EPA

Tæknirisinn sem Bandaríkin vilja stöðva

Bandaríkin saka Huawei um njósnir en þeim ásökunum hefur fyrirtækið hafnað. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt bandamenn sína til að meina Huawei aðkomu að uppbyggingu fjarskiptakerfa sinna og nú í vikunni bættist Bretland á lista þeirra landa sem gera það. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir ákvörðun Breta hafa komið mörgum á óvart.

Bretar bætt­ust á dög­unum í hóp nokk­urra ríkja sem bannað hafa aðkomu Huawei að upp­bygg­ingu 5G kerfa sinna en ákvörð­unin gæti tafið fyrir upp­bygg­ingu kerf­is­ins þar í landi. Banda­ríkin saka fyr­ir­tækið um að sinna njósnum fyrir yfir­fvöld í Pek­ing og hvetja banda­menn sína til að snið­ganga fyr­ir­tæk­ið.Huawei var stofnað árið 1987 í Shenzen í suð­ur­hluta Kína af Ren Zhen­fei sem enn gegnir starfi for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­tækið hefur frá upp­hafi fram­leitt búnað fyrir fjar­skipta­kerfi og er nú orðið eitt af stærstu tækni­fyr­ir­tækjum í heim­in­um. Til marks um stærð þess nægir að nefna starfs­manna­fjöld­an; um 180 þús­und manns. Fyr­ir­tækið fram­leiðir einnig far­síma en mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins í far­síma­sölu á heims­vísu er um 18 pró­sent. Ein­ungis Sam­sung hefur meiri hlut­deild á þeim mark­aði.Banda­rísk yfir­völd full­yrða að vörur Huawei geti verið not­aðar til njósna af hálfu kín­verskra yfir­valda. Í því sam­bandi hafa þau reynt að gera stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, áður­nefndan Ren Zhen­fei, tor­tryggi­legan með því að benda á að hann hafi þjónað um ára­bil í kín­verska hernum og sé félagi í Komm­ún­ista­flokknum þar í landi. Þá halda banda­rík yfir­völd því fram að sam­kvæmt kín­verskum upp­lýs­inga­lögum sé kín­verskum fyr­ir­tækjum bein­línis skylt að aðstoða þar­lend yfir­völd við að afla upp­lýs­inga fyrir leyni­þjón­ust­una. Þar af leið­andi geti yfir­völd í Pek­ing farið fram á að Huawei njósni fyrir sig.

Auglýsing

Segj­ast aldrei hafa sinnt njósnum

Huawei segir þennan bak­grunn Ren ekki skipta máli. Hann sé öllu heldur rök­rétt­ur, enda hafi Ren sem ungur maður þurft að vera félagi í Komm­ún­ista­flokknum til þess að eiga mögu­leika á því að gegna ábyrgða­stöðu. Varð­andi njósn­irnar segir fyr­ir­tækið að það hafi aldrei tekið þátt í slíku og muni ekki gera.Í maí var komið á nýjum við­skipta­þving­unum sem eru afar íþyngj­andi fyrir Huawei. Banda­rísk yfir­völd hafa meinað fyr­ir­tækjum sem frem­leiða íhluti sem Huawei notar í sinni fram­leiðslu að nota banda­ríska tækni, bæði hug­búnað og vél­bún­að. Þessar þving­anir taka gildi í sept­em­ber og munu bitna helst á fyr­ir­tækjum sem fram­leiða tölvuflögur fyrir Huawei. Í frétt New York Times er haft eftir John Neuf­fer, en hann fer fyrir sam­tökum fyr­ir­tækja sem fram­leiða hálf­leið­ara, að bann­inu fylgi mikil óvissa. Það geti sett fram­leiðslu hálf­leið­ara úr skorðum og haft veru­leg áhrif á fram­boð hálf­leið­ara á heims­vísu enda Huawei stór aðili á mark­aði.

Hófu fram­leiðslu á sínum eigin tölvuflögum

Bannið er enn ein aðgerð banda­rískra yfir­valda sem bein­ast sér­stak­lega að Huawei. Í maí í fyrra var sams konar við­skipta­bann sett á Huawei og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess. Í kjöl­farið þurfti Huawei að hætta kaupum á tölvuflögum frá banda­rískum fyr­ir­tækjum á borð við Qualcomm og hefja sína eigin fram­leiðslu. Við tók upp­bygg­ing á dótt­ur­fyr­ir­tæk­inu HiSil­icon sem fram­leiðir slíkar flög­ur.En HiSil­icon reiðir sig á önnur fyr­ir­tæki í hálf­leið­ara­brans­an­um, svo sem S.M.I.C sem stað­sett er í Shanghæ og T.S.M.C frá Tæv­an. Þau fyr­ir­tæki reiða sig svo á tækni frá Banda­ríkj­unum í sinni fram­leiðslu. Nýja bannið kemur þar af leið­andi í veg fyrir að S.M.I.C og T.S.M.C geti fram­leitt tölvuflögur fyrir Huawei. Þving­anir Banda­ríkj­anna virð­ast vera að skila til­ætl­uðum árangri, að minnsta kosti í Bret­landi. Í frétt BBC frá því fyrr í mán­uð­inum segir að vegna við­skipta­þving­ana gæti sú staða komið upp að Huawei þurfi því að leita til fyr­ir­tækja eftir íhlutum sem ekki fái grænt ljós hjá breskum stofn­unum sem hafa umsjón yfir net­ör­ygg­is­mál­um.

BT er eitt þeirra fjarskiptafyrirtækja í Bretlandi sem er með búnað frá Huawei í kerfum sínum. Þeim búnaði þarf að skipta út fyrir árið 2027
EPA

Fjar­lægja þarf allan búnað Huawei úr breska kerf­inu

Bretar hafa í ár verið mjög tví­stíg­andi í mál­efnum Huawei. Upp­haf­lega var tekin sú ákvörðun að bún­aður Huawei yrði leyfður í 5G kerf­inu, en hlutur Huawei mætti þó ekki fara yfir ákveðið hámark. Sú ákvörðun var end­ur­skoðuð í kjöl­far frek­ari þving­ana Banda­ríkj­anna og nú er svo komið að bún­aður Huawei verður með öllu bann­aður í fjar­skipta­kerf­inu.Það þýðir að allur bún­aður frá Huawei sem nú þegar er í breska kerf­inu verður að vera fjar­lægður fyrir árið 2027. Nú þegar er bún­aður Huawei í kerfum BT og Voda­fo­ne, svo dæmi séu tek­in, en þau eru stór fyr­ir­tæki á breskum fjar­skipta­mark­aði. Sam­kvæmt frétt BBC er kostn­að­ur­inn vegna þessa tal­inn geta numið allt að tveimur millj­örðum punda, sem sam­svarar um 350 millj­örðum króna. Þar að auki gæti ákvörðun Breta tafið fyrir 5G upp­bygg­ingu þar í landi um tvö til þrjú ár.Bretar eru fjarri því að vera fyrsta þjóðin til að banna aðkomu Huawei að upp­bygg­ingu 5G kerf­is­ins. Auk Bret­lands og Banda­ríkj­anna er búið að banna aðkomu Huawei að upp­bygg­ingu 5G kerf­is­ins í Ástr­al­íu, Nýja-­Sjá­landi, Kanada og Jap­an.Auglýsing

Telur ólík­legt að Huawei hafi komið að njósnum

„Þessi ákvörðun Bret­anna kom mörgum á óvart,“ segir Hrafn­kell V. Gísla­son, for­stjóri Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir Breta hingað til hafa verið á sömu línu og lönd Evr­ópu­sam­bands­ins hvað varðar aðkomu Huawei. Stofn­unin sem fer með net­ör­ygg­is­mál innan Evr­ópu­sam­bands­ins er European Union Agency for Cyber­security (En­isa) en hún hefur gefið út svkoll­aða verk­færakistu (e. tool­box) um ýmsar aðgerðir til að efla öryggi fjar­skipta­kerfa. „Í þessu „tool­box­i“ ­sem liggur fyrir á net­inu eru alls konar ráð­staf­anir og ein af þeim snýr að birgja­keðj­unni og lýtur að því að vera ekki um of háður einum til­teknum birgja,“ segir Hrafn­kell. Þess­ari nálgun hafi Bretar upp­haf­lega fylgt, sam­an­ber upp­haf­leg ákvörðun um að leyfa búnað Huawei í fjar­skipta­kerf­inu upp að vissu hámarki. En nú hefur orðið stefnu­breyt­ing og Bretar fylgt harð­ari afstöðu Banda­ríkj­anna til Huawei.Hrafn­kell segir að enn sem komið er sé ólík­legt að Huawei hafi stundað njósn­ir. „Mér er ekki kunn­ugt um það að nokkrum ein­asta manni hafi tek­ist að sýna fram á það að það er eða hafi verið ein­hver njósn­a­bún­aður eða óeðli­leg virkni í kerfum frá Huawei,“ segir hann. Mögu­leik­inn sé hins vegar til stað­ar.

Tak­mörkuð geta til að greina kóð­ann í upp­færslum

„Um­ræðan snýst um tvennt. Það snýst ann­ars vegar um ákveðið „potenti­al“. Um að það sé hægt að setja þennan búnað inn, til þess að gera með litlum fyr­ir­vara og lít­illi fyr­ir­höfn vegna þess að þetta er allt saman meira og minna hug­bún­að­ur. Og hins vegar er það að þessi kerfi, er þú ætlar að fara að greina kóð­ann í þeim og kef­is­upp­bygg­ingu kerf­anna þá gætu kannski Svíar gert það af því að þeir hafa þessa miklu þekk­ingu á fjar­skipt­um. Kannski geta njósn­a­stofn­anir í Bret­landi gert það. En þar með held ég að það séu upp­taldir evr­ópskir aðilar sem gætu ráðið við það.“Hrafn­kell líkir þessu við upp­færslur á stýri­kerf­um. „Það er nú ekki með nákvæm­lega sama hætti, en það er með sams­konar hætti. Þegar verið er að upp­færa þessi tækni­kerfi, þessi flóknu tækni­kerfi, þá koma bara upp­færslur frá fram­leið­anda,“ segir hann. Um kóð­ann í upp­færslum kerf­anna gildi það sama og um kóð­ann í tölvu­upp­færsl­um, í raun og veru viti not­and­inn lítið um inni­hald hans.„Þá fer inn ein­hver virkni sem á að bæta kerfið eða auka öryggið en þú veist í raun og veru ekk­ert hvað ger­ist. Og það er þessi mögu­leiki, að það komi bara ein­hver virkni, hún er sett inn og á vondum degi þegar að ástandið er orðið verra en það er í dag þá getur þessi virkni verið óheppi­leg út frá ein­hverjum sjón­ar­mið­u­m,“ segir Hrafn­kell.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar