er Dranga­tangi við sjó­inn sjón­hend­ing af lægsta Skar­datind­inum á vör­du þá sem er á Klett­unum skammt fyrir ofan sjó­inn og svo eptir þeirri línu til­ ­sjó­ar. En milli Dranga­víkur og Engja­nes er Þrælsk­leif og nor­dan­verdu kúp­ótt­ur ­klettur og varda beint upp af hon­um. Kál­hólmar 3 med Ædar­varpi.“

Landa­merkja­bréf Engja­ness er einnig dag­sett 2. júlí 1890.  Því var þing­lýst sama dag og hljóðar svo:

„Landa­merkja­skrá fyrir eyði­jör­dina Engja­nes í Árnes­hreppi. Horn­mark milli Engja­nes og Dranga­víkur er Þrælsk­leif, þadan beint til fjalls, svo eptir hæstu fjalls­brún ad Eyvind­ar­fjardará en hún ræður merkjum til sjóar milli­ Engja­ness og Ófeigs­fjard­ar.“

Landa­merkja­bréf Ó­feigs­fjarðar er dag­sett 21. jan­úar 1890, en því var þing­lýst 2. júlí sama ár og hljóðar svo:

„Landa­merki fyrir jör­dinni Ófeigs­firði í Árnes­hreppi inn­an­ ­Stranda­sýslu. Land jardar­innar er frá Helga­skjóli og nordur ad Eyvind­ar­fjardará og eru þar skír landa­merki, fram til fjalls á Ófeigs­fjör­dur svo langt sem vötnum hallar að Ófeigs­fjarð­ar­landi og liggur því undir Ófeigs­fjörð all­ur Húsa­dalur og allur Sýrár­dalur út á Selja­nes­múla ad vör­dum þeim, sem skilja milli Ófeigs­fjardar og Selja­nes­lands. Á sjó á Ófeigs­fjör­dur út þangað til­ Helga­skjól er ad bera í landa­merkja­vör­du, sem þar er uppi á múl­an­um, þ.e. Ó­feigs­fjörður á nokkuð lengra á sjó úteptir en á land­i.“

Auglýsing

Í maí árið 1921 ­seldi Guð­mundur Pét­urs­son hálfa jörð­ina Ófeigs­fjörð til Pét­urs Guð­munds­son­ar. Landa­merki jarð­ar­innar eru skráð í kaup­samn­ing­inn í afsals- og veð­mála­bók ­Stranda­sýslu að því er fram kemur í stefn­unni og þau eru eft­ir­far­andi:

„Milli Selja­ness og Ófeigs­fjarðar í læk, er fellur til sjáv­ar­ hjá svo­nefndu Helga­skjóli, ræður hann merkjum frá sjó að vörðu á múla­brún­inn­i þar upp af, þaðan sjón­hend­ing eptir sömu stefnu uppá hámúl­ann. – Milli­ Dranga­víkur og Ófeigs­fjarðar ræður Eyvind­ar­fjarð­ará merkjum frá sjó til­ ­upp­taka, en á aðra vegu á Ófeigs­fjörður land eins langt og vötn falla þar til­ ­sjáv­ar.“

Meiri­hlut­i land­eig­enda Dranga­víkur gerðu gang­skör að því að sýslu­maður leit­aði sátta um landa­merkja­á­grein­ing­inn ­sam­kvæmt lögum um landa­merki „en af hálfu eig­enda Engja­ness og Ófeigs­fjarð­ar­ var talið þýð­ing­ar­laust að reyna slíkar sætt­ir,“ segir í stefn­unni.

Land­eig­end­urn­ir telja að þegar Dranga­vík var ásamt Dröngum numin á land­náms­öld hafi land­nám­ið ­náð til vatna­skila á Dranga­jökli og hafi landið fylgt jörð­inni allar göt­ur ­síðan og að land Ófeigs­fjarð­ar, hafi verið þar sunnan við. Engar vís­bend­ing­ar eða skrif­legar heim­ildir séu um ann­að.

Þá telja þeir að í þeim til­vikum sem öðrum heim­ildum sé ekki til að dreifa um merki land­náms­jarða hafi almennt verið litið svo á að land hafi verið numið milli­ fjalls og fjöru. Því megi álykta að lönd land­náms­manna á Ströndum hafi náð frá­ há­bungu á vatna­skilum í vestri og til sjáv­ar. 

Drangaskörð.
Ólafur Már Björnsson

Sam­kvæmt landa­merkja­bréfi Engja­ness var jörðin með skýrt afmarkað land á alla vegu og hring­ur­inn lok­að­ist við Eyvind­ar­fjarðarána. „Þegar haft er í huga að Engja­nes verður til síðar en land­náms­jarð­irnar þá er skilj­an­legt hvers vegna sú ein jörðin er með afmarkað land á alla vegu en Dranga­vík og hinar land­náms­jarð­irn­ar eru áfram með sitt afrétt­ar- eða eign­ar­land upp að vatna­skil­u­m,“ segir í stefn­unni.

Land­eig­end­ur Dranga­víkur telja ljóst af merkja­lýs­ingu í landa­merkja­bréfi Engja­ness að jörð­in Engja­nes sé afmörkuð sneið úr því landi sem liggi á milli jarð­anna Ó­feigs­fjarðar og Dranga og að land hennar nái hvergi upp fyr­ir­ Ey­vind­ar­fjarð­ará. Þetta fær að þeirra mati stuðn­ing í nið­ur­stöðum úrskurðar óbyggða­nefnd­ar um Dranga­jök­ul­svíð­erni sem birtur var á þessu ári. Í nið­ur­stöðum nefnd­ar­inn­ar er fjallað nokkuð um kröfur Engja­ness og eru leiddar líkur að því til­vís­un landa­merkja­bréfs Engja­ness til vatna­skila eigi við vatna­skil á Dranga­vík­ur­fjalli en síður ofan við svo­kallað Efra-Dranga­vík­ur­vatn. Þar seg­ir m.a.:

„Telja verður ljóst að þar sem merkjum Engja­ness er lýst frá­ ­Þrælsk­leif „beint til fjalls“ og svo „eptir hæstu fjalls­brún“ sé a.m.k. átt við fram­an­greind vatna­skil á Dranga­vík­ur­fjalli, enda liggur Dranga­vík­ur­fjall bein­t ­upp af Þrælsk­leif, myndar skýr skil milli vatna­sviða Eyvind­ar­fjarð­arár og Dranga­vík­urár og eðli­legt má telja að vísa til hæstu brúna þess sem „hæst­u fjalls­brún­ar“. 

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu frá eig­endum Dranga­víkur segir að ástæða þess­ara aðgerða þeirra sé „vilji til að óbyggðir Ófeigs­fjarð­ar­heið­ar, vatns­föll­in, foss­arnir og ­strand­lengjan fái að vera óröskuð um ókomna tíð og nátt­úran fái að þró­ast á eigin for­send­um. Hval­ár­virkjun mun ekk­ert gera fyrir mann­líf á Ströndum norð­ur­, heldur þvert á móti eyði­leggja þá mögu­leika sem fel­ast í nátt­úru­vænn­i ­upp­bygg­ingu atvinnu­lífs til fram­tíð­ar. Hval­ár­virkjun er ekki nauð­syn­leg til að ­tryggja raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum og bygg­ing hennar myndi enn­fremur leiða til­ ­nei­kvæðra umhverf­is­á­hrifa af háspennu­línum og veg­slóðum í óbyggð­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar