Bankarnir vilja fjármagna sig á betri kjörum til að geta lánað stuðningslánin

Bankarnir vilja ekki stuðningslánin á sína efnahagsreikninga heldur leggja til að þau verði veitt í gegnum efnahagsreikning sérhæfðrar lánastofnunar í eigu ríkisins.

Stuðningslán til lítilla fyrirtækja voru kynnt á blaðamannafundi 21. apríl þar sem ríkisstjórnin gerði grein fyrir aðgerðarpakka 2.0.
Stuðningslán til lítilla fyrirtækja voru kynnt á blaðamannafundi 21. apríl þar sem ríkisstjórnin gerði grein fyrir aðgerðarpakka 2.0.
Auglýsing

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) segja að ef vilji sé til þess að svokölluð stuðn­ings­lán til minni fyr­ir­tækja, sem veita á með 100 pró­sent rík­is­á­byrgð, séu á vöxtum undir mark­aðs­kjörum þá þurfi end­ur­fjár­mögnun Seðla­banka Íslands að vera í takt við það. Þau benda á að að margir seðla­bankar, þar á meðal Seðla­banki Evr­ópu, séu að end­ur­fjár­magna lán lána­stofn­ana með lánum sem séu undir stýri­vöxtum bank­ans.

Þetta kemur fram í umsögn SFF um annan aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sam­tökin benda á að gert sé ráð fyrir því að stuðn­ings­lánin verði með vöxtum sem sam­svari vöxtum inn­lána lána­stofn­ana hjá Seðla­banka sem bundin eru í sjö daga. Þeir vextir eru 0,75 pró­sent lægri en vextir á sjö daga veð­lánum sem lána­stofn­unum standa til boða til að fjár­magna þessi lán. Vaxta­munur lán­anna sem á að veita, og þeirra lána sem bankar geta fjár­magnað sig á, er því nei­kvæður um 0,75 pró­sent. 

Að mati SFS þurfi láns­kjör stuðn­ings­lán­anna að minnsta kosti að sam­svara vöxtum á veð­lánum Seðla­banka til lána­stofn­ana að við­bættum banka­skatti.

Auglýsing
Stuðn­ings­lánin voru kynnt í aðgerða­­pakka 2.0 í síð­­­ustu viku. Þau munu njóta 100 pró­­sent rík­­is­á­­byrgð­ar en bankar eiga samt sem áður að veita þau. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­­ónir krónur að hámarki á hvert fyr­ir­tæki. Heild­­ar­um­­fang lán­anna á að geta orðið allt að 28 millj­­arðar króna í heild, að mati stjórn­­­valda. 

Vilja ekki lánin inn á sinn efna­hags­reikn­ing

Í umsögn SFF segja þau að það eigi að koma til álita að stuðn­ings­lánin verði veitt í gegnum efna­hags­reikn­ing Rík­is­á­byrgð­ar­sjóðs, Seðla­banka eða ann­arra sér­hæfðrar lána­stofn­unar í eigu rík­is­ins í stað þess að þau fari inn á efna­hags­reikn­ing bank­anna líkt og frum­varp um þau gerir ráð fyr­ir­. Lána­stofn­anir séu í raun umsýslu­að­ilar lán­anna sam­kvæmt frum­varp­inu. Því gæti allt eins „Skatt­ur­inn ann­ast þá úrvinnslu sam­hliða úrvinnslu umsókna um lok­un­ar­styrki. Óháð því hvort stuðn­ings­lánin eru á efna­hags­reikn­ingi lána­stofn­ana eða ekki gæti Skatt­ur­inn ann­ast mat á rétti til stuðn­ings­lána og til­kynnt lána­stofn­unum þar um.“

SFF bendir líka á að ekk­ert sé fjallað um kostnað vegna inn­heimtu stuðn­ings­lán­anna í frum­varp­inu. „Þar sem lánin er að fullu með ábyrgð ríkis hlýtur rík­is­sjóður að bera þann hluta inn­heimtu­kostn­aðar sem ekki inn­heimt­ist hjá lán­þega. Tryggja þarf lána­stofn­unum fullt skað­leysi af inn­heimtu lán­anna og taka fram að við inn­heimtu lán­anna verði farið eftir reglum og ferlum hverra lána­stofn­un­ar.“

Þá benda sam­tökin á að frum­varpið geri ráð fyrir að „lána­stofn­un“ veiti stuðn­ings­lán­ið. Óljóst sé á hvaða for­sendum ákvörðun muni byggja um hvaða lána­stofnun skuli afgreiða umsóknir ein­staka lán­taka. „Mörg minni fyr­ir­tækja eru í litlum lána­við­skiptum við lána­stofn­an­ir. Óljóst er því hvaða lána­stofnun ætti að taka að sér veit­ingu stuðn­ings­láns­ins í hverju til­vik­i.“

Geta ekki haft eft­ir­lit með arð­greiðslum

SFF gerir marg­hátt­aðar athuga­semdir við stuðn­ings­lána­fyr­ir­komu­lagið í umsögn­inni. Þar segir meðal ann­ars að með frum­varp­inu séu sett skil­yrði varð­andi arð­greiðslur og greiðslur af lánum rekstr­ar­að­ila til eig­enda. „Þessi skil­yrði munu end­ur­spegl­ast í lána­skil­málum stuðn­ings­lána. Það getur hins vegar ekki verið í höndum lána­stofn­unar að bera ábyrgð á því ef lán­taki brýtur gegn þessu skil­yrði með þeim hætti að að ábyrgð rík­is­sjóðs falli nið­ur. Lána­stofnun er umsjón­ar­að­ili vegna stuðn­ings­lána en getur ekki haft eft­ir­lit með rekstr­ar­að­ilum á láns­tím­an­um.“

Þá þurfi að gera ráð fyrir þeim mögu­leika að ein­hver verði ósáttur um nið­ur­stöðu um lán­töku­rétt og fjár­hæð stuðn­ings­lána. Sá aðili þurfi að geta skotið máli sínu til úrskurð­ar­að­ila telji við­kom­andi að fyr­ir­liggj­andi mat á sér sé rangt. Ekk­ert liggi fyrir um hver eigi að vera í því hlut­verki í stuðn­ings­lána­fyr­ir­komu­lag­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar