Eru dagar Norwegian taldir?

Heimsfaraldurinn, MAX-vandamál og neitun um ríkisaðstoð hefur leitt lággjaldaflugfélagið Norwegian að barmi gjaldþrots. Sérfræðingar telja lífslíkur félagsins í núverandi mynd litlar sem engar, þótt mögulegt sé að nafn þess og vörumerki geti lifað áfram.

Flugfélagið Norwegian gæti orðið gjaldþrota á næstunni, en vörumerkið gæti lifað áfram.
Flugfélagið Norwegian gæti orðið gjaldþrota á næstunni, en vörumerkið gæti lifað áfram.
Auglýsing

Grein­ing­ar­að­ilar telja það tíma­spurs­mál hvenær norska lággjalda­flug­fé­lagið Norweg­ian verður tekið til gjald­þrota­skipta, en fram­tíð­ar­horfur þess versnuðu til muna þegar norska rík­is­stjórnin neit­aði því um frek­ari rík­is­að­stoð fyrr í vik­unni. Sam­kvæmt þeim stefnir félagið  á gjald­þrot á næst­unni og hlut­hafar þess ekki eiga neina und­an­komu­leið á þessum tíma­punkti, en mögu­legt er þó að nýtt flug­fé­lag gæti keypt vöru­merki þess.

Far­aldur og MAX-vand­ræði

Hluta­bréfa­verð Norweg­ian hefur lækkað um tæp 99 pró­sent frá árs­byrj­un, en mest­öll lækk­unin átti sér stað á sama tíma og kór­ónu­veiran tók að breið­ast til Evr­ópu undir lok febr­ú­ar­mán­aðar og í byrjun mars­mán­að­ar. Síðan þá hefur nær algjört tekju­fall orðið hjá flug­fé­lag­inu, líkt og fjallað er um í breska blað­inu Fin­ancial Times

Til við­bótar við það hefur flug­fé­lagið verið í vand­ræðum vegna 18 Boeing 737 MAX-­véla sem hafa verið kyrr­settar frá því í mars í fyrra. Norweg­ian hefur enn ekki fengið bætur frá flug­véla­fram­leið­and­an­um, en sam­kvæmt norska miðl­inum E24 hafa yfir­stand­andi deilur milli fyr­ir­tækj­anna orðið að dóms­máli í Banda­ríkj­unum sem tekið verður fyrir í des­em­ber. 

Auglýsing

Þrátt fyrir heims­far­ald­ur­inn og erf­ið­leika vegna MAX-­vél­anna hefur flug­fé­lagið þó náð að halda rekstri sínum áfram í ár, en það er fyrst og fremst stuðn­ingi frá norska rík­inu að þakka. Líkt og Fin­ancial Times greinir frá náði Norweg­ian að breyta 18 millj­arða norskra króna skuld í hluta­fé, þökk sé björg­un­ar­pakka frá norska rík­inu í sum­ar.  Sú upp­hæð sam­svarar um 270 millj­örðum íslenskra króna.

Rík­is­að­stoð hafnað

Í kjöl­far haust­bylgju far­ald­urs­ins hafa svo rekstr­ar­horfur flug­fé­lags­ins versnað stöðugt, en sam­kvæmt E24 bað for­stjóri þess, Jakob Schram, norska atvinnu­vega­ráðu­neytið um auka­stuðn­ing sem nemur 60 til 75 millj­örðum íslenskra króna til að bæta laus­fjár­stöðu þess. Síð­asta mánu­dag til­kynnti Iselin Nybø atvinnu­vega­ráð­herra Nor­egs að ríkið hygð­ist ekki ætla að koma Norweg­ian til hjálp­ar, þar sem  ekki væri verj­andi að nýta opin­bert fé í slíkan stuðn­ing. 

Fimm millj­arða króna virði

Í kjöl­far yfir­lýs­ingar Nybø telja sér­fræð­ingar að fram­tíð flug­fé­lags­ins sé svört. Í nýlegri grein­ingu bank­ans HSBC á stöðu flug­fé­lags­ins kemur fram að verð­miði þess sé nú í kringum fimm millj­arðar íslenskra króna, eða innan við þrjú pró­sent af mark­aðsvirði sínu í maí síð­ast­liðn­um. 

HSBC sagði einnig í grein­ingu sinni að ólík­legt væri að félagið næði að tryggja áfram­hald­andi rekstur sinn. „Norweg­ian hefur oft komið okkur á óvart með að finna nýtt fjár­magn í rekstr­ar­erf­ið­leik­um. Við teljum ekki að slíkur glaðn­ingur sé á leið­inni í þetta skipt­ið,“ er haft eftir bank­anum í E24

Gjald­þrot eða áfram­hald­andi starf­semi?

Lars-D­aniel West­by, sér­fræð­ingur hjá norska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Spare­bank 1 markets tók í sama streng í við­tali við Fin­ancial Times og sagði lík­legt að félagið lýsti yfir gjald­þroti í næstu viku. Sam­kvæmt Westby hafa hlut­hafar félags­ins enga und­an­komu­leið. Hins vegar telur hann fyr­ir­tækið geta lýst yfir gjald­þroti í Banda­ríkj­unum eða Írlandi og skipt svo flug­fé­lag­inu upp í tvö félög, þar sem annað þeirra gæti haldið áfram starf­semi sinni með styttri flug­ferðum milli áfanga­staða í Evr­ópu.

HSBC telur lík­legt að vöru­merki Norweg­ian gæti haldið áfram starf­semi sinni þótt núver­andi félag fari í þrot, en sam­kvæmt bank­anum gæti nýstofnað og ónefnt flug­fé­lag Braathens-­fjöl­skyld­unnar haft áhuga á að kaupa það. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar