Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID

Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Óform­leg gjald­eyr­is­höft virð­ast hafa haldið uppi virkni á Kaup­höll­inni síðan í mars, en vísi­tala hennar er nú á sama reiki og hún var í byrjun árs. Gengi fyr­ir­tækja hefur hins vegar verið mis­mun­andi, en Origo og Sím­inn hafa hækkað mest á síð­ustu mán­uðum á meðan hluta­bréfa­verð Icelandair og Sýnar hefur lækkað mest.

Líf­eyr­is­sjóðir lík­lega afstýrt frek­ari sam­drátt

Ekk­ert stórt hrun hefur orðið í kaup­höll­inni í ár, líkt og gerð­ist í kjöl­far síð­ustu efna­hag­skreppu. Að vísu virt­ist svo vera á fyrstu vikum far­ald­urs­ins, en vísi­tala kaup­hall­ar­innar féll um 27% í mar­s. 

Þann 17. mars gerði Seðla­bank­inn svo sam­komu­lag við líf­eyr­is­sjóð­ina um hlé á gjald­eyr­is­kaup­um, en með því sam­komu­lagi hófust nokk­urs konar óform­leg gjald­eyr­is­höft á land­inu. Þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir ákváðu að fjár­festa ekki erlendis hafa þeir í auknum mæli þurft að beina fjár­fest­ingum sínum inn­an­lands á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Auglýsing

Þessi ákvörðun virð­ist hafa haft góð áhrif á hluta­bréfa­mark­að­inn hér­lend­is, en vísi­tala kaup­hall­ar­innar tók að hækka örfáum dögum eftir sam­komu­lagið og er hún nú á sama reiki og hún var í byrjun árs­ins. 

Mis­mun­andi gengi fyr­ir­tækja

Nokkur munur hefur þó verið á gengi skráðra fyr­ir­tækja, en virði Mar­el, Origo og Sím­ans hafa hækkað mest, á meðan virði Icelandair og Sýn hefur lækkað all­mik­ið. Hluta­bréfa­verð smá­sölu­fyr­ir­tækj­anna Haga og Festi hefur náð aftur fyrri hæð­um, og fjár­mála­fyr­ir­tækin virð­ast hafa sömu­leiðis rétt úr kútn­um. Hins vegar virð­ist skell­ur­inn hafa verið harð­ari hjá fast­eigna­fé­lög­unum Reiti, Eik og Reg­inn. 

70% lækkun bréfa hjá Icelandair

Af öllum fyr­ir­tækj­unum í kaup­höll­inni sker Icelandair sig úr, en lok­anir landamæra um allan heim og erf­ið­leikar við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins hefur stefnt fram­tíð þess í tví­sýnu. Óvissan end­ur­spegl­ast í hluta­bréfa­virði félags­ins, en það hefur lækkað um 70% frá byrjun mars­mán­að­ar, lang­mest allra félaga í Kaup­höll­inn­i. 

Ólíkt gengi hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum

Næst á eftir Icelandair kemur Sýn, en virði fyr­ir­tæk­is­ins hefur lækkað um tæp 28%  á sama tíma­bili, en slæmar fréttir hafa borist af rekstri fyr­ir­tæk­is­ins í nokkurn tíma. Á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs tap­aði Sýn 350 millj­ónum króna, en heild­ar­tap fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra nam rúm­lega 1,7 millj­örðum króna. 

Verð hlutabréfa hjá Símanum og Sýn á þessu ári. Gögn frá Keldunni.Gengi Sýnar er í and­stöðu við gengi helsta keppi­nautar fyr­ir­tæk­is­ins, Sím­ans, en hluta­bréfa­verð þess síð­ar­nefnda hefur hækkað um fjórð­ung á sama tíma eins og sjá má á mynd hér að ofan. Ólíkt Sýn hefur rekstur Sím­ans gengið vel, en fyr­ir­tækið skil­aði 764 millj­óna króna hagn­aði á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs og 3 millj­arða króna hagn­aði í fyrra. 

Hluta­bréfa­verð Origo hefur einnig hækkað tölu­vert frá byrjun heims­far­ald­urs­ins og er það nú 22% hærra en það var við mán­aða­mót febr­úar og mars.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki og Brim í góðum málum

Flest önnur fyr­ir­tæki Kaup­hall­ar­innar virð­ast hafa náð að rétta úr kútnum eftir tíma­bund­inn skell í hluta­bréfa­verði í mars. Virði trygg­inga­fyr­ir­tækj­anna Sjó­vár, TM og VÍS, auk Kviku banka eru á svip­uðum slóðum og í byrjun árs, auk þess sem hluta­bréfa­verð Brims hefur verið á góðri sigl­ingu allt árið. 

Eina fjár­mála­fyr­ir­tækið sem ekki hefur náð sér að fullu eftir skell­inn í mars er Arion banki, en hluta­bréfa­verð þess er núna um 10% lægra en það var við mars­byrj­un. 

Minni sveiflur með sam­runa smá­sölu og olíu

Gengi hluta­bréfa í Högum og Festi hefur verið nokkuð gott, en verð þeirra hefur hækkað lít­il­lega frá byrjun far­ald­urs­ins. Ætla má að hækk­unin hefði verið meiri ef fyr­ir­tækin hefðu ekki tekið yfir olíu­fyr­ir­tækin N1 og Olís á síð­ustu árum, en eft­ir­spurn á olíu hefur lækkað í núver­andi kreppu á meðan rekstur smá­sölu­fyr­ir­tækja hefur gengið vel heilt yfir. 

Virði olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Skelj­ungs, sem ekki hefur sam­ein­ast smá­sölu­fyr­ir­tæki, hefur hins vegar lækkað nokkuð og er nú um 5% lægra en það var í mars­byrj­un. 

Fast­eigna­fé­lög finna fyrir krepp­unni

Gengi flestra fast­eigna­fé­laga hefur einnig verið erfitt á síð­ustu mán­uð­um, en virði Eik­ar, Reg­ins og Reita hefur minnkað tölu­vert frá byrjun far­ald­urs­ins. Mest hefur fallið verið hjá Reit­um, þar sem hluta­bréfa­verð félags­ins hefur lækkað um 26% á síð­asta hálfa árin­u. 

Mögu­legt er að félögin finni fyrir auknum van­skilum í leigu hjá fyr­ir­tækjum sem ekki hafa getað haldið áfram starf­semi sinni á meðan far­aldr­inum stóð, en Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að eig­endur skemmti­stað­ar­ins b5 hafi ekki greitt Eik leigu af hús­næði sínu síð­ustu þrjá mán­uði vegna tekju­leys­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar