Mynd: EPA

Popúlísk ráð duga skammt gegn raunverulegum vandamálum

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor ræddi við Kjarnann um áhrif heimsfaraldursins á stjórnmálin. Hann telur líklegt að hægt verði að draga lærdóm af því hvernig popúlískir leiðtogar eins og Trump og Bolsonaro standa andspænis áskoruninni nú.

Ólafur Þ. Harð­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands hef­ur, ef til vill eðli­lega fyrir mann í hans starfs­stétt, verið að velta því fyrir að und­an­förnu sér hvort kór­ónu­veiran og kreppan sem henni fylgir um ver­öld víða muni hafa póli­tísk og efna­hags­leg áhrif þegar frá líð­ur. Kjarn­inn heyrði í honum fyrr í vik­unni og spurði hverju hann hefði tekið eftir varð­andi stöðu mála í stjórn­málum í gegnum þessa und­ar­legu tíma sem við lif­um.

Varð­andi íslenska póli­tík seg­ist Ólafur ekki sjá nein merki þess að til skamms tíma verði mark­verðar hreyf­ingar á fylgi flokka eða stöðu rík­is­stjórn­ar­innar tengt þessum far­aldri. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvort áfallið sem kór­ónu­veiru­kreppan mun valda í heim­inum öllum verði til þess að hlut­verk rík­is­valds aukist, jafn­vel til langs tíma. Hann nefnir tvö dæmi af kreppum sem hafa valdið breyt­ingum á lífs­sýn fólks og hug­mynda­fræði í heim­in­um, í fyrsta lagi krepp­una miklu árið 1929 og í öðru lagi fjár­málakrepp­una árið 2008.

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor.

„Miklir atburðir eða mikil áföll hafa haft mjög afger­andi afleið­ingar í sögu ver­ald­ar­inn­ar,“ segir pró­fess­or­inn

„Ef við skoðum krepp­una miklu þá hafði hún ótví­rætt mjög mikil áhrif og hún átti ríkan þátt í því að key­nes­ism­inn varð ríkj­andi stefna í hag­stjórn í ver­öld­inni í hálfa öld þar á eft­ir. Þar sjáum við gríð­ar­leg, til­tölu­lega bein áhrif,“ segir Ólafur og bætir við að kreppan mikla hafi áreið­an­lega átt „mik­inn þátt í að móta hina sós­í­alde­mókrat­ísku stefnu á Norð­ur­lönd­un­um, bæði varð­andi hag­stjórn­ina, sem var key­nesísk og líka til­urð vel­ferð­ar­kerf­is­ins.“

„Ef við lítum svo á fjár­málakrepp­una 2008, þá virð­ist mér hún líka hafa haft umtals­verð áhrif. Við sjáum til dæmis að ráð­legg­ingar Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eftir fjár­málakrepp­una eru allt öðru­vísi en þær voru fyrir hana. Fyrir hana fólust ráð­legg­ingar sjóðs­ins aðal­lega í því að benda mönnum á að taka upp óhefta frjáls­hyggju, en það voru alls ekki ráð þeirra til Íslend­inga þegar þeir aðstoð­uðu okkur í hrun­inu. Við sjáum líka að núna er Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, og reyndar mörg fleiri svona alþjóð­leg sam­tök sem eru með hag­fræði­legar ráð­legg­ingar eins og OECD, núna leggja þessir aðilar til dæmis mikla áherslu á vax­andi ójöfnuð og eru meira að segja farnir að tala um að ójöfn­uður geti verið hamlandi fyrir hag­vöxt,“ ­segir Ólafur og bætir við að eftir hrun fjár­mála­mark­aða 2008 hafi háskóla­hag­fræð­ingar margir hverjir farið í „mikla nafla­skoðun á sínum fræð­u­m.“

„Mér sýn­ist að meðal háskóla­hag­fræð­inga hafi nýfrjáls­hyggj­an, eða óheft mark­aðs­hyggja, í vax­andi mæli átt undir högg að sækja á meðan að key­nesísku áhersl­urnar hafa komið aft­ur. Þannig að þetta eru svona dæmi um það hvernig miklir atburðir geta haft miklar afleið­ing­ar,“ segir Ólaf­ur.

Rík­is­valdið gríð­ar­lega mik­il­vægt á erf­iðum tímum

„Ef við veltum aðeins fyrir okkur núver­andi kreppu, sem er auð­vitað bæði hag­ræn, félags­leg, sið­ferði­leg og póli­tísk, það sem manni dettur í hug er að í henni birt­ist með afskap­lega skýrum hætti hvað rík­is­valdið er gríð­ar­lega mik­il­vægt á erf­iðum tím­um. Und­an­farna ára­tugi hafa ýmis póli­tísk öfl talað þannig að rík­is­valdið sé aðal­lega af hinu illa og bara til bölv­unar og trufli mark­að­inn, en núna kemur allt í einu upp aðstaða þar sem lang­flestir horfa til rík­is­valds­ins sem þess aðila sem verður að grípa inn í og bjarga hlut­un­um.

Auglýsing

Varð­andi efna­hags­málin sjáum við mjög víða við­brögð þar sem rík­is­valdið grípur inn í hag­kerf­ið, með meira afger­andi hætti en við höfum séð í ára­tugi og kannski með meira afger­andi hætti en nokkurn tím­ann áður. Það er spurn­ing hvort þessi breytta afstaða til hlut­verks rík­is­valds­ins muni halda áfram í ein­hverja ára­tugi enn,“ segir Ólaf­ur, sem telur einnig að heims­far­ald­ur­inn muni vekja upp frek­ari umræðu um ójöfn­uð, „því það nátt­úr­lega blasir við að í mjög mörgum löndum eru það þeir verst settu og þeir fátæku sem eru ekki bara fátækir lengur heldur hríð­falla fyrir sjúk­dómn­um.“

Í Svíþjóð og þá sérstaklega í Stokkhólmi hafa innflytjendur verið hlutfallslega margir af þeim sem smitast hafa af veirunn. Myndin er frá upplýsingafundi í Tensta, úthverfi Stokkhólms, þar sem fólk fékk upplýsingar um veiruna og sóttvarnaráðstafanir á átta tungumálum.
EPA

Blaða­maður skýtur því að Ólafi að til dæmis í Sví­þjóð hafi inn­flytj­endur orðið sér­stak­lega illa fyrir barð­inu á veirunni, en í Stokk­hólmi hafa smit verið hlut­falls­lega tíð á meðal inn­flytj­enda frá Sómal­íu. Ólafur segir far­ald­ur­inn einnig vekja upp spurn­ingar um stöðu inn­flytj­enda, „því bæði eru þeir víða fátæk­ari og við­kvæm­ari þannig fyrir veirunni, en þetta vísar líka á það hvað það er mik­il­vægt að inn­flytj­endur séu sam­lag­aðir því sam­fé­lagi sem þeir lifa í.“

„Víða ger­ist það með inn­flytj­end­urnar að þeir tala ekki mál­ið, þeir tor­tryggja yfir­völd og þeir fá kannski ekki heldur skila­boð um þann háska sem er fyrir hendi. Almennt talað sýnir þetta líka hvað traust er gríð­ar­lega mik­il­vægt í sam­fé­lag­inu, það er að segja, að á tímum sem þessum séu flestir til­búnir til þess að treysta yfir­völd­unum og fara að til­mælum þeirra um hegð­un.

Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt og við höfum reyndar séð, í mörgum vest­rænum ríkjum að minnsta kosti, að traust á yfir­völd og stofn­unum sam­fé­lags­ins hefur farið hrað­vax­andi í þessum far­aldri,“ segir Ólaf­ur.

Ánægja með við­brögð yfir­valda við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum mælist hvergi meira en hér á land­i, sam­kvæmt Gallup-könnun sem var birt fyrr í vik­unni, en traust til stjórn­mála­stétt­ar­innar á Íslandi hefur þó verið afar lítið í reglu­bundnum mæl­ingum á trausti til stofn­ana hér­lendis allt frá hrun­i. 

Ólafur segir stjórn­völd hafa borið gæfu til að treysta vís­ind­unum og fara eftir ráð­legg­ingum sótt­varna­læknis og ann­arra sér­fræð­inga, en bendir einnig á að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina hafi auk­ist nokkuð eftir að krísan skall á.

„Þetta er svo­kall­aður „rally ‘round the flag effect,“ segir Ólaf­ur, en í stjórn­mála­fræð­inni er það þekkt að í alþjóð­legum krísum eykst stuðn­ingur við ríkj­andi stjórn­völd, en þó bara tíma­bund­ið.

„Það hefur gerst hér og það gerð­ist í Dan­mörku, þar sem stuðn­ingur við Mette Frederik­sen fór úr fjöru­tíu pró­sentum í átta­tíu pró­sent,“ segir Ólaf­ur.

Auglýsing

Talið berst næst að Banda­ríkj­un­um, en þar naut Don­ald Trump for­seti afar tak­mark­aðrar fylg­is­aukn­ingar eftir að veiran fór að valda usla og „rally ‘round the flag“ áhrifin þar urðu mun minni en um leið­toga víð­ast hvar ann­ars stað­ar, eða um 2-3 pró­sentu­stig. Þessi áhrif eru þegar farin að ganga til bak­a. 

Trú á vís­indi og sér­fræð­inga gæti auk­ist

Stuðn­ings­aukn­ingin við stjórn­mála­leið­toga í svona krísum er alltaf tíma­bund­inn, en Ólafur segir að var­an­legar breyt­ingar gætu orðið á afstöðu fólks til vís­inda og sér­fræð­inga.

Á Íslandi hefur stjórnvöldum borið gæfa til að setja traust sitt á ráðleggingar sérfræðinga, segir Ólafur.
Bára Huld Beck

„Það hefur verið áber­andi und­an­farin ár, sér­stak­lega meðal svona lýð­hyggju­flokka eða popúlista­flokka, að þeir hafa talað niður vís­indi og sér­fræð­inga og talið að þeir hefðu ekk­ert annað fram að færa heldur en skoð­an­ir. Þess vegna bæri ekki að taka þá neitt sér­stak­lega alvar­lega. Nú hefur komið heldur betur í ljós að þegar á bjátar vilja menn hlusta á vís­indin og menn vilja hlusta á sér­fræð­ing­ana. Það kynnu að vera var­an­leg áhrif,“ segir Ólaf­ur.

Lær­dómur far­ald­urs­ins gæti orðið sá að popúl­ísk ráð dugi skammt

„Ann­að, sem teng­ist þessu, er að hefð­bundin stjórn­mál hafa víða átt aðeins undir högg að sækja og lýð­hyggju­flokkar eða popúlistar hafa víða verið að sækja í sig veðrið, þó að þeir hafi nú ekki kom­ist til valda á mjög mörgum stöð­u­m. 

Einn lær­dómur sem menn geta dregið af þess­ari kreppu er hvernig popúlistar í valda­stöðum bregð­ast við alvar­legum áföllum af þessu tagi. Ef við tökum dæmi til dæmis af Don­ald Trump ann­ars vegar og Bol­son­aro í Bras­ilíu hins vegar þá sjá menn auð­vitað glögg­lega að starfs­hættir þeirra og vís­inda­andúð og þessi popúl­ísku ráð, þau duga mjög illa gagn­vart ein­hverjum raun­veru­legum vanda­málum þar sem þarf öfl­ugt rík­is­vald og stöðuga eða hefð­bundna for­ystu til þess að takast á við vand­ann.

Þessi kreppa gæti orðið til þess að grafa undan trú almenn­ings á popúlistum í valda­stöð­u­m,“ segir Ólaf­ur, en bætir við að hættan sé auð­vitað sú að ef hefð­bundnum stjórn­völdum tak­ist mjög illa að fást við þennan vanda á stöðum þar sem popúlistar hafa ekki verið við völd, gæti gagn­rýni þeirra á hefð­bundin stjórn­völd enn þá haft áhrif.



Auglýsing

„Það væri þó ansi kald­hæðið ef þessi kreppa yrði til þess að grafa undan popúlist­un­um,“ segir Ólaf­ur, en talið berst því næst aftur að Banda­ríkj­un­um, þar sem mót­mæli eru nú nán­ast upp á dag í ein­staka ríkjum gegn þeim hömlum sem sett hafa verið á dag­legt líf í sótt­varna­skyni. Mót­mæli sem Trump for­seti hefur bein­línis hvatt til, með skila­boðum á Twitter til íbúa ríkj­anna um að „FRELSA“ þau.

Á sama tíma er dag­ljóst að Banda­ríkin hafa átt erfitt með að fóta sig í bar­átt­unni gegn veirunni og skæðar hóp­sýk­ingar hafa blossað upp vítt og breitt um þetta víð­fema land. Á níunda hund­rað þús­und til­fella COVID-19 hafa greinst í Banda­ríkj­unum öllum og yfir 45 þús­und manns hafa látið líf­ið. Ólafur segir að það sé ekki ein­ungis stærð lands­ins sem geri við­brögðin þar erf­ið, heldur líka sjálf stjórn­skip­an­in, valda­kerf­ið.

Mótmælandi í Richmond, höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í gær. Hann heldur á skilti sem segir Ralph Northam, ríkisstjóra vera harðstjóra. Donald Trump hefur nýverið hvatt fólk til mótmæla gegn sóttvarnaráðstöfunum einstaka ríkja.
EPA

„Í Banda­ríkj­unum erum við með gríð­ar­lega mikla vald­dreif­ingu, meðal ann­ars milli for­seta­emb­ætt­is­ins og fylkj­anna og svo eru alls konar völd ekki bara á höndum fylkj­anna heldur í afskap­lega flóknu sveit­ar­stjórn­ar­kerfi.

Kerfið er mjög flókið og það sem hefur gerst í Banda­ríkj­unum er að það skortir algjör­lega sam­ræmda for­ystu. Slík for­ysta er alltaf mjög erfið því sumt er hjá for­set­anum og sumt er hjá fylk­is­stjór­un­um, en Trump hefur nátt­úr­lega ekki gert neina til­raun til heild­rænnar for­ystu, segir eitt í dag en annað á morg­un. 

Þar hefur þetta líka farið út í póli­tík og hver höndin er uppi á móti ann­arri, Trump hund­skammar fylk­is­stjór­ana og þeir kvarta undan hon­um. Þarna sést að þetta vald­dreifða kerfi, þó að það hafi ýmsa kosti, þá hefur það mjög aug­ljósa galla þegar upp kemur vandi af þessu tag­i,“ segir Ólaf­ur, sem segir Trump virð­ast algjör­lega ráða­lausan í við­brögðum gegn veirunni. Mat Ólafs er að Trump fari á spjöld sög­unnar sem ein­stakur leið­togi, en ekki í jákvæðri merk­ingu.

„Svona gam­al­reyndir stjórn­mála­fræð­ingar eins og ég höfum séð ýmis­legt, lesið okkur til um marga ótrú­lega hluti og sví­virði­lega hluti stjórn­mál­anna. Maður er vanur að lesa um mikla leið­toga sem unnu gríð­ar­leg afrek en gerðu líka skelfi­lega hluti, þeir eru bæði góðir og slæmir og hæfir og óhæfir, en eitt­hvað eins og Trump hefur maður aldrei séð. Hann er alveg í sér­flokki, alla­vega af svona lýð­ræð­is­legum leið­tog­um. Við höfum verið með með harð­stjóra eins og Hitler og Stalín, en við erum að tala um leið­toga í lýð­ræð­is­ríkj­u­m,“ segir Ólaf­ur, sem bætir við að hans kyn­slóð hafi alist upp við að Banda­ríkin og Banda­ríkja­for­setar væru álitnir leið­togar hins vest­ræna heims. Það hlut­verk telur Ólafur nú fremur í höndum leið­toga Frakk­lands og Þýska­lands.

Auglýsing

Og talandi um. Evr­ópu­sam­band­ið. Hvernig er það að takast á við veiruna, að mati Ólafs?

„Evr­ópu­sam­bandið er þeirrar nátt­úru að það er alltaf að fást við nýjar og nýjar kreppur og í hvert skipti sem það kemur upp kreppa hafa ein­hverjir orðið til þess að spá enda­lokum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta er nátt­úr­lega ein mesta kreppa sem Evr­ópu­sam­bandið og aðild­ar­þjóðir þess hafa lent í. Það skiptir máli hvernig sam­bandið bregst við.

Eitt sem ég hef tekið eftir er að Macron Frakk­lands­for­seti var í við­tali nýlega við Fin­ancial Times þar sem hann hvatti til þess að betur stæð ríki Evr­ópu­sam­bands­ins gerðu mjög mynd­ar­legt átak í því að styðja efna­hags­lega við þau ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem verr eru stödd, sem eru aðal­lega Mið­jarð­ar­hafs­rík­in. Ef að eitt­hvað af þessu tag­inu gengi eft­ir, þá held ég að það myndi verða til þess að styrkja Evr­ópu­sam­bandið og Evr­ópu­hug­sjón­ina mjög veru­lega. En það er nátt­úr­lega ekki klárt hvort að það verð­ur, en þetta þótti mér mjög athygl­is­vert,“ segir Ólaf­ur.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands takast hér í hendur á NATO-fundi árið 2018. Angela Merkel Þýskalandskanslari stendur álengdar.
EPA

Í þessu ástandi hefur Viktor Orbán, for­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, aukið mjög völd sín. Með laga­frum­varpi sem sam­þykkt var í lok mars fékk hann heim­ild til þess að stýra rík­inu með til­skip­un­um, án aðkomu þings­ins. Þessi ráð­stöfun er ótíma­bund­in, þó að stjórn­völd í Ung­verja­landi segi að hún verði ein­ungis nýtt sem neyð­ar­ráð­stöfun á meðan far­ald­ur­inn geis­ar.

„Það hefur nátt­úr­lega verið vax­andi umræða um það hvort hann sé húsum hæfum í Evr­ópu­sam­band­inu, þar sem hans stjórn­ar­hættir og það sem hann hefur verið að gera gengur í raun­inni alveg gegn öllum meg­in­hug­sjónum Evr­ópu­sam­bands­ins og reyndar líka gegn hug­sjónum Evr­ópu­ráðs­ins. Evr­ópu­sam­bandið hefur gert athuga­semdir við fram­komu Orbáns varð­andi þær aðgerðir sem hann hefur gripið til, ekki síst þetta að láta setja lög um alræð­is­vald for­set­ans sem eru ótíma­bund­in, sem er mjög var­huga­vert og auð­vitað er alltaf háskinn sem við er að glíma þegar upp koma miklar krísur að óprút­tnir stjórn­mála­menn not­færi sér það,“ segir Ólaf­ur, sem segir að aukin hætta sé á því að „lukku­ridd­ar­ar“ og öfga­sinn­aðir póli­tíkusar njóti lýð­hylli ef hinum hefð­bundnu stjórn­mála­öflum tekst ekki að valda því verk­efni að takast á við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og afleið­ingar hans.

„En sem betur fer sjáum við mjög víða, ekki alstað­ar, en mjög víða, að lýð­ræð­is­leg stjórn­völd eru bara að standa sig býsna vel í bar­átt­unni við þennan vágest.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal