Aukið líf á leigumarkaði

Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.

img_4955_raw_0710130602_10191533305_o.jpg
Auglýsing

Mikla hreyfingu má sjá á leigumarkaðnum þessi misserin. Á meðan húsnæðisverð hefur hækkað hefur leiguverð lækkað töluvert, en sérfræðingar benda á að hrun í útleigu húsnæðis til erlendra ferðamanna gæti skýrt þá þróun. Hagkvæmari leigumarkaður og aukin skólasókn gætu útskýrt hvers vegna fleiri hafa kosið að búa í leiguhúsnæði á síðustu vikum. 

Kaupverð hækkar en leigan lækkar

Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur verulega hægst á vexti leiguverðs á landinu öllu á síðustu mánuðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur vísitala leiguverðs lækkað milli mánaða frá því í apríl og er nú svipuð og hún var í upphafi árs. 

Þessi þróun sést ekki á fasteignamarkaðnum, þar sem kaupverð íbúða var 4,5 prósentum hærra síðastliðinn ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin svo 3,9 prósent. Verðhækkunin kemur á sama tíma og umsvif á fasteignamarkaðnum hafa aukist mikið, en eftir miklar vaxtalækkanir á húsnæðislánum í vor hefur fjöldi kaupsamninga aukist ört um allt land.

Auglýsing

Samdráttur í leigu til ferðamanna

Í sögulegu samhengi er óvanalegt að leiguverð lækki á sama tíma og fasteignaverð hækki, en verðþróun hefur verið svipuð í báðum flokkum á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Hagdeild HMS telur að samdráttur í Airbnb-íbúðum og öðrum skammtímaleiguíbúðumhafi líkast til haft neikvæð áhrif á leiguverð. 

Eftir hrun í komu erlendra ferðamanna til landsins hefur markaðurinn fyrir skammtímaleigu íbúða minnkað til muna, á sama tíma og framboð á húsnæði til langtímaleigu hefur aukist. Einnig eru íbúðirnar sem áður voru leigðar til ferðamanna að meðaltali minni en aðrar íbúðir, sem þýðir að leigjendum standa nú ódýrari íbúðir til boða. 

Leigusamningum fjölgar

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár fjölgaði þinglýstum leigusamningum töluvert í síðasta mánuði, miðað við mánuðinn á undan. Ekki hafa jafnmargir leigusamningar verið þinglýstir í áratug, er frá er talinn mánuðurinn eftir verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. 

Skiptir aukning námsmanna máli?

Lækkun leiguverðs á undanförnum mánuðum gæti útskýrt þessa miklu fjölgun leigusamninga í september. Hins vegar gæti fjölgun námsmanna einnig hafa leitt aukinnar aðsóknar í langtímaleiguíbúðir. Svipuð þróun má sjá á fjölda skráðra nemenda í Háskóla Íslands og fjölda þinglýstra leigusamninga í september. Enn eiga tölur um nýskráningar eftir að koma fyrir þetta skólaár, en búast má við áframhaldandi aukningu skráðra nemenda í skólanum miðað við kólnandi vinnumarkað á síðustu mánuðum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar