Hvað er QAnon?

Samsæriskenningahópur sem er hliðhollur Bandaríkjaforseta og skilgreindur sem hryðjuverkaógn þar í landi hefur orðið áberandi á netheimum á síðustu árum. Forsetinn segist vita lítið um hópinn en sé þakklátur fyrir stuðninginn.

Auglýsing
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump

„Ég veit ekki mjög mikið um hreyf­ing­una, en mér skilst að þeim líkar mjög vel við mig. Sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á blaða­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag þegar hann var spurður út í sam­sær­is­kenn­inga­hóp sem kallar sig QAnon. 

Ummæli Trump vöktu tölu­verða athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að alrík­is­lög­regla Banda­ríkj­anna hefur skil­greint kenn­ing­arnar sem hóp­ur­inn kennir sig við sem hryðju­verkaógn. Repúblikana­flokk­ur­inn virð­ist einnig klof­inn í afstöðu sinni gagn­vart hópn­um, en stuðn­ings­maður hans var nýlega kjörin full­trúi flokks­ins í kom­andi þing­kosn­ing­um. 

Barn­a­níð, JFK og kór­ónu­veiran

Í októ­ber árið 2017 setti not­andi vef­svæð­is­ins 4chan undir not­enda­nafn­inu inn röð færslna undir dul­nefn­inu „Q“. Not­and­inn sagð­ist vera hátt settur starfs­maður rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og því með örygg­is­að­gang á Q-stigi, sem veitir honum aðgang að leyni­legum upp­lýs­ingum sem varða þjóðar­ör­ygg­i. 

Auglýsing

Færsl­urn­ar, sem voru þekktar sem „Q-mol­ar“, inni­héldu meðal ann­ars kenn­ingar um að  rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara í Banda­ríkj­unum á áhrifum Rússa í síð­ustu for­seta­kosn­ing­unum hafi í raun verið ger til að afvega­leiða rann­sókn á barn­a­níðs­hring, sem „Q“ segir Trump sé að vinna að.  

Aðrar sam­sær­is­kenn­ingar hafa einnig verið nefndar á vegum „Q“, meðal ann­ars um að John F. Kenn­edy, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, hafi svið­sett morðið á sjálfum sér og að kór­ónu­veiran sé annað hvort til­bún­ingur eða líf­efna­vopn sem búið var til af ill­gjörnum elít­u­m. 

Hund­ruð þús­unda fylgj­enda

Vinsældir QAnon hópsins stórjukust eftir að samsæriskenningar spruttu upp um dauða Jeffrey Epstein fyrr í ár.„Q“ hefur aflað sér fjölda fylg­is­manna, en nú má nálg­ast ýmsar kenn­ingar í anda hans á sam­fé­lags­miðlum undir merkjum QAnon. Sam­kvæmt umfjöllun BBC um málið benda tölur um net­um­ferð og deil­ingar þess­ara kenn­inga á sam­fé­lags­miðlum til þess að hund­ruðir þús­unda trúi á ein­hverjar þeirra sem QAnon hóp­ur­inn teflir fram. 

Sér­stak­lega hefur fjöldi fylg­is­manna auk­ist sam­hliða útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og dauða millj­arða­mær­ings­ins Jef­frey Epstein, en áhan­gendum Face­book­hóps á vegum hans fjölg­aði um nær tífalt í síð­asta mán­uði, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Vin­sældir hóps­ins hafa líka auk­ist á Twitt­er, en dags­með­al­tal færslna þar sem inni­halda vin­sæl QAnon-­myllu­merki juk­ust um 190 pró­sent frá ágúst í fyrra til síð­asta mars­mán­að­ar. 

Skil­greindur sem inn­lend hryðju­verkaógn

Kenn­ingar QAnon, sem inni­halda stórar ásak­anir um sam­særi og eiga ekki við sýni­leg rök að styðjast, hafa verið nefndar af alrík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI sem inn­lend hryðju­verkaógn. 

Í skjali sem lekið var til Yahoo-frétta­stof­unnar fyrr í mán­uð­inum kemur fram að lög­reglan telji að kenn­ingar sem slíkar geti hvatt ein­stak­linga og hópa til glæpa og ofbeld­is­verka. Þar að auki telur hún að fylgj­endum sam­sær­is­kenn­ing­anna eiga lík­lega eftir að fjölga á meðan kosn­inga­bar­áttan stendur yfir þar í land­i. 

Sam­fé­lags­miðlar hafa einnig reynt að draga úr útbreiðslu þess­ara kenn­inga, en fjöldi færslna, not­enda og myllu­merkja á vegum hóps­ins hefur verið eytt af Face­book, Twitter og TikT­ok.  

Klof­inn flokkur

Þrátt fyrir að vera skil­greind sem örygg­is­hætta hefur QAnon hóp­ur­inn notið vax­andi vin­sælda innan Repúblikana­flokks­ins. Fyrir rúmri viku síðan var yfir­lýstur stuðn­ings­maður hóps­ins, Marjorie Taylor Greene, kosin sem fram­bjóð­andi neðri deildar Banda­ríkja­þings í Georgíu og er nær öruggt að hún fái sæti á þing­inu í nóv­em­ber. 

Sam­kvæmt BBC hrós­aði Greene „Q“ sem „föð­ur­lands­vini“ í mynd­bandi sem birt var á YouTu­be, en hún er ein af ell­efu fram­bjóð­endum Repúblikana­flokks­ins sem vef­mið­ill­inn Axios greinir frá sem stuðn­ings­menn QAnon hóps­ins eða kenn­inga á vegum hans.

Ekki eru þó allir sáttir innan flokks­ins með vax­andi ítök QAnon. Adam Kinzin­ger, þing­maður Repúblik­ana í Ill­in­ois, for­dæmdi hóp­inn með Twitt­er-­færslu fyrr í mán­uð­inum og sagði kenn­ing­arnar vera upp­spuna frá rót­um. Greene brást illa við færsl­unni og skaut á hann með annarri Twitt­er-­færslu, sem sjá má hér að neð­an. 

Góður hlutur eða slæm­ur?

Á frétta­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag var svo Trump spurður um álit hans á QAnon hópnum og kenn­ingum hans. For­set­inn sagð­ist ekki þekkja mikið til hans sjálf­ur, en að hann sé þakk­látur fyrir allan stuðn­ing sem hann fær. 

Blaða­maður útskýrði þá fyrir for­set­anum að hóp­ur­inn tryði því að Trump sé í raun að bjarga heim­inum frá ítökum satanísks sér­trú­ar­hóps sem inni­haldi barn­a­níð­inga og mannæt­ur. Við því svar­aði Trump: „Ég hef ekki heyrt þetta, en á það að vera góður hlutur eða slæm­ur?“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar