Kirkjulist eða klám

Undir venjulegum kringumstæðum er ekki dagsdaglega stríður straumur fólks í Heilagsandakirkjuna í Faaborg á Fjóni. Undanfarið hefur hins vegar fjöldi fólks streymt í kirkjuna, ekki þó til að hlýða á guðsorð eða biðjast fyrir.

Ein af myndunum eftir Jim Lyngvild í Heilagsandakirkjunni í Faaborg
Ein af myndunum eftir Jim Lyngvild í Heilagsandakirkjunni í Faaborg
Auglýsing

Smá­bæj­ar­ins Faaborg á Suð­ur­-Fjóni, með sína 7 þús­und íbúa er sjaldan getið í dönskum fjöl­miðl­um. Bæj­ar­ins er fyrst getið í skjölum árið 1229 en talið er að saga hans sé mun eldri. Á sumrin er Faaborg vin­sæll við­komu­staður fólks sem siglir um höfin á skútum og smá­bátum og á síð­asta ári komu þangað um 15 þús­und slíkir far­kost­ir. Í elsta hluta bæj­ar­ins eru fjöl­mörg veit­inga­hús og þjón­usta við ferða­fólk, einkum sæfar­end­ur, mik­il­vægur þáttur í atvinnu­líf­in­u.  

Und­an­farið hef­ur, þrátt fyrir kór­ónu­far­ald­ur­inn, verið óvenju margt ferða­fólk í Faaborg. Fyrst og fremst Dan­ir. Bæj­ar­búar eiga því ekki að venj­ast að landar þeirra streymi til bæj­ar­ins en þannig hefur það verið frá 7. mars. Þann dag var opnuð mynd­list­ar­sýn­ing í Heilagsanda­kirkj­unni í bæn­um. Það er útaf fyrir sig ekki nýlunda í þess­ari gömlu kirkju, sem á sér margra alda sögu.



Auglýsing

Sýn­ingin sem nú stendur yfir er ólík flestu því sem áður hefur verið sýnt í kirkj­unni og það er þessi sýn­ing sem dregur fólk að. Lista­mað­ur­inn, sem er 42 ára gam­all Dani og heitir Jim Lyng­vild, er þekktur í heima­land­inu. Auk mynd­list­ar­innar hefur Jim Lyng­vild skrifað margar bækur og gert sjón­varps­þætti.



Árið 2016 tók hann þátt í keppni í kín­verska sjón­varp­inu. Keppnin fólst í að hanna tísku­fatn­að. Um það bil 200 millj­ónir Kín­verja fylgd­ust með hverjum þætt­i.  Jim Lyng­vild bar ekki sigur úr býtum en hann seldi „fata­lín­una“ úr keppn­inni fyrir jafn­gildi 1400 millj­óna íslenskra króna. Þá pen­inga lét Jim Lyng­vild renna til góð­gerð­ar­mála.



Mynd­irnar og Ole Billum

Haustið 2019 hóf Jim Lyng­vild, sem býr skammt frá Faaborg, vinnu við gerð mynda sem hann sagði að „yrðu í trú­ar­legum anda en þó öðru­vísi.“ Það reynd­ust orð að sönnu. Mynd­irn­ar, sem á end­anum urðu sjö tals­ins, eru sam­bland ljós­mynda og mál­verka, lista­mað­ur­inn hefur stillt upp fyr­ir­sætum og tekið mynd. Eftir að myndin hefur verið sett á papp­ír, eða striga, hefur svo ýmsu verið bætt inn á mynd­ina og síðan tekin önnur mynd.



Ole Billum sem er efn­aður atvinnu­rek­andi í Faaborg, og þekkti til Jim Lyng­vild, frétti af þessum sér­stöku myndum og fékk hug­mynd. Hún var sú að myndir Jim Lyng­vild yrðu prent­að­ar, mikið stækk­að­ar, á léreft og sýndar almenn­ingi. Þeir höfðu sam­band við sókn­ar­nefnd Heilagsanda­kirkj­unnar í Faaborg sem tók vel í hug­mynd­ina. Ole Billum stóð straum af kostn­að­inum við prentun og inn­römmun mynd­anna sjö. Mynd­irnar eru engin smá­smíði, hver um sig 4,5 x 3 metrar á stærð. Sökum stærð­ar­innar varð inn­römm­unin að fara fram inni í kirkj­unni.



Fólk streymdi í kirkj­una 

Eins og áður var nefnt var sýn­ingin opnuð 7. mars, að við­stöddu fjöl­menni (fjöld­inn var þó tak­mark­aður vegna COVID19) og vakti strax mikla athygli. Danskir fjöl­miðlar greindu ítar­lega frá sýn­ing­unni og voru allir á einu máli um að mynd­irnar væru „öðru­vísi en þó með trú­ar­legu yfir­bragð­i,“ eins og lista­mað­ur­inn hafði sagt. Sem dæmi má nefna að á einni mynd­inni, Grebet i ægteskabs­brud, má sjá les­bískt par með húð­flúr og við borð situr kona með far­síma í hend­i. 



Allt frá fyrsta degi hefur fjöldi fólks sótt sýn­ing­una, skoð­anir sýn­ing­ar­gesta hafa verið skipt­ar. Sumir segja þær klám en all­ir, sem fjöl­miðlar hafa rætt við, eru sam­mála um að hún sé athygl­is­verð og ekki þurfi að fjöl­yrða um færni lista­manns­ins.

Fjöldi fólks mætti á opnun sýningarinnar þann 7. mars síðastliðinn. Mynd: Facebook/ Jim Lyngvild

Hvað ger­ist 1. sept­em­ber?

Upp­haf­lega var gert ráð fyrir að sýn­ing­unni á verkum Jim Lyng­vild lyki 31. ágúst. Ákveðið hafði ver­ið, fyrir löngu, að þá yrði kirkj­unni lokað vegna við­gerða og yrði ekki opnuð aftur fyrr en 1. nóv­em­ber á næsta ári. Vegna mik­illar aðsóknar að sýn­ingu Jim Lyng­vild hefur sókn­ar­nefndin fengið margar fyr­ir­spurnir um hvort sýn­ingin verði ekki áfram í kirkj­unni þegar við­gerð­unum lýkur og hún verður á ný opin almenn­ingi. Á Face­book síðu kirkj­unnar hefur staðið yfir könnun um hvort sýn­ing­unni skuli ljúka 31. ágúst eða hvort hún verði áfram. Um það bil 8 þús­und manns hafa tekið þátt í könn­un­inni og 97% þeirra vilja að mynd­irnar verði áfram til sýnis í kirkj­unn­i. 



Sókn­ar­nefndin úr takti við almenn­ings­á­litið

Sókn­ar­nefndin er hins vegar ekki á sama máli og þegar kosið var um hvort mynd­irnar verði teknar niður eða látnar vera áfram vildu 7 af 12 láta taka mynd­irnar niður en 5 vildu láta þær vera áfram. Eftir fund­inn í sókn­ar­nefnd­inni þar sem kosn­ingin fór fram kom í ljós að einn nefnd­ar­manna hafði ekki rétt til að kjósa, hann var í fríi frá nefnd­inni en mætti samt til að kjósa. Vegna þessa þurfti að end­ur­taka kosn­ing­una en úrslitin urðu þau sömu, meiri­hlut­inn vill að mynd­irnar verði ekki til sýnis þegar kirkjan verður opnuð aftur eftir við­gerð­irn­ar. 



Ákvörðun sókn­ar­nefnd­ar­innar hefur kallað fram sterk við­brögð margra sem segja nefnd­ina algjör­lega úr takti við almenn­ing. Í stað þess að gleðj­ast yfir að fólk streymi í kirkj­una og ræði um mynd­irnar og inni­hald trú­ar­innar sé nefndin gam­al­dags í afstöðu sinni. For­maður sókn­ara­nefnd­ar­innar er tals­maður þess að mynd­irnar verði áfram í kirkj­unni en seg­ist verða að hlíta ákvörðun meiri­hlut­ans. 



Ný sókn­ar­nefnd í haust

Þrátt fyrir ákvörðun sókn­ar­nefnd­ar­innar um að mynd­irnar skuli burt er ekki loku fyrir það skotið að þar geti orðið breyt­ing á. Í haust verður nefni­lega kosin ný sókn­ar­nefnd og þótt venju­lega séu ekki mikil átök í kringum slíkar kosn­ingar er lík­legt að fram­bjóð­endur verði krafðir um afstöðu sína til mynd­anna í Heilagsanda­kirkj­unni. Vitað er að fimm af núver­andi sókn­ar­nefnd­ar­mönnum ætla ekki að sitja áfram.



Hvað ef?

Eins og áður var nefnt varð að setja mynd­irnar í rammana inni í kirkj­unni, vegna stærð­ar. Ef þær verða fjar­lægðar verður að hafa sama hátt á, taka þær úr ramm­anum og taka síðan rammann i sund­ur.

Jim Lyng­vild sagði fyrir nokkru síðan að ef mynd­irnar yrðu ekki áfram til sýnis myndi hann brenna þær. Síðar sagði hann að það væri ekki góð hug­mynd að kveikja í Jesú, hann myndi í það minnsta ekki taka þátt í því. En bætti svo við „ég las að fyrir nokkrum árum hefði fund­ist 400 ára gam­alt verk, með Kristi á kross­in­um, í skoti á kirkju­lofti. Hver veit hvað kann að finn­ast á loft­inu hér í Heilagsanda­kirkj­unni eftir þrjú til fjögur hund­ruð ár.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar