Síminn eykur við forskotið á farsímamarkaði hjá þjóð sem er óð í meira gagnamagn

Á áratug hefur gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti 225faldast. Síminn hefur á undanförnum árum endurheimt fyrsta sætið á listanum yfir það fjarskiptafyrirtæki sem er með flesta viðskiptavini í farsímaþjónustu, en mest gagnamagn flæðir um kerfi Nova.

sími
Auglýsing

Sím­inn, stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, jók við mark­aðs­hlut­deild sína á far­síma­mark­aði í fyrra. Alls var fyr­ir­tækið með 175.995 við­skipta­vini í áskrift í lok árs 2019 og 37 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Hlut­deildin jókst um 1,4 pró­sentu­stig og Sím­inn var eina fyr­ir­tækið á far­síma­mark­aði með telj­andi mark­aðs­hlut­deild sem fjölg­aði við­skipta­vinum sínum í fyrra. 

Helstu sam­keppn­is­að­il­arn­ir, Nova og Voda­fone (sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni) töp­uðu bæði mark­aðs­hlut­deild og við­skipta­vin­um. Hjá Nova, sem er nú með 32,8 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, fækk­aði við­skipta­vin­unum um rúm­lega tvö þús­und og hjá Voda­fo­ne, sem er með 27,2 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, um tæp­lega fimm þús­und á síð­asta ári. Sím­inn fjölg­aði á sama tíma sínum við­skipta­vinum um tæp­lega átta þús­und. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um fjar­skipta­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2019. 

Sím­inn missti for­skotið en hefur end­ur­heimt það

Staðan á mark­aðnum hefur verið að breyt­ast nokkuð ört und­an­farin ár. Á hru­nár­inu 2008 var Sím­inn til að mynda alls­ráð­andi á far­síma­mark­aði á Íslandi með 56,6 pró­sent hlut­deild en Nova, sem hóf starf­semi 1. des­em­ber 2007, náði því árið 2015 að verða það fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem var með mesta mark­aðs­hlut­deild. Um tíma, árinu 2017, náðu bæði Nova og Voda­fone að verða stærri en Sím­inn á þessum mark­að­i. 

Það breytt­ist 2018 þegar Sím­inn náði topp­sæt­inu að nýju. Í fyrra styrkti fyr­ir­tækið tak sitt á því. 

Auglýsing
Síminn hafði alls 5,8 millj­arða króna í tekjur af far­síma­þjón­ustu í fyrra, og dróg­ust þær saman um 360 millj­ónir króna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 batn­aði sá hluti rekstr­ar­ins hjá fyr­ir­tæk­inu og tekj­urnar juk­ust um 29 millj­ónir króma frá sama tíma­bili í fyrra. 

Far­síma­tekjur Voda­fone voru 3,9 millj­arðar króna í fyrra og lækk­uðu um 55 millj­ónir króna milli ára. Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 lækk­uðu tekj­urnar vegna far­síma um tvær millj­ónir króna miðað við sama tíma­bil á árinu 2019. Nova hefur ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir 2019 Fyr­ir­tækja­skráar og þar sem fyr­ir­tækið er ekki skráð á markað þá hefur það ekki sömu upp­lýs­inga­skyldu og Sím­inn og Sýn. 

Heim­ur­inn gjör­breyttur á tíu árum

Um liðin ára­mót voru 83,4 pró­sent allra virkra síma­korta á far­síma­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar. 

Notkun á gagna­magni hefur marg­fald­ast sam­hliða þess­ari þró­un. Nú þykir enda ekk­ert til­töku­mál að horfa til að mynda á bíó­myndir eða þætti í sím­anum sínum í gegnum far­síma­net­ið, en hér áður fyrr, þegar gagna­flutn­ingur var mun hæg­ari, var slíkt ómögu­legt og gat auk þess verið fok­dýrt. Þá má ekki van­meta þátt almennrar inter­net­notk­un­ar, hlað­varpa, notk­unar á sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book, Twitter og Instagram og streym­isveitna á borð við Spotify í aukn­ingu á notkun á gagna­magn­i. 

Auglýsing
Árið 2009 not­uðu íslenskir far­síma­not­endur 243 þús­und gíga­bæti af gagna­magni. Í fyrra not­uðu þeir 54,8 millj­ónir gíga­bæti. Á þessum ára­tug hefur aukn­ingin því 225fald­ast. 

Þessi aukn­ing er enn að eiga sér stað. Frá árs­lokum 2017 og fram til síð­ustu ára­móta rúm­lega tvö­fald­að­ist hún og á síð­asta ári einu saman jókst gagna­magn í far­síma­kerfi um 50 pró­sent. 

Vert er að taka fram að mikil aukn­ing á fjölda ferða­manna, sem hefur farið úr um hálfri milljón á ári árið 2010 í 2,3 millj­ónir 2018 og um tvær millj­ónir í fyrra, spilar líka rullu í hinni miklu aukn­ingu á notkun gagna­magns, enda flestir þeirra með far­síma sem þeir nota á ferða­lögum sínum til Íslands. Það verður því athygl­is­vert að sjá upp­gjör á gagna­magns­notkun fyrir árið 2020 þegar það liggur fyr­ir, í ljósi þess að nær engir ferða­menn hafa verið hér frá því snemma í mars, og verða lík­ast til vart fleiri það sem eftir lifir árs. 

Nova styrkir stöðu sína á toppi gagna­magns­list­ans

Nova hefur alltaf haft mikið for­skot þegar kemur að notkun við­skipta­vina fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á gagna­magni. Þar hefur áhersla fyr­ir­tæk­is­ins á að ná í unga við­skipta­vini sem hafa alist upp innan kerfis þess, á sama tíma og tækni- og neyslu­heim­ur­inn hefur gjör­breyst og færst meira yfir í litlar tölvur í vasa not­enda, borið ávöxt. Það þarf þó að taka fram að þar er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinnu­stað hans. Sím­inn er það fyr­ir­tæki sem er með flesta við­skipta­vini þegar kemur að hefð­bundnum inter­netteng­ing­um.

Nova var með 61,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar kom að gagna­magns­notkun á far­síma­neti í fyrra og bætti vel við hlut­deild sína frá sama tíma­bili árið áður. Sím­inn kemur þar á eftir með 24,3 pró­sent hlut­deild en Voda­fone rekur lest­ina hjá þremur stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum með 12,2 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. 

Aðrir minni leik­endur eru svo með 2,1 pró­sent hlut­deild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar