Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins

CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.

Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Auglýsing

Haustið 2014 fengu tveir skóla­fé­lagar úr æsku hug­mynd sem þeir síðan fylgdu eftir og er í dag orðin að tækni­lausn­inni CrankWheel, sem fjöl­mörg fyr­ir­tæki víða um heim nýta sér í dag­legum rekstri. Um er að ræða hug­bún­að­ar­lausn fyrir sölu­fólk, sem ein­faldar síma­sölu og gerir hana lík­ari því að vera á fjar­fundi með við­skipta­vin­in­um. Vöxt­ur­inn hefur aldrei verið hrað­ari en eftir að heims­far­ald­ur­inn fór að geisa.

„Þú hringir í ein­hvern, bara venju­legt sím­tal, og getur svo bætt við skjá­deil­ingu, lif­andi vídjóstraum af skjánum hjá þér,“ segir Jói Sig­urðs­son, sem stofn­aði fyr­ir­tækið ásamt Þor­gils Sig­valda­syni. Jói segir við Kjarn­ann að CrankWheel geri sölu­fólki kleift að kom­ast lengra í fyrstu sím­tölum sínum við mögu­lega við­skipta­vini.

Notk­unin er ein­föld, en sá sem fær sím­talið þarf ekki að setja upp neitt for­rit hjá sér til þess að geta séð það sem sölu­mað­ur­inn vill sýna honum með skjá­deil­ingu. Þetta hefur komið sér vel á dögum kór­ónu­veirunn­ar, þegar ekki hefur verið hægt að senda sölu­fólk út af örk­inni til þess að hitta við­skipta­vini augliti til auglit­is. Það er eig­in­lega bara búið að vera brjálað að gera, segir Jói.

Auglýsing

Nýlið­un­ar­hrað­inn um það bil þre­faldur

„Í mars­mán­uði fengum við þrefalt fleiri nýskrán­ingar en í febr­ú­ar. Og það hefur bara haldið áfram, við höfum verið með nokkurn veg­inn þre­faldan nýlið­un­ar­hraða hjá okkur síð­ustu mán­uði miðað við það sem við erum van­ir,“ segir Jói, en einnig hafa margir sem voru þegar að nota CrankWheel aukið notkun sína og „stækkað pakk­ann“ sem þeir eru að kaupa.

„Við verð­leggjum CrankWheel í svona pökkum sem inni­lega ákveðið mikla notk­un, en ekki fjölda not­enda, þannig að þú getur alveg bætt við slatta af fólki í Crankwheel án þess að þurfa endi­lega að stækka pakk­ann, en ef það er miklu meiri notkun þá þarftu að stækk­a,“ útskýrir Jói og bætir við að sem dæmi hafi tveir stórir við­skipta­vinir úti í heimi fært sig mikið til yfir í notkun CrankWheel í stað þess að senda sölu­fólk sitt á ferð­ina. 

Um er að ræða stór fyr­ir­tæki, annað með að minnsta kosti þrjú hund­ruð sölu­menn og hitt með á milli fimm til sex hund­ruð slíka. „Það eru ákveðnir vaxt­ar­verkir sem fylgja því að vaxa svona hratt, við erum búnir að þurfa að bæta við okkur miðl­urum sem reka hug­bún­að­inn og gera ýmis­legt til að stækka hann og láta hann þola meira álag,“ segir Jói.

Veltu því fyrir sér hvað vant­aði í sölu­mennsku

Hug­myndin að CrankWheel kvikn­aði sem áður segir haustið 2014, nánar til­tekið 1. sept­em­ber, sem Jói segir að hann muni alltaf þar sem það er afmæl­is­dagur með­stofn­anda hans, sem aldrei er kall­aður annað en Gilsi. 

Kveikjan var sam­tal þeirra tveggja um sölu­mennsku­stöf, sem Gilsi hafði sinnt um nokk­urra ára skeið fyrir fyr­ir­tæki á borð við trygg­inga­fé­lög, banka og fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Jói, sem lýsir sér sem tækni­kall­inum í sam­starf­inu, var nýlega hættur störfum hjá Google og hafði hug á að stofna sitt eigið fyr­ir­tæki frá grunni og þeir voru búnir að vera að velta því fyrir sér hvaða tól sölu­fólki vant­aði.

„Þegar ég spurði hann hvað hann not­aði, ef hann væri að selja fólki sem ætti heima úti á landi eitt­hvað og þyrfti að sýna þeim papp­íra, þá sagð­ist hann bara keyra til þeirra,“ segir Jói. Þar með var hug­myndin fædd. 

Rekst­ur­inn í plús síð­ustu tvö ár

Jói segir rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið sjálf­bæran und­an­farin rúm tvö ár, en hann og Gilsi hafa sjálfir sett fjár­muni í upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og auk þess fengið tvo styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði, en ekki tekið á móti utan­að­kom­andi fjár­fest­ingu.

„Þetta hefur byggst upp hægt og rólega. Við vorum komnir með fyrsta við­skipta­vin­inn í sept­em­ber 2015 og það er gaman að segja frá því að sá við­skipta­vinur er enn í við­skiptum við okk­ur. Raunar end­ast flestir mjög lengi, það hætta fáir sem koma í við­skipti við okk­ur,“ segir Jói.

Við­skipta­vinir CrankWheel eru víða, helst í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og ann­ars staðar í Evr­ópu en raunar eru þeir um allan heim, segir Jói og bætir við að helst sé um að ræða tvo  hópa við­skipta­vina. Margir af stærstu við­skipta­vin­unum eru fyr­ir­tæki sem eru svipuð og Já er hér heima, svo­kall­aðar gulu lín­ur. 

Erlendis hafa slík fyr­ir­tæki víða þró­ast yfir í að verða alhliða mark­aðs­skrif­stofur fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja í rekstri og bjóða gulu-­síð­urnar upp á gerð ein­faldra heima­síðna þar sem þjón­usta litlu fyr­ir­tækj­anna er kynnt. 

Sölu­menn þeirra hringja þá sölu­sím­tölin sín og með hjálp CrankWheel getur fyr­ir­tækja­eig­and­inn fengið að sjá hvernig mögu­leg heima­síða hans fyr­ir­tækis gæti litið út og útfært útlitið í sam­ráði við sölu­mann­inn.

Hinn stóri við­skipta­vina­hóp­ur­inn eru fyr­ir­tæki sem nota CrankWheel til að selja líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­ar, aðal­lega í Banda­ríkj­un­um. Þá er CrankWheel notað bæði til þess að sýna glærur og ein­hverja sölu­kynn­ingu, en einnig til þess að sýna við­skipta­vin­inum trygg­inga­skil­málana og fá hann til að stað­festa að hann hafi farið í gegnum þá.

„Áður var mjög erfitt að gera þetta, því þú gast ekki stað­fest þetta með því að senda tölvu­póst, en þú getur stað­fest þetta ef þú ert með við­skipta­vin­inn í sím­anum og hann stað­festir að hafa séð þessa síðu, þessa síðu og svo fram­veg­is,“ segir Jói.

Átta til níu starfs­menn að jafn­aði

Jói segir að ein­ungis hann og Gilsi starfi fyrir CrankWheel hér á Íslandi, en svo eru þeir með starfs­menn víða um ver­öld­ina, í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Pól­landi, Úkra­ínu og í Suð­ur­-Am­er­íku líka. Alls starfa fjórir hjá CrankWheel í fullu starfi og fjórir til fimm eru í hluta­starfi.

Frá upp­hafi hefur CrankWheel aðal­lega unnið í fjar­vinnu, segir Jói, en þeir Gilsi sjást þó stundum á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Kringl­unni þó að oft líði heilu vik­urnar þar sem þeir vinni á sitt­hvorum staðn­um. Það urðu því ekki miklar breyt­ingar á dag­legum rekstri þegar mælt var með fjar­vinnu vegna far­ald­urs­ins, nema hvað vöxt­inn varð­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal