Miklu minni þörf fyrir frestun á greiðslu opinberra gjalda en áætlað var

Íslensk fyrirtæki hafa frestað 15,7 milljarða greiðslum á tryggingargjaldi, tekjuskatti og útsvari frá því að heimsfaraldurinn skall á. Stjórnvöld áætluðu að sú tala yrði nálægt 100 milljörðum króna.

Formenn stjórnarflokkanna kynntu fyrstu efnahagsaðgerðir sínar vegna kórónuveirufaraldursins 21. mars. Umfang aðgerðanna var metið 230 milljarðar króna. Þar af átti frestun á greiðslu opinberra gjalda að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða.
Formenn stjórnarflokkanna kynntu fyrstu efnahagsaðgerðir sínar vegna kórónuveirufaraldursins 21. mars. Umfang aðgerðanna var metið 230 milljarðar króna. Þar af átti frestun á greiðslu opinberra gjalda að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða.
Auglýsing

Ein af fyrstu aðgerð­unum sem íslensk stjórn­völd gripu til vegna efna­hags­legra afleið­inga af kór­ónu­veiru­far­ald­inum var að veita fyr­ir­tækjum í land­inu frest á greiðslu á helm­ingi trygg­ing­ar­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars. Þetta var ákveðið 12. mars, fjórum dögum áður en að eindagi þeirra gjalda átti að vera. Þeim eindaga var frestað um mánuð upp­haf­lega, og síðar þangað til í jan­úar á næsta ári. Gert var ráð fyrir að þetta myndi seinka tekjum til rík­is­sjóðs upp á 22 millj­arða króna.

Þegar rík­is­stjórnin kynnti svo fyrsta efna­hag­s­pakka sinn 21. mars var ein þeirra aðgerða sem þar var kynnt til leiks sú að fresta mætti þremur gjald­dögum stað­greiðslu og trygg­ing­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber til við­bótar ef fyr­ir­tæki gæti mætt ákveðnum skil­yrð­um. Þau voru að um minnsta kosti þriðj­ungs sam­drátt væri að ræða í rekstr­ar­tekjum fyr­ir­tækis yfir heilan mánuð sam­an­borið við sama mánuð árið 2019, að tekju­fallið hefði leitt af sér rekstr­ar­örð­ug­leika (einkum horft til stöðu eigin fjár og lausa­fjár­stöðu) og að rekstr­ar­örð­ug­leik­arnir væru tíma­bundnir og því hefði ekki verið til staðar var­an­legur fjár­hags­vandi áður en til tekju­falls­ins kom. 

Auglýsing
Hægt er að kalla umræddar frest­anir vaxta­laus lán frá rík­is­sjóði, enda báru frest­an­irnar enga vexti og eru til end­ur­greiðslu í byrjun næsta árs, nánar til­tekið 15. jan­úar 2021. Þangað til eru fjár­munir sem rík­is­sjóður í raun á frjálsir til ráð­stöf­unar fyrir þau fyr­ir­tæki sem nýttu sér úrræð­ið, án nokk­urs kostn­að­ar.  

Stór hluti af áætl­uðum heild­ar­á­hrifum efna­hag­s­pakka eitt

Miðað við ákveðnar for­sendur um nýt­ingu var áætlað að þessi aðgerð gæti frestað greiðslu á tekjum rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga um 33 til 100 millj­arða króna á tíma­bil­inu. Hlut­föllin voru reiknuð þannig að 57 pró­sent höggs­ins gæti lent á rík­is­sjóði en 43 pró­sent á sveit­ar­stjórn­um.

Frek­ari grein­ingar stjórn­valda mátu að heim­ild til að fresta helm­ingi stað­greiðslu tekju­skatts, útsvars og trygg­ing­ar­gjalds leiddi í ljós þá áætlun að allt að 22 millj­arðar króna myndu verða frestað í mars einum saman og áhrif af frestun á þremur gjald­dögum til við­bótar voru áætluð allt að tæpum 70 millj­örðum króna.

Í glæru­kynn­ingu ráða­manna, þegar þeir kynntu fyrsta efna­hag­s­pakka sinn, var sett fram að þessi aðgerð myndi styrkja lausa­fjár­stöðu fyr­ir­tækja um 75 millj­arða króna.

Þetta var því stór hluti þeirra 230 millj­arða króna sem heild­ar­á­hrif aðgerð­ar­pakk­ans voru sögð vera.

Um 17 pró­sent af því sem reiknað var með

Þessar for­sendur gengu ekki eft­ir. Umfang frestaðra greiðslna hefur þvert á móti verið 15,7 millj­arðar króna frá mars­mán­uði og út júlí, eða um 17 pró­sent af því sem frek­ari grein­ing stjórn­valda reikn­aði með. 

­Mest var um frest­anir í mars­mán­uði þegar um fjórð­ungi allra greiðslna á opin­berum gjöldum var frestað, alls 11,3 millj­arðar króna. Hluti launa­greið­enda sem nýttu sér þá frestun hafa hins vegar síðan greitt upp skuld­ina vegna mars­mán­aðar þrátt fyrir að hún væri ekki á gjald­daga fyrr en í upp­hafi næsta árs. Umfang þeirrar upp­hæðar sem var frestað í mars hefur vegna þessa lækkað í 9,4 millj­arða króna. 

Í apríl frest­uðu fyr­ir­tækin í land­inu 3,8 millj­örðum króna af greiðslum og í maí var upp­hæðin 2,1 millj­arður króna. Hún reis á ný í júní og var þá rúm­lega þrír millj­arðar króna en dróst veru­lega saman í síð­asta mán­uði þegar greiðslum upp á ein­ungis 708 millj­ónum króna var frestað. 

Í frétta­til­kynn­ingu sem birt­ist á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í dag, sem sýndi tölur yfir stöðu efna­hags­að­gerðar vegna COVID-19, segir að hið lága hlut­fall frest­ana í júlí bendi til þess að launa­greið­endur sem kusu að nýta heim­ild­ina hefðu að miklu leyti gert það fyrstu þrjá mán­uð­ina sem hún var í boð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar