Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins

CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.

Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Auglýsing

Haustið 2014 fengu tveir skóla­fé­lagar úr æsku hug­mynd sem þeir síðan fylgdu eftir og er í dag orðin að tækni­lausn­inni CrankWheel, sem fjöl­mörg fyr­ir­tæki víða um heim nýta sér í dag­legum rekstri. Um er að ræða hug­bún­að­ar­lausn fyrir sölu­fólk, sem ein­faldar síma­sölu og gerir hana lík­ari því að vera á fjar­fundi með við­skipta­vin­in­um. Vöxt­ur­inn hefur aldrei verið hrað­ari en eftir að heims­far­ald­ur­inn fór að geisa.

„Þú hringir í ein­hvern, bara venju­legt sím­tal, og getur svo bætt við skjá­deil­ingu, lif­andi vídjóstraum af skjánum hjá þér,“ segir Jói Sig­urðs­son, sem stofn­aði fyr­ir­tækið ásamt Þor­gils Sig­valda­syni. Jói segir við Kjarn­ann að CrankWheel geri sölu­fólki kleift að kom­ast lengra í fyrstu sím­tölum sínum við mögu­lega við­skipta­vini.

Notk­unin er ein­föld, en sá sem fær sím­talið þarf ekki að setja upp neitt for­rit hjá sér til þess að geta séð það sem sölu­mað­ur­inn vill sýna honum með skjá­deil­ingu. Þetta hefur komið sér vel á dögum kór­ónu­veirunn­ar, þegar ekki hefur verið hægt að senda sölu­fólk út af örk­inni til þess að hitta við­skipta­vini augliti til auglit­is. Það er eig­in­lega bara búið að vera brjálað að gera, segir Jói.

Auglýsing

Nýlið­un­ar­hrað­inn um það bil þre­faldur

„Í mars­mán­uði fengum við þrefalt fleiri nýskrán­ingar en í febr­ú­ar. Og það hefur bara haldið áfram, við höfum verið með nokkurn veg­inn þre­faldan nýlið­un­ar­hraða hjá okkur síð­ustu mán­uði miðað við það sem við erum van­ir,“ segir Jói, en einnig hafa margir sem voru þegar að nota CrankWheel aukið notkun sína og „stækkað pakk­ann“ sem þeir eru að kaupa.

„Við verð­leggjum CrankWheel í svona pökkum sem inni­lega ákveðið mikla notk­un, en ekki fjölda not­enda, þannig að þú getur alveg bætt við slatta af fólki í Crankwheel án þess að þurfa endi­lega að stækka pakk­ann, en ef það er miklu meiri notkun þá þarftu að stækk­a,“ útskýrir Jói og bætir við að sem dæmi hafi tveir stórir við­skipta­vinir úti í heimi fært sig mikið til yfir í notkun CrankWheel í stað þess að senda sölu­fólk sitt á ferð­ina. 

Um er að ræða stór fyr­ir­tæki, annað með að minnsta kosti þrjú hund­ruð sölu­menn og hitt með á milli fimm til sex hund­ruð slíka. „Það eru ákveðnir vaxt­ar­verkir sem fylgja því að vaxa svona hratt, við erum búnir að þurfa að bæta við okkur miðl­urum sem reka hug­bún­að­inn og gera ýmis­legt til að stækka hann og láta hann þola meira álag,“ segir Jói.

Veltu því fyrir sér hvað vant­aði í sölu­mennsku

Hug­myndin að CrankWheel kvikn­aði sem áður segir haustið 2014, nánar til­tekið 1. sept­em­ber, sem Jói segir að hann muni alltaf þar sem það er afmæl­is­dagur með­stofn­anda hans, sem aldrei er kall­aður annað en Gilsi. 

Kveikjan var sam­tal þeirra tveggja um sölu­mennsku­stöf, sem Gilsi hafði sinnt um nokk­urra ára skeið fyrir fyr­ir­tæki á borð við trygg­inga­fé­lög, banka og fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Jói, sem lýsir sér sem tækni­kall­inum í sam­starf­inu, var nýlega hættur störfum hjá Google og hafði hug á að stofna sitt eigið fyr­ir­tæki frá grunni og þeir voru búnir að vera að velta því fyrir sér hvaða tól sölu­fólki vant­aði.

„Þegar ég spurði hann hvað hann not­aði, ef hann væri að selja fólki sem ætti heima úti á landi eitt­hvað og þyrfti að sýna þeim papp­íra, þá sagð­ist hann bara keyra til þeirra,“ segir Jói. Þar með var hug­myndin fædd. 

Rekst­ur­inn í plús síð­ustu tvö ár

Jói segir rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið sjálf­bæran und­an­farin rúm tvö ár, en hann og Gilsi hafa sjálfir sett fjár­muni í upp­bygg­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og auk þess fengið tvo styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði, en ekki tekið á móti utan­að­kom­andi fjár­fest­ingu.

„Þetta hefur byggst upp hægt og rólega. Við vorum komnir með fyrsta við­skipta­vin­inn í sept­em­ber 2015 og það er gaman að segja frá því að sá við­skipta­vinur er enn í við­skiptum við okk­ur. Raunar end­ast flestir mjög lengi, það hætta fáir sem koma í við­skipti við okk­ur,“ segir Jói.

Við­skipta­vinir CrankWheel eru víða, helst í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og ann­ars staðar í Evr­ópu en raunar eru þeir um allan heim, segir Jói og bætir við að helst sé um að ræða tvo  hópa við­skipta­vina. Margir af stærstu við­skipta­vin­unum eru fyr­ir­tæki sem eru svipuð og Já er hér heima, svo­kall­aðar gulu lín­ur. 

Erlendis hafa slík fyr­ir­tæki víða þró­ast yfir í að verða alhliða mark­aðs­skrif­stofur fyrir lítil fyr­ir­tæki og ein­yrkja í rekstri og bjóða gulu-­síð­urnar upp á gerð ein­faldra heima­síðna þar sem þjón­usta litlu fyr­ir­tækj­anna er kynnt. 

Sölu­menn þeirra hringja þá sölu­sím­tölin sín og með hjálp CrankWheel getur fyr­ir­tækja­eig­and­inn fengið að sjá hvernig mögu­leg heima­síða hans fyr­ir­tækis gæti litið út og útfært útlitið í sam­ráði við sölu­mann­inn.

Hinn stóri við­skipta­vina­hóp­ur­inn eru fyr­ir­tæki sem nota CrankWheel til að selja líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­ar, aðal­lega í Banda­ríkj­un­um. Þá er CrankWheel notað bæði til þess að sýna glærur og ein­hverja sölu­kynn­ingu, en einnig til þess að sýna við­skipta­vin­inum trygg­inga­skil­málana og fá hann til að stað­festa að hann hafi farið í gegnum þá.

„Áður var mjög erfitt að gera þetta, því þú gast ekki stað­fest þetta með því að senda tölvu­póst, en þú getur stað­fest þetta ef þú ert með við­skipta­vin­inn í sím­anum og hann stað­festir að hafa séð þessa síðu, þessa síðu og svo fram­veg­is,“ segir Jói.

Átta til níu starfs­menn að jafn­aði

Jói segir að ein­ungis hann og Gilsi starfi fyrir CrankWheel hér á Íslandi, en svo eru þeir með starfs­menn víða um ver­öld­ina, í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Pól­landi, Úkra­ínu og í Suð­ur­-Am­er­íku líka. Alls starfa fjórir hjá CrankWheel í fullu starfi og fjórir til fimm eru í hluta­starfi.

Frá upp­hafi hefur CrankWheel aðal­lega unnið í fjar­vinnu, segir Jói, en þeir Gilsi sjást þó stundum á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Kringl­unni þó að oft líði heilu vik­urnar þar sem þeir vinni á sitt­hvorum staðn­um. Það urðu því ekki miklar breyt­ingar á dag­legum rekstri þegar mælt var með fjar­vinnu vegna far­ald­urs­ins, nema hvað vöxt­inn varð­aði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Kristján Guy Burgess
Opið samfélag er besta bóluefnið
Kjarninn 1. desember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal