Aukið líf á leigumarkaði

Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Mikla hreyf­ingu má sjá á leigu­mark­aðnum þessi miss­er­in. Á meðan hús­næð­is­verð hefur hækkað hefur leigu­verð lækkað tölu­vert, en sér­fræð­ingar benda á að hrun í útleigu hús­næðis til erlendra ferða­manna gæti skýrt þá þró­un. Hag­kvæm­ari leigu­mark­aður og aukin skóla­sókn gætu útskýrt hvers vegna fleiri hafa kosið að búa í leigu­hús­næði á síð­ustu vik­um. 

Kaup­verð hækkar en leigan lækkar

Sam­kvæmt nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) hefur veru­lega hægst á vexti leigu­verðs á land­inu öllu á síð­ustu mán­uð­um. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur vísi­tala leigu­verðs lækkað milli mán­aða frá því í apríl og er nú svipuð og hún var í upp­hafi árs. 

Þessi þróun sést ekki á fast­eigna­mark­aðn­um, þar sem kaup­verð íbúða var 4,5 pró­sentum hærra síð­ast­lið­inn ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mæld­ist árs­hækk­unin svo 3,9 pró­sent. Verð­hækk­unin kemur á sama tíma og umsvif á fast­eigna­mark­aðnum hafa auk­ist mik­ið, en eftir miklar vaxta­lækk­anir á hús­næð­is­lánum í vor hefur fjöldi kaup­samn­inga auk­ist ört um allt land.

Auglýsing

Sam­dráttur í leigu til ferða­manna

Í sögu­legu sam­hengi er óvana­legt að leigu­verð lækki á sama tíma og fast­eigna­verð hækki, en verð­þróun hefur verið svipuð í báðum flokkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu árin. Hag­deild HMS telur að sam­dráttur í Air­bn­b-­í­búðum og öðrum skamm­tíma­leigu­í­búð­um­hafi lík­ast til haft nei­kvæð áhrif á leigu­verð. 

Eftir hrun í komu erlendra ferða­manna til lands­ins hefur mark­að­ur­inn fyrir skamm­tíma­leigu íbúða minnkað til muna, á sama tíma og fram­boð á hús­næði til lang­tíma­leigu hefur auk­ist. Einnig eru íbúð­irnar sem áður voru leigðar til ferða­manna að með­al­tali minni en aðrar íbúð­ir, sem þýðir að leigj­endum standa nú ódýr­ari íbúðir til boða. 

Leigu­samn­ingum fjölgar

Sam­kvæmt nýjum tölum Þjóð­skrár fjölg­aði þing­lýstum leigu­samn­ingum tölu­vert í síð­asta mán­uði, miðað við mán­uð­inn á und­an. Ekki hafa jafn­margir leigu­samn­ingar verið þing­lýstir í ára­tug, er frá er tal­inn mán­uð­ur­inn eftir verk­fall lög­fræð­inga hjá sýslu­manns­emb­ætt­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2015. 

Skiptir aukn­ing náms­manna máli?

Lækkun leigu­verðs á und­an­förnum mán­uðum gæti útskýrt þessa miklu fjölgun leigu­samn­inga í sept­em­ber. Hins vegar gæti fjölgun náms­manna einnig hafa leitt auk­innar aðsóknar í lang­tíma­leigu­í­búð­ir. Svipuð þróun má sjá á fjölda skráðra nem­enda í Háskóla Íslands og fjölda þing­lýstra leigu­samn­inga í sept­em­ber. Enn eiga tölur um nýskrán­ingar eftir að koma fyrir þetta skóla­ár, en búast má við áfram­hald­andi aukn­ingu skráðra nem­enda í skól­anum miðað við kóln­andi vinnu­markað á síð­ustu mán­uð­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar