Tíu staðreyndir um lúsmý

Mikill vargur herjar nú á landsmenn en hann leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni.

Lúsmý Mynd: Erling Ólafsson
Auglýsing

1. 

Lúsmý eru agn­arsmáar mýfl­ugur af lús­mý­sætt, almennt 1 til 3 milli­metr­ar, afar fín­gerðar og illa sýni­legar nema helst þegar þær safn­ast margar saman á húð spen­dýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hár­litla húð manna. Lúsmý finnst um víða ver­öld enda teg­undir fjöl­margar og hver með sínar kröfur til aðbún­að­ar. Sumar teg­undir lús­mýs eru illa þokk­aðir bit­vargar á spen­dýrum, mönnum þar á með­al. Sumar geta borið skað­lega sýkla í blóð­gjafa sína. 

2. 

Kven­dýrin þurfa spen­dýra­blóð til að þroska egg. Sum lúsmý sjúga lík­ams­vessa úr smá­dýr­um. Lirfur eru flestar rán­dýr. Bæði kyn fá einnig orku úr í frjó­kornum plantna. Það fer eftir teg­undum bæði hvenær sum­ars og hvenær sól­ar­hrings lúsmý bít­ur. Sumar fljúga snemma sum­ars aðrar síð­ar, sumar athafna sig að degi til, aðrar á kvöldin og á björtum nótt­um, enn aðrar við sól­ar­upp­rás. Mun fleiri teg­undir leggj­ast á smá­dýr en stærri dýr með heitt blóð.

3. 

Algeng­ast er að upp­eld­is­stöðvar lús­mýs sé að finna í vatni, vot­lend­is­mosum eða öðrum blautum sverði, eða hvar sem vatn safn­ast í hol­rýmum eins og holum trjá­stofnum og svo fram­veg­is. Sumar teg­undir alast upp í rotn­andi plöntu­úr­gangi eða skít hús­dýra, sumar jafn­vel í safa inni í stönglum plantna eins og sveip­jurta. Lúsmý heldur sig einkum nálægt upp­eld­is­stöðv­unum en getur borist víða með vind­um. Flestar teg­undir þroska eina kyn­slóð á ári. Flestar brúa vetur á lirfu­stigi en færri á egg­stigi.

Auglýsing

4. 

Lúsmý lík­ist allra minnstu teg­undum ryk­mýs að ýmsu leyti. Sköpu­lag er svip­að, til­tölu­lega stuttir vængir leggj­ast flatir yfir aft­ur­bol, væn­gæðar sér­stakar, fremstu æðar enda í fram­rönd vængs sem sést stundum hjá ryk­mýi. Vængir eru ýmist hærðir eða ekki. Karl­dýr hafa fjað­ur­greindar svipur fálm­ara, þó ekki sömu gerðar og ein­stakar fjað­ur­greindar svipur ryk­mýskarla. Munn­limir eru mót­aðir til að rista húð og sjúga upp blóð­vessa.

5. 

Af lús­mý­sætt hafa um 5.000 teg­undir verið skil­greindar í heim­in­um, en skil­grein­ing­arnar eru margar óljósar og rugl­ings­leg­ar. Sér­fræð­ingar í þessum fræðum eru fáir og alls ekki á einu máli. Í Evr­ópu eru skráðar um 570 teg­undir í 28 ætt­kvísl­u­m. 

6. 

Hér á landi er ættin lítt rann­sökuð og því illa þekkt. Fyr­ir­liggj­andi þekk­ingu má rekja ára­tugi aftur og er hún því afar ótraust. Aðeins sex teg­undir voru til skamms tíma listaðar hér­lend­is, fjórar undir fullum teg­unda­heitum en tvær aðeins undir ætt­kvísla­heit­um. Engin þess­ara teg­unda er þekkt fyrir að leggj­ast á menn og önnur spen­dýr.

7. 

Sjö­unda teg­und­in, Culicoides reconditus, upp­götv­að­ist ekki fyrr en á síð­ustu árum og var henni ekki tekið fagn­andi. Um þessa til­teknu teg­und er það að segja að lífs­hættir hennar eru nán­ast óþekkt­ir. Upp­eld­is­stöðvar hafa ekki verið stað­sett­ar. Flug­tími er frá því snemma í júní og fram yfir miðjan ágúst. Ekki er vitað hvort um sé að ræða eina kyn­slóð yfir sum­arið eða tvær en flug­tím­inn er langur og gæti bent til tveggja kyn­slóða.

8.

Lúsmý leggst einkum á fólk í svefni, sækir inn um opna glugga á kvöldin og nótt­unni. Það þarf logn­stillur til að athafna sig, hverfur ef vindur blæs. Þétt­vax­inn garða­gróður í byggð skapar skjól og hag­stæð lífs­skil­yrði fyrir lús­mý, einnig hávax­inn trjá­gróður umhverfis sum­ar­hús. Þekkt er til­felli þar sem fólk í umgirtu sum­ar­húsi varð illa útleikið á meðan fólk í nálægu húsi þar sem eng­inn var skjól­garð­ur­inn slapp að mestu.

9. 

Flug­urnar skynja koltví­sýr­ing með ofur­næmum skynj­urum frá útöndun fólks og stað­setja þannig blóð­gjafa sína. Lík­ams­hlutar sem standa berir út undan sæng­um, svo sem and­lit og herð­ar, hand­leggir og fót­leggir gefa flug­unum sókn­ar­færi. Fljót­lega eftir bit koma fram bólur og útbrot með til­heyr­andi óbæri­legum kláða sem staðið getur yfir í all­nokkra daga. Þá er ráð­legt að bera á húð­ina kælikrem og jafn­vel taka inn ofnæm­is­lyf. Krem sem verja gegn bitum moskítóflugna kunna að vera fyr­ir­byggj­andi. Ann­ars er best að fara eftir ráð­legg­ingum hjúkr­un­ar­fólks í þessum efn­um.

10. 

Til að verj­ast lús­mýi enn frekar er ráð­legt að hafa glugga lok­aða, til vara að líma mjög fín­riðið gard­ínu­efni fyrir opn­an­leg fög á flug­tíma mýs­ins. Vifta sem heldur lofti á hreyf­ingu í svefn­her­bergi kann að hjálpa, hugs­an­lega einnig vifta sem blæs út á móti opnum glugg­um. Ráð­legt er að sofa í nátt­föt­um. Því hefur verið haldið fram að þessar agn­arsmáu og veik­byggðu mýfl­ugur bíti í gegnum fatnað en svo er ólík­legt. Stungumý – eða moskítófl­ugur – fer í gegnum fatnað en varla agn­arsmátt og veik­byggt lúsmý sem þolir ekki nokkra snert­ingu eða nún­ing við fatnað og rúm­föt.

Upp­lýs­ing­arnar í grein­inni eru fengnar af Vís­inda­vefnum í svari Erl­ings Ólafs­sonar og Matth­í­asar Alfreðs­son­ar, skor­dýra­fræð­inga hjá Nátt­úru­fræði­stofn­un.

Hægt er að fylgj­ast með reynslu­sögum Íslend­inga sem hafa orðið fyrir vargnum í sér­stökum hóp á Face­book

Hér er hægt að finna ráð til að verj­ast lús­mýi og við bit­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar