Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins

CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.

Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Auglýsing

Haustið 2014 fengu tveir skóla­fé­lagar úr æsku hug­mynd sem þeir síðan fylgdu eftir og er í dag orðin að tækni­lausn­inni CrankWheel, sem fjöl­mörg fyr­ir­tæki víða um heim nýta sér í dag­legum rekstri. Um er að ræða hug­bún­að­ar­lausn fyrir sölu­fólk, sem ein­faldar síma­sölu og gerir hana lík­ari því að vera á fjar­fundi með við­skipta­vin­in­um. Vöxt­ur­inn hefur aldrei verið hrað­ari en eftir að heims­far­ald­ur­inn fór að geisa.

„Þú hringir í ein­hvern, bara venju­legt sím­tal, og getur svo bætt við skjá­deil­ingu, lif­andi vídjóstraum af skjánum hjá þér,“ segir Jói Sig­urðs­son, sem stofn­aði fyr­ir­tækið ásamt Þor­gils Sig­valda­syni. Jói segir við Kjarn­ann að CrankWheel geri sölu­fólki kleift að kom­ast lengra í fyrstu sím­tölum sínum við mögu­lega við­skipta­vini.

Notk­unin er ein­föld, en sá sem fær sím­talið þarf ekki að setja upp neitt for­rit hjá sér til þess að geta séð það sem sölu­mað­ur­inn vill sýna honum með skjá­deil­ingu. Þetta hefur komið sér vel á dögum kór­ónu­veirunn­ar, þegar ekki hefur verið hægt að senda sölu­fólk út af örk­inni til þess að hitta við­skipta­vini augliti til auglit­is. Það er eig­in­lega bara búið að vera brjálað að gera, segir Jói.

Auglýsing

Nýlið­un­ar­hrað­inn um það bil þre­faldur

„Í mars­mán­uði fengum við þrefalt fleiri nýskrán­ingar en í febr­ú­ar. Og það hefur bara haldið áfram, við höfum verið með nokkurn veg­inn þre­faldan nýlið­un­ar­hraða hjá okkur síð­ustu mán­uði miðað við það sem við erum van­ir,“ segir Jói, en einnig hafa margir sem voru þegar að nota CrankWheel aukið notkun sína og „stækkað pakk­ann“ sem þeir eru að kaupa.

„Við verð­leggjum CrankWheel í svona pökkum sem inni­lega ákveðið mikla notk­un, en ekki fjölda not­enda, þannig að þú getur alveg bætt við slatta af fólki í Crankwheel án þess að þurfa endi­lega að stækka pakk­ann, en ef það er miklu meiri notkun þá þarftu að stækk­a,“ útskýrir Jói og bætir við að sem dæmi hafi tveir stórir við­skipta­vinir úti í heimi fært sig mikið til yfir í notkun CrankWheel í stað þess að senda sölu­fólk sitt á ferð­ina. 

Um er að ræða stór fyr­ir­tæki, annað með að minnsta kosti þrjú hund­ruð sölu­menn og hitt með á milli fimm til sex hund­ruð slíka. „Það eru ákveðnir vaxt­ar­verkir sem fylgja því að vaxa svona hratt, við erum búnir að þurfa að bæta við okkur miðl­urum sem reka hug­bún­að­inn og gera ýmis­legt til að stækka hann og láta hann þola meira álag,“ segir Jói.

Veltu því fyrir sér hvað vant­aði í sölu­mennsku

Hug­myndin að CrankWheel kvikn­aði sem áður segir haustið 2014, nánar til­tekið 1. sept­em­ber, sem Jói segir að hann muni alltaf þar sem það er afmæl­is­dagur með­stofn­anda hans, sem aldrei er kall­aður annað en Gilsi. 

Kveikjan var sam­tal þeirra tveggja um sölu­mennsku­stöf, sem Gilsi hafði sinnt um nokk­urra ára skeið fyrir fyr­ir­tæki á borð við trygg­inga­fé­lög, banka og fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Jói, sem lýsir sér sem tækni­kall­inum í sam­starf­inu, var nýlega hættur störfum hjá Google og hafði hug á að stofna sitt eigið fyr­ir­tæki frá grunni og þeir voru búnir að vera að velta því fyrir sér hvaða tól sölu­fólki vant­aði.

„Þegar ég spurði hann hvað hann not­aði, ef hann væri að selja fólki sem ætti heima úti á landi eitt­hvað og þyrfti að sýna þeim papp­íra, þá sagð­ist hann bara keyra til þeirra,“ segir Jói. Þar með var hug­myndin fædd. 

Rekst­ur­inn í plús síð­ustu tvö ár

Jói segir rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið sjálf­bæran und­an­farin rúm tvö ár, en hann og Gilsi hafa sjálfir sett fjár­muni í upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og auk þess fengið tvo styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði, en ekki tekið á móti utan­að­kom­andi fjár­fest­ingu.

„Þetta hefur byggst upp hægt og rólega. Við vorum komnir með fyrsta við­skipta­vin­inn í sept­em­ber 2015 og það er gaman að segja frá því að sá við­skipta­vinur er enn í við­skiptum við okk­ur. Raunar end­ast flestir mjög lengi, það hætta fáir sem koma í við­skipti við okk­ur,“ segir Jói.

Við­skipta­vinir CrankWheel eru víða, helst í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og ann­ars staðar í Evr­ópu en raunar eru þeir um allan heim, segir Jói og bætir við að helst sé um að ræða tvo  hópa við­skipta­vina. Margir af stærstu við­skipta­vin­unum eru fyr­ir­tæki sem eru svipuð og Já er hér heima, svo­kall­aðar gulu lín­ur. 

Erlendis hafa slík fyr­ir­tæki víða þró­ast yfir í að verða alhliða mark­aðs­skrif­stofur fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja í rekstri og bjóða gulu-­síð­urnar upp á gerð ein­faldra heima­síðna þar sem þjón­usta litlu fyr­ir­tækj­anna er kynnt. 

Sölu­menn þeirra hringja þá sölu­sím­tölin sín og með hjálp CrankWheel getur fyr­ir­tækja­eig­and­inn fengið að sjá hvernig mögu­leg heima­síða hans fyr­ir­tækis gæti litið út og útfært útlitið í sam­ráði við sölu­mann­inn.

Hinn stóri við­skipta­vina­hóp­ur­inn eru fyr­ir­tæki sem nota CrankWheel til að selja líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­ar, aðal­lega í Banda­ríkj­un­um. Þá er CrankWheel notað bæði til þess að sýna glærur og ein­hverja sölu­kynn­ingu, en einnig til þess að sýna við­skipta­vin­inum trygg­inga­skil­málana og fá hann til að stað­festa að hann hafi farið í gegnum þá.

„Áður var mjög erfitt að gera þetta, því þú gast ekki stað­fest þetta með því að senda tölvu­póst, en þú getur stað­fest þetta ef þú ert með við­skipta­vin­inn í sím­anum og hann stað­festir að hafa séð þessa síðu, þessa síðu og svo fram­veg­is,“ segir Jói.

Átta til níu starfs­menn að jafn­aði

Jói segir að ein­ungis hann og Gilsi starfi fyrir CrankWheel hér á Íslandi, en svo eru þeir með starfs­menn víða um ver­öld­ina, í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Pól­landi, Úkra­ínu og í Suð­ur­-Am­er­íku líka. Alls starfa fjórir hjá CrankWheel í fullu starfi og fjórir til fimm eru í hluta­starfi.

Frá upp­hafi hefur CrankWheel aðal­lega unnið í fjar­vinnu, segir Jói, en þeir Gilsi sjást þó stundum á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Kringl­unni þó að oft líði heilu vik­urnar þar sem þeir vinni á sitt­hvorum staðn­um. Það urðu því ekki miklar breyt­ingar á dag­legum rekstri þegar mælt var með fjar­vinnu vegna far­ald­urs­ins, nema hvað vöxt­inn varð­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal