Friðarsinninn Trump?

Donald Trump teflir því nú fram í kosningabaráttu sinni að hann hafi náð miklum árangri í friðarmálum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að raunveruleikinn er í algerri andstöðu við þá mynd sem hann vill mála upp.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alið á sundrungu og kynt undir ófriði á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti sínu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alið á sundrungu og kynt undir ófriði á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti sínu.
Auglýsing

Nú líður að for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum og eitt af því sem Don­ald Trump hefur reynt að halda á lofti í kosn­inga­bar­átt­unni er hversu miklum árangri hann hefur náð í frið­ar­mál­um. Hann seg­ist m.a. hafa tek­ist að leysa ýmis erfið mál í Mið-Aust­ur­löndum sem for­verum hans hafi mis­tek­ist og stærir sig af frið­ar­sam­komu­lögum sem marka eigi ný tíma­mót. Hann seg­ist geta tryggt frið með því að sýna styrk, sem vissu­lega er hægt og hefur verið gert. Þegar málið er skoðað kemur hins vegar í ljós að hann virð­ist ekki fær um slíkt og raun­veru­leik­inn er í algerri and­stöðu við þá mynd sem hann vill mála upp.

Banda­ríkin hafa lengi hlut­ast til um mál ann­arra ríkja og á stundum setið undir harðri gagn­rýni vegna afskipta, í versta falli meintra ólög­legra inn­rása og stríðs­rekstr­ar. Eftir mis­jafnan árangur í Afganistan, Írak og víðar reyndu banda­rísk stjórn­völd undir stjórn Baracks Obama að beygja af leið og forð­ast slíkt eins og kostur væri. Þau vildu m.a. ekki fara fyrir inn­rás í Líbýu þó Banda­ríkja­her neydd­ist á end­anum til að taka yfir stjórn aðgerða.

Jafn­framt var farið að not­ast meira við svo­kall­aða dróna í stað þess að senda inn mann­aðar sveit­ir. Það eru fjar­stýrð loft­för sem beina má með nokk­urri nákvæmni að til­teknum skot­mörk­um, t.d. búðum meintra hryðju­verka­manna. Það er um margt ódýr­ari lausn og virð­ist hrein­legri á yfir­borð­inu, því eigið mann­fall er lág­markað og minni líkur eru á að drag­ast inn í enda­laus stríð – nokkuð sem Banda­ríkja­menn þekkja best allra. Hin hliðin er að með þessu verða ger­endur fjar­lægir skot­mörk­unum og þar með afleið­ing­unum – fórn­ar­lömbun­um. Þegar fjöldi sak­lausra borg­ara týndi lífi í dróna­árásum, sem stundum misstu marks, urðu því margir til þess að gagn­rýna þessa stefn­u.  

Yfir­lýs­ingaglaður for­seti

Í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum árið 2016 var orð­ræðan tals­vert á þá lund að næði Don­ald Trump kjöri yrði horfið frá þess­ari dráps­stefnu dróna­kóngs­ins Obama, að hin íhalds­sama utan­rík­is­stefna Don­alds Trump myndi bæta þar úr. Þetta hefur leitt til þess skiln­ings sumra að Don­ald Trump hafi tek­ist – betur en fyr­ir­renn­urum hans – að halda Banda­ríkj­unum frá stríðs­á­tökum og koma þeim út úr þeim ógöngum sem þeir virð­ast enda­laust koma sér í, sér­stak­lega í Mið-Aust­ur­lönd­um. Því er gjarnan við­kvæðið þegar Trump hefur verið gagn­rýndur fyrir hin ýmsu afglöp að hann hafi þó alla vega ekki byrjað nein stríð og sé í raun frið­ar­sinni. Þetta er þó mjög fjarri sann­leik­an­um, í besta falli mikil ein­föld­un.

Auglýsing

Það er vissu­lega stað­reynd að Don­ald Trump hefur lagt sig fram um að fram­fylgja í þaula stefnu sem kall­ast „Amer­ica Fir­st“ – sem miðar að því að ein­beita sér að inn­an­rík­is­málum og vera ekki að vasast í málum ann­arra ríkja. Nóg sé af verk­efnum heima fyrir sem krefj­ist úrlausna; hnign­andi iðn­aður og sam­keppn­is­staða Banda­ríkj­anna sem átti að hafa leitt til verri lífs­kjara almenn­ings. Þessi stefna felur þó einnig í sér ákveðna ein­angr­un­ar­hyggju og að draga Banda­ríkin út úr ýmsu alþjóða­sam­starfi, -stofn­unum og -samn­ingum – því slík þátt­taka, bind­andi fjöl­þjóða­samn­ingar o.þ.h. hefti full­veld­is­rétt Banda­ríkj­anna.

Rök­styðja má að til langs tíma sé slík stefna þó síst til að bæta hag, eða tryggja frið og öryggi, hvorki Banda­ríkja­manna né ann­arra. Stað­reyndin er einnig sú að þrátt fyrir að Trump hafi ekki hafið ný stríð hafa umsvif banda­ríska hers­ins erlendis síst minnk­að. Yfir­stand­andi stríðs­rekstur hefur þvert á móti verið auk­inn og hefur Trump með stefnu sinni verið nálægt því að koma af stað nýjum alvar­legum stríðs­á­tök­um.

Bar­áttan við Íslamska ríkið stóð sem hæst í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga árið 2016 og Obama, sem mjög var gagn­rýndur fyrir auknar dróna­árás­ir, hafði unnið að því að gera ferlið við þær gagn­særra. Sér í lagi var reynt að setja reglur um notkun dróna á svæðum þar sem ekki voru bein stríðs­á­tök, eins og í Sómalíu og Líbýu, en eins og gjarnan ger­ist með jafn flókin mál urðu þær reglur þó aldrei meira en við­mið. 

Átti Trump­stjórnin því mjög auð­velt með að snúa frá því aðhalds­sam­ara verk­lagi sem Obama hafði reynt að koma á. Hinn yfir­lýs­ingaglaði Trump hafði sagt í kosn­inga­bar­átt­unni að leiðin til að ráða nið­ur­lögum hryðju­verka­mann­anna væri að drepa fjöl­skyldur þeirra og hann myndi ekki fylgja eftir hinni „póli­tískt réttu“ aðferða­fræði for­set­ans næði hann kjöri. Stefna Trumps felur það m.a. í sér að her­for­ingjar og lægra settir her­stjórn­endur hafa frjáls­ari hendur með að gera árás, telji þeir þess þurfa með, og þurfa ekki að fara í gegnum form­leg ferli í Hvíta hús­inu.

„Trump hefur ekki byrjað ný stríð“ – er það svo ein­falt?

Don­ald Trump hafði uppi stór orð í aðdrag­anda kosn­inga um það hversu illa Barack Obama og Hill­ary Clinton héldu á málum er vörð­uðu banda­rískt her­lið og stríðs­rekst­ur, sér í lagi hversu illa gekk að enda við­veru Banda­ríkja­manna í Afganistan og Írak. Eftir að Trump tók við emb­ætti lof­aði hann ítrekað að draga Banda­ríkin út úr kostn­að­ar­sömum stríð­um, losa þau við íþyngj­andi skuld­bind­ingar erlendis og koma her­liðum heim.

Nú þegar hillir undir lok fyrsta kjör­tíma­bils Don­alds Trump í emb­ætti má segja að enn sé sami fjöldi her­stöðva og her­manna á erlendri grund. Hefur jafn­vel bæst við þá byrði, því hann jók ýmist eða við­hélt þátt­töku Banda­ríkj­anna í átök­unum í Afganistan, Sýr­landi og víðar – Trump vék nán­ast í öllum málum af leið þeirri sem for­veri hans hafði farið nema þeirri sem snýr að hern­aði og slíkum skuld­bind­ingum erlend­is, þar hefur hann haldið sömu stefnu – og gefið í.

Fljót­lega eftir að Trump tók við völdum árið 2017 var til­kynnt að Banda­ríkin myndu senda fleiri sveitir til Afganistan, sem fjölg­aði banda­rískum her­mönnum um helm­ing þegar mest var. Sam­kvæmt yfir­stjórn Banda­ríkja­hers hefur fleiri sprengjum og eld­flaugum verið skotið í Afganistan í valda­tíð Don­alds Trump en á fyrstu kjör­tíma­bilum George W. Bush eða Baracks Obama. Náðu loft­árásir þar sögu­legu hámarki á árunum 2018–19, bæði hvað varðar magn og einnig mann­fall.

Frá leiðtogafundi hjá Atlantshafsbandalaginu. Mynd: EPA

Trump sendi einnig umtals­verðan fjölda banda­rískra bar­daga­sveita til Sýr­lands og gaf Jim Matt­is, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, frjálsar hendur til að beita banda­rískum her­sveitum og auka lofthernað gegn ISIS. Hann sendi jafn­framt hund­ruð nýrra banda­rískra her­manna til Íraks þar sem þeim var beitt nær víg­lín­unum og veitti aukið frelsi til loft­árása í land­inu. Að sama skapi hefur for­set­inn einnig tíst um að hefja fyr­ir­byggj­andi eld­flauga­árásir gegn Norð­ur­-Kóreu ef stjórn­völd haldi áfram að ógna Banda­ríkj­unum og banda­mönnum þeirra. Trump hefur einnig beitt neit­un­ar­valdi gegn frum­vörpum sem Banda­ríkja­þing sam­þykkti til að draga banda­rískt her­lið út úr stríði Sádi-­Ar­abíu í Jemen.

Jafn­framt hefur hann hindrað laga­setn­ingu sem átti að stöðva her­gagna­sölu, m.a. her­þot­ur, eld­flauga­búnað og sprengjur til Sádi-­Ar­abíu vegna hörm­ung­ar­á­stands­ins í Jemen.Trump hefur heldur ekki náð að létta byrðum af Banda­ríkja­mönnum sem snúa að skuld­bind­ingum um vernd til handa banda­mönnum þeirra. Við­vera banda­rísks her­afla í Evr­ópu, undir merkjum Atl­ants­hafs­banda­lags­ins, hefur einnig aukist, svo og þátt­taka í her­æf­ingum á evr­ópsku land­svæði.

Nú síð­ast í sept­em­ber lof­aði Trump því í ávarpi að liðs­afli Banda­ríkja­manna í Afganistan yrði kom­inn heim fyrir jól. Þetta kom flatt upp á her­mála­yf­ir­völd sem gáfu út um svipað leyti að mögu­lega væri hægt að fækka í her­lið­inu niður í 2500 manns snemma næsta ár. Trump-­stjórnin hefur ítrekað talað um að verið sé að vinna í því að fækka niður í 4500 manns fyrir kjör­dag. Það mun þó ekki ger­ast og er ljóst að yfir­lýs­ingar for­set­ans eru ekki sann­leik­anum sam­kvæmt, frekar en margt ann­að, og settar fram í þeim til­gangi styrkja stöðu hans meðal kjós­enda.

Kjarn­orku­vopna­búrið end­ur­nýjað og upp­fært

Að sama skapi hefur stjórn Trumps uppi áætl­anir um að stór­efla kjarn­orku­vopna­búr Banda­ríkj­anna. Það felur m.a. í sér í áætl­anir um þróun nýrra með­al­drægra eld­flauga en Trump dró Banda­ríkin út úr sam­komu­lagi við Rússa sem bann­aði slík vopn, að sögn vegna þess að Rússar höfðu ekki virt samn­ing­inn og því ekki ástæða lengur fyrir Banda­ríkja­menn að taka þátt.

Obama hafði lagt fram tals­vert umfangs­miklar til­lögur að end­ur­nýjun og upp­færslu kjarn­orku­vopna­við­bún­að­ar­ins en það sneri meira að end­ur­bótum á þeim vopnum sem til voru. Það sem nú er á ferð­inni snýst um að þróa með­færi­legri kjarna­vopn sem rök­styðja má að lækki þann þrösk­uld sem komið hefur í veg fyrir kjarn­orku­stríð. Hafa ber í huga að Banda­ríkin hafa nú þegar getu til að eyða hvaða skot­marki sem er, hvar sem er á jörð­inni. Sú við­bót og nýja tækni sem boðuð er mun ekki bæta neinu við eða fæla önnur ríki frá árásum á Banda­rík­in, nema síður sé.

Frið­ar­sam­komu­lög – eru þau ein­hvers virði?

For­set­inn hefur einnig reynt að styrkja sig í sessi sem sátta­for­ingi með því að ýmist reyna að hafa for­göngu um mála­miðlun eða smeygja sér inn í sam­komu­lag ríkja sem átt hafa í deil­um. Frið­ar­sam­komu­lag við Tali­bana sem gert var í febr­úar s.l. og Trump stærði sig af er dæmi um hvernig hann telur sig geta, nán­ast af eigin ramm­leik, leyst flókin mál. Það var blásið út sem tíma­móta­sam­komu­lag sem binda myndi enda á 19 ára löng átök í Afganist­an. Ýmsir gagn­rýndu sam­komu­lagið fyrir að vera lítið annað en skipu­legt und­an­hald og ekki leið á löngu áður en blóðug átök brut­ust út, ein­hver þau mann­skæð­ustu frá upp­hafi.

Trump náði einnig að lát­ast stilla til friðar í Mið-Aust­ur­lönd­um. Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin og Bar­ein und­ir­rit­uðu nýlega í Hvíta hús­inu samn­inga um stjórn­mála­sam­band við Ísra­el, en fyrir áttu Egypta­land og Jórdanía í slíku sam­bandi. Don­ald Trump for­seti stýrði athöfn­inni og sagði þetta vera „mik­il­vægan dag fyrir frið“ og sá til þess hann allir vissu að hann hefði náð að gera „frið­ar­samn­ing“ á milli Ísra­els og arabarík­is, eins og nokkrum for­setum hefur tek­ist á síð­ustu 72 árum.

Þó þessir samn­ingar séu í sjálfu sér sögu­legir þá eru þetta alls engir frið­ar­samn­ing­ar. Ísr­ael hafði ekki átt í neinum deilum hvað þá stríði við Bar­ein og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, eins og reyndin er með mörg önnur Arabaríki á svæð­inu. Ríkin tvö höfðu þó haft horn í síðu Ísra­els, eins og Arabaríki hafa gjarn­an, en höfðu gert ýmsa samn­inga á bak við tjöldin á und­an­förnum árum. Samn­ing­ur­inn nú gerir ríkj­unum kleift að eiga ýmsa opin­bera sam­vinnu á sviði ferða­mála með beinu flugi milli land­anna og meiri við­skipti.

Tals­menn Palest­ínu­manna segja sam­komu­lagið vera sorg­legt og eina raun­veru­lega skrefið til friðar sé að enda her­nám Ísra­els í Palest­ínu og við­ur­kenna ófrá­víkj­an­legan rétt þeirra til sjálfs­stjórn­ar. Trump seg­ist hins vegar bjart­sýnn á að fleiri arabaríki muni fylgja í kjöl­farið og ná eðli­legu sam­bandi við Ísra­el, en tals­maður stjórn­valda í Quatar sagði að styrk­ing stöðu Ísra­els á svæð­inu geti ekki verið leiðin að lausn átak­anna milli Ísr­ael og Palest­ínu.

Karim Sadjad­po­ur, sér­fræð­ingur í Mið­aust­ur­löndum sagði samn­ing Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna og Ísra­els vera runn­inn undan rifjum Banda­ríkj­anna, drif­inn áfram af gagn­kvæmum ótta við Íran. Hann líkti aðkomu Trumps að þessum samn­ingum við að hann hefði smellt nafni sínu á hótel sem hafi í raun þegar verið byggt. Sér­fræð­ingar hafa bent á að ef Banda­ríkin vildu raun­veru­lega beita sér fyrir friði þá gætu þau notað sér það vog­ar­afl sem þau hafa gagn­vart Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Sádi-­Ar­abíu til að draga úr hern­aði þeirra í Jem­en, sem Banda­ríkin styðja sjálf.

Hið sama má segja um sam­komu­lag milli Kósóvó og Serbíu sem und­ir­ritað var nýverið í Hvíta hús­inu, það virð­ist varla vera papp­írs­ins virði. Jafn­vel þó sam­komu­lag­ið, sem virð­ist hafa verið klastrað saman í flýti, feli í sér lægsta mögu­lega sam­nefn­ara gátu ríkin tvö ekki komið sé saman um sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu, enda var sam­komu­lagið ritað á tvö ólík skjöl. Aleksander Vucic Serbíu­for­seti leit á sam­komu­lagið sem tví­hliða við­ræður undir stjórn Banda­ríkj­anna og virt­ist koma af fjöllum þegar Trump, sem notar samn­ing­ana til að kaupa stuðn­ing við Ísra­el, til­kynnti að Serbía myndi flytja sendi­ráð sitt til Jer­úsalem eftir að und­ir­ritun lauk.

Hafa ber í huga að ríkin á Balkanskaga eru í við­kvæmri stöðu eftir að Júgóslavía nán­ast tætt­ist í sundur í blóð­ugu stríði á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Ríkin reyna því hvert um sig að fóta sig í alþjóða­sam­fé­lag­inu með því að halla sér að til­teknum banda­mönn­um, en um leið forð­ast áhrif og yfir­gang frá öðr­um. Þarna reyna að teygja anga sína Rússar, Kín­verjar, Banda­ríkja­menn og ýmis ríki Mið-Aust­ur­landa, sem toga úr öllum áttum og reyna að stíga inn í það tóma­rúm sem mynd­að­ist.

Auglýsing

Bent hefur verið á að Banda­ríkin séu þarna að „Mið­aust­ur­landa­væða­“ Balkanskag­ann, m.a. með því að skil­greina Kósóvó sem múslima­ríki, nokkuð sem það hefur forð­ast hingað til. Það sem hékk á spýt­unni fyrir Kósóvó var að hljóta við­ur­kenn­ingu frá Ísr­ael á sjálf­stæði en bar­áttan fyrir sjálf­stæði hefur staðið í 15 ár. En það sem Serbía sæk­ist mögu­lega eftir er að verða megin banda­maður Banda­ríkj­anna á Balkanskaga í gegnum Ísr­a­el.

Rétt er þó að hafa í huga að Sló­venía og Króa­tía eru þegar aðilar að ESB og þau ásamt Svart­fjalla­landi, Norður Makedóníu og Albaníu eru aðilar að NATO. Serbía, ásamt Alban­íu, Norður Makedóníu og Svart­fjalla­landi, eru form­leg umsókn­ar­ríki aðildar að ESB (candi­date countries). Trump sætir þarna lagi og hættir sér inn í eld­fimt ástand sem engan veg­inn verður lagað með ein­földum lausnum – og allra síst með valdaplotti sem er lík­legra til að gera illt verra. Til­gang­ur­inn virð­ist ekki vera að stuðla að friði heldur að tryggja áhrif Banda­ríkj­anna og Ísra­els á Balkanskaga. En ekki síður til að geta skreytt sig með fjöðrum frið­ar­boð­ans í aðdrag­anda kosn­inga.

Trump elur á sundr­ungu og kyndir undir ófriði

Þegar kemur að ímynd, trausti og vel­vilja, sem þrátt fyrir allt hlýtur að vera ákveð­inn grunnur að því að eiga í frið­sam­legum sam­skipt­um, skilur Trump eftir sig sviðna jörð. Þetta á ekki aðeins við um utan­rík­is­mál heldur einnig mál­efni heima fyr­ir, sem er afleið­ing Amer­ica First-stefn­unn­ar. Segja má að hún hafi farið í handa­skolum og valdið Banda­ríkj­unum tals­verðum skaða því Trump hefur náð að útmála stór­veldið Banda­ríkin sem ein­hvers­konar fórn­ar­lamb sem hafi farið hall­oka í viður­eign sinni við önnur ríki.

Í stað þess að sam­eina þjóð­ina notar Trump hvert tæki­færi til að hella olíu á eld ófriðar sem hefur m.a. reynst Banda­ríkj­unum dýr­keypt í bar­átt­unni við COVID-19. Full­yrða má að hegðun og fram­koma Trumps þar hafi verið mjög skað­leg. Hann upp­fyllti ekki hlut­verk sitt sem leið­togi fyrir hið marg­þætta dreifða stjórn­kerfi Banda­ríkj­anna. Í stað þess að sam­ræma aðgerðir og beita þeim styrk sem ríki eins og Banda­ríkin búa yfir, kynti hann undir deilum við póli­tíska and­stæð­inga í röðum rík­is­stjóra og gróf undan því trausti sem þeir sann­ar­lega þurftu á að halda á sínum heima­velli.

Trump og Macron Frakklandsforseti. Mynd: EPA

Honum hefur tek­ist að auka hætt­una á stríði, komið Íran til þess að end­ur­vekja kjarn­orku­á­ætlun sína, tek­ist að vekja veru­lega efa­semdir um dóm­greind og áreið­an­leika banda­rískra stjórn­valda. Hann hefur sent traustum banda­mönnum í Evr­ópu fing­ur­inn og tek­ist að láta Rúss­land og Kína líta út sem vöggu rétt­lætis og stjórn­visku. Stjórn Trumps hefur látið í ljós að hún telji að morð á erlendum emb­ætt­is­mönnum séu lög­mæt og eðli­legur hluti af utan­rík­is­stefnu ríkja. Einnig hefur Trump fund­ist eðli­legt að upp­hefja stríðs­glæpa­menn og hampa ein­ræð­is­herr­um.

Stríðstrumbu­sláttur Trump gagn­vart Kína er síðan kap­ít­uli út af fyrir sig þó fram­koma Kína á alþjóða­vett­vangi og gagn­vart minni­hluta­hópum inn­an­lands sé um margt veru­lega aðfinnslu­verð. Trump­stjórnin hef­ur, í mis­heppn­uðu við­skipta­stríði og með óhöndug­legum aðferðum gagn­vart vax­andi tækni­for­skoti Kína, sem jú byggir m.a. á hug­verka­stuldi, gert það að verkum að sam­skiptin milli Beijing og Was­hington hafa sjaldan staðið verr. Nýleg þjóðar­ör­ygg­is­stefna Banda­ríkj­anna bein­línis stillir Kína upp sem höf­uð­ó­vini Banda­ríkj­anna.  

Það er ljóst að Don­ald Trump vék í engu frá þeirri stefnu sem Barack Obama var hvað mest gagn­rýndur fyrir heldur gekk hann enn lengra en for­veri hans. Í því ljósi verður full­yrð­ingin um að Trump hafi ekki hafið nein ný stríð hjáróma og vill­andi. Í raun má halda því fram að hann hafi kom­ist mun nær því að hefja ný stríð en að binda endi á þau sem hann erfði frá fyr­ir­renn­urum sín­um. Full­yrða má að Trump hafi með fram­ferði sínu, hinni mis­tæku Amer­ica First stefnu, gert illt verra. Ekki bara skaðað sína eigin þjóð heldur einnig hina frjáls­lyndu alþjóð­legu skipan heims­mála sem ríkt hefur síðan eftir lok heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari. Það eitt og sér hefur stór­aukið mögu­leika á ófriði – stríði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar