Mynd: Bára Huld Beck Bjarni og Katrín
Mynd: Bára Huld Beck

Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir

Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram í dag segir að „efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaaðgerðum geta hlaupið á hundruðum milljarða króna“.

Frá því að tak­mörk­unum var lyft á landa­mærum Íslands um miðjan júní hafa um 70 þús­und ferða­menn komið til lands­ins auk um 45 þús­und íslenskra rík­is­borg­ara. Fram­lag hvers ferða­manns á hag­kerfið er metið á 100 til 120 þús­und krónur og því er áætlað að þeir ferða­menn sem hafa heim­sótt Ísland síð­ustu tvo mán­uði hafi lagt um átta millj­arða króna til efna­hags­lífs­ins á þeim tíma. Til sam­an­burðar getur útbreiðsla far­ald­urs­ins dregið úr neyslu inn­an­lands um tíu millj­arða króna, líkt og gerð­ist þegar sett var á hart sam­komu­bann hér­lendis í vor. 

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem var lagt fram í rík­is­stjórn í dag og var unnið að beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra vegna fyr­ir­hug­aðrar end­ur­skoð­unar á sótt­varna­ráð­stöf­unum á landa­mær­um. Í því eru viðruð efna­hags­leg sjón­ar­mið um áhrif harð­ari tak­mark­ana.

Þar er í fyrsta sinn lagt hag­rænt mat á kostnað þess að smit taki sig aftur upp sem leiði af sér harð­ari sótt­varn­ar­að­gerð­ir, en í fyrri sam­an­tekum stjórn­valda, ann­ars vegar skýrslu stýri­hóps sem stuðst var við þegar liðkað var fyrir frek­ari opnun landamæra og hins vegar grein­ar­gerð frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu frá því í byrjun júní, var fyrst og síð­ast fjallað um hver hag­ræn áhrif þess að opna landið frekar yrðu á ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Nið­ur­staðan virð­ist vera sú að efna­hags­legur kostn­aður þess að hafa landa­mærin opin sé meiri en ábat­inn sem það skapi fyrir ferða­þjón­ust­u. 

Á sama rík­is­stjórn­ar­fundi og minn­is­blaðið var lagt fram ákvað rík­­is­­stjórnin að eigi síðar en frá og með mið­viku­deg­inum 19. ágúst næst­kom­andi verði allir komu­far­þegar skimaðir tvisvar við kom­una til Íslands. 

Fyrri sýna­­taka verður á landa­­mærum, að því búnu ber komu­far­þegum að fara í sótt­­­kví í 4-5 daga þangað til nið­­ur­­staða er fengin úr seinni sýna­­töku. Börn fædd 2005 og síðar þurfa þó ekki að fara í skim­un. 

Með þeirri ákvörðun er verið að þrengja veru­lega að getu ferða­manna til að koma til Íslands.

Fluttum neyslu heim

Í minn­is­blað­inu segir að óvissa um horfur í ferða­þjón­ustu á heims­vísu næstu mán­uði sé alger. „Ógern­ingur er að spá fyrir um komur ferða­manna þegar aðstæður geta breyst veru­lega milli daga og því ekki gerð til­raun til þess hér. Ef hins vegar gert er ráð fyrir óbreyttum aðstæðum út árið má nota komur ferða­manna í júlí ásamt árs­tíða­sveiflu í fjölda ferða­manna árið 2019 til að fram­reikna fjölda ferða­manna það sem eftir lifir árs. Slík æfing bendir til þess að fjöldi erlendra ferða­manna sem heim­sækja landið það sem eftir lifir árs gæti legið á bil­inu 165 til 200 þús­und. Reyn­ist nauð­syn­legt að beita harð­ari sótt­varna­ráð­stöf­unum til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar en draga veru­lega úr eða koma í veg fyrir komur ferða­manna gæti þjóð­ar­búið orðið af 20-24 mö.kr til árs­loka vegna minni umsvifa í ferða­þjón­ust­u.“

Á móti hafi Íslend­ingar flutt til lands­ins neyslu sem ella hefði átt sér stað erlend­is, en korta­velta Íslend­inga hér á landi í júní óx um 13 millj­arða króna sam­an­borið við sama mánuð í fyrra. 

Í minn­is­blað­inu segir að nið­ur­staða rann­sóknar í Banda­ríkj­unum var sú að sam­fé­lags­legur kostn­aður af hverju COVID-19 smiti væri jafn­virði um 40 millj­óna króna á núver­andi gengi. „Efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum geta hlaupið á hund­ruðum millj­arða króna á árs­grund­velli. Mun meiri kostn­aður er af almennum sótt­varna­að­gerð­um, svo sem sam­komu­banni, en sér­tækum aðgerðum á borð við smitrakn­ingu og sótt­kví. Þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst var korta­velta Íslend­inga inn­an­lands um 10 millj­örðum króna minni á mán­uði en hún hefði verið án far­ald­urs­ins eða sem sam­svarar um fjögur pró­sent af lands­fram­leiðslu hvers mán­að­ar. Í mörgum Evr­ópu­löndum þar sem beitt var harð­ari aðgerðum en á Íslandi dróst lands­fram­leiðsla saman um 10-20 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ung­i.“

Eðli­legt að greiða gjald til að mæta sam­fé­lags­legum kostn­aði

Í minn­is­blað­inu er einnig farið yfir að óefn­is­legur kostn­aður af því að far­ald­ur­inn geisi sé einnig veru­leg­ur. „Það er til dæmis lýj­andi að þurfa að búa við ótta við að veikjast, að lúta sótt­varna­reglum í langan tíma og geta ekki hitt vini og vanda­menn. Margir væru til­búnir að greiða háar fjár­hæðir fyrir að kom­ast hjá þessu ef það væri mögu­legt. Við stefnu­mótun ber að taka til­lit til þessa kostn­aðar ekki síður en beina efna­hags­lega kostn­að­ar­ins.“

Auglýsing

Helstu nið­ur­stöður sem fram eru settar í minn­is­blað­inu eru því þær að skimun á landa­mærum sé þjóð­hags­lega hag­kvæm í þeim skiln­ingi að skimunin virð­ist svara kostn­aði þar sem stórt hlut­fall smit­aðra er greindur og þeir sem ferð­ast valda sam­fé­lags­legum kostn­aði vegna smit­hættu. „Landamæra­skimunin hefur auk þess fæl­ing­ar­mátt gagn­vart ein­stak­lingum sem vita að þeir kunna að bera veiruna. Ferða­langar ættu að greiða allan kostnað við skim­un.“

Þá segir í nið­ur­stöðu­hluta minn­is­blaðs­ins að ef gera ætti breyt­ingar á landamæra­skimun nú þá virð­ast „hin hag­rænu rök frekar hníga að því að herða en losa kröf­ur. Ef of langt er gengið í þeim efnum er ein­fald­ara að vinda ofan af þeim ákvörð­unum en að hemja útbreitt smit. Hvort rétta leiðin við smit­varnir á landa­mærum sé að hefja skimun allra sem hingað koma ásamt sér­tækri gjald­töku og stíf­ari kröfum fyrir þá sem hafa sterk sam­fé­lags­leg tengsl hér, hefja almenna tvö­falda skimun með sótt­kví eða beit­ing ein­hverra ann­arra úrræða ræðst fyrst og fremst að sótt­varn­ar­sjón­ar­miðum við núver­andi aðstæð­ur.“

Auk þess segir að rík hag­fræði­leg rök hnígi að því að þeir sem leggja í ferða­lög greiði sér­stak­lega fyrir þann sam­fé­lags­lega kostnað sem af þeim hljót­ast við núver­andi aðstæður til við­bótar við greiðslu fyrir kostnað af landamæra­skim­un. Hag­ræn rök hnígi til þess að „gjald sé lagt á komur far­þega til að koma til móts við þann sam­fé­lags­lega kostnað sem fylgir hættu á að smit ber­ist til lands­ins við núver­andi aðstæður og end­ur­spegl­ast ekki í verð­lagn­ingu ferða­laga á mark­aði, en of lágt verð leiðir til óhag­kvæmrar áhættu­töku sem slíku gjaldi er falið að leið­rétta. Mark­mið gjalds­ins er því hlið­stætt mark­miði kolefn­is­gjalds sem ætlað er að draga úr kolefn­is­út­blæstri fremur en að fjár­magna rík­is­sjóð.“

Stjórn­völd gerðu mis­tök með því að opna landið

Gylfi Zoega, pró­­fessor í hag­fræði, gagn­rýndi ákvörðun stjórn­valda um að opna landið frekar í grein sem hann birti í nýjasta tölu­­blaði Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í lok síð­ustu viku. 

Þar sagði hann að stjórn­­völd hefðu gert mis­tök með því að opna landið fyrir ferða­­mönnum um miðjan júní og ofmátu kosti þess að opna land­ið, en van­mátu þá hættu sem slík opnun skap­aði fyrir efna­hags­líf­ið. Ekki hafi verið gerð heild­­stæð athugun á efna­hags­­legum áhrifum opn­un­­ar­innar við und­ir­­bún­­ing henn­­ar. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­­völd stefnt mik­il­vægum almanna­­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar