Áætlað mat aðgerðapakkanna var 232 milljarðar en áhrifin í dag eru 85 milljarðar

Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra aðgerða sem kynntar hafa verið til leiks til að aðstoða fyrirtæki og heimili landsins er umtalsvert minni en kynnt var á blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar.

Blaðamannafundur: Hertar aðgerðir 30. okt 2020
Auglýsing

Beinn kostn­aður rík­is­sjóðs vegna úrræða sem kynnt hafa verið til leiks til að hjálpa fyr­ir­tækjum og heim­ilum lands­ins fjár­hags­lega í yfir­stand­andi heims­far­aldri er 38,2 millj­arðar króna til þessa. Til við­bótar hafa 19,5 millj­arðar króna farið í frestun skatt­greiðslna, 20 millj­arðar króna í frestun aðflutn­ings­gjalda og 6,6 millj­arðar króna hafa verið lán­aðir með rík­is­á­byrgð. Allt eru þetta þó fjár­munir sem munu skila sér aftur í rík­is­kass­ann. Því er sam­an­lagður kostn­aður vegna beinna greiðslna og til­færslna eða ábyrgða rík­is­sjóðs um 85 millj­arðar króna. Upp­haf­legt mat á heild­ar­kostn­aði aðgerð­anna, sem sumar hverjar eru ekki á enda runn­ar, var 232,2 millj­arðar króna. 

Þótt enn eigi eftir að falla til kostn­aður vegna aðgerð­ar­pakk­anna er ljóst að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna þeirra verður mun minni en kynnt var á blaða­manna­fundum stjórn­valda þegar pakk­arnir voru kynntir til leiks. 

Þetta kemur fram í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um nýt­ingu efna­hagsúr­ræða vegna yfir­stand­andi heims­far­ald­urs COVID-19. 

Sú aðgerð sem kostað hefur mest er hluta­bóta­leiðin svo­kall­aða. Beinn kostn­aður vegna hennar til þessa er 19,8 millj­arðar króna, en upp­haf­legt kostn­að­ar­mat var að hún myndi kosta 34 millj­arða króna. Flestir voru á hluta­bótum í apr­íl, eða alls 33 þús­und manns, en síðan hefur fækkað veru­lega í þeim hópi. Í dag eru um 3.500 manns að nýta leið­ina.

Fyrst voru hámarks­greiðslur allt að 75 pró­sent af launum upp að ákveðnu þaki, en það var síðar lækkað niður í 50 pró­sent. Sam­hliða þeirri lækkun var tekið fyrir að fyr­ir­tæki sem ætl­uðu að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óum­s­anda bónusa eða borga helstu stjórn­endum yfir þrjár millj­ónir króna á mán­uði gætu nýtt sér leið­ina. 

Tvær aðgerðir 80 pró­sent af beinum kostn­aði

Búið er að greiða 10,5 millj­arða króna í svo­kall­aða upp­sagn­ar­styrki. Þegar frum­varp um upp­­­­sagn­­­­ar­­­­styrki var lagt fram um miðjan maí var gert ráð fyrir því að bein útgjöld rík­­­­is­­­­sjóðs vegna úrræð­is­ins yrðu 27 millj­­­­arðar króna. Því er upp­­hæðin sem greidd hefur verið út enn sem komið er ein­ungis 39 pró­­sent af ætl­­aðri upp­­hæð. 

Styrkirnir fela í sér að rík­is­sjóðir veitir ákveðnum fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir umfangs­miklu tekju­tapi, eða að minnsta kosti 75 pró­sent, styrki til að eyða ráðn­­­­­ing­­­­­ar­­­­­sam­­­­­böndum þeirra við starfs­­­­­fólk sitt. 

Auglýsing
Þessar tvær leið­ir, hluta­bóta­leiðin og upp­sagn­ar­styrkirn­ir, hafa því kostað 30,3 millj­arða króna til þessa og eru tæp­lega 80 pró­sent allra beinna fjár­út­láta rík­is­sjóðs vegna aðgerða sem kynntar hafa verið til leiks.

Til við­bótar við þessar aðgerðir voru greiddir út þrír millj­arðar króna í sér­staka barna­bóta­auka upp á 40 þús­und krónur fyrir hvert barn sem for­eldri eða for­eldrar sem eru með undir 11,1 milljón krónur í sam­eig­in­legar tekj­ur, og 20 þús­und krónur til þeirra sem eru með tekjur yfir þeim mörk­um. Þetta átti að gera vegna „rask­ana af völdum far­ald­urs­ins“. 

Þessi kostn­að­ar­tala stóðst að næstum öllu leyti enda um bein fjár­út­lát úr rík­is­sjóði að ræða og nokkuð ein­falt að reikna út hvað hvert for­eldri átti að fá út frá skatt­skýrslum þeirra. 

Ferða­gjöf og gistin­átt­ar­skattur

Aðrir leiðir eru líka langt  undir upp­haf­legu mati á heild­ar­á­hrif­um. Greiðslur launa í sótt­kví voru áætl­aðar tveir millj­arðar króna en eru um 300 millj­ónir króna.

Ferða­gjöfin svo­kall­aða hefur útheimt kostnað upp á 600 millj­ónir króna. Þegar aðgerðin var kynnt af stjórn­­­völdum kom fram að með þessu fram­taki ætti að gefa Íslend­ingum eldri en 18 ára sam­tals 1,5 millj­­­arð króna til að örva vilja þeirra til inn­­­­­lendrar neyslu og ferða­laga. Í dag hefur þjóðin sam­tals eytt um 40 pró­­sent þeirrar upp­­hæðar sem stjórn­­völd kynntu að aðgerðin ætti að kosta. 

Lok­un­ar­styrkir voru metnir á 2,5 millj­arða króna en fram til þessa er búið að greiða út einn millj­arð króna. Nið­ur­fell­ing gistin­átt­ar­skatts var metin á 1,6 millj­arða króna en hefur kostað 300 millj­ónir króna og nið­ur­fell­ing toll­af­greiðslu­gjalda átti að kosta 600 millj­ónir króna en hefur kostað 200 millj­ónir króna. 

Mun færri frest­uðu stað­greiðslu en talið var

Ein af fyrstu aðgerð­unum sem íslensk stjórn­­völd gripu til vegna efna­hags­­legra afleið­inga af kór­ón­u­veiru­far­ald­inum var að veita fyr­ir­tækjum í land­inu frest á greiðslu á helm­ingi trygg­ing­­ar­gjalds og stað­greiðslu opin­berra gjalda sem voru á gjald­daga í mars. Þetta var ákveðið 12. mars, fjórum dögum áður en að eindagi þeirra gjalda átti að vera. Þeim eindaga var frestað um mánuð upp­­haf­­lega, og síðar þangað til í jan­úar á næsta ári. Gert var ráð fyrir að þetta myndi seinka tekjum til rík­­is­­sjóðs upp á 22 millj­­arða króna.

Þegar rík­­is­­stjórnin kynnti svo fyrsta efna­hag­s­­pakka sinn 21. mars var ein dýrasta aðgerðin þar sú að fresta mætti þremur gjald­­dögum stað­greiðslu og trygg­ing­­ar­gjalds á tíma­bil­inu 1. apríl til 1. des­em­ber til við­­bótar ef fyr­ir­tæki gæti mætt ákveðnum skil­yrð­­um. Áætluð áhrif þess voru 75 millj­arðar króna.

Hingað til hefur frestun stað­greiðslu tálmað greiðslu á 19,5 millj­örðum króna í rík­is­sjóð, eða um 26 pró­sent af upp­haf­legu mats­upp­hæð­inni.

Til við­bótar var boðið upp á að fresta greiðslu aðflutn­ings­gjalda. Þar hefur nýt­ing­in, alls 20 millj­arðar króna, verið umfram upp­haf­legu áætl­un­ina sem var 13 millj­arðar króna. 

Þá stendur eftir að fólki var gert kleift að taka út sér­eign­ar­sparnað sinn, sem er í raun aðgerð sem eykur tekjur rík­is­sjóðs í dag þar sem útgreiðsl­urnar eru skatt­lagð­ar. Áætlað var að fólk myndi taka út 9,5 millj­arða króna en reyndin er sú að upp­hæðin hefur verið 18,8 millj­arðar króna. 

Lánin sem voru ekki tekin

Ein helsta aðgerðin sem rík­is­stjórnin kynnti til leiks í mars var að veita fyr­ir­greiðslu til að auð­velda við­bót­ar­lán lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja. Þetta átti að gera þannig að ríkið semdi við Seðla­banka Íslands um að færa lána­stofn­unum aukin úrræði til að veita við­bót­ar­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja, í formi brú­ar­lána, sem orðið hefðu fyrir veru­legu tekju­tapi vegna yfir­stand­andi aðstæðna. Seðla­bank­inn myndi þannig veita ábyrgðir til lána­stofn­ana sem þær nýta til að veita við­bót­ar­lán upp að um 70 millj­arða króna. 

Aðal­við­skipta­bankar fyr­ir­tækja áttu að veita þessa fyr­ir­greiðslu og aðgerðin var í heild metin á um 80 millj­arða króna að teknu til­liti til auk­innar útlána­getu banka vegna lækk­unar á banka­skatti, sem átti að aukast um tæp­lega 11 millj­arða króna. Ríkið reikn­aði sín áhrif af þessu á 35 millj­arða króna.

Í dag hafa brú­ar­lán verið veitt upp á 700 millj­ónir króna.

Svokölluð stuðn­­ings­lán, einnig kölluð sér­­­stök lán til lít­illa fyr­ir­tækja, voru kynnt í aðgerð­ar­pakka tvö. Til að telj­­ast til slíkra fyr­ir­tækja þurfti að vera með tekjur undir 500 millj­­ónum króna á ári. Lán­in, sem njóta 100 pró­­sent rík­­is­á­­byrgð­­ar, standa ein­ungis fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­­sent tekju­­falli til boða, sem er sama skil­yrði og gildir fyrir hin svoköll­uðu brú­­ar­lán til stærri fyr­ir­tækja sem kynnt voru til leiks mán­uði áður.

Lánin til fyr­ir­tækj­anna átti að verða hægt að sækja um með ein­­földum hætti á Island.is en þau nema að hámarki sex millj­­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­­ar­um­­fang lán­anna átti að geta orðið allt að 28 millj­­arðar króna í heild, að mati stjórn­­­valda. 

Enn sem komið er nemur umfang þeirra 6,3 millj­örðum króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar