Miklu minni þörf fyrir frestun á greiðslu opinberra gjalda en áætlað var

Íslensk fyrirtæki hafa frestað 15,7 milljarða greiðslum á tryggingargjaldi, tekjuskatti og útsvari frá því að heimsfaraldurinn skall á. Stjórnvöld áætluðu að sú tala yrði nálægt 100 milljörðum króna.

Formenn stjórnarflokkanna kynntu fyrstu efnahagsaðgerðir sínar vegna kórónuveirufaraldursins 21. mars. Umfang aðgerðanna var metið 230 milljarðar króna. Þar af átti frestun á greiðslu opinberra gjalda að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða.
Formenn stjórnarflokkanna kynntu fyrstu efnahagsaðgerðir sínar vegna kórónuveirufaraldursins 21. mars. Umfang aðgerðanna var metið 230 milljarðar króna. Þar af átti frestun á greiðslu opinberra gjalda að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða.
Auglýsing

Ein af fyrstu aðgerð­unum sem íslensk stjórn­völd gripu til vegna efna­hags­legra afleið­inga af kór­ónu­veiru­far­ald­inum var að veita fyr­ir­tækjum í land­inu frest á greiðslu á helm­ingi trygg­ing­ar­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars. Þetta var ákveðið 12. mars, fjórum dögum áður en að eindagi þeirra gjalda átti að vera. Þeim eindaga var frestað um mánuð upp­haf­lega, og síðar þangað til í jan­úar á næsta ári. Gert var ráð fyrir að þetta myndi seinka tekjum til rík­is­sjóðs upp á 22 millj­arða króna.

Þegar rík­is­stjórnin kynnti svo fyrsta efna­hag­s­pakka sinn 21. mars var ein þeirra aðgerða sem þar var kynnt til leiks sú að fresta mætti þremur gjald­dögum stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber til við­bótar ef fyr­ir­tæki gæti mætt ákveðnum skil­yrð­um. Þau voru að um minnsta kosti þriðj­ungs sam­drátt væri að ræða í rekstr­ar­tekjum fyr­ir­tækis yfir heilan mánuð sam­an­borið við sama mánuð árið 2019, að tekju­fallið hefði leitt af sér rekstr­ar­örð­ug­leika (einkum horft til stöðu eigin fjár og lausa­fjár­stöðu) og að rekstr­ar­örð­ug­leik­arnir væru tíma­bundnir og því hefði ekki verið til staðar var­an­legur fjár­hags­vandi áður en til tekju­falls­ins kom. 

Auglýsing
Hægt er að kalla umræddar frest­anir vaxta­laus lán frá rík­is­sjóði, enda báru frest­an­irnar enga vexti og eru til end­ur­greiðslu í byrjun næsta árs, nánar til­tekið 15. jan­úar 2021. Þangað til eru fjár­munir sem rík­is­sjóður í raun á frjálsir til ráð­stöf­unar fyrir þau fyr­ir­tæki sem nýttu sér úrræð­ið, án nokk­urs kostn­að­ar.  

Stór hluti af áætl­uðum heild­ar­á­hrifum efna­hag­s­pakka eitt

Miðað við ákveðnar for­sendur um nýt­ingu var áætlað að þessi aðgerð gæti frestað greiðslu á tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga um 33 til 100 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hlut­föllin voru reiknuð þannig að 57 pró­sent höggs­ins gæti lent á rík­is­sjóði en 43 pró­sent á sveit­ar­stjórn­um.

Frek­ari grein­ingar stjórn­valda mátu að heim­ild til að fresta helm­ingi stað­greiðslu tekju­skatts, útsvars og trygg­ing­ar­gjalds leiddi í ljós þá áætlun að allt að 22 millj­arðar króna myndu verða frestað í mars einum saman og áhrif af frestun á þremur gjald­dögum til við­bótar voru áætluð allt að tæpum 70 millj­örðum króna.

Í glæru­kynn­ingu ráða­manna, þegar þeir kynntu fyrsta efna­hag­s­pakka sinn, var sett fram að þessi aðgerð myndi styrkja lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja um 75 millj­arða króna.

Þetta var því stór hluti þeirra 230 millj­arða króna sem heild­ar­á­hrif aðgerð­ar­pakk­ans voru sögð vera.

Um 17 pró­sent af því sem reiknað var með

Þessar for­sendur gengu ekki eft­ir. Umfang frestaðra greiðslna hefur þvert á móti verið 15,7 millj­arðar króna frá mars­mán­uði og út júlí, eða um 17 pró­sent af því sem frek­ari grein­ing stjórn­valda reikn­aði með. 

­Mest var um frest­anir í mars­mán­uði þegar um fjórð­ungi allra greiðslna á opin­berum gjöldum var frestað, alls 11,3 millj­arðar króna. Hluti launa­greið­enda sem nýttu sér þá frestun hafa hins vegar síðan greitt upp skuld­ina vegna mars­mán­aðar þrátt fyrir að hún væri ekki á gjald­daga fyrr en í upp­hafi næsta árs. Umfang þeirrar upp­hæðar sem var frestað í mars hefur vegna þessa lækkað í 9,4 millj­arða króna. 

Í apríl frest­uðu fyr­ir­tækin í land­inu 3,8 millj­örðum króna af greiðslum og í maí var upp­hæðin 2,1 millj­arður króna. Hún reis á ný í júní og var þá rúm­lega þrír millj­arðar króna en dróst veru­lega saman í síð­asta mán­uði þegar greiðslum upp á ein­ungis 708 millj­ónum króna var frestað. 

Í frétta­til­kynn­ingu sem birt­ist á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í dag, sem sýndi tölur yfir stöðu efna­hags­að­gerðar vegna COVID-19, segir að hið lága hlut­fall frest­ana í júlí bendi til þess að launa­greið­endur sem kusu að nýta heim­ild­ina hefðu að miklu leyti gert það fyrstu þrjá mán­uð­ina sem hún var í boð­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar