Hvað er QAnon?

Samsæriskenningahópur sem er hliðhollur Bandaríkjaforseta og skilgreindur sem hryðjuverkaógn þar í landi hefur orðið áberandi á netheimum á síðustu árum. Forsetinn segist vita lítið um hópinn en sé þakklátur fyrir stuðninginn.

Auglýsing
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump
QAnon stuðningsmaður á kosningafundi hjá Trump

„Ég veit ekki mjög mikið um hreyf­ing­una, en mér skilst að þeim líkar mjög vel við mig. Sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á blaða­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag þegar hann var spurður út í sam­sær­is­kenn­inga­hóp sem kallar sig QAnon. 

Ummæli Trump vöktu tölu­verða athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að alrík­is­lög­regla Banda­ríkj­anna hefur skil­greint kenn­ing­arnar sem hóp­ur­inn kennir sig við sem hryðju­verkaógn. Repúblikana­flokk­ur­inn virð­ist einnig klof­inn í afstöðu sinni gagn­vart hópn­um, en stuðn­ings­maður hans var nýlega kjör­inn full­trúi flokks­ins í kom­andi þing­kosn­ing­um. 

Barn­a­níð, JFK og kór­ónu­veiran

Í októ­ber árið 2017 setti not­andi vef­svæð­is­ins 4chan undir not­enda­nafn­inu inn röð færslna undir dul­nefn­inu „Q“. Not­and­inn sagð­ist vera hátt settur starfs­maður rík­is­stjórnar Banda­ríkj­anna og því með örygg­is­að­gang á Q-stigi, sem veitir honum aðgang að leyni­legum upp­lýs­ingum sem varða þjóðar­ör­ygg­i. 

Auglýsing

Færsl­urn­ar, sem voru þekktar sem „Q-mol­ar“, inni­héldu meðal ann­ars kenn­ingar um að  rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara í Banda­ríkj­unum á áhrifum Rússa í síð­ustu for­seta­kosn­ing­unum hafi í raun verið ger til að afvega­leiða rann­sókn á barn­a­níðs­hring, sem „Q“ segir Trump sé að vinna að.  

Aðrar sam­sær­is­kenn­ingar hafa einnig verið nefndar á vegum „Q“, meðal ann­ars um að John F. Kenn­edy, fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, hafi svið­sett morðið á sjálfum sér og að kór­ónu­veiran sé annað hvort til­bún­ingur eða líf­efna­vopn sem búið var til af ill­gjörnum elít­u­m. 

Hund­ruð þús­unda fylgj­enda

Vinsældir QAnon hópsins stórjukust eftir að samsæriskenningar spruttu upp um dauða Jeffrey Epstein fyrr í ár.

„Q“ hefur aflað sér fjölda fylg­is­manna, en nú má nálg­ast ýmsar kenn­ingar í anda hans á sam­fé­lags­miðlum undir merkjum QAnon. Sam­kvæmt umfjöllun BBC um málið benda tölur um net­um­ferð og deil­ingar þess­ara kenn­inga á sam­fé­lags­miðlum til þess að hund­ruðir þús­unda trúi á ein­hverjar þeirra sem QAnon hóp­ur­inn teflir fram. 

Sér­stak­lega hefur fjöldi fylg­is­manna auk­ist sam­hliða útbreiðslu kór­ónu­veirunnar og dauða millj­arða­mær­ings­ins Jef­frey Epstein, en áhan­gendum Face­book­hóps á vegum hans fjölg­aði um nær tífalt í síð­asta mán­uði, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Vin­sældir hóps­ins hafa líka auk­ist á Twitt­er, en dags­með­al­tal færslna þar sem inni­halda vin­sæl QAnon-­myllu­merki juk­ust um 190 pró­sent frá ágúst í fyrra til síð­asta mars­mán­að­ar. 

Skil­greindur sem inn­lend hryðju­verkaógn

Kenn­ingar QAnon, sem inni­halda stórar ásak­anir um sam­særi og eiga ekki við sýni­leg rök að styðjast, hafa verið nefndar af alrík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI sem inn­lend hryðju­verkaógn. 

Í skjali sem lekið var til Yahoo-frétta­stof­unnar fyrr í mán­uð­inum kemur fram að lög­reglan telji að kenn­ingar sem slíkar geti hvatt ein­stak­linga og hópa til glæpa og ofbeld­is­verka. Þar að auki telur hún að fylgj­endum sam­sær­is­kenn­ing­anna eiga lík­lega eftir að fjölga á meðan kosn­inga­bar­áttan stendur yfir þar í land­i. 

Sam­fé­lags­miðlar hafa einnig reynt að draga úr útbreiðslu þess­ara kenn­inga, en fjöldi færslna, not­enda og myllu­merkja á vegum hóps­ins hefur verið eytt af Face­book, Twitter og TikT­ok.  

Klof­inn flokkur

Þrátt fyrir að vera skil­greind sem örygg­is­hætta hefur QAnon hóp­ur­inn notið vax­andi vin­sælda innan Repúblikana­flokks­ins. Fyrir rúmri viku síðan var yfir­lýstur stuðn­ings­maður hóps­ins, Marjorie Taylor Greene, kosin sem fram­bjóð­andi neðri deildar Banda­ríkja­þings í Georgíu og er nær öruggt að hún fái sæti á þing­inu í nóv­em­ber. 

Sam­kvæmt BBC hrós­aði Greene „Q“ sem „föð­ur­lands­vini“ í mynd­bandi sem birt var á YouTu­be, en hún er ein af ell­efu fram­bjóð­endum Repúblikana­flokks­ins sem vef­mið­ill­inn Axios greinir frá sem stuðn­ings­menn QAnon hóps­ins eða kenn­inga á vegum hans.

Ekki eru þó allir sáttir innan flokks­ins með vax­andi ítök QAnon. Adam Kinzin­ger, þing­maður Repúblik­ana í Ill­in­ois, for­dæmdi hóp­inn með Twitt­er-­færslu fyrr í mán­uð­inum og sagði kenn­ing­arnar vera upp­spuna frá rót­um. Greene brást illa við færsl­unni og skaut á hann með annarri Twitt­er-­færslu, sem sjá má hér að neð­an. 

Góður hlutur eða slæm­ur?

Á frétta­manna­fundi síð­asta mið­viku­dag var svo Trump spurður um álit hans á QAnon hópnum og kenn­ingum hans. For­set­inn sagð­ist ekki þekkja mikið til hans sjálf­ur, en að hann sé þakk­látur fyrir allan stuðn­ing sem hann fær. 

Blaða­maður útskýrði þá fyrir for­set­anum að hóp­ur­inn tryði því að Trump sé í raun að bjarga heim­inum frá ítökum satanísks sér­trú­ar­hóps sem inni­haldi barn­a­níð­inga og mannæt­ur. Við því svar­aði Trump: „Ég hef ekki heyrt þetta, en á það að vera góður hlutur eða slæm­ur?“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar