Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID

Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Óform­leg gjald­eyr­is­höft virð­ast hafa haldið uppi virkni á Kaup­höll­inni síðan í mars, en vísi­tala hennar er nú á sama reiki og hún var í byrjun árs. Gengi fyr­ir­tækja hefur hins vegar verið mis­mun­andi, en Origo og Sím­inn hafa hækkað mest á síð­ustu mán­uðum á meðan hluta­bréfa­verð Icelandair og Sýnar hefur lækkað mest.

Líf­eyr­is­sjóðir lík­lega afstýrt frek­ari sam­drátt

Ekk­ert stórt hrun hefur orðið í kaup­höll­inni í ár, líkt og gerð­ist í kjöl­far síð­ustu efna­hag­skreppu. Að vísu virt­ist svo vera á fyrstu vikum far­ald­urs­ins, en vísi­tala kaup­hall­ar­innar féll um 27% í mar­s. 

Þann 17. mars gerði Seðla­bank­inn svo sam­komu­lag við líf­eyr­is­sjóð­ina um hlé á gjald­eyr­is­kaup­um, en með því sam­komu­lagi hófust nokk­urs konar óform­leg gjald­eyr­is­höft á land­inu. Þar sem líf­eyr­is­sjóð­irnir ákváðu að fjár­festa ekki erlendis hafa þeir í auknum mæli þurft að beina fjár­fest­ingum sínum inn­an­lands á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Auglýsing

Þessi ákvörðun virð­ist hafa haft góð áhrif á hluta­bréfa­mark­að­inn hér­lend­is, en vísi­tala kaup­hall­ar­innar tók að hækka örfáum dögum eftir sam­komu­lagið og er hún nú á sama reiki og hún var í byrjun árs­ins. 

Mis­mun­andi gengi fyr­ir­tækja

Nokkur munur hefur þó verið á gengi skráðra fyr­ir­tækja, en virði Mar­el, Origo og Sím­ans hafa hækkað mest, á meðan virði Icelandair og Sýn hefur lækkað all­mik­ið. Hluta­bréfa­verð smá­sölu­fyr­ir­tækj­anna Haga og Festi hefur náð aftur fyrri hæð­um, og fjár­mála­fyr­ir­tækin virð­ast hafa sömu­leiðis rétt úr kútn­um. Hins vegar virð­ist skell­ur­inn hafa verið harð­ari hjá fast­eigna­fé­lög­unum Reiti, Eik og Reg­inn. 

70% lækkun bréfa hjá Icelandair

Af öllum fyr­ir­tækj­unum í kaup­höll­inni sker Icelandair sig úr, en lok­anir landamæra um allan heim og erf­ið­leikar við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu félags­ins hefur stefnt fram­tíð þess í tví­sýnu. Óvissan end­ur­spegl­ast í hluta­bréfa­virði félags­ins, en það hefur lækkað um 70% frá byrjun mars­mán­að­ar, lang­mest allra félaga í Kaup­höll­inn­i. 

Ólíkt gengi hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækj­unum

Næst á eftir Icelandair kemur Sýn, en virði fyr­ir­tæk­is­ins hefur lækkað um tæp 28%  á sama tíma­bili, en slæmar fréttir hafa borist af rekstri fyr­ir­tæk­is­ins í nokkurn tíma. Á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs tap­aði Sýn 350 millj­ónum króna, en heild­ar­tap fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra nam rúm­lega 1,7 millj­örðum króna. 

Verð hlutabréfa hjá Símanum og Sýn á þessu ári. Gögn frá Keldunni.Gengi Sýnar er í and­stöðu við gengi helsta keppi­nautar fyr­ir­tæk­is­ins, Sím­ans, en hluta­bréfa­verð þess síð­ar­nefnda hefur hækkað um fjórð­ung á sama tíma eins og sjá má á mynd hér að ofan. Ólíkt Sýn hefur rekstur Sím­ans gengið vel, en fyr­ir­tækið skil­aði 764 millj­óna króna hagn­aði á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs og 3 millj­arða króna hagn­aði í fyrra. 

Hluta­bréfa­verð Origo hefur einnig hækkað tölu­vert frá byrjun heims­far­ald­urs­ins og er það nú 22% hærra en það var við mán­aða­mót febr­úar og mars.

Fjár­mála­fyr­ir­tæki og Brim í góðum málum

Flest önnur fyr­ir­tæki Kaup­hall­ar­innar virð­ast hafa náð að rétta úr kútnum eftir tíma­bund­inn skell í hluta­bréfa­verði í mars. Virði trygg­inga­fyr­ir­tækj­anna Sjó­vár, TM og VÍS, auk Kviku banka eru á svip­uðum slóðum og í byrjun árs, auk þess sem hluta­bréfa­verð Brims hefur verið á góðri sigl­ingu allt árið. 

Eina fjár­mála­fyr­ir­tækið sem ekki hefur náð sér að fullu eftir skell­inn í mars er Arion banki, en hluta­bréfa­verð þess er núna um 10% lægra en það var við mars­byrj­un. 

Minni sveiflur með sam­runa smá­sölu og olíu

Gengi hluta­bréfa í Högum og Festi hefur verið nokkuð gott, en verð þeirra hefur hækkað lít­il­lega frá byrjun far­ald­urs­ins. Ætla má að hækk­unin hefði verið meiri ef fyr­ir­tækin hefðu ekki tekið yfir olíu­fyr­ir­tækin N1 og Olís á síð­ustu árum, en eft­ir­spurn á olíu hefur lækkað í núver­andi kreppu á meðan rekstur smá­sölu­fyr­ir­tækja hefur gengið vel heilt yfir. 

Virði olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Skelj­ungs, sem ekki hefur sam­ein­ast smá­sölu­fyr­ir­tæki, hefur hins vegar lækkað nokkuð og er nú um 5% lægra en það var í mars­byrj­un. 

Fast­eigna­fé­lög finna fyrir krepp­unni

Gengi flestra fast­eigna­fé­laga hefur einnig verið erfitt á síð­ustu mán­uð­um, en virði Eik­ar, Reg­ins og Reita hefur minnkað tölu­vert frá byrjun far­ald­urs­ins. Mest hefur fallið verið hjá Reit­um, þar sem hluta­bréfa­verð félags­ins hefur lækkað um 26% á síð­asta hálfa árin­u. 

Mögu­legt er að félögin finni fyrir auknum van­skilum í leigu hjá fyr­ir­tækjum sem ekki hafa getað haldið áfram starf­semi sinni á meðan far­aldr­inum stóð, en Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að eig­endur skemmti­stað­ar­ins b5 hafi ekki greitt Eik leigu af hús­næði sínu síð­ustu þrjá mán­uði vegna tekju­leys­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar