Djarfasta kosningaloforð Trumps fuðraði upp

Vonir Donalds Trump um að bóluefni gegn COVID-19 komi á markað fyrir kosningadag vestanhafs eru að nær engu orðnar og lyfjafyrirtækin ætla ekki að láta pólitískan þrýsting ráða för.

Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Prófanir á bóluefni Oxford-háskóla eru tímabundið í biðstöðu.
Auglýsing

„Við munum fá bólu­efni fljót­lega, kannski fyrir mjög sér­staka dag­setn­ingu. Þið vitið hvaða dag­setn­ingu ég er að tala um,“ sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti í byrjun vik­unn­ar. Hann ítrek­aði svo enn einu sinni að bólu­efnið kæmi á markað fljótt – kannski þegar í októ­ber­mán­uði.

Þarna er for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa löndum sínum vernd gegn veiru á undra skömmum tíma. Skemmri tíma en áður hefur nokkru sinni þekkst að bólu­efni hafi verið þróað á. Þarna er líka for­seti áhrifa­mesta ríkis heims að lofa kjós­endum þess­ari vernd. Því hin „mjög sér­staka dag­setn­ing“ sem hann nefndi er kjör­dag­ur­inn 3. nóv­em­ber.

„Þetta er kapp­hlaupið um bólu­efnið – enda­markið nálgast“ segir í nýrri kosn­inga­her­ferð Trumps. Í aug­lýs­ing­unni er mynda­vél­inni rennt yfir tóm með­alaglös sem á stend­ur: „COVID-19 kór­ónu­veiru bólu­efn­i“. 

Auglýsing

Hvorki Trump né nokkur annar getur með vissu sagt hvenær bólu­efni gegn COVID-19 verður til­bú­ið. Þó að vonir allra standi vissu­lega til þess að það verði til­búið sem fyrst hafa vís­inda­menn ítrekað bent á að ekki sé hægt að flýta þró­un­ar­ferl­inu um of. Þegar sé verið að reyna að fram­leiða bólu­efni við veiru­sýk­ingu hraðar en nokkru sinni hefur verið gert. En að eng­inn afsláttur verði gef­inn þegar kemur að vinnu­brögðum og öryggi efn­is­ins.

Trump hafði varla sleppt orð­inu á blaða­manna­fund­inum á mánu­dag en skýrt var frá því að til­raunum með það bólu­efni sem þykir lofa hvað bestu, var hætt tíma­bundið þar sem einn sjálf­boða­lið­inn sem tekur þátt til­raun­inni fór að sýna óvænt og alvar­leg ein­kenni út frá tauga­kerf­inu. Heim­ildir New York Times herma að veik­indin lýsi sér í bólgum sem hafi áhrif á mænu manns­ins. 

Enn er óvíst hvort ein­kennin tengj­ast bólu­efni sem breska lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca er að þróa í sam­starfi við vís­inda­menn við Oxfor­d-há­skóla. Ef í ljós kemur að bólu­efnið hafi eitt­hvað að gera með veik­indi sjálf­boða­lið­ans myndi það valda stóru bakslagi í þróun þess. Hins vegar hefur sú ákvörðun lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins að hætta þegar í stað til­raunum á meðan málið verður rann­sakað til hlýtar lík­lega aukið til­trú almenn­ings á því ferli sem lyf og bólu­efni þurfa að fara í gegnum áður en þau eru sett á mark­að.

Donald Trump hefur sagt að bóluefni komi mögulega fyrir kosningadaginn 3. nóvember. Mynd: EPA

Þegar Don­ald Trump sagði að ferlið yrði stutt og að bólu­efnis væri að vænta á næstu vikum vökn­uðu enn á ný þær áhyggjur að póli­tískur þrýst­ingur gæti orðið til þess að efni sem ekki væri nægi­lega prófað og mögu­lega ekki öruggt yrði mark­aðs­sett í flýti. En aðeins örfáir mán­uðir eru síðan kór­ónu­veiran SAR­S-CoV-2 tók sér fyrst ból­festu í manns­lík­ama. COVID-19, sjúk­dóm­ur­inn sem hún veld­ur, er því enn ráð­gáta að mörgu leyt­i. 

For­stjórar níu stórra lyfja­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars Astr­aZen­ica, drógu veru­lega úr þessum áhyggjum í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sem þeir sendu út í vik­unni. Þar hétu þeir því að „stóla á vís­ind­in“ og hétu því að skuld­binda sig áfram til þess að þróa og prófa mögu­legt bólu­efni gegn COVID-19 í sam­ræmi við ítr­ustu siða­reglur og á grunni heil­brigðra, vís­inda­legra lög­mála.

Tugir bóluefna eru í þróun víða um heim en bóluefni Oxford-háskóla er eitt þeirra sem lengst er komið í prófunum. Mynd: EPA

Vissu­lega urðu margir fyrir von­brigðum með að Astr­aZeneca hafi þurft að hætta tíma­bundið próf­unum með bólu­efni sitt. En hins vegar þykir sú ákvörðun styrkja trú fólks á því að vel eigi að standa að verki. Ant­hony Fauci, helsti sér­fræð­ingur Banda­ríkj­anna í smit­sjúk­dómum og einn af ráð­gjöfum Trumps, kall­aði ákvörð­un­ina „ör­ygg­is­ventil“. Paul Duprex, yfir­maður bólu­efna­rann­sókna við Háskól­ann í Pitts­burgh, segir að klínískar próf­anir séu nokkuð oft stöðv­að­ar. „Tíma­bundin stöðvun klínískrar rann­sóknar er val­kvæð en sýnir í raun að ferlið er að virka. Það er ekki keyrt áfram á fullu án þess að hafa brems­ur.“

Lyfja­fyr­ir­tækið hefur fengið óháða nefnd sér­fræð­inga til að leggja mat á það hvort að ein­kenni sjálf­boða­lið­ans teng­ist bólu­efn­inu eða ekki. Sjúkra­saga sjálf­boða­lið­ans verður könnuð ofan í kjöl­inn og farið verður í gegnum ógrynni upp­lýs­inga úr rann­sókn­inni. Í kjöl­farið verður svo tekin ákvörðun um hvort og þá hvenær rann­sóknin heldur áfram. Ekki er vitað hversu langan tíma sér­fræð­ing­arnir þurfa til að kom­ast að nið­ur­stöðu. Þá er lík­legt að banda­ríska lyfja­eft­ir­litið muni einnig safna gögnum og leggja sitt mat á mál­ið. Á meðan þess­ari rann­sókn stendur verður fleirum ekki gefið bólu­efn­ið. 

Líf­töl­fræð­ing­ur­inn Susan Ellen­berg, sem hefur átt sæti í mörgum eft­ir­lits­nefndum vegna lyfja­þró­un­ar, segir í við­tali við Was­hington Post að hún hafi litlar áhyggjur af stöðvun prófan­anna. „Í raun er ég rólegri en áður. Þetta segir mér að fólk er að gæta sín mjög mik­ið.“

Til­raunir með bólu­efni Astr­aZeneca voru komnar á loka­stig. Á því stigi tekur stór hópur sjálf­boða­liða þátt, sem sam­anstendur af fólki frá ólíkum lönd­um, á mis­mun­andi aldri, öllum kynjum og þar fram eftir göt­un­um. Sjálf­boða­lið­inn sem veikt­ist var í hópi 10 þús­und sjálf­boða­liða í Bret­landi sem tóku þátt í próf­un­unum á bólu­efn­in­u. 

Í sumar voru próf­an­irnar einnig stöðv­að­ar, þó að það hafi ekki farið hátt. Þá hafði annar sjálf­boða­liði veikst en óháð nefnd sér­fræð­inga komst að því að veik­indi hans höfðu ekki orsakast af bólu­efn­inu heldur vegna ógreinds tauga­sjúk­dóms sem sjálf­boða­lið­inn var með. 







Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar