„Þurfum að fá að spyrja heimskulegra spurninga án ótta við þöggun“

Varaþingmaður Pírata segir að Íslendingar þurfi að geta átt opið, einlægt og gegnsætt samtal um hliðaráhrif aðgerða vegna COVID-19 faraldursins á íslenskt samfélag.

Sara Elísa Þórðardóttir
Sara Elísa Þórðardóttir
Auglýsing

„Núna fer að aukast hit­inn og vanda­málin og við­fangs­efnin hvað varðar COVID verða flókn­ari. Við þurfum að skoða málið enn þá heild­rænna. Við þurfum að geta átt opið, ein­lægt og gegn­sætt sam­tal um hlið­ar­á­hrif aðgerð­anna á íslenskt sam­fé­lag. Við þurfum að fá að spyrja heimsku­legra spurn­inga án þess að ótt­ast ofsa­fengin við­brögð og án ótta við þögg­un.“

Þetta sagði Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­maður Pírata, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hún sagði enn fremur að gott og mik­il­vægt væri að vera bjart­sýn og von­góð en „við þurfum líka að vera raun­sæ. Það er á ábyrgð stjórn­valda og hlut­verk þeirra að setja fram lang­tíma­sviðs­myndir með við­bragðs­á­ætl­un­um. Óvissan er óskap­lega þung­bær fyrir mjög marga. Það þarf að vinna í átt að því að eyða eins mik­illi óvissu og ótta og hægt er um fram­tíð­ina fyrir þjóð­ina.“

Auglýsing

Veiru­frítt sam­fé­lag í besta falli tál­sýn

Sara sagði að Íslend­ingar byggju nú við hörð­ustu sótt­varna­að­gerðir í lýð­veld­is­sögu Íslands. „Borg­ara- og mann­rétt­indi, ferða­frelsi og atvinnu­frelsi hafa verið og eru enn stór­skert. Á opnum vel­ferð­ar­nefnd­ar­fundi í gær­morgun kom fram í máli Þór­ólfs Guð­laugs­son sótt­varna­læknis að bólu­efni við COVID er ekk­ert endi­lega á næsta leiti og eins er ekk­ert víst að það verði eins áhrifa­ríkt og vonir standa til.“

Á sama tíma stæðu Íslend­ingar frammi fyrir þeirri stað­reynd að þó nokkrar líkur væru á að það myndi koma fleiri bylgj­ur. Veiru­frítt sam­fé­lag væri í besta falli tál­sýn og efna­hags­höggið með til­heyr­andi atvinnu­leysi hefði nú þegar skapað alvar­legt ástand.

„Eins er ljóst að það eru þeir sem minnst hafa á milli hand­anna sem koma til með að verða verst úti og þola mestar afleið­ingar hertra aðgerða. Við stöndum í raun í auknum mæli frammi fyrir flóknum og risa­stórum spurn­ingum sem tengj­ast sið­fræði lífs og dauða,“ sagði hún. 

Þurfum að fara yfir málin með gagn­rýnum hætti

Birgir Ármannsson Mynd: Bára Huld BeckBirgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tók undir hug­leið­ingar Söru í ræðu sinni undir sama lið á Alþingi í gær. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt fyrir okkur að vera með­vituð um það að við erum að grípa til mjög harðra sótt­varna­ráð­staf­ana þar sem eru miklar tak­mark­anir á svig­rúmi fólks og miklu meiri en við höfum kynnst áður í lýð­veld­is­sög­unni, eins og hátt­virtur þing­maður Sara Elísa Þórð­ar­dóttir nefndi.

Við við­ur­kennum auð­vitað að far­sótt og alvar­legur inflú­ensu­far­aldur kallar á aðgerðir af hálfu hins opin­bera. Það er eðli­legt og heim­ilt að sótt­varna­yf­ir­völd grípi til ákveð­inna aðgerða af því til­efni en það þýðir hins vegar ekki að heim­ilt sé að gera hvað sem er. Þar verður að vanda til verka og við þurfum að fara yfir það með gagn­rýnum hætt­i,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent