Hrun í giftingabransanum

Klúður við framkvæmd laga sem sett voru til að koma í veg fyrir svokölluð sýndarbrúðkaup hafa orðið til þess að nokkur sveitarfélög í Danmörku hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi.

hjónaband
Auglýsing

Í ársbyrjun 2018 tóku gildi í Danmörku nýjar reglur varðandi hjónavígslur. Reglunum var ætlað að koma í veg fyrir að ríkisborgarar landa utan Evrópusambandsins gætu fengið landvistarleyfi í aðildarríkjum ESB, með því að fara „bakdyramegin“.

Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þarf fólk sem hyggst ganga í hjónaband, í löndum sambandsins að uppfylla ákveðin skilyrði. Yfirvöld í hverju landi eiga að ganga úr skugga um að þessi skilyrði séu uppfyllt. Fólk má ekki vera gift öðrum, viðkomandi skulu hafa aldur til að mega giftast, fólk sé að ganga í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja, ekki sé um að ræða sýndarhjónaband o.s.frv. Stjórnvöldum í ESB löndunum er í sjálfsvald sett hvernig þessi „athugun“ á tilvonandi hjónum fer fram. Sum lönd hafa eina stofnun sem tekur á móti öllum umsóknum og ef allt er í lagi getur parið látið pússa sig saman hvar sem er, í viðkomandi landi.

Í Danmörku var fyrirkomulagið þannig að sveitarfélögin afgreiddu umsóknirnar. Parið valdi sem sé fyrirfram hvar það hygðist láta gifta sig og sótti um á viðkomandi stað. Á sínum tíma þótti dönskum stjórnmálamönnum þetta gott fyrirkomulag „nóg er nú miðstýringin samt“ sögðu sumir þingmenn í umræðum. Flokkarnir á danska þinginu, Folketinget, voru sammála um að ef leyfisveitingarnar væru á hendi sveitarfélaganna gengju þær hraðar fyrir sig. 

Mun fleiri giftingar útlendinga í Danmörku

Á undanförnum árum hafa giftingar, þar sem annar aðilinn var ESB borgari en hinn ekki, verið hlutfallslega miklu fleiri í Danmörku en öðrum ESB ríkjum. Í umræðum í þinginu töldu þingmenn sig vita skýringuna. Það væri einfaldlega miklu auðveldara að verða sér úti um „leyfið“ í Danmörku en víðast hvar annars staðar. Þess vegna hafi verið mikið um hin svonefndu sýndarbrúðkaup.

Tekjur og vinsælir staðir

Ástæðu þess að tiltölulega auðvelt væri að fá giftingarleyfi í Danmörku töldu þingmenn augljósa; sveitarfélögin hefðu umtalsverðar tekjur af giftingarleyfum og brúðkaupum. Iðulega fjölmenna ættingjar og vinir til athafnarinnar og brúðkaupsveislunnar, sumir koma kannski langt að og vilja gista. 

Auglýsing
Allt þýðir þetta tekjur fyrir viðkomandi sveitarfélag. Engar tölur eru til um fjölda þeirra brúðkaupsgesta sem komið hafa til Danmerkur á undanförnum árum. Ljóst er hinsvegar að fjöldinn er umtalsverður.

Fram til 1. janúar var leyfisgjaldið kr. 870.- danskar (19 þúsund íslenskar). Gjaldið rann til sveitarfélagsins, sem einnig annaðist innheimtuna. 

Vinsælustu brúðkaupsstaðirnir í Danmörku hafa lengi verið, fyrir utan Kaupmannahöfn, Sønderborg og Tønder á Suður- Jótlandi ásamt eyjunum Langalandi og Ærø. Fyrir þrjá síðastnefndu staðina hafa tekjurnar af „túristabrúðhjónunum“ skipt miklu máli.

Kontórinn í Óðinsvéum og sýndarbrúðkaupin

Breytingin sem varð með reglunum sem tóku gildi 1. janúar 2018 var sú að sett var á laggirnar sérstök skrifstofa í Óðinsvéum sem sá um að yfirfara allar leyfisbeiðnir í stað sveitarfélaganna. Með því skyldi komið í veg fyrir að sveitarfélögin freistuðust til „frjálslyndis“ í leyfisveitingum, sem þýddi meiri tekjur í kassann. Sveitarfélögin voru flest mjög andsnúin þessari breytingu og töldu að ekki væri öruggt að hlutirnir gengju hratt fyrir sig á nýja kontórnum í Óðinsvéum. 

Mai Mercadao, þáverandi barna- og félagsmálaráðherra, gaf lítið fyrir þessi rök. Í skýrslu sem unnin var fyrir ráðherrann kom fram að hluti þeirra giftinga sem fram hafi farið í Danmörku hafi beinlínis verið skipulagður af glæpasamtökum. Tilgangurinn sá að konur frá löndum utan ESB kæmust inn í landið og yrðu síðan seldar í vændi. Þegar Mai Mercado ráðherra kynnti breytinguna, með stofnun skrifstofunnar í Óðinsvéum, lagði hún mikla áherslu á að uppræta „þetta illgresi“ eins og hún komst að orði. 

Gjald fyrir leyfið hækkaði í 1600 krónur (34.500.- íslenskar) en var áður 870 krónur, og rennur nú í ríkiskassann. 

Seinagangur á kontórnum

Fljótlega eftir að nýja skrifstofan í Óðinsvéum var opnuð (1. jan 2018) kom í ljós það sem sveitarstjórnarmenn höfðu óttast. Sem sé það að afgreiðsla á umsóknum tæki mun lengri tíma en áður. Kvartanir streymdu inn, erfitt reyndist að ná símasambandi við nýju skrifstofuna, og þegar svarað var tilkynnti símsvari, á dönsku, að fólk yrði að bíða á línunni. Svo kom í ljós að enginn þeirra sem ætlað var að svara fyrirspurnum talaði ensku.

Afleiðingarnar létu ekki á sér standa; í janúar 2018 voru 125 pör gefin saman í Tønder, þau höfðu öll fengið leyfi áður en kerfinu var breytt, í janúar í fyrra (2019) gaf presturinn í Tønder saman eitt par. Svipaða sögu er að segja frá Langalandi og Ærø.

Borgarstjórar lýstu þessu sem hruni. Ole Wej Petersen borgarstjóri á Ærø sagði ánægjulegt ef tekist hefði að koma í veg fyrir sýndarbrúðkaup en hins vegar hefði nýja fyrirkomulagið líka orðið til þess að fólk sem væri að ganga í „alvöruhjónaband“ eins og hann orðaði það hefði hætt við að láta gifta sig í Danmörku. „Það er búið að eyðileggja brúðkaupsbransann hjá okkur“ sagði borgarstjórinn.

Hvað er til ráða? 

Mai Mercado, fyrrverandi barna-og félagsmálaráðherra sagði í viðtali fyrir nokkrum dögum, í danska sjónvarpinu, að flokkarnir á þinginu hefðu svikið gefin loforð um að hjálpa brúðkaupsbransanum (bryllupsindustrien). Úr því yrði að bæta með einhverjum ráðum. Hún kvaðst mjög ánægð með ef tekist hefði að uppræta sýndarhjónaböndin en ætlunin með nýju stofnuninni í Óðinsvéum hefði ekki verið að fæla „heiðarlegt fólk“ frá því að koma til Danmerkur til að láta gefa sig saman.

Danskir þingmenn ræða nú leiðir til að greiða úr klúðrinu. Ein hugmynd sem fram hefur komið er sú að færa leyfisveitingarnar að einhverju leyti til baka til sveitarfélaganna. Það myndi stytta biðina eftir afgreiðslu umsókna, sem þingmenn eru sammála um að sé í dag allt of langur. 

Borgarstjórinn á Ærø sagðist vona að breytingar, hverjar sem þær verði, hleypi á ný lífi í brúðkaupsbransann. „Bakarinn sagði mér að hann væri næstum búinn að gleyma hvernig ætti að baka brúðkaupstertu. Ég sagði honum að dusta hveitið af uppskriftinni“.      

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar