Hrun í giftingabransanum

Klúður við framkvæmd laga sem sett voru til að koma í veg fyrir svokölluð sýndarbrúðkaup hafa orðið til þess að nokkur sveitarfélög í Danmörku hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi.

hjónaband
Auglýsing

Í árs­byrjun 2018 tóku gildi í Dan­mörku nýjar reglur varð­andi hjóna­vígsl­ur. Regl­unum var ætlað að koma í veg fyrir að rík­is­borg­arar landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins gætu fengið land­vist­ar­leyfi í aðild­ar­ríkjum ESB, með því að fara „bak­dyra­meg­in“.

Sam­kvæmt reglum Evr­ópu­sam­bands­ins þarf fólk sem hyggst ganga í hjóna­band, í löndum sam­bands­ins að upp­fylla ákveðin skil­yrði. Yfir­völd í hverju landi eiga að ganga úr skugga um að þessi skil­yrði séu upp­fyllt. Fólk má ekki vera gift öðrum, við­kom­andi skulu hafa aldur til að mega giftast, fólk sé að ganga í hjóna­band af fúsum og frjálsum vilja, ekki sé um að ræða sýnd­ar­hjóna­band o.s.frv. Stjórn­völdum í ESB lönd­unum er í sjálfs­vald sett hvernig þessi „at­hug­un“ á til­von­andi hjón­um ­fer fram. Sum lönd hafa eina stofnun sem tekur á móti öllum umsóknum og ef allt er í lagi getur parið látið pússa sig saman hvar sem er, í við­kom­andi landi.

Í Dan­mörku var fyr­ir­komu­lagið þannig að sveit­ar­fé­lögin afgreiddu umsókn­irn­ar. Parið valdi sem sé fyr­ir­fram hvar það hygð­ist láta gifta sig og sótti um á við­kom­andi stað. Á sínum tíma þótti dönskum stjórn­mála­mönnum þetta gott fyr­ir­komu­lag „nóg er nú mið­stýr­ingin samt“ sögðu sumir þing­menn í umræð­um. Flokk­arnir á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, voru sam­mála um að ef leyf­is­veit­ing­arnar væru á hendi sveit­ar­fé­lag­anna gengju þær hraðar fyrir sig. 

Mun fleiri gift­ingar útlend­inga í Dan­mörku

Á und­an­förnum árum hafa gift­ing­ar, þar sem annar aðil­inn var ESB borg­ari en hinn ekki, verið hlut­falls­lega miklu fleiri í Dan­mörku en öðrum ESB ríkj­um. Í umræðum í þing­inu töldu þing­menn sig vita skýr­ing­una. Það væri ein­fald­lega miklu auð­veld­ara að verða sér úti um „leyf­ið“ í Dan­mörku en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Þess vegna hafi verið mikið um hin svo­nefndu sýnd­ar­brúð­kaup.

Tekjur og vin­sælir staðir

Ástæðu þess að til­tölu­lega auð­velt væri að fá gift­ing­ar­leyfi í Dan­mörku töldu þing­menn aug­ljósa; sveit­ar­fé­lögin hefðu umtals­verðar tekjur af gift­ing­ar­leyfum og brúð­kaup­um. Iðu­lega fjöl­menna ætt­ingjar og vinir til athafn­ar­innar og brúð­kaups­veisl­unn­ar, sumir koma kannski langt að og vilja gista. 

Auglýsing
Allt þýðir þetta tekjur fyrir við­kom­andi sveit­ar­fé­lag. Engar tölur eru til um fjölda þeirra brúð­kaups­gesta sem komið hafa til Dan­merkur á und­an­förnum árum. Ljóst er hins­vegar að fjöld­inn er umtals­verð­ur.

Fram til 1. jan­úar var leyf­is­gjaldið kr. 870.- danskar (19 þús­und íslenskar). Gjaldið rann til sveit­ar­fé­lags­ins, sem einnig ann­að­ist inn­heimt­una. 

Vin­sæl­ustu brúð­kaups­stað­irnir í Dan­mörku hafa lengi ver­ið, fyrir utan Kaup­manna­höfn, Sønd­er­borg og Tønder á Suð­ur- Jót­landi ásamt eyj­unum Langa­landi og Ærø. Fyrir þrjá síð­ast­nefndu stað­ina hafa tekj­urnar af „túrista­brúð­hjón­un­um“ skipt miklu máli.

Kontór­inn í Óðins­véum og sýnd­ar­brúð­kaupin

Breyt­ingin sem varð með regl­unum sem tóku gildi 1. jan­úar 2018 var sú að sett var á lagg­irnar sér­stök skrif­stofa í Óðins­véum sem sá um að yfir­fara allar leyf­is­beiðnir í stað sveit­ar­fé­lag­anna. Með því skyldi komið í veg fyrir að sveit­ar­fé­lögin freist­uð­ust til „frjáls­lynd­is“ í leyf­is­veit­ing­um, sem þýddi meiri tekjur í kass­ann. Sveit­ar­fé­lögin voru flest mjög andsnúin þess­ari breyt­ingu og töldu að ekki væri öruggt að hlut­irnir gengju hratt fyrir sig á nýja kontórnum í Óðins­vé­um. 

Mai Mercadao, þáver­andi barna- og félags­mála­ráð­herra, gaf lítið fyrir þessi rök. Í skýrslu sem unnin var fyrir ráð­herr­ann kom fram að hluti þeirra gift­inga sem fram hafi farið í Dan­mörku hafi bein­línis verið skipu­lagður af glæpa­sam­tök­um. Til­gang­ur­inn sá að konur frá löndum utan ESB kæmust inn í landið og yrðu síðan seldar í vændi. Þegar Mai Mercado ráð­herra kynnti breyt­ing­una, með stofnun skrif­stof­unnar í Óðins­véum, lagði hún mikla áherslu á að upp­ræta „þetta ill­gresi“ eins og hún komst að orð­i. 

Gjald fyrir leyfið hækk­aði í 1600 krónur (34.500.- íslenskar) en var áður 870 krón­ur, og rennur nú í rík­is­kass­ann. 

Seina­gangur á kontórnum

Fljót­lega eftir að nýja skrif­stofan í Óðins­véum var opnuð (1. jan 2018) kom í ljós það sem sveit­ar­stjórn­ar­menn höfðu ótt­ast. Sem sé það að afgreiðsla á umsóknum tæki mun lengri tíma en áður. Kvart­anir streymdu inn, erfitt reynd­ist að ná síma­sam­bandi við nýju skrif­stof­una, og þegar svarað var til­kynnti sím­svari, á dönsku, að fólk yrði að bíða á lín­unni. Svo kom í ljós að eng­inn þeirra sem ætlað var að svara fyr­ir­spurnum tal­aði ensku.

Afleið­ing­arnar létu ekki á sér standa; í jan­úar 2018 voru 125 pör gefin saman í Tønd­er, þau höfðu öll fengið leyfi áður en kerf­inu var breytt, í jan­úar í fyrra (2019) gaf prest­ur­inn í Tønder saman eitt par. Svip­aða sögu er að segja frá Langa­landi og Ærø.

Borg­ar­stjórar lýstu þessu sem hruni. Ole Wej Pet­er­sen borg­ar­stjóri á Ærø sagði ánægju­legt ef tek­ist hefði að koma í veg fyrir sýnd­ar­brúð­kaup en hins vegar hefði nýja fyr­ir­komu­lagið líka orðið til þess að fólk sem væri að ganga í „al­vöru­hjóna­band“ eins og hann orð­aði það hefði hætt við að láta gifta sig í Dan­mörku. „Það er búið að eyði­leggja brúð­kaups­brans­ann hjá okk­ur“ sagði borg­ar­stjór­inn.

Hvað er til ráða? 

Mai Mercado, fyrr­ver­andi barna-og félags­mála­ráð­herra sagði í við­tali fyrir nokkrum dög­um, í danska sjón­varp­inu, að flokk­arnir á þing­inu hefðu svikið gefin lof­orð um að hjálpa brúð­kaups­brans­anum (bryllups­industri­en). Úr því yrði að bæta með ein­hverjum ráð­um. Hún kvaðst mjög ánægð með ef tek­ist hefði að upp­ræta sýnd­ar­hjóna­böndin en ætl­unin með nýju stofn­un­inni í Óðins­véum hefði ekki verið að fæla „heið­ar­legt fólk“ frá því að koma til Dan­merkur til að láta gefa sig sam­an.

Danskir þing­menn ræða nú leiðir til að greiða úr klúðr­inu. Ein hug­mynd sem fram hefur komið er sú að færa leyf­is­veit­ing­arnar að ein­hverju leyti til baka til sveit­ar­fé­lag­anna. Það myndi stytta bið­ina eftir afgreiðslu umsókna, sem þing­menn eru sam­mála um að sé í dag allt of lang­ur. 

Borg­ar­stjór­inn á Ærø sagð­ist vona að breyt­ing­ar, hverjar sem þær verði, hleypi á ný lífi í brúð­kaups­brans­ann. „Bak­ar­inn sagði mér að hann væri næstum búinn að gleyma hvernig ætti að baka brúð­kaup­stertu. Ég sagði honum að dusta hveitið af upp­skrift­inn­i“.      

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar