Mynd: Hari

Ólíkar leiðir stjórnarandstöðuflokka út úr kreppunni

Hvað eiga tillögur um að gera Akureyri að borg, um að byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu í stað borgarlínu og um aukna fjárfestingu í lýðheilsu þjóðarinnar sameiginlegt? Allt eru þetta tillögur sem komið hafa frá einhverjum þeirra þriggja stjórnarandstöðuflokka sem hafa lagt fram heildstæða áætlun til að takast á við efnahagslegar afleiðingar yfirstandandi kreppu.

Rík­is­stjórnin hefur kynnt fjöl­margar leiðir til að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Í sam­an­tekt Kjarn­ans frá því fyrir um mán­uði síðan kom fram að flestar þeirra hafi geig­að. Helst hafi hluta­bóta­leiðin skilað til­ætl­uðum árangri. 

Til við­bótar við þær aðgerðir sem voru þar til umfjöll­unar kynnti rík­is­stjórnin aðgerð­ar­pakka sem hún metur á 25 millj­arða króna í byrjun síð­ustu viku. Hann taldi átta aðgerð­ir. Helstar voru þær að að trygg­inga­gjald verður lækkað tíma­bundið í eitt ár, til loka árs 2021, um 0,25 pró­­sent og er kostn­aður rík­­is­­sjóðs við þetta metin á fjóra millj­­arða króna. Full end­­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti undir hatti úrræð­is­ins „Allir vinna“ verður fram­­lengt út árið 2021 og er kostn­aður við þá aðgerð metin á átta millj­­arða króna. Þá ætla stjórn­­völd að beina frek­­ari beinum styrkjum til fyr­ir­tækja sem „orðið fyrir tekju­hruni vegna COVID-19 far­ald­­ur­s­ins“. Gert er ráð fyrir að styrkirnir geti numið um sex millj­­örðum króna.

Auglýsing

Stjórn­ar­and­stöð­unni hefur ekki verið kölluð til þegar efna­hags­að­gerðir hafa verið ákveðn­ar. Á síð­ustu vikum hafa þrír flokkar innan hennar hins vegar lagt fram sínar eigin aðgerð­ar­á­ætl­anir sem þeir telja að gagn­ist betur við að takast á við þær aðstæður sem eru uppi. Þeir eru Sam­fylk­ing­in, sem kynnti sinn pakka í morg­un, Við­reisn, sem gerði það í byrjun sept­em­ber, og Mið­flokk­ur­inn, sem setti fyrst fram til­lögur í apríl en ítrek­aði þær svo á flokks­ráðs­fundi í lok síð­asta mán­að­ar. Hér að neðan er farið yfir þessar til­lög­ur. 

Sam­fylk­ingin

Sam­fylk­ingin kynnti aðgerð­ar­á­ætlun sína til að fjölga störf­um, stíga fastar til jarðar í loft­lags­málum og renna fjöl­breytt­ari stoðum undir verð­mæta­sköpun á Íslandi í morg­un. Um er að ræða ítar­leg­asta pakka sem stjórn­ar­and­stöðu­flokkur hefur sett sam­an, en hann telur 24 blað­síð­ur. 

Heild­ar­kostn­aður við áætl­un­ina er um 80 millj­arðar króna á árinu 2021, eða um 2,6 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Þegar skatt­tekjur sem muni að mati flokks­ins falla til vegna aðgerð­anna, og lægri útgjöld til atvinnu­leys­is­trygg­inga eru talin til þá reikn­ast Sam­fylk­ing­unni til að nettó­kostn­aður rík­is­sjóðs verði um 50 millj­arðar króna til við­bótar við þann fjár­laga­halla sem þegar er fyr­ir­séð­ur. Því yrði hann um 314 millj­arðar króna í stað 264 millj­arða króna ef að Sam­fylk­ingin fengi að ráða. Flokk­ur­inn segir að það sé þjóð­hags­lega ábyrgð að fjár­magna þennan halla með lán­tök­um, ekki skatta­hækk­un­um.

Trygg­inga­gjalds­laust ár

Á meðal aðgerða sem taldar eru til í pakk­anum er að lækka trygg­inga­gjald tíma­bundið með þeim hætti að árið 2021 verði trygg­inga­gjalds­laust ár hjá ein­yrkjum og smá­fyr­ir­tækjum ásamt því að skila „snar­pri lækkun til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.“ Ekki er til­greint hvar mörkin á milli þess­ara fyr­ir­tækja­hópa eigi að liggja. Áætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna trygg­inga­gjalds, sem greiðir meðal ann­ars fyrir atvinnu­leys­is­bæt­ur, eru 94,5 millj­arðar króna á næsta ári. 

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kynnir tillögurnar í morgun.
Mynd: Hari

Sam­fylk­ingin vill fjölga opin­berum störfum með því að ráð­ast í átak gegn „und­ir­mönnum í almanna­þjón­ust­u“. Í því felst að fjölga störfum í mennta­kerf­inu, heil­brigð­is­kerf­inu, lög­gæslu og vel­ferð­ar­þjón­ustu í nánu sam­starfi við sveit­ar­fé­lög. Áætl­aður kostn­aður við þetta er 15 millj­arðar króna á næsta ári. 

Hvata til fyr­ir­tækja til að ráða atvinnu­laust fólk

Þá vill flokk­ur­inn skapa hvata fyrir fyr­ir­tæki til að ráða fólk af atvinnu­leys­is­skrá í stað þess að borga eig­endum þeirra styrki til að segja upp fólki, líkt og sitj­andi rík­is­stjórn gerði í sum­ar. „Skil­virkasta leiðin til þess er að gera Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að greiða atvinnu­rek­anda ráðn­ing­ar­styrk sem nemur allt að 75 pró­sentum af grunnatvinnu­leys­is­bótum í sex mán­uði þegar ráð­inn er atvinnu­leit­andi sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti þrjá mán­uði. Hafi atvinnu­leit­andi verið á atvinnu­leys­is­skrá í meira en sex mán­uði verði Vinnu­mála­stofnun heim­ilt að veita styrk sem nemur 100 pró­sentum af grunnatvinnu­leys­is­bótum í allt að níu mán­uð­i,“ segir í aðgerð­ar­á­ætl­un­inn­i. 

Sam­fylk­ingin vill lækka jað­ar­skatta á líf­eyr­is­þega og barna­fólk og hækka grunn atvinnu­leys­is­bætur úr 289 þús­und krónum í 318 þús­und krónur og hækka elli­líf­eyri og örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri í sam­ræmi við launa­þróun til við­bótar við hækkun frí­tekju­marks vegna atvinnu­tekna. Auk þess vill flokk­ur­inn að end­ur­skoðun almanna­trygg­inga lúti sömu lög­málum og þróun þing­fara­kaups, og haldi þar með í raun­veru­lega launa­þróun í land­inu í stað áætl­unar um hana. 

Auglýsing

Sam­fylk­ingin vill tvö­földun stuðn­ings við sveit­ar­fé­lög sem kallar á fimm millj­arða við­bót­ar­fram­lag frá rík­inu árið 2021 og  að fram­lög í tækni­þró­un­ar­sjóð verði aukin um fimm millj­arða króna.

Vilja gera Akur­eyri að borg

Hún vill líka að aðgerð­ar­á­ætlun í loft­lags­málum verði end­ur­skoðuð með það að mark­miði að stefnt verði að 55 pró­senta sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030 og að því verði lýst yfir að það verði óheim­ilt að nýskrá bens­ín- og dísil­bíla á Íslandi frá og með árinu 2025 og tryggja að hleðslu­stöðvar verði aðgengi­legar við allar bens­ín­stöðvar fyrir árið 2023. Þá vill flokk­ur­inn flýta fram­kvæmdum við Borg­ar­línu, hækka end­ur­greiðslur til fram­leið­enda kvik­mynda og sjón­varps­efnis úr 25 pró­sentum í 35 pró­sent af fram­leiðslu­kostn­aði sem fellur til á Íslandi, auka fram­lög til launa­sjóðs lista­manna um 1,2 millj­arða króna og bæta menn­ing­ar­stofn­unum upp hluta tekju­taps vegna sam­komu­banns. 

Sam­fylk­ingin vill líka skil­greina Akur­eyri sem borg og end­ur­semja í kjöl­farið við sveit­ar­fé­lagið um rétt­indi þess og skyld­ur.

Við­reisn

Við­reisn kynnti sín við­brögð við efna­hags­sam­drætt­inum sem nú stendur yfir á blaða­manna­fundi 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þau eru ekki nærri jafn ítar­leg og það sem Sam­fylk­ingin kynnti í morgun en sam­hljómur er með flokk­unum í mörgum áhersl­um.

Sá pakki sem Við­reisn kynnti sner­ist um að hrinda alls sjö aðgerðum í fram­kvæmd. Áætl­aður kostn­aður við aðgerð­irn­ar, sem áttu að skila sér til baka í auknum hag­vexti, var 123 millj­arðar króna. 

Til­lög­urnar sjö fólu í sér að opin­berum fram­kvæmdum yrði flýtt og þær aukn­ar, að auknir hvatar yrðu inn­leiddir í loft­lags­mál­um, að brugð­ist yrði við auknu atvinnu­leysi með tíma­bundnum úrræðum fyrir fólk í atvinnu­leit, að fjár­fest yrði í lýð­heilsu þjóð­ar­inn­ar, að álögum yrði létt á fyr­ir­tæki, að störf yrðu varin og nýsköpun efld. 

80 millj­arðar í flýt­ingu fram­kvæmda

Stærsti, og dýrasti, hluti til­lögu­pakk­ans sneri að því að flýta fram­kvæmdum hins opin­bera, en Við­reisn vildi verja 80 millj­örðum króna í það á næsta ári. Borg­­ar­lína og aðrar sam­­göng­u­fram­­kvæmdir á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu voru sér­­stak­­lega nefndar í því sam­hengi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson sýna á spilin í byrjun september.
Mynd: Aðsend

Varð­andi loft­lags­málin þá lagði Við­reisn til að hraða þyrfti orku­skiptum og draga úr meng­andi losun með jákvæðum fjár­hags­legum hvöt­um. Kostn­aður vegna þessa er áætl­aður fimm millj­arðar króna.

Flokk­ur­inn vildi að fólki sem er á atvinnu­leys­is­bótum yrði veitt meira svig­rúm til tekju­öfl­unar á meðan að sú staða væri og lögðu einnig til að tekju­tengdar bætur yrðu fram­lengdar tíma­bund­ið. Kostn­aður vegna þessa er áætl­aður tíu millj­arðar króna.  

Trygg­inga­gjalds­lækkun

Fjár­fest­ing í lýð­heilsu þjóð­ar­innar átti meðal ann­ars að fela í sér að frum­varp sem full­trúar úr öllum flokkum á þingi lögðu fram, og felldi kostnað við sál­fræði­með­ferð undir sjúkra­trygg­ing­ar, yrði fjár­magn­að. Ekki er gert ráð fyrir því í nýfram­lögðu fjár­laga­frum­varpi. Þá vill Við­reisn að við­bót­ar­fjár­magn sé tryggt inn í félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna. Þetta á sam­tals að kosta rík­is­sjóð fjóra millj­arða króna. 

Við­reisn vildi lækka álögur á fyr­ir­tæki með því að lækka trygg­inga­gjald­ið. Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þessa myndi verða 20 millj­arðar króna sam­kvæmt útreikn­ingum flokks­ins. Því mynda tvær aðgerð­ir: flýt­ing fjár­fest­inga og lækkun trygg­inga­gjalds, uppi­stöðu aðgerð­ar­pakka Við­reisn­ar. Saman mynda þær 81 pró­sent af ætl­uðum heild­ar­kostn­aði pakk­ans. 

Flokk­ur­inn vill að tíma­bundnir beinir styrkir til atvinnu­rek­enda sem búa við veru­legan tekju­missi verði teknir upp og að fjár­fest­ing í nýsköpun verði aukin um fjóra millj­arða króna. 

Mið­flokk­ur­inn 

Mið­flokk­ur­inn lagði fram til­lögur í apríl undir yfir­skrift­inni: „Mið­flokk­ur­inn vill neyð­ar­að­gerðir strax“. Hann hélt svo  flokks­ráðs­fund 26. sept­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem sá til­lögu­pakki, sem er ætlað að koma til móts við þann bráða­vanda sem steðjar að heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins vegna veiru­far­ald­urs­ins, var ítrek­að­ur. Ítrekað var í álykt­unum Mið­flokks­ins á flokks­ráðs­fund­inum að hann teldi efna­hags­að­gerðir stjórn­valda „langt frá því að vera ásætt­an­leg­ar.“

Mark­mið aðgerð­anna sem flokk­ur­inn vill ráð­ast í eiga að vera þau að verja kjör, auka ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, verja störf, auð­velda atvinnu­líf­inu sókn á erf­iðum tím­um, gera ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum kleift að leggj­ast í dvala, efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu, skýra eign­ar­hald rík­is­ins yfir auð­lindum þjóð­ar­innar og tryggja áfram­hald­andi nýt­ingu á þeim. Þá lagði Mið­flokk­ur­inn mikla áherslu á að nota tæki­færið í yfir­stand­andi kreppu til að ein­falda rík­is­rekur og hag­ræða innan hans. Um leið væri hægt að veita meiru fé til upp­bygg­ingar á innvið­u­m. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar hann hélt ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins 26. september.
Mynd: Miðflokkurinn

Til­lögur Mið­flokks­ins voru ekki kostn­að­ar­metnar líkt og hjá Sam­fylk­ingu og Við­reisn, en slá má því föstu að þær séu mun kostn­að­ar­sam­ari fyrir rík­is­sjóð. Þær eru líka af allt öðrum toga en til­lögur hinna tveggja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna og fyr­ir­liggj­andi að þessir þrír flokkar eiga lítið sem ekk­ert sam­eig­in­legt þegar kemur að póli­tískum áhersl­um.

Lækka stað­greiðslu skatta í 24 pró­sent

Á meðal þess sem flokk­ur­inn vill gera er að lækka stað­greiðslu skatta, tekju­skatt og útsvar í 24 pró­sent til loka næsta árs. Stað­greiðsla skatta á launa­­­tekjur í fyrra var á á bil­inu 35,04 til 46,24 pró­­­sent að útsvari með­­­­­töldu. Því myndu skattar þeirra sem hæstu launin hafa, og greiða þar af leið­andi hæstu skatt­pró­sent­una, næstum helm­ing­ast. 

Mið­flokk­ur­inn vill líka fella niður greiðslu vaxta og verð­bóta á fast­eigna­lánum atvinnu­lausra í allt að 18 mán­uði, en ekki er sér­stak­lega til­greint í til­lög­unum hver eigi að bera kostn­að­inn af því. Helstu fast­eigna­lán­veit­endur eru bankar og líf­eyr­is­sjóð­ir, ekki rík­is­sjóð­ur. Þá vill flokk­ur­inn banna vísi­tölu­hækk­anir tíma­bundið og afnema með öllu skerð­ingar á greiðslum til eldri borg­ara og líf­eyr­is­þega. 

Fella niður trygg­inga­gjald og fast­eigna­gjöldum frestað

Aðgerða­pakki Mið­flokks­ins fyrir atvinnu­lífið eru ekki síður stór­tæk­ur, og kostn­að­ar­sam­ur. Þar er lagt til að trygg­inga­gjald verði fellt niður í eitt ár, að vaxta­þak, sem verði ákvarðað með hlið­sjón af stýri­vöxtum Seðla­bank­ans (þeir eru eitt pró­sent) verði lög­fest á fryst lán fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir veru­legu tekju­falli og það það gildi í tvö ár.

Auglýsing

Þá vill flokk­ur­inn að rekstr­ar­styrkir verði greiddir til fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyrir veru­legu tekju­falli, að greiðslum fast­eigna­gjalda (sem sveit­ar­fé­lög inn­heimta) verði frestað til sept­em­ber 2022, að sér­stök lán á mjög lágum vöxtum verði veitt litlum fyr­ir­tækjum og fyr­ir­tækjum á lands­byggð­inni, og að launa­tengd gjöld verði lækk­uð. 

Banna inn­flutn­ing á frosnu kjöti og byggja mis­læg gatna­mót

Mið­flokk­ur­inn vill auka stuðn­ing við land­búnað og stöðva þegar í stað inn­flutn­ing á ófrosnu kjöti og eggj­um. Þá kallar flokk­ur­inn eftir því að raf­orku­verði verði jafnað að fullu á milli dreif­býl­is- og þétt­býl­is. 

Neyð­ar­að­gerðir Mið­flokks­ins í auð­linda­málum snýr fyrst og síð­ast að orku­mál­um. Þar vill flokk­ur­inn hafna frek­ari inn­leið­ingu á orku­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins, aft­ur­kalla sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða og koma í veg fyrir fram­sal rík­is­valds til erlendra stofn­ana. 

Þegar kemur að óskum Mið­flokks­ins um að ein­falda rík­is­rekst­ur­inn er ekki lögð fram eig­in­leg útfærsla á því verk­efni, heldur sagt að vilji sé til að „farið verði í rót­tæka vinnu við að draga úr íþyngj­andi reglu­verki og draga saman bákn­ið.“ 

Þetta muni skila því að meira fé verði til staðar til að byggja upp inn­viði. Þeir inn­viðir sem flokk­ur­inn vill leggja áherslu á eru allt kunn bar­áttu­mál hans, sem voru komin til skjal­anna fyrir COVID-19 far­ald­ur­inn. Má þar nefna að Mið­flokk­ur­inn vill að nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús verði byggt á Keld­um, að stór­út­gjöldum til borg­ar­línu verði hafnað en áhersla lögð á greiðar stofn­brautir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með mis­lægum gatna­mót­um, bættri ljósa­stýr­ingu og lagn­ingu Sunda­braut­ar.

Þá vill flokks­ráð Mið­flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði áfram í Vatns­mýr­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar