Aukið líf á leigumarkaði

Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Mikla hreyfingu má sjá á leigumarkaðnum þessi misserin. Á meðan húsnæðisverð hefur hækkað hefur leiguverð lækkað töluvert, en sérfræðingar benda á að hrun í útleigu húsnæðis til erlendra ferðamanna gæti skýrt þá þróun. Hagkvæmari leigumarkaður og aukin skólasókn gætu útskýrt hvers vegna fleiri hafa kosið að búa í leiguhúsnæði á síðustu vikum. 

Kaupverð hækkar en leigan lækkar

Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur verulega hægst á vexti leiguverðs á landinu öllu á síðustu mánuðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur vísitala leiguverðs lækkað milli mánaða frá því í apríl og er nú svipuð og hún var í upphafi árs. 

Þessi þróun sést ekki á fasteignamarkaðnum, þar sem kaupverð íbúða var 4,5 prósentum hærra síðastliðinn ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin svo 3,9 prósent. Verðhækkunin kemur á sama tíma og umsvif á fasteignamarkaðnum hafa aukist mikið, en eftir miklar vaxtalækkanir á húsnæðislánum í vor hefur fjöldi kaupsamninga aukist ört um allt land.

Auglýsing

Samdráttur í leigu til ferðamanna

Í sögulegu samhengi er óvanalegt að leiguverð lækki á sama tíma og fasteignaverð hækki, en verðþróun hefur verið svipuð í báðum flokkum á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Hagdeild HMS telur að samdráttur í Airbnb-íbúðum og öðrum skammtímaleiguíbúðumhafi líkast til haft neikvæð áhrif á leiguverð. 

Eftir hrun í komu erlendra ferðamanna til landsins hefur markaðurinn fyrir skammtímaleigu íbúða minnkað til muna, á sama tíma og framboð á húsnæði til langtímaleigu hefur aukist. Einnig eru íbúðirnar sem áður voru leigðar til ferðamanna að meðaltali minni en aðrar íbúðir, sem þýðir að leigjendum standa nú ódýrari íbúðir til boða. 

Leigusamningum fjölgar

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár fjölgaði þinglýstum leigusamningum töluvert í síðasta mánuði, miðað við mánuðinn á undan. Ekki hafa jafnmargir leigusamningar verið þinglýstir í áratug, er frá er talinn mánuðurinn eftir verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. 

Skiptir aukning námsmanna máli?

Lækkun leiguverðs á undanförnum mánuðum gæti útskýrt þessa miklu fjölgun leigusamninga í september. Hins vegar gæti fjölgun námsmanna einnig hafa leitt aukinnar aðsóknar í langtímaleiguíbúðir. Svipuð þróun má sjá á fjölda skráðra nemenda í Háskóla Íslands og fjölda þinglýstra leigusamninga í september. Enn eiga tölur um nýskráningar eftir að koma fyrir þetta skólaár, en búast má við áframhaldandi aukningu skráðra nemenda í skólanum miðað við kólnandi vinnumarkað á síðustu mánuðum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar