„Þurfum að fá að spyrja heimskulegra spurninga án ótta við þöggun“

Varaþingmaður Pírata segir að Íslendingar þurfi að geta átt opið, einlægt og gegnsætt samtal um hliðaráhrif aðgerða vegna COVID-19 faraldursins á íslenskt samfélag.

Sara Elísa Þórðardóttir
Sara Elísa Þórðardóttir
Auglýsing

„Núna fer að aukast hit­inn og vanda­málin og við­fangs­efnin hvað varðar COVID verða flókn­ari. Við þurfum að skoða málið enn þá heild­rænna. Við þurfum að geta átt opið, ein­lægt og gegn­sætt sam­tal um hlið­ar­á­hrif aðgerð­anna á íslenskt sam­fé­lag. Við þurfum að fá að spyrja heimsku­legra spurn­inga án þess að ótt­ast ofsa­fengin við­brögð og án ótta við þögg­un.“

Þetta sagði Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hún sagði enn fremur að gott og mik­il­vægt væri að vera bjart­sýn og von­góð en „við þurfum líka að vera raun­sæ. Það er á ábyrgð stjórn­valda og hlut­verk þeirra að setja fram lang­tíma­sviðs­myndir með við­bragðs­á­ætl­un­um. Óvissan er óskap­lega þung­bær fyrir mjög marga. Það þarf að vinna í átt að því að eyða eins mik­illi óvissu og ótta og hægt er um fram­tíð­ina fyrir þjóð­ina.“

Auglýsing

Veiru­frítt sam­fé­lag í besta falli tál­sýn

Sara sagði að Íslend­ingar byggju nú við hörð­ustu sótt­varna­að­gerðir í lýð­veld­is­sögu Íslands. „Borg­ara- og mann­rétt­indi, ferða­frelsi og atvinnu­frelsi hafa verið og eru enn stór­skert. Á opnum vel­ferð­ar­nefnd­ar­fundi í gær­morgun kom fram í máli Þór­ólfs Guð­laugs­son sótt­varna­læknis að bólu­efni við COVID er ekk­ert endi­lega á næsta leiti og eins er ekk­ert víst að það verði eins áhrifa­ríkt og vonir standa til.“

Á sama tíma stæðu Íslend­ingar frammi fyrir þeirri stað­reynd að þó nokkrar líkur væru á að það myndi koma fleiri bylgj­ur. Veiru­frítt sam­fé­lag væri í besta falli tál­sýn og efna­hags­höggið með til­heyr­andi atvinnu­leysi hefði nú þegar skapað alvar­legt ástand.

„Eins er ljóst að það eru þeir sem minnst hafa á milli hand­anna sem koma til með að verða verst úti og þola mestar afleið­ingar hertra aðgerða. Við stöndum í raun í auknum mæli frammi fyrir flóknum og risa­stórum spurn­ingum sem tengj­ast sið­fræði lífs og dauða,“ sagði hún. 

Þurfum að fara yfir málin með gagn­rýnum hætti

Birgir Ármannsson Mynd: Bára Huld BeckBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tók undir hug­leið­ingar Söru í ræðu sinni undir sama lið á Alþingi í gær. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt fyrir okkur að vera með­vituð um það að við erum að grípa til mjög harðra sótt­varna­ráð­staf­ana þar sem eru miklar tak­mark­anir á svig­rúmi fólks og miklu meiri en við höfum kynnst áður í lýð­veld­is­sög­unni, eins og hátt­virtur þing­maður Sara Elísa Þórð­ar­dóttir nefndi.

Við við­ur­kennum auð­vitað að far­sótt og alvar­legur inflú­ensu­far­aldur kallar á aðgerðir af hálfu hins opin­bera. Það er eðli­legt og heim­ilt að sótt­varna­yf­ir­völd grípi til ákveð­inna aðgerða af því til­efni en það þýðir hins vegar ekki að heim­ilt sé að gera hvað sem er. Þar verður að vanda til verka og við þurfum að fara yfir það með gagn­rýnum hætt­i,“ sagði hann.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent