Fylgi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hefur hrunið frá síðustu kosningum

Fylgi Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur ekki mælst lægra í könnunum MMR frá því í apríl 2013. Í síðustu kosningum var sterkasta vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur við flokkinn þar hefur dregist verulega saman á kjörtímabilinu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Í síð­ustu könnun MMR fyrir kosn­ing­arnar 2017, og þeirri fyrstu eftir þær, mæld­ist með­al­tals­fylgi Vinstri grænna 14,9 pró­sent. Það var aðeins lægra en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum sjálf­um, sem var 16,9 pró­sent. Mun­ur­inn var þó innan skekkju­marka. 

Kannanir MMR sýndu að fylgi Vinstri grænna var mest á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem sam­anstendur af báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og Krag­anum svo­kall­aða, nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Þar búa tveir af hverjum þremur íbúum lands­ins. Með­al­tal fylgis Vinstri grænna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í áður­nefndum tveimur könn­nunum MMR var 16,3 pró­sent. 

Hvergi á land­inu mæld­ist það meira enda hafði árang­ur­inn í Reykja­vík verið mjög góður í kosn­ing­un­um. Í Reykja­vík norð­ur, þar sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins, leiddi list­ann, fengu Vinstri græn 21,5 pró­sent atkvæða. 

Það var mesta fylgi sem flokk­ur­inn fékk í nokkru kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ing­um.  

Odd­vitar lista Vinstri grænna í þessum þremur kjör­dæmum voru þrjár kon­ur: for­mað­ur­inn Katrín, Svan­dís Svav­ars­dóttir og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir. Tvær fyrr­nefndu kon­urnar sett­ust í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki að kosn­ingum loknum sem leidd er af Katrín­u. 

Sú síð­ast­nefnda studdi ekki stjórn­ar­sátt­mála þeirrar rík­is­stjórnar og sagði sig úr Vinstri grænum fyrr á þessu ári. 

Fylgið ekki minna í sjö og hálft ár

Í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur fylgi Vinstri grænna mælst að með­al­tali 7,9 pró­sent. Það er níu pró­sentu­stigum undir kjör­fylg­i. 

Því er ljóst að miðað við þá stöðu hefur flokk­ur­inn tapað miklum stuðn­ingi á kjör­tíma­bil­in­u. 

Í könn­un­inni sem birt var í lið­inni viku, og vigtar um helm­ing af ofan­greindu með­al­tali, mæld­ist fylgið 7,5 pró­sent. Það hefur ekki mælst lægra í könn­unum MMR frá því í apríl 2013, nokkrum dögum fyrir þing­kosn­ingar þess árs, þegar fyrsta hreina tveggja flokka vinstri­st­jórnin var að ljúka átaka­drif­inni valda­setu sinni sem feiki­lega óvin­sæl minni­hluta­stjórn.Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni þeirrar ríkisstjórnar sem lauk störfum vorið 2013. Fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst minna frá því í aprílmánuði það ár.

Það er merki­legt í ljósi þess að Katrín Jak­obs­dóttir er sá ráð­herra sem flestir lands­menn segj­ast treysta, sam­kvæmt könnun Zenter fyrir Frétta­blaðið sem birt var í síð­asta mán­uði. Þar sögð­ust 18,1 pró­sent lands­manna bera mest traust til for­sæt­is­ráð­herr­ans. 

Það traust virð­ist hins vegar ekki skila sér í auknu fylgi Vinstri grænna. Þvert á móti.

Flótti kjós­enda frá Vinstri grænum er fyrst og síð­asta að eiga sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem for­mað­ur­inn leiðir lista flokks­ins í einu þriggja kjör­dæma. Þar segj­ast 7,6 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn í dag, eða 8,7 pró­sentu­stigum færri en í könn­unum MMR í kringum kosn­ing­arnar 2017. Ef reiknað er með­al­tals­fylgi Vinstri grænna í kosn­ing­unum sjálfum í þeim þremur kjör­dæmum sem mynda höf­uð­borg­ar­svæðið þá var það um 17 pró­sent. Flokk­ur­inn hefur því tapað næstum tíu pró­sentu­stigum á þessu fjöl­mennasta, og þétt­býlasta, svæði lands­ins á þeim rúmu þremur árum sem hann hefur leitt rík­is­stjórn.

Fylgið dalar víða

Vinstri græn tapa fylgi á öllum land­svæð­um, nema á Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um, á þeim slóðum þar sem Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir er odd­viti flokks­ins. Þar eykst fylgið lít­il­lega. 

Flokk­ur­inn hefur ætið átt sterkt vígi í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem stofn­and­inn og fyrr­ver­andi for­mað­ur­inn Stein­grímur J. Sig­fús­son hefur verið í for­ystu fyrir hann frá stofnun 1999. Stein­grímur til­kynnti nýverið að hann ætl­aði að hætta á þingi í aðdrag­anda næstu kosn­inga og því liggur fyrir að nýr odd­viti mun leiða í kjör­dæm­inu. Óli Hall­dórs­son hefur þegar til­kynnt fram­boð í það hlut­verk.

Auglýsing
Í kosn­ing­unum 2017 fengu Vinstri græn 19,9 pró­sent atkvæða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og voru næst stærsti flokk­ur­inn. Þau fengu ein­ungis 88 færri atkvæði en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þá. Í síð­ustu könn­unum MMR mælist fylgi Vinstri grænna á Norð­ur­landi ein­ungis 10,7 pró­sent og á Aust­ur­landi 8,8 pró­sent.

 Vinstri græn fengu 11,8 pró­sent atkvæða í Suð­ur­kjör­dæmi í síð­ustu kosn­ing­um. um er að ræða víð­feðm­asta kjör­dæmi lands­ins sem teygir sig frá Höfn í Horna­firði til Suð­ur­nesja. Nú mælist stuðn­ingur við flokk­inn á Suð­ur­landi og á Suð­ur­nesjum ein­ungis 4,5 pró­sent. Það myndi ekki duga Vinstri grænum til að ná inn manni í kjör­dæm­in­u. 

Staðan var sterk hjá konum

Í könn­unum MMR í kringum síð­ustu kosn­ingar kom skýrt fram að Vinstri græn voru flokkur sem höfð­aði mun frekar til kvenna en karla. Alls mæld­ist stuðn­ingur við flokk­inn 21 pró­sent meðal kvenna en 9,6 pró­sent meðal karla. Ein­ungis Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, með 21,8 pró­sent kvenna­fylgi, var vin­sælli hjá kon­um. 

Í dag er staðan önn­ur. Fylgi Vinstri grænna á meðal kvenna mælist 12,4 pró­sent og karla­fylgið hefur helm­ing­ast. Nú segj­ast fleiri konur kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, Sam­fylk­ingu og Pírata en Vinstri græn. 

Þegar horft er á menntun og tekjur þá hefur stuðn­ingur við Vinstri græn dreg­ist saman í öllum flokk­um. Sam­drátt­ur­inn á stuðn­ingi er meiri hjá tekju­hærri en tekju­lægri en meiri hjá þeim sem eru með grunn­skóla­próf sem æðstu menntun en öðrum sem hafa lokið lengri skóla­göngu.

Úttekt á bakgrunni stuðningsmanna flokka

Kjarn­inn hefur fengið aðgang að gögnum um bak­grunns­breytur þeirra sem svarað hafa könn­unum MMR um fylgi stjórn­mála­flokka. Þær breytur sem um ræðir eru kyn, ald­ur, búseta, menntun og heim­il­is­tekj­ur. Gögnin eru ann­ars vegar úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur), og hins vegar úr tveimur könn­unum sem gerðar voru öðru hvoru megin við síð­ustu þing­kosn­ingar árið 2017. Með því að skoða þær kann­an­ir, sem fram­kvæmdar voru 26-27. októ­ber og 14.-17. nóv­em­ber 2017 (sam­tals 1.924 svar­end­ur), er hægt að sjá þær breyt­ingar sem orðið hafa á bak­grunns­breytum stuðn­ings­manna flokk­anna frá þeim tíma. Næstu daga mun Kjarn­inn birta umfjöllun um alla þá átta flokka sem mældir eru í könn­unum MMR og í kjöl­farið ýmis konar aðra umfjöllun byggða þeim upp­lýs­ingum sem gagna­safnið geym­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar